Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Vandi Samfylkingar?

Ræða Ingibjargar Sólrunar á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í Reykjanesbæ er ágæt og hlýtur að hafa vakið nokkra athygli.

Það sem hlýtur þó að vekja mesta athygli er það sem ég hef tekið út úr ræðunni hér að neðan.  Það vekur upp ýmsar spurningar.

Í fyrsta lagi verður auðvitað gaman að heyra hvað núverandi þingmenn, sérstaklega þeir sem áfram verða í baráttunni hafa um þetta að segja, hvað var þess valdandi að þingflokknum var og er ekki enn treyst?  Einnig verður gaman að heyra álit þeirra á því á hvort að fyrirsjáanlegt brottfall samherja þeirra, og innkoma annara komi að þeirra mati til með að hafa áhrif á traust almennings?

 

Í annan stað, og það skiptir auðvitað meginmáli, er hvort að Ingibjörg er að segja í þessari ræðu, að ef Samfylkingin auki fylgi sitt ekki verulega í næstu kosningum, þá sé það merki um að kjósendur treysti flokknum ekki til setu í ríkisstjórn og því komi flokkurinn til með að sitja hjá?

Því ef fylgi flokksins í síðustu kosningum var merki um vantraust kjósenda, hlýtur svipað fylgi í næstu kosningum að vera það sömuleiðis?  Eða hvað?  Eða er munurinn sá að "Ég" er tilbúin?

"Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknumekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur – allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við – hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni. Þetta fólk hefur ekki treyst okkur til þess að gæta hagsmuna þeirra, tryggja stöðugleika, fara með skattpeninga af ábyrgð, gæta þess að atvinnulíf okkar sé samkeppnishæft og vernda hagsmuni Íslands utan landssteinanna.

Fólkið langar en hefur ekki þorað – hingað til. Nú verður á þessu breyting.

En af hverju núna? Jú, vegna þess að Samfylkingin er tilbúin, frambjóðendur eru tilbúnir og ég er tilbúin. Ég ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn, víki sér ekki undan erfiðum verkum, sýni samstöðu, stefnufestu og ábyrgð. Ég treysti því og trúi að þingmenn allir og flokksmenn komi með mér í þennan leiðangur því annars höfum við ekki erindi sem erfiði. Annars náum við ekki árangri í þágu íslensks almennings."

Feitletranir eru allar eftir höfund bloggsins.

P.S.  Það er gaman að sjá að ung/ný kratar telja það fagnaðarefni að í "flokki sem hefur aldrei verið þekktur fyrir foringjadýrkjun" (samanber úrslit prófkjörsins), þá sé mikið meira klappað fyrir formanninum heldur en hjá Framsóknarflokknum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband