Nokkrar bækur sem myndu gera það gott í jólabókaflóðinu, ef þær aðeins kæmu út

Hér eru titlar að nokkrum bókum sem ég held að myndu gera sig vel í jólabókaflóðinu, ef þær kæmu á annað borð út.  En það eru líklega ekki miklar líkur á því.

Nokkur góð ár án Ingibjargar
Össur Skarpshéðinsson rifjar upp ár sín sem formaður Samfylkingarinnar á sinn hispurslausa hátt.

Einn á báti í grasrótinni
Kristinn H. Gunnarsson segir frá árum sínum í Framsóknarflokknum

Vinstribylgjan
Ný pólítísk skáldsaga eftir Sigmund Erni Rúnarsson

Alla í bátana
Ritgerðasafn eftir frjálslynda íslenska stjórnmálamenn um innflytjendavandann

Oft er í holti heyrandi nær
Nýtt safn þjóðsagna og ævintýra, Jón Baldvin og Árni Páll tóku saman.

Frelsi, jafnrétti og systkinalegur kærleikur
Stiklað á stóru í sögu kvenfrelsis og mýtur táknmynda og orða karlrembusamfélagsins brotnar til mergju. Sérstakur gaumur er gefinn umferðarljósum og öðrum karllægum kúgunartækjum.

Tækni og mistök tengd henni
Ný sjálfshjálparbók eftir Árna Joð.

Ég er drekinn, kæri Jón
Löngu tímabær bók sem tekur á þeim tilfinningu sem þeir upplifa sem missa starf sitt af völdum Jóns.  Höfundarnir Margrét Sverris og Róbert Emm. segja frá upplifunum sínum og gefa góð ráð.


mbl.is Konungsbók enn söluhæst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband