Það er ekki spurning ....

... að mínu mati að góður árangur Árna í prófkjörinu í Suðurkjördæminu og síðan þau tæknilegu mistök hans að segjast aðeins hafa orðið á tæknileg mistök eru að kosta Sjálfstæðisflokkinn fylgi og mun gera það í kosningunum í vor.

Ekki þar fyrir að ég reikna með því að öllu óbreyttu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en ef ég yrði á kjörskrá á Suðurlandi efast ég um að það yrði valkostur minn.

En ég er ekkert hissa á því að stjórnarandstæðingar geri sér mat úr málinu og reyni að halda því á lofti.  Ég er búinn að fá nokkra tölvupósta frá kunningjum mínum þeim megin "víglínunnar", sem "skjóta" grimmt.  Hvort að ég ætli virkileg að bera ábyrgð á því að Árni setjist á þing.  Ég hef reyndar einnig átt í nokkrum orðaskiptum í þess veru hér á blogginu eins og sjá má hér og hér.

Ég hef áður sagt að ég hef ekkert á móti því að dæmdir menn sitji á Alþingi.  Það finnst mér jafn réttur þeirra sem allra annara.  Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það eigi að fella það ákvæði niður að alþingismenn þurfi að hafa óflekkað mannorð.

Ég tel að alþingismenn eigi aðeins að uppfylla eitt skilyrði, það er að hafa traust og atkvæði kjósenda á bakvið sig.

En hvað mig persónulega varðar þá skiptir framganga dæmdra jafnt sem ódæmdra manna megin máli og því hefði ég ekki hug á því að styðja Árna til þingsetu.

En að ég sé með einhverjum hætti að styðja Árna sérstaklega með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öðrum kjördæmum eru rök sem ég kvitta ekki upp á.

Vissulega má segja að sú staða geti komið upp að Árni komist inn sem uppbótarþingmaður, á atkvæðum sem greidd eru í öðrum kjördæmum, en það gildir í sjálfu sér um alla þá sem í framboði eru, í hvaða kjördæmi sem er og eiga einhvern möguleika á þingsæti.

En ég hætti ekki við að greiða þeim atkvæði sem ég vil sjá á þingi, til að refsa frambjóðenda í öðru kjördæmi, sem ég vil ekki að komist á þing, og auka þar með líkurnar á því að frambjóðandi sem ég vil síður eða ekki sjá á þingi komist inn.

Málið er ekki flóknara en það.


mbl.is Óttast að framboð Árna dragi úr fylgi Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband