The Rock N Roll Kid

Ég horfði á í ríkissjónvarpinu hérna í Kanada heimildamynd um rokkstjörnu, sem er rétt skriðinn á táningsaldur.

CBC sýndi í kvöld "The Rock & Roll Kid", þar sem  viðfangsefnið er 13. ára drengur sem þykir eitthvert mesta gítarleikaraefni sem sést hefur lengi.  Danny Sveinson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með hljómsveitum í nokkur ár, troðið upp í næturklúbbum og "túrað" víða um Kanada. Hann spilaði lengst af með hljómsveitinni "Sonic City", en hljómsveitin lagði upp laupana og ef marka má heimildamyndina, eru umboðsmaður Danny og Warner Brothers hér í Kanada að reyna að setja saman nýja hljómsveit í kringum strákinn.

Það verður að teljast afar líklegt að það eigi eftir að heyrast meira í Danny Sveinson í framtíðinni, en hér er umfjöllun um hann í Globe and Mail í dag og hér er frétt úr "lókalblaði" í Vancouver, en Danny býr með foreldrum sínum í Surrey B.C.

Það má finna þó nokkuð af klippum með Danny og Sonic City á YouTube, en geislaplöturnar þeirra fást ekki víða skilst mér.

Ef einhverjir eru síðan að velta því fyrir sér hvaðan nafnið Sveinson kemur, þá er það auðvitað ofan af Íslandi, en ég þekki þá sögu ekki til hlýtar, en drengurinn er af Íslenskum ættum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband