Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
29.11.2006 | 15:18
Jólatrésskemmtun og þjóðræknisdagur
Um helgina fór ég á jólaskemmtun Íslendingafélagsins hér í Toronto. Það var hin ágætasta skemmtun, og skemmti foringinn sér að sjálfsögðu manna mest og best.
Fyrir mig var nú líklega hápunkturinn að fá bæði kleinur og vínartertu að snæða, enda hef ég ekki verið duglegur við að baka eða steikja slíkar dásemdir sjálfur. Vínartertan hér er að vísu með torkennilegum glassúr á toppnum, en það er óþarfi að láta slíkt eyðileggja fyrir sér ánægjuna.
En eins og ég hef gert síðan ég flutti hingað lék ég aðalhlutverkið í skemmtuninni, það er að segja jólasveininn. Það er enda áríðandi að jólasveinninn sé tvítyngdur og geti brugðið fyrir sig bæði ensku og íslensku. Þetta er ekki kröfuhart hlutverk, enda talar jólasveinninn hér í Vesturheimi ekki mikið, það nægir að láta klingja í bjöllum og segja HO HO HO.
Mesta harðræðið felst tvímælalaust að þegar ég er búinn að setja á mig hár úr gerfiefnum, skegg úr gerviefnum, húfu, jakka og buxur úr gerfiefnum, þá svitna ég ég eins og grís í ofni.
En síðan fá allir krakkarnir tækifæri til persónulegs viðtals við jólasveininn, segja frá afrekum sínum það árið og hvað þau helst óska sér til gjafa á jólunum. Þá er áríðandi að sveinki bæði tali og skilji íslensku og ensku. Þau eru síðan leyst út með litlum poka með smá leikföngum og sælgæti.
Svo bar við þetta árið að allir krakkir, nema sonur minn, komu til að spjalla við jólasveininn. Hann harðneitaði að tala við þennan skringilega kall. Hvað þá að hann vildi ganga í kringum jólatréð með honum. En þegar skemmtuninni var að ljúka tók ég einn pokann og færði honum. Hann hálf faldi sig á bak við móður sín, tók þó við pokanum en sagði fátt.
Þegar við vorum hins vegar að keyra heim á leið og ég var að spjalla við hann um hvernig hefði verið, var annað hljóð komið í strokkinn. Jú, jú, hann hafði hitt jólasveinninn, sem hann taldi hinn vænsta mann, þeir höfðu talað nokkuð lengi saman og hafði farið vel á með þeim. Taldi hann að þeim hefði orðið nokkuð vel til vina og reiknaði með að hitta kallinn aftur seinna. Sömuleiðis var hann nokkuð viss um að kallinn myndi færa sér jólagjafir.
En í gær tók sig aftur upp þessi gríðarlega kleinulöngun, eftir að hafa komist á bragðið um helgina. Ég tók mig því til og steikti kleinur í fyrsta skipti á ævinni. Það tókst nokkuð vel, þó að nokkrar þeirra væru nokkuð skrýtnar í laginu, en það kom ekki að sök, enda flestar þeirra horfnar.
Það var enda kaffi og kleinur á boðstólum að Bjórá í morgun.
En til að það komi skýrt og skörulega fram, að ég er enginn óupplýstur, óaðlagandi innflytjandi, þá eldaði ég butternut squash súpu handa fjölskyldunni í kvöldmatinn. Það gerist ekki mikið kanadískara en það.
Dagurinn í gær var því þjóðræknisdagur, kleinur og buttnet squash, ljómandi blanda.
29.11.2006 | 14:53
Til hamingju
Mér líst vel á Sigrúnu sem bæjarstjóra Akureyringa og óska bæði henni og þeim til hamingju.
Sigrún er ábyggilega vel að starfinu komin og á eftir að vinna vel fyrir Akureyringa, rétt eins og hún hefur gert hingað til.
En það vekur vissulega athygli mína að Kristján taki við embætti forseta bæjarstjórnar, þá líklega á sama tíma.
Þýðir það að hann ætli ekki að segja sig frá bæjarstjórnarstörfum á Akureyri, þegar hann hefur þingmennsku næsta vor?
Ég ætla að vona að svo verði, enda hef ég marglýst þeirri skoðun minni að sama fólkið eigi ekki að sitja í sveitarstjórnum og á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn (og vonandi aðrir flokkar einnig) hefur nóg mannval, þannig að til þess á ekki að þurfa að koma.
En ég skil ekki alveg tilganginn með því að sitja sem forseti, ef meiningin er að segja af sér í vor, væri ekki betra að ný manneskja tæki við, á meðan hún nyti þess að hafa Kristján ennþá í bæjarstjórninni og nyti reynslu hans?
Það verður fróðlegt að fylgjast hver verðu niðurstaðan í þessu máli.
Sigrún Björk verður bæjarstjóri á Akureyri í byrjun næsta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 07:22
Hræðileg fréttamennska!
Það hafa aðrir bloggarar fjallað um þetta á undan mér, en mér þykir þó merkilega lítið um þetta fjallað. En frétt Fréttablaðsins á mánudaginn var, " Biðin veldur röskun og reddingum" er einfaldlega hræðileg fréttamennska.
Það sem meira er, mér finnst Fréttablaðið og Dofri Hermannsson skulda lesendum blaðsins útskýringar á því hvernig þessi frétt varð til. Trúverðugleiki þeirra beggja bíður stóran hnekki við fréttina, en með trúverðugum útskýringum er möguleiki á því að endurheimta hann.
Fyrsta spurningin er auðvitað sú, hvernig komst blaðamaðurinn í samband við Dofra? Þó að vissulega sé þarft að fjalla um málið, þá vekur það vissulega athygli að starfsmaður Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúi verði fyrir valinu.
Önnur spurning væri hvort að Dofri hafi aldrei á meðan viðtalinu stóð, komið því að, eða látið þess getið að hann væri varaborgarfulltrúi og því ekki alveg hlutlaus í málinu? Óskaði hann til dæmis eftir því að viðtalið væri við hann sem varaborgarfulltrúa, frekar en foreldri?
Þriiðja spurningin er hvort að fréttamanninum og þeim öðrum sem lásu yfir fréttina (ég leyfi mér að ganga út frá því að á blaði sem Fréttablaðinu, séu fleiri sem lesi yfir fréttir en þeir sem skrifi þær) með öllu ókunnugt um störf Dofra fyrir Samfylkinguna og setu hans sem varaborgarfulltrúa?
Fjórða spurningin væri hvort að fréttastjórum og ritstjórum Fréttablaðsins þyki þetta ásáttanleg vinnubrögð?
Það er nefnilega svo merkilegt að ég gat ekki séð að nokkur útskýring kæmi frá ritstjórn á þriðjudegi, heldur lét Fréttablaðið Birni Inga Hrafnssyni eftir að útskýra það fyrir lesendum hvernig í pottinn væri búið.
Stundum taka blaðamenn og aðrir upp á því að bera Íslensk stjórnmál saman við það sem kallað er "í nágrannalöndunum": Ekki veit ég hversu sá samanburður er alltaf réttlætanlegur eða raunhæfur, en hitt veit ég að slík fréttamennska þætti ekki góð "'í nágrannalöndunum", og hér í Kanada reikna ég ekki með að viðkomandi blaðamaður þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir.
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég verð var við að varamenn í sveitarstjórnum leika skrýtin hlutverk í fjölmiðlum, en í september bloggaði ég einnig um slíkan feluleik.
29.11.2006 | 06:45
Góð niðurstaða
Auðvitað er niðurstaða prófkjörs aldrei draumur allra, en ég held að niðurstaðan hafi verið góð og vel ásættanleg fyrir flesta.
Kristján vinnur að sjálfsögðu góðan og eftirminnilegan sigur. Það hlýtur hins vegar að vera nokkuð áfall fyrir sitjandi þingmann og þingflokksformann að ná ekki forystusætinu. Á það ber hins vegar að líta að miðað við núverandi kjördæmaskipan verður erfitt fyrir stjórnmálamenn af Austurlandi að ná fyrsta sæti á lista, enda ef fer sem horfir þá verður sú skipan ekki hjá neinum flokk, þó að of snemmt sé að fullyrða um Frjálslynda flokkinn, en hann hefur ekki spilað stóra rullu í kjördæminu.
Ólöf á síðan glæsilega innkomu í þriðja sætið, sem miðað við stöðuna í dag og þennan lista ætti að verða þingsæti.
Þannig geta austanmenn ekki kvartað, þó að þeim svíði það eðlilega að Arnbjörg náði ekki forystusætinu, því líklega fá þeir 2. af 3. þingmönnum flokksins í kjördæminu.
En miðað við það sem vitað er um lista í kjördæminu, og það sem hægt er að leyfa sér að giska á, er Kristján eini Akureyringurinn sem er öruggur á þing. Það þætti í sjálfu sér ekki mikill afrakstur fyrir þann kaupstað þar sem býr yfir 40% af atkvæðabærum mönnum í kjördæminu.
En ég verð að lokum að minnast á það að hvergi hef ég séð töflu yfir skiptingu atkvæða eftir sætum. En eftir %tölunum að dæma, þá er samanlagðar %tölur í 1. og 2. sætið lygilega nálægt 100%, það má því leyfa sér að draga þá ályktun að einstaklingarnir í þeim sætum hafi ekki sést oft saman á atkvæðaseðli.
En enn og aftur verð ég að lýsa þeirri skoðun minni að þetta kjördæmi sem og ýmis önnur eru of stór til að vera góður kostur.
Niðurstaða prófkjörsins er draumauppstilling" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 05:45
The Rock N Roll Kid
Ég horfði á í ríkissjónvarpinu hérna í Kanada heimildamynd um rokkstjörnu, sem er rétt skriðinn á táningsaldur.
CBC sýndi í kvöld "The Rock & Roll Kid", þar sem viðfangsefnið er 13. ára drengur sem þykir eitthvert mesta gítarleikaraefni sem sést hefur lengi. Danny Sveinson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með hljómsveitum í nokkur ár, troðið upp í næturklúbbum og "túrað" víða um Kanada. Hann spilaði lengst af með hljómsveitinni "Sonic City", en hljómsveitin lagði upp laupana og ef marka má heimildamyndina, eru umboðsmaður Danny og Warner Brothers hér í Kanada að reyna að setja saman nýja hljómsveit í kringum strákinn.
Það verður að teljast afar líklegt að það eigi eftir að heyrast meira í Danny Sveinson í framtíðinni, en hér er umfjöllun um hann í Globe and Mail í dag og hér er frétt úr "lókalblaði" í Vancouver, en Danny býr með foreldrum sínum í Surrey B.C.
Það má finna þó nokkuð af klippum með Danny og Sonic City á YouTube, en geislaplöturnar þeirra fást ekki víða skilst mér.
Ef einhverjir eru síðan að velta því fyrir sér hvaðan nafnið Sveinson kemur, þá er það auðvitað ofan af Íslandi, en ég þekki þá sögu ekki til hlýtar, en drengurinn er af Íslenskum ættum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 17:53
Afleit ákvörðun
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hver er tilgangurinn með þessari breytingu. Ja, nema að það skín líklega í gegn að það á að ná í meira fé af almenningi.
Það sem líklega rætnast við þessa breytingu er að fénu á að ná af þeim sem sýna ráðdeildarsemi og kaupa ódýrari tegundir.
Það er löngu tímabært að fara að líta á áfengi sem hverja aðra vöru, lækkun virðisaukaskattsins er reyndar örlítið skref þá áttina og mun auðvelda að flytja áfengi yfir til matvöruverslana ef og þegar sú ákvörðun verður tekin. En um leið og það framfaraskref er tekið er tekið jafn stórt ef ekki stærra skref afturábak, þar sem innkaupsverð áfengis hefur minni áhrif á endanlegt verð en áður.
Neytendur fá sem sé ekki að njóta þess að kaupa ódýrari tegundir áfengis. Innflytjandinn hefur sömuleiðis minni hvata til að leita besta verðs, eða leitast við að flytja inn ódýrari tegundir.
Þetta er svipað og ef allir bílar bæru sömu innflutningsgjöldin, 2. milljónir á bíl burt séð hvort um væri að ræða Yaris eða Land Cruiser.
Það er tímabært að breyta gjöldum á áfengi (svo lengi sem vilji er til að halda í þau) í það að vera hlutfall af verði, þannig að rétt eins og hvað varðar að aðrar vörutegundir þá endurspeglist innkaupsverð í útsöluverði áfengis.
Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2006 | 06:13
Kókið aftur í kólað?
Eins og margir hafa eflaust heyrt segir sagan að örlítið af Kókaíni hafi verið í Coca Cola þegar það kom fyrst á markaðinn.
Nú á dögum "orkudrykkjanna", berast þær fregnir frá Colombiu að drykkir sem innihaldi Kókaín njóti gríðarlegra vinsælda.
Nú nýverið birti www.spiegel.de grein um þessa notkun coca laufsins, þar segir m.a.:
"Coca products were taboo for a long time in Colombia. Now Colombians can purchase coca wine, coca tea and coca cookies. The newest product is called Coca-Sek, an energy drink that is fast developing an international reputation -- much to the irritation of the Coca Cola company.
An ad featuring the slogan "Coca Tea -- the Holy Leaf of the Sun Children" hangs above a colorful, cloth-draped sales booth in the Santa Barbara shopping mall in Bogotá. As recently as 10 years ago, any mother would have yanked her child hastily to the side if they had passed such a stall. But things have changed: Coca tea, coca wine, coca cookies and a variety of similar products have become an integral part of every street festival and flea market in the Colombian capital."
"The soft drink has a fresh, slightly sour taste, like lemonade. Curtidor says he and his wife spent six years developing the flavor. The drink is natural, he says, just like tea -- and, unlike cocaine, it's completely harmless.
When the product was introduced, Curtidor and his handful of colleagues were barely able to produce enough to keep up with demand. The first batch of 3,000 bottles of Coca-Sek -- literally "Coca of the Sun" -- was sold out in a rush. Another 40,000 bottles were sold in the next two months -- mainly in the southern part of the country."
"There are other difficulties as well. Almost the moment his product was on the market, the lawyers of soft drink giant Coca Cola started making life difficult for him. "We've been charged with violating Coca Cola's rights to the name of its product. We're not allowed to use the word 'Coca' in the name of our soft drink -- a word that is more than 5,000 years old and of indigenous origin, and which refers to a sacred plant. We're going to defend ourselves," Curtidor says.
But it's not just about economic success for Nasa Esh. It's also a question of improving the coca plant's image. "We want our products to show that coca has as little to do with cocaine as grapes have with wine.""
"The high nutritional value of the demonized shrub, whose leaves curb the appetite, is widely recognized, Chikangana points out. The green leaves contain not just calcium, iron and phosphate, but also magnesium and vitamins. Coca-based shampoo, toothpaste and soap are already on the market in Bolivia and Peru. The range of products is expanding every year.
Besides coca tea and cookies, Chikangana also sells a coca-based ointment -- called "Kokasana" -- that can be used to treat arthritis, muscle injuries and rheumatism. The product range will soon be expanded by a juice produced from the leaves of the coca shrub. The Sol y Serpiente Foundation, which is supported by the children's rights organization Terres des Hommes, wants to start an education campaign on coca."
Greinina í heild má finna hér.
Líklega bið eftir því að við finnum þetta í stórmörkuðunum.
25.11.2006 | 05:54
Það er ekki spurning ....
... að mínu mati að góður árangur Árna í prófkjörinu í Suðurkjördæminu og síðan þau tæknilegu mistök hans að segjast aðeins hafa orðið á tæknileg mistök eru að kosta Sjálfstæðisflokkinn fylgi og mun gera það í kosningunum í vor.
Ekki þar fyrir að ég reikna með því að öllu óbreyttu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en ef ég yrði á kjörskrá á Suðurlandi efast ég um að það yrði valkostur minn.
En ég er ekkert hissa á því að stjórnarandstæðingar geri sér mat úr málinu og reyni að halda því á lofti. Ég er búinn að fá nokkra tölvupósta frá kunningjum mínum þeim megin "víglínunnar", sem "skjóta" grimmt. Hvort að ég ætli virkileg að bera ábyrgð á því að Árni setjist á þing. Ég hef reyndar einnig átt í nokkrum orðaskiptum í þess veru hér á blogginu eins og sjá má hér og hér.
Ég hef áður sagt að ég hef ekkert á móti því að dæmdir menn sitji á Alþingi. Það finnst mér jafn réttur þeirra sem allra annara. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það eigi að fella það ákvæði niður að alþingismenn þurfi að hafa óflekkað mannorð.
Ég tel að alþingismenn eigi aðeins að uppfylla eitt skilyrði, það er að hafa traust og atkvæði kjósenda á bakvið sig.
En hvað mig persónulega varðar þá skiptir framganga dæmdra jafnt sem ódæmdra manna megin máli og því hefði ég ekki hug á því að styðja Árna til þingsetu.
En að ég sé með einhverjum hætti að styðja Árna sérstaklega með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öðrum kjördæmum eru rök sem ég kvitta ekki upp á.
Vissulega má segja að sú staða geti komið upp að Árni komist inn sem uppbótarþingmaður, á atkvæðum sem greidd eru í öðrum kjördæmum, en það gildir í sjálfu sér um alla þá sem í framboði eru, í hvaða kjördæmi sem er og eiga einhvern möguleika á þingsæti.
En ég hætti ekki við að greiða þeim atkvæði sem ég vil sjá á þingi, til að refsa frambjóðenda í öðru kjördæmi, sem ég vil ekki að komist á þing, og auka þar með líkurnar á því að frambjóðandi sem ég vil síður eða ekki sjá á þingi komist inn.
Málið er ekki flóknara en það.
Óttast að framboð Árna dragi úr fylgi Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2006 | 05:36
Móðuharðindi af mannavöldum
Ukrainubúar minnast í dag, laugardag, þeirra sem létu lífið í hungursneyðinni árin 1932 til 1933. Enginn veit með vissu hve margir létust, talað er um 7 til 10 milljónir manna. Engin veit hvað margir voru borðaðir, enginn veit hve margir voru drepnir.
Það býr mikið af fólki af Ukrainskum uppruna hér í Kanada. Þó nokkrir þeirra eru á meðal kunningja minna. Það talar gjarna um að ástandið sé ekki gott í "heimalandinu", en enginn hef ég þó heyrt tala með eftirsjá um Sovétímabilið.
Það má líklega segja að það hafi komið þrjár "bylgjur" af Ukrainubúum hingað til Kanada. Sú fyrsta kom um svipað leiti og Íslendingar settust hér að hvað mest. Ukrainumenn voru algengir nábúar Íslendinga í Manitoba, og kenndu Íslendingunum oft til verka í akuryrkju, enda Íslendingar lítt vanir slíkum búskap heiman frá. Þeir voru líka þekktir fyrir að brugga mun betur en Íslendingarnir og einhverjar sögur eru af Íslendingum sem lentu í vandræðum vegna vodkaskulda.
Önnur bylgja kom svo upp úr seinna stríði og sú þriðja eftir að Sovétríkin féllu.
En þessi þjóð átti ekki sjö dagana sæla undir stjórn kommúnista. Hungursneyðin á þriðja áratugnum kemur oft fram ef talið berst að Sovétríkjunum, sérstaklega ef vodki er með í för. Það er ennþá réttlát reiði, stundum allt að því hatur í garð kommúnistastjórnarinnar. Lái þeim hver sem vill.
Það er óhugnanlegt að lesa lýsingar frá þessum tíma. Hvað gengið var fram af miklu miskunarleysi. Ekkert skipti máli nema lokatakmarkið. Kommúnisminn. Talið er að allt að 25% af þjóðinni hafi soltið til bana.
Hvaða átrúnaður fær fólk til að fremja slík voðaverk?
Allur matur var tekinn, þeir sem sýndu mótþróa voru skotnir eða sendir til Síberíu. Það að taka nokkur öx af akri gat þýtt dauðarefsingu.
Nú berjast Ukrainumenn fyrir því að þessi voðaverknaður verði viðurkenndur sem "þjóðarmorð" á alþjóðlegum vettvangi. Kommúnistaflokkurinn í landinu berst þó gegn því, og Rússar eru heldur ekki áfram um það, vilja frekar að þetta verði kallað "harmleikur" eða eitthvað í þá áttina.
Persónulega stend ég með Ukrainubúum í þessu máli
Hér og hér má sjá fréttir BBC af þessu máli, hér er frétt Herald Tribune og hér má lesa um Holodomore eins og Ukrainubúar kalla hungsneyðina á Wikipedia.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 16:16
Hin alíslenska Mjallhvít
Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni. Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til. Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.
"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf. En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".
En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.
Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér.
Bókina má sjá hér.