Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
10.12.2006 | 21:18
Að bölva bönkunum
Það má oft skilja það á Íslendingum að Íslenskir bankar séu gráðugustu og þjónustugjaldasjúkustu bankar í heimi.
Um það er þó líklega deilt, enda vilja býsna margir Kanadabúar meina að það séu hérlendir bankar sem eigi þessar nafnbætur skilið. Mér segir svo hugur að það sama geti gilt um íbúa fleiri landa. Sjálfur hef ég aldrei verið þessarar skoðunar, enda hef ég notið góðrar þjónustu og geri enn bæði á Íslandi og hér í Kanada.
Vissulega vildi ég borga lægri vexti og þjónustugjöld. Vissulega vildi ég fá hærri vexti á innistæðurnar okkar. En ég vildi líka hafa hærri laun, borga lægri skatta og þar fram eftir götunum.
En mér flaug þetta í hug þegar ég var að lesa vefsíðu Globe and Mail, en Kanadísku bankarnir hafa einmitt verið að skila methagnaðartölum undanfarna daga. En þar birtist líka stutt grein sem varpaði örlitlu ljósi á þetta mál, þar segir m.a.:
"Let us now recognize all the little people who helped to make it possible for the Royal Bank of Canada to report a profit of $4.7-billion last week.
If you're a customer of Canada's largest bank and you wrote a cheque, used your debit card or made a withdrawal, chances are excellent that you paid a service fee. These fees in turn contributed to the largest annual profit ever reported by a Canadian bank enough money to put $143 in the pocket of everyone in the country.
Service fees account for less than 5 per cent of the revenue banks take in, which raises a question: Why do banks bother charging them?
RBC, for example, took in $36-billion in revenue in the past year, much of it from lending, offering credit cards and selling insurance and investments. A total of $1.8-billion came from service charges."
"Could the Royal and its rivals not generate a wealth of goodwill simply by using their massive profits from other activities to give customers a break from such charges?
Caroline Hubberstey, a spokeswoman for the Canadian Bankers Association, doesn't think so.
For one thing, the services entail a cost. "There is significant investment needed to provide the number of delivery channels branches network, telephone banking, ATMs, online banking," she says.
"It's not cheap."
Until the early 1980s, she adds, the banks did, in fact, cover off service fees by using higher interest rates on loans. That practice ended when increased competition in the banking business began to drive down interest rates.
In any case, she argues, the current system is more fair. "Why should someone pay a higher rate of interest for other people to do banking services for free?"
And why should the banks reduce their profits to do the same?"
Svo mörg voru þau orð. Eflaust hafa Íslensku bankarnir svipaða sögu að segja, það væri gaman að vita hve þjónustugjöldin eru hátt hlutfall af þeirra tekjum.
Hitt er svo auðvitað ljóst að þeir sem eiga fé á sparireikningum og hlutafé í bönkum gera það ekki af góðsemi, þeir vilja fá arð.
En greinina má finna hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2006 kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 20:22
Skynsamlega að verki staðið
Þetta er ákaflega vel að verki staðið hjá Whole Foods Market. Það er enda erfitt að reka verslanir til lengdar, ef það er ekki viðskiptavinurinn sem á síðasta orðið.
Auðvitað er líklegt að margir viðskiptavinir WFM séu ekki hrifnir af hvalveiðum Íslendinga, en það er alveg eins líklegt að hópurinn sem láti sig það litlu skipta, ef þeim líkar vörurnar vel, sé ekki minni. Þeir búa enda í því landi sem er hvað stærsti aðili hvalveiða í heiminum.
Staðreyndin er sú að hér sem áður eru það gæði vörunnar sem skiptir meginmáli.
En það er reyndar annað sem ég hefði gaman af að vita, ef einhver getur frætt mig. Hvernig eru verðin sem Íslenskir bændur eru að fá fyrir afurðir þær sem eru seldar í WFM? Eru bændur að gera það verulega gott á þessari sölu?
Það vantar nefnilega oft þegar sagt er frá stórkostlegum árangri Íslenskra landbúnaðarafurða erlendis, er hvað var kostnaðurinn við markaðssetninguna, hver greiddi hann og hver er raunverulegur afrakstur af sölunni? Eða er þetta ekki að skila neinu í þegar allt er til tekið?
Sem dæmi má nefna, um hvernig alþjóðleg verslun með landbúnaðarvörur gengur oft fyrir sig, er að ég kaupi gjarna hér í Kanada, Norskan ost, Jarlsberg. Hann stendur mér hér til boða á mun lægra verði hér, en býðst systur mínum, sem búa í Noregi.
Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2006 | 15:50
Friðarandinn
Það má merkja af fréttinni að friðarandinn er ekki mikill hjá Hamas liðum, alla vegna ekki nú um stundir.
Nýlegt ávarp Nasrallah, forystumanns Hizbollah bendir heldur ekki til að friðvænlegt verði í þessum heimshluta á næstunni.
Það hljóta allir að bíða eftir því í ofvæni að þeir Íslenskir stjórnmálamenn sem höfðu sig hvað mesti í frammi og töluðu hæst (eða skiluðu bara inn skriflegum skilaboðum) tjái um málefni svæðisins og hvernig sé best að koma á friði.
Líklega færi vel á því að þeir sendi Hamas og Hizbollah bréf, því varla er hægt að ræða við slík samtök, eða hvað?
Haniyeh heitir því að viðurkenna ekki tilvistarrétt Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2006 | 07:32
Af blæjum
Þó nokkuð hefur verið rætt um blæjur, notkun þeirra, hvort eigi að banna þær eða hvort þetta sé einfaldlega þægilegur og þjóðlegur klæðnaður fyrir ákveðinn hluta jarðarbúa.
Persónulega verð ég að segja að ég er ekki yfir mig hrifinn af þessum klæðnaði, en ég hef aldrei verið talinn neitt "átoritet" hvað tísku eða klæðnað snertir. En mér finnst út í hött að banna eigi einhvern klæðnað, eða klæðaleysi ef út í það er farið. Það er rétt að hver hafi sína hentisemi í þessum efnum.
En auðvitað verðum við að gera okkur grein fyrir því að þetta getur valdið ákveðnum vandræðum og ennfremur þurfum við að velta okkur fyrir því hvort ekki sé réttlætanlegt að banna "blæjuklæðnað" undir einhverjum kringumstæðum.
Það koma til dæmis upp ýmsar aðstæður í vestrænum löndum, sem eru ekki vandamál í upprunalöndum "blæjuklæðnarins". Væri til dæmis ekki réttlætanlegt að banna "blæjuklæðnað" við stjórn ökutækja? Í það minnsta sumar tegundir "blæjuklæðnaðar" skerða sjónsvið þess sem klæðist honum.
Hvernig brygðumst við við, ef við heyrum að "blæjuklæddum" einstaklingi væri neitað um afgreiðlu í verslun, þegar hún vildi borga með kredit eða debetkorti? Myndir á þessum kortum eru ekki bara til að sýna hvað við lítum vel út, heldur gegna líka hlutverki öryggis sem persónuskilríki. Væri hægt að leyfa blæjuklæddum einstaklingi að taka fé út af bankareikningi?
Væri rétt að neita "blæjuklæddum" einstaklingum um að kaupa til dæmis tóbak eða áfengi, þar sem ekki væri hægt að taka mark á persónuskilríkjum?
Hvaða reglur ættu að gilda hvað varðar lögreglu? Hvenær gæti lögregla krafist þess að blæjan verði tekin niður og hvernig ætti að standa að því?
Sjálfsagt má ímynda sér fleiri kringumstæður þar sem "blæjuklæðnaður" getur valdið vandræðum, en auðvitað þarf fyrst og fremst að reyna að ræða málin áður en þau verða að vandræðum.
Kona með blæju mun flytja jólaávarp Channel 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 04:35
En auðvitað er þetta RUV að kenna
Ég hef fylgst með nokkurri undrun með þróun umræðu um RUV, veru þess á auglýsingamarkaði og stöðu samkeppnisaðila þeirra.
Hver þingmaðurinn og ráðherrann á fætur öðrum eru teknir í viðtöl í hinum ýmsu þáttum Stöðvar 2, og barið á þeim varðandi RUV, þannig að tilfinningin sem áhorfendur fá, er að RUV sé hreinlega að drepa alla keppinauta sína, mest aðkallandi sé að koma því af auglýsingamarkaði. Stöð 2 og 365 veldið allt geti hreinlega ekki keppt við "Risann" og því sé viðvarandi taprekstur á fyrirtækinu og ekki gæti hreinlega stefnt í þrot.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að best færi á að selja RUV, en það er önnur saga sem ég blogga ef til vill um síðar, en ég kaupi samt ekki þessar röksemdafærslur að RUV sé stærsta ógnin sem standi að öðrum ljósvakamiðlum.
Nefnum nokkur dæmi.
Það er farið í risafjárfestingu, startað nýrri fréttastöð. Til verksins er fenginn fréttamaður sem stuttu áður hafði hrakist úr starfi vegna ónákvæmni í vinnubrögðum og að því er hægt var að álíta, að láta tilganginn helga meðulin. Tilraunin var skammvinn, fréttastöðin var lögð niður en líklega tapaði fyrirtækið hundruðum milljóna króna. Þá geri ég ekki einu sinni tilraun til þess að verðmeta trúverðugleikatapið sem stöðin olli fyrirtækinu.
En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.
Það er keypt prentsmiðja í Bretlandi. Síðan á að selja hana nokkrum mánuðum síðar. Líklega með hundruð milljóna tapi, ef ekki milljarða.
En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.
Það er startað nýrri sjónvarpsstöð, sem sendir út frítt. Eftir því sem mér hefur skilist þá skilar hún litlu í kassann og hefur jafnvel verið rekin með tapi. Hún heggur að öllum líkindum skarð í bæði áskrifendur, áhorf og auglýsingasölu á Stöð 2.
En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.
Í uppboði gegn annari frjálsri sjónvarpsstöð er verð á Enska boltanum keyrt upp úr öllu valdi. Margir efast um að mögulegt verði að láta það dæmi skila hagnaði.
En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.
Það er keypt tölvufyrirtæki á því sem margir telja uppsprengt verð (allt betra en að keppinauturinn kaupi fyrirtækið), útlit er fyrir að tap á því ævintýri kosti stórar upphæðir.
En það er auðvitað RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.
Staðreyndin er sú að vissulega nýtur RUV forskots, ríkisfyrirtæki gera það öllu jafna. Þó ekki meira forskots heldur en að vitað var þegar 365 (eða öll þau fyrirtæki sem eru fyrirrennarar þess) var sett á laggirnar.
Vandi 365 er fyrst og fremst sjálfskaparvíti.
Það eru teknar rangar ákvarðanir, boginn spenntur allt of djarft, allt of mikið fé sett í óraunhæfar hugmyndir og í hendur manna sem ekki kunna með það að fara.
En auðvitað er það RUV að kenna að illa gengur að ná endum saman.
Mín skoðun er að Dagsbrúnar/365 fólki myndi gefast betur að líta í eigin rann, og vinna út frá því sjónarmiði, að örlög þeirra séu í þeirra eigin höndum, en stjórnist ekki af því hvað gert verður eða ekki gert við keppinautinn með lagasetningum.
Ég man þá tíð að bæði fréttastofa Stöðvar 2 og Sjónvarpsins voru með um og yfir 40% áhorf, og Stöð 2 hafði jafnvel heldur betur á stundum.
En hvernig er staðan nú? Fréttastofa NFS/Stöðvar 2 var síðast þegar ég vissi (í sumar) hálfdrættingur á við fréttstofu Sjónvarpsins, og náði ekki nema rétt ríflega 20% áhorfi, á meðan Sjónvarpið er rétt undir 40%.
Fréttastofa NFS/Stöðvar 2 hefur sem sagt tapað u.þ.b. helmingi af áhorfi sínu á fáum árum.
Það þarf ábyggilega meira en þá "andlitslyftingu" sem fréttirnar hafa nú nýverið fengið. Ég held að það þurfi að stokka þær upp frá grunni og leggja áherslu á það að segja fréttir, það er ekki tilgangur fréttastofa að fella ríkisstjórnir, til þess fara menn í framboð. Það þarf sömuleiðis að ritstýra fréttum með þeim hætti að ekki sé um hagsmunatengsl að ræða hvað varðar fréttamanninn og þeirra persónulega skoðun skíni ekki í gegn.
Ekkert er mikilvægara fyrir Stöð 2 en fréttastofan, að hún sé trúverðug, njóti trausts og byggi upp áhorf. Fréttirnar eru grunnurinn að því að stöðin sé öflug.
Njóti fréttastofan ekki trausts, nýtur sjónvarpsstöðin ekki trausts.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 04:01
Heimurinn með augum Frakka
Þetta er auðvitað ágætis viðbót, sem að Chirac lætur Franska skattborgara greiða fyrir okkur hin.
Þetta er áhugaverð tilraun, að leggja áherslu á útsendingar á netinu og sýnir hvað hlutirnir hafa breyst og hverju háhraðatengingar breyta landslaginu bæði á netinu og í fjölmiðlun almennt. Þó verður stöðin einnig send út um gervihnetti og mun sjást á kapalrásum og nást á loftnet víða um heim.
Sjá nánari upplýsingar um stöðina á Wikipedia.
Ég trúi því þó varla þeim upplýsingum sem koma fram Wikipedia, að "budgetið" eigi ekki að vera nema 80 milljónir Evra á ári, ekki nema um 7400 milljónir ISK. Ég held að það hljóti að vera rangar upplýsingar.
"Setuppið" er velþekkt, fréttalesari fyrir sitjandi fyrir framan glervegg, þar sem sjá má fréttamenn að störfum og hlaupa fram og til baka. Þetta virðist eiga að vera 3. rásir, ensk, frönsk og arabísk, en þó virtist enska rásin og sú arabíska vera samkeyrðar á ensku þegar ég skoðaði málið. Mér skilst að arabíska rásin eigi að byrja útsendingar á næsta ári.
Vefsíðan kemur ekki upp í fullri útgáfu fyrr en á morgun, en útsendingar eru þegar hafnar.
Þó að sumir fréttaþulirnir tali enskuna með full miklum frönskum hreim, er þetta fín víðbót í flóruna.
Vefsíðan er: http://www.france24.com
Ný alþjóðleg sjónvarpsfréttastöð hefur útsendingar frá Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 8.12.2006 kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2006 | 18:51
Súludans án virðisaukaskatts. Stéttin stendur höllum fæti á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin!
Þegar ég heimsótti vefsíður Times, nú sem oftar vakti frétt um Norska súludansstaði nokkra athygli mína. Þarlendir dómsstólar hafa víst nýverið úrskurðað að súludans skuli njóta skattfríðinda til jafns við aðrar listgreinar.
Það má því líklega svo notaður sé vinsæll "frasi", segja að súludansarar njóti ekki sömu stöðu og "kollegar" þeirra í nágrannalöndunum. Nú vantar bara ábyrga frétta og stjórnmálamenn til að taka málið upp.
Eða eins og segir í fréttinni:
"Striptease, the tantalising dance pioneered by Salome in the Old Testament, is an art form that ranks with opera and ballet, according to a Norwegian court. As a result, strip clubs will be freed from paying the countrys hefty 25 per cent VAT.
The last straw came when they heard that tickets for the Chippendales, a male strip act, were exempt from Value Added Tax because of their artistic merit. The Norwegian Council for the Equality of the Sexes took up the strippers cause."
"The case has been bouncing back and forth between the courts after a district court ruled in favour of the strip club in May 2005. The state of Norway appealed to the High Court - and this week lost again.
"Striptease, in the way it is practised in this case, is a form of dance combined with acting," said the judges who ruled on the matter, thereby comparing the act to other stage performances which are exempt from VAT.
The Norwegian state is considering whether to take the matter to the Supreme Court.
It was not clear whether the three judges had conducted field research before reaching their verdict. Certainly they made a clear distinction between "banal and vulgar" striptease - in which there is physical contact between dancers and the audience - and artistic dance. "
Fréttina má finna hér.
6.12.2006 | 18:33
Að ná fyrirsögninni
Þetta er vissulega athygliverð frétt, þó að vissulega megi segja að hún komi ekki með ný tíðindi.
Það sem er athyglisverðast í fréttinni, er í enda hennar en þar segir:
"Claudio Cordone, talsmaður mannréttindasamtakanna, Amnesty International segir hins vegar fátt nýtt koma fram í skýrslunni enda leiki enginn vafi á því að Hizbollah hafi geymt vopn og staðið fyrir hernaðaraðgerðum frá svæðum óbreyttra borgara í suðurhluta Líbanons."
Þetta eru ekki nýjar fréttir en samt finnst mér oft þessa ekki getið að verðleikum í fjölmiðlum.
Ofar í fréttinni má svo finna þessa setningu:
"Samkvæmt alþjóðalögum er hins vegar ólöglegt að nota borgaralegar byggingar til hernaðarárása og sé það gert er heimilt að endurskilgreina umræddar byggingar sem hernaðarmannvirki."
Þegar þessi tvö atriði eru skoðuð kemur nokkuð athyglisverð mynd í ljós. En þetta er því miður mikið stundað af ýmsum "hryðjuverka/frelsisbaráttu" samtökum víða um heim.
Baráttan snýst nefnilega oft ekki um að ná óvininum, heldur að "ná fyrirsögninni" og það hliðhollri sér.
Með þessu er ég ekki að segja að framferði Ísraels sé lítalaust, en staðreyndin er sú að hernaður er það aldrei. En það er lika erfitt að berjast gegn mótherja sem notar aðferðir eins og lýst er í fréttinni.
Skyldi einhver Íslenskur stjórnmálaflokkur hafa fordæmt framferði Hizbollah? Skyldi einhver Íslenskur stjórnmálaflokkur hafa fordæmt framferði Ísraela?
Ísraelsk stofnun sakar Hizbollah um stríðsglæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 15:12
Útbreiddur misskilningur um uppsagnir
Það virðist vera víða sem stjórnendur hafa ekki heyrt um skilgreiningu Frálslynda flokksins um muninn á því að vera rekinn og að vera sagt upp störfum.
Nú hafa þeir í Harrods sagt sjálfum Jólasveininum upp störfum. Einhverra hluta vegna reikna ég ekki með því að hann komi til með að vinna út uppsagnarfrestinn. Skyldi það þýða að hann hafi verið rekinn?
Það er nú vandamálið með þessa jólasveina, það er oft erfitt að skilja hvað er að gerast í kringum þá.
Harrods rekur jólasveininn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2006 | 07:22
Innbyrðisbarátta ríkisapparata
Ef fram heldur sem horfir verður það svo í framtíðinni að nokkrir ríkireknir stjórnmálaflokkar berjast um hylli kjósenda á u.þ.b. 4ja ára fresti. Það skiptir engu máli hver vinnur á eða tapar, það eina sem verður öruggt er að kjósendur þurfa að borga fyrir herlegheitin, hvort sem þeir vilja eður ei.
Það hefur stundum verið haft að orði, að þegar allir stjórnmálaflokkar séu sammála um eitthvað mál, þá sé voðinn vís og næsta öruggt að það horfi ekki til framfara.
Mér þykir margt benda til að svo sé í þessu tilfelli.
Ég sé einfaldlega ekki rökin fyrir þessum breytingum. Það má vissulega segja að það horfi til framfara að opna bókhald stjórnmálaflokka, þó að deila megi um það eins og annað. Einnig má segja að það geti verið rétt að takmarka hámarksframlag hvers fyrirtækis eða einstaklings.
En það hljómar eiginlega sem hálfgert "overkill" að gera hvoru tveggja, því hver er skaðinn þó að framlagið sé hærra, ef að er allt upp á borðinu með opnu bókhaldi?
Er þá ekki allt í lagi að hver styðji stjórnmálaflokka með hverri þeirri upphæð sem hann kærir sig um, ef allir vita af því?
Persónulega finnst mér þetta allt lykta af því að stjórnmálaflokkarnir eru einfaldlega að sækja sér meira fé í ríkissjóð, og skylda sveitarfélög til að senda sér fé sömuleiðis.
Íslenskir stjórnmálaflokkar eru að verða ríkisrekin "aparöt". Sumir þeirra hirða ekki einu sinni um að rukka félagsgjöld lengur. Það hefur svo sést vel í prófkjörum, hvernig skipulag þeirra og félagaskrár eru orðnar, þar sem það þykir orðið gott ef 60% eða svo, félagsmanna nennir að mæta á kjörstað til að velja lista fyrir flokkinn sinn.
Flokkarnir eru hættir að höfða til almennings, það er líklega orðið erfiðara fyrir þá að sækja fé til fyrirtækja, enda vald þeirra yfir efnahagslífinu, ekki nema hjóm eitt miðað við hvað var, og þeir bregðast við með því að sækja sér meira fé í ríkissjóð.
Mikið hefur verið rætt um "Eftirlaunafrumvarpið" svokallaða, og ætla ég ekki að mæla því bót, en færri minnast á að um leið var sú breyting gerð að formenn flokkanna eru nú launaðir sérstaklega af ríkinu. Eins og það sé opinbert starf að vera formaður stjórnmálaflokks á Íslandi.
Auðvitað er það út í hött að almenningur greiði laun formanna stjórnmálaflokkanna. Ef flokkarnir vilja hafa formenn sína eða aðra menn í trúnaðarstöðum launaða eiga þeir að greiða það sjálfir, það er ekki eins og að almenningur velji formennina.
Ef kostirnir eru að leyfa óheft framlög til stjórnmálaflokkanna, eða að auka sífellt framlög rikisins til þeirra, þá vel ég óheft framlög.
Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna er ekki að mínu skapi.
Þeir sem telja svo mikla áhættu á því að hægt sé að kaupa kosningar og prófkjör, hafa augljóslega ekki talað við Ástþór Magnússon, Jakop Frímann Magnússon, eða aðra þá sem hafa í gegnum tíðina eytt stórum upphæðum í viðleitni við að ná kjöri, án árangurs.
Að halda því fram að hægt sé að "kaupa" kosningar er í raun vanvirða við kjósendur. En hitt er líka ljóst að þegar takmarkað er hvað má eyða, eykst vald þeirra sem t.d. velja viðmælendur í spjallþætti, taka viðtöl í fjölmiðlum og þar fram eftir götunum. Jafnræði er eftir sem áður ekki til staðar og verður líklega aldrei.
Þó að ég efist um að við sjáum miklar breytingar fyrir næstu kosningar, þá reikna ég með að þetta hafi til lengdar í för með sér breytingar á ásýnd kosningabaráttunnar. Þegar reglurnar breytast verður farið að leita nýrra leiða.
Auðveldasta leiðin til að sneiða hjá lögunum, er að fá einhvern til að dekka fyrir sig framlag. Það er velþekkt víða um heim, jafnvel svo að hver einasti starfsmaður fyrirtækja hefur styrkt ákveðna stjórnmálaflokka.
Ekki er ólíklegt að meira verði um að stofnuð verði samtök sem berjast fyrir ákveðnum málum, sem fyrir "algera tilviljun" henta sérstaklega ákveðnum stjórnmálaflokki. Ég get til dæmis séð fyrir mér "Samtök skattgreiðenda", nú eða samtök með eða á móti ESB auglýsa sérstaklega fyrir kosningar. Bændasamtökin gætu líka tekið upp á því að minna á sig. Möguleikarnir þarna eru endalausir.
Fyrirtæki gætu hæglega haft menn á launaskrá, sem störfuðu síðan sem "sjálfboðaliðar" hjá einhverjum flokknum.
Ekki er ólíklegt að bloggarar verði launaðir um lengri eða skemmri tíma, sömuleiðis grafískir hönnuðir sem búa til sniðugt grín um mótherjana. Þetta er ódýr og býsna árangursrík leið, sérstaklega til að ná til yngri kjósenda, en þeir fylgjast oft ekki svo með hefðbundnum fjölmiðlum, heldur sækja upplýsingar sínar á netið. Einnig gæti verið góð leið að styðja gerð "amatör stuttmynda" eða myndbúta.
Einnig er möguleiki á að borga laun útvarpsmanna og koma þeim fyrir hjá smærri útvarpsstöðvum, þannig má líklega hafa áhrif á val viðmælenda og þar fram eftir götunum.
Möguleikarnir eru endalausir til að "skauta" fram hjá lögunum og eiga eflaust margar góðar hugmyndir eftir að koma fram og verða notaðar.
Þó að vissulega megi segja að gegnsæi í fjármálum stjórnmálaflokkanna sé fagnaðarefni, þá er það mín trú að þegar til lengdar lætur sitji fátt annað eftir, en stóraukin ríkisframlög til stjórnmálaflokkanna og svo breyttir farvegir annars fjármagns.
En ef til vill er ég bara fullur af bölmóði. Ef til vill skellur hér á gullöld ríkisrekinna Hálsaskógsstjórnmálaflokka sem allir una glaðir við framlagi sitt frá hinu opinbera og lifa hamingjusamlega upp frá því.
Frumvarp um fjármál stjórnmálaflokka lagt fram á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |