Gætu nálægt 1.8 milljón Þjóðverja hafa smitast af Kórónuveirunni?

Hvað hafa margir smitast af Kórónaveirunni?  Það veit enginn og enn sem komið er eru allar tölur ágiskanir.

Nú eru byrjaðar svokallaðar "mótefnamælingar" hér og þar um heiminn.  Enn sem komið er hafa þær verið takmarkaðar við afmörkuð svæði, og jafnvel ekki fyllilega handahófskennd í vali á þátttakendum.

En hægt og rólega koma fleiri og fleiri rannsóknir.

Ég bloggaði um rannsókn í New York ríki fyrir stuttu síðan.  Það birtist frumniðurstaða úr rannsókn sem var gerð í Lombardia á Ítalíu sem sýndi að allt að 61% íbúa á ákveðnum svæðum hefðu smitast. En niðurstöður eru ekki komnar, og ekkert hægt að fullyrða enn. En hér er hlekkur á staðarblað í Bergamo, fyrir þá sem vilja spreyta sig á Ítölskunni.  En rétt að ítreka að ekki er um endanlegar niðurstöður að ræða.

Nú hefur háskólinn í Bonn birt "frumútgáfu" af rannsókn sem framkvæmd var í Þýska bænum Gangelt.  Hann er nálægt landamærunum að Hollandi og var faraldurinn býsna skæður þar.  Mikið af smitum hefur verið rakið til "kjötkveðjuhátíðar" sem haldin er árlega í bænum.

Hér má lesa "frumútgáfuna" eða hlaða niður á PDF.

En miðað við þessar niðurstöður eru u.þ.b. 14% íbúa á svæðinu með mótefni, eða sjöundi hver þeirra.

Deutsche Welle er með frétt um rannsóknina og leiðir að því getur að allt að 1.8 milljón Þjóðverja hafi smitast af Kórónaveirunni og fast að fjórðungur þeirra hafi verið einkennalaus.

En eins og kemur fram í fréttinni þarf að enn að taka niðurstöðunni með fyrirvara, og það er ekki hægt að segja að hún gildi fyrir allt landið hvað þá önnur lönd.

En æ fleiri vísbendingar benda í þá átt að faraldurinn hafi sýkt mun fleiri en talið var og einnig að hann hafi byrjað verulega fyrr en staðfest smit komu til sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er mótefnamæling og staðfestir að smit eru langtum fleiri en greind tilfelli. Það kemur vitanlega ekki á óvart, enda hefur lengi legið fyrir að fólk er aðeins skimað ef það sýnir einkenni og því fjarstæðukennt að ætla að byggja útreikning dánarhlutfalls á fjölda greindra tilfella þegar fyrir liggur að margir fá engin einkenni eða svo væg að grunur um smit kemur ekki upp. Það er ein furðulegasta ráðgáta sem ég hef séð hvernig á því stendur að vísindamenn, þar með talið WHO, skuli sífellt tala um þessar tölur eins og eitthvert mark sé takandi á þeim, þegar það blasir við hverju meðalgreindu barni að svo er ekki.

Dánarhlutfallið samkvæmt þessu er 0,37%, þ.e. 3-4 af hverjum þúsund sem smitast af pestinni deyja úr henni. Varðandi flensu er talað um að einn af hverjum þúsund deyji, í það minnsta.

Sóttólfur sagði í gær að 5% Íslendinga að hámarki hefðu smitast. Ef svo er, þá eru það 18.000 manns. Látnir eru 10. Dánarhlutfall væri þá einn af hverjum tvö þúsund sem er grunsamlega lágt miðað við þýsku tölurnar. Mér finnst líklegt miðað við tölur ÍE að smitaðir hér séu í heildina 1-3% þjóðarinnar. Þá er dánarhlutfallið hér 1-3 á hverja þúsund íbúa.

Það er ótrúlegt að jafn meinlaus flensa sé að valda jafn stórtækum breytingum og jafn alvarlegum atlögum að lífsafkomu fólks og hér um ræðir.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2020 kl. 10:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Allar vísbendingar benda í þessa átt og má segja að öruggt sé að útbreiðslan sé margföld á við hvað var talið.

En hversu mikið meira á eftir að koma í ljós með frekari rannsóknum.

En svo er hversu snemma Kórónan byrjaði að geysa og hvernig hún kann að hafa verið og er samhliða "árlegu" influensunni.  Sem nota bene var spáð að yrði illvíg í ár.

Og hvernig þetta blandast saman?

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband