Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Smá "upplýsingaóreiða" hjá Svandísi? Eða ekki öll sagan sögð?

Ég hlustaði á ræðu Svandísar.  Hún var ágætlega flutt en innihaldið lítið.  Það er svo sem ekki endilega ástæða til það búast við miklu á vettvangi sem þessum.

Réttilega segir Svandís að Íslendingar hafi komið vel út í baráttu sinni við Kórónuveiruna.

Það er eðlilegt að hún hrósi Íslenska heilbrigðiskerfinu, og segi að baráttuaðferðir s.s. mikil skimun, smitraking og sóttkví hafi skilað árangri.

En er ekki mikil skimun á Íslandi afrakstur mikillar samvinnu hins opinbera kerfis og einkafyrirtækis?

Einkafyrirtækis sem hefur skimað þúsundir einstaklinga á eftir því sem mér skilst eigin kostnað.

Einkafyrirtækis sem hljóp undir bagga með Íslenska heilbrigðiskerfinu þegar tækjakostur bilaði.

Væri búið að skima fast að 35% Íslensku þjóðarinnar ef Íslenskrar erfðagreiningar hefði ekki notið við?

Það er engin leið að fullyrða um hve stóra rullu sú skimun hefur spilað, en hún er vissulega þakkarverð.

Er ekki árangur Íslendinga afrakstur góðrar samvinnu hins opinbera heilbrigðiskerfis og einkageirans?

Eðli málsins samkvæmt er hlutur hins opinbera mikið stærri og á hann sannarlega skilið hrós.

 


mbl.is Svandís þakkaði WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanada: Kæri forsætisráðherra, Kanadabúar þurfa bæði heilsu og efnahagslega velmegun

Kórónuveiran hefur tekið yfir stærstan hluta opinberrar umræðu um allan heim undanfarna mánuði og ekki að undra.

Mér hefur þótt mátt merkja all nokkra breytingu á umræðunni á allra síðustu vikum. Efnahagsmálin hafa smátt og smátt komið inn í umræðuna af miklum þunga og mér þykir líklegta að sá þungi aukist enn frekar á komandi vikum.

Aðgerðir stjórnvalda mismunandi ríkja, bæði í heilbrigðis- og efnahagsmálum verða vegin og metin og næsta víst að sitt mun sýnast hverjum.

Valdsvið og ábyrgð sérfræðinga og stjórnmálamanna munu án efa einnig verða skeggrædd.

Á vef Kanadísku Macdonald-Laurier stofnunarinnar má nú lesa nýlegt opið bréf til forsætisráðherrans, Justin Trudeau. 

Bréfið er vel skrifað og vel þess virði að lesa það.  Það má lesa hér að neðan.

En það er rétt að hafa í huga við lesturinn að Kanadísku fylkin hafa mikið sjálfstæði, þó að Kanadabúum sé gjarnt að líta til alríkisstjórnarinnar um leiðsögn og forystu

 

Dear Prime Minister,

Since the beginning of the COVID-19 outbreak, Canadians have been presented with a stark choice – either selflessly shut down the economy to save lives or selfishly worry about the economy and condemn thousands to a vicious illness.

This view has formed the basis of the federal government’s response to the crisis to this point, usually bolstered by the claim that the approach is based on science and “evidence,” even as the evidence changes daily and the proclamations of health officials have proven wrong countless times. If it hasn’t already, the government’s refrain will soon wear thin with Canadians suffering the devastating economic, social and health effects of the lockdown.

As numerous experts, including those at MLI, have been arguing from the outset, the alleged choice we face is not just a stark one, but a deeply misleading and false one. The lockdown was likely necessary, given the position Canada was in, and was justified because it served two purposes. First, to “flatten the curve,” thus spreading over time the number of cases of inevitable illness so they would not overwhelm the health care system. Second, the lockdown was to buy us time to build sufficient testing and protective capacity to allow us to return to something like “normal” at the earliest possible moment.

What seems clear by now is that the lockdown did contribute to flattening the curve, but the measures employed were disproportionate to the objective. Moreover, flattening the curve was not without significant cost to our well-being, whether from the health or the economic point of view.

As for the economic cost, it has been nothing less than the deepest and most rapid loss of jobs, savings and income in the history of Canada. As MLI’s Philip Cross has pointed out, the topline job loss numbers we’ve seen so far only scratch the surface. If one includes those unable to work due to lockdown measures and those who have given up looking for work due to the crisis, the unemployment rate would have been 23 percent in March alone. Over March and April, three million Canadians officially lost their jobs, while another 2.5 million were not able to work at all or had much reduced hours. Overall, employment fell by 15.7 percent and hours worked by 27.7 percent. By early May, 7.8 million Canadians had turned to emergency income support from the federal government.

Estimates of the federal deficit resulting from COVID-19 range up to $400-billion. Cross’s Leading Economic Indicator, which had previously predicted sluggish growth over the early part of 2020, shows the economy is now in freefall.

Equally importantly, the lockdown has in fact been very damaging to Canadians’ health: illnesses and conditions not related to COVID-19 have gone untreated or undiagnosed, including leading killers such as cancer and heart disease; mental illness issues have become exacerbated on a major scale; Canadians have died of heart attacks and other conditions for fear of visiting emergency wards despite the fact that most have capacity. Other social issues with a clear connection to health have also been made worse, including increases in domestic abuse and crime, and troubling worries about a potential suicide epidemic. The poor health outcomes from growing impoverishment of Canadians due to the lockdown will likely continue for years.

So these, too, are consequences of lockdown measures done in the name of health. The US Centers for Disease Control and Prevention (CDC) has begun releasing figures showing that a substantial portion of the spike in mortality accompanying the pandemic was not due to confirmed or probable COVID-19 infections. In New York City, for example, as of May 2, such cases accounted for more than 5,000 deaths, or 22 percent of the excess deaths since the pandemic hit. It’s certainly plausible that many died due to the effects of the lockdown and the impact of COVID-19 on the health system. According to the CDC, “Tracking excess mortality is important to understanding the contribution to the death rate from both COVID-19 disease and the lack of availability of care for non-COVID conditions.” Unfortunately, Canada has so far failed to release comparable data.

Despite all this, judging by the lack of preparedness for the necessary phase two of our recovery efforts, the lockdown has also been largely squandered. Personal protective equipment remains in short supply, vulnerable populations like seniors remain inadequately protected in many cases and we are struggling to get needed testing capacity up to the levels required to begin a phased return to work. We have failed even to perform a national random sample test to establish a COVID-19 baseline across the entire population. Yet we seem to have no difficulties spending hundreds of billions of dollars of borrowed money to compensate people for not being able to work when proper measures would make work possible for many now idled.

Now Ottawa seems to be shifting the goalposts. The rationale for the lockdown seems to have morphed subtly from managing the outbreak by “flattening the curve” to preventing the illness from infecting Canadians at all, pushing the timeline for a return to some economic activity into the summer and a return to “normal” a year or more into the distance when a vaccine is available. It’s an impossible goal that is being pursued at an almost incalculably large cost to the well-being of Canadians in exchange for a largely illusory benefit. Some health experts would go even further, advocating that the goal should be “eliminating” the virus from Canada, somehow avoiding any mention of the economic hardship that would entail.

Even as provinces such as Quebec, Alberta and BC push to reopen, you are hesitating. Ottawa needs to do more to support the provinces in their efforts, not get in their way.

“More” does not mean more vast government programmes such as those that have been created on the fly to “tide people over” as a consequence of the government-imposed lockdown. While these have their merits in the very short term, the result is that we are imposing huge costs on ourselves and future generations with spending that is a very poor substitute for Canadians being able to work and provide for themselves and their families through their own efforts and energy. We don’t work only to earn money but because of the dignity of work and its affirmation of our worth and our contribution to society.

Moreover we are loading a disproportionate share of the cost of combating COVID-19 onto the young (in order to protect the old) and blue-collar and service sector workers (who cannot work from home) as opposed to white-collar workers (who often can). These too are policy trade-offs we cannot blame on “experts.” They are choices made by politicians who must be accountable.

We can and must do better. It is the responsibility of our leaders to defend both the health and prosperity of Canadians. These goals are not in conflict but reinforce one another. The path forward does not lie in politicians deferring to experts. As two experts from the London School of Economics observed recently, “It is dangerous when politicians ignore expert advice. But it is just as dangerous when politicians outsource their judgment to experts, especially if the margin of error is huge and the advice is contested. Ultimately, it is the job of politicians to make the tough decisions about trade-offs.”

Understanding this should give our leaders, including you Prime Minister, the courage to lead us in a better direction. What is needed from you now is a clear indication of how we can move to normality and what we can expect to see as a result.  Any easing of the lockdown is going to increase the infection rate – the crucial question is how we can do it without increasing the death rate. This is what we are looking for from you, not endless announcements of programmes to pay us while we wait. We need as much information as possible about the risks of returning to work and how to mitigate them while leaving final decisions in the hands of local workers and employers who know their own circumstances best.

The government must trust and empower Canadians to move prudently back to something approaching normal by giving us clear, non-technical statements of the best available information on which to base our decisions and then allowing and indeed encouraging us to take responsibility for ourselves and get back to work.

Confirmed signatories to date:

John Adams, Board Chair, Best Medicines Coalition

Uswah Ahsan, political science student and non-profit founder

Michael Binnion, CEO, Questerre Energy

Brendan Calder, Professor of Management, Rotman School of Management, U of T

Ken Coates, Canada Research Chair, Johnson-Shoyama School of Public Policy

Philip Cross, former Chief Economic Analyst at Statistics Canada

Brian Lee Crowley, Managing Director, Macdonald-Laurier Institute

Patrice Dutil, Professor, Department of Politics and Public Administration, Ryerson University

Brian Ferguson, Professor of Economics, University of Guelph

Wayne Gudbranson, CEO, Branham Group Inc.

Robert Krembil, Chairman, Krembil Foundation

Ian Lee, Associate Professor, Sprott School of Business, Carleton University

Micheline Brunet McDougall, Founding President, BMA Strategic Research

Vaughn MacLellan, Partner, DLA Piper (Canada) LLP, Toronto

Joe Martin, Founding President, Canadian Business History Association

Soroush Nazarpour, CEO, NanoXplore Inc

Nigel Rawson, President, Eastlake Research Group 

Raheel Raza, President, Muslims Facing Tomorrow

Vijay Sappani , CEO , Ela Capital Inc.

Anil Shah, President, Ni-Met Metals Inc.

Shawn Whatley, MD, former President, Ontario Medical Association

Andrew Wildeboer, President. Royal Lepage RCR Realty and Team Realty

Rob Wildeboer, Executive Chairman, Martinrea International

David Zitner, retired physician and founding director of Medical Informatics, Dalhousie University


Flestum stjórnmálamönnum hættir til bjartsýni um lausn mála

Það er ótrúlega algengt í stjórnmálastéttinni að vera bjartsýnn. Ég hugsa að það sé eðlilegt, enda vilja færri fara í ferðalag með "bölsýnisfólki", það gefur littla von um skemmtilega för eða bjartari tíma.

Það má að ég tel merkja nokkurn mun á því hvað stjórnmálamenn eru bjartsýnir á að bóluefni komi fram, og hversu vísindamenn eru það.

Það er eðlilegt, enda stjórnmálamenn að telja kjark í umbjóðendur sína, en vísindamenn þeir sem er ætlað að afhenda vöruna.

Donald Trump hefur áður verið með ótímabærar yfirlýsingar um að hann vonaðist eftir bóluefni, það hefur Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins einnig gert.

Bæði hafa líklega viljað horfa bjartsýn fram á veginn og í sjálfu sér takmarkað hægt að setja út á slíkt.

Líklega hafa fleiri stjórnmálamenn talað á svipuðum nótum, en það er misjafnt hve orð vekja mikla athygli.

Einhvern tíma var sagt að Winston Churchill hefði svarað eitthvað á þess leið er hann var spurður hvaða hæfileikum stjórnmálamaður þyrfti að vera gæddur.  Churchill sagði stjórnmálamaður þyrfti að hafa hæfileika til þess að segja kjósendum hvað myndi gerast eftir sex mánuði, og að sex mánuðum liðnum þyrfti hafa að hafa hæfileikann til þess að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna það hefði ekki gerst.

 

 

 

 


mbl.is Vonast eftir bóluefni fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarft að mæla mótefni í blóði

Það er gott að hafin er mæling á mótefnum í blóði hjá Íslendingum.  Mæling eins og hér er talað um er þó annmörkum háð og líklegt að hún skil að einhverju marki skekktum niðurstöðum.

En það þyrfti að framkvæma þokkalega stóra úrtakskönnun  í öllum landshlutum, þannig að yfirsýn náist.

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki hvað þessi prófun er dýr (það væru vissulega fróðlegar upplýsingar), en það er eigi að síður nauðsynlegt.

Ef að kostnaður er ekki óheyrilegur væri einnig æskilegt að hægt væri að bjóða einstaklingum (t.d. í samvinnu við ÍE, ef áhugi væri þar fyrir hendi) upp á þann kost að kaupa sér mótefnamælingu.

Eða er æskilegra að bíða með fjöldamælingar þangað til verðin leita niður á við, eftir því sem tíminn líður?

En miðað við hvað ég hef heyrt frá mörgum að þeir séu í vafa hvort það þeir hafi sýkst af Kórónuveirunni eða ekki, reikna ég með að eftirspurnin sé til staðar.

 

 

 

 


mbl.is Söfnun blóðsýna fyrir mótefnamælingu hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hættulegra að dansa en að sitja hlið við hlið í strætó?

Ég get alveg skilið að skemmtistaðir valdi vandræðum hvað varðar ákvarðanir um sóttvarnir.  Drukkið fólk tekur ekki alltaf skynsamlegust ákvarðanirnar.

Þéttskipað dansgólf, þar sem "heitir og sveittir" einstaklingar "hrista" sig hlið við hlið hljómar eins og ákjósanlegur staður fyrir smit.

Svo er auðvitað hættan á að einhverjir kjósi t.d. að skiptast á munnvatni.

En er meiri hætta á að smitast á skemmtistað en í strætó?

Er meiri hætta á að smitast af einstaklingi á skemmtistað en sama einstaklingi á leið á skemmtistað  í strætó?  Hvað skyldu margir einstaklingar sitja í sama sætinu að meðaltali á dag í strætó?

Er einhver sem sótthreinsar í strætó yfir daginn?

Nú er mikið talað um smit á skemmtistöðum í Kóreu.  Hefur einshvers staðar verið talið hvað margir hafa smitast í almenningssamgöngum?  Ég hef ekki séð slíkar tölur, en það má heyra á æ fleirum að þeir forðist almenningssamgöngur eins og heitan eldinn.

Svo er það þetta með munnvatnið.  Skyldi "Þríeykinu" ekki hafa dottið í hug að það þurfi að loka "Tinder" og öllum þessum "öppum" fyrir Íslendingum?

Svo er það 2ja metra reglan. 

Það þarf ekki að nema að líta yfir helstu fréttasíður Íslands til að sjá að hvorki almenningur né opinberir aðilar fara eftir reglunni.

Það er hins vegar eðlilegt að skemmtistaðir þurfi að virða fjöldatakmarkanir eins og verður í gild í það og það skiptið.


mbl.is Til skoðunar að seinka opnun skemmtistaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðtöl á Sprengisandi

Sprengisandur á Bylgjunni er að mínu mati langbesti þjóð- og stjórnmálaþátturinn á Íslandi í dag.

Ég vil ennfremur hrósa stjórnenda/tæknimönnum fyrir hvað klippur úr þáttunum eru fljótar að koma á netið.  Þar er vel að verki staðið.

Þegar ég hlustaði á þáttinn frá í gær nú í morgunsárið fannst mér hann góður, sérstaklega viðtölin við Eirík Ragnarsson í endann og Árna Odd Þórðarson í upphafi þáttar.

En þátturinn í heild sinni er vel þess virði að hlusta.

 

 


Allir hafa rödd í holræsunum

Ég hef oft heyrt talað um að finni megi sannanir um útbreiðslu fíkniefnaneyslu í holræsum.  En nú rakst ég á myndband frá Bloomberg, þar sem rætt er við frumkvöðla sem eru að reyna að finna út hve útbreidd Kórónuveiran er í borgum út frá sýnishornum í holræsum og hreinsunarstöðvum.

Þeirra fyrstu niðurstöður eru sláandi, en ég ætla ekkert að segja um hvað tæknin er góð.

En ég hló dátt þegar annar frumkvöðullinn lýsti því yfir í myndbandinu að allir hafi rödd í holræsunum.

En þetta er vissulega athygisvert starf sem þarna er unnið.

 

 

 


Sóttvarnir á hröðu undanhaldi?

Það hefur margt breyst á fáum dögum.  Hvort sem það eru pólítískar ákvarðanir eða vísindalegar  er ljóst að áherslan á strangar sóttvarnir er á undanhaldi.

Áður var tilkynnt að 2 til 3 vikur yrðu á milli tilslakana, nú er það vika. 

Veiran deyr í klórblönduðum sundlaugum, sem leiðir hugann að því hvort að það hafi verið nauðsynlegt að loka sundlaugum, þó að fjöldatakmarkanir og sjálfsögð varúð hefði verið nauðsynleg.

Það virðist hættulegra að spila fótbolta á Íslandi en í Danmörku og Þýskalandi.

Tónlistarfólk og skemmtikraftar (býsna sterkir áhrifavaldar) kvarta hástöfum og hafa góðan aðgang að fjölmiðlum. 

Líkamsræktendur (sem er risa stór hópur) ber harm sinn ekki hljóði.

Og á örfáum dögum breytast hlutrinir og "2ja metra reglan" er orðin "valkvæð", en þó ekki alveg, hugsanlega réttur einstaklinga, en samt skorar hugtakið all vel í útvíkkun.

En hún gildir ekki í strætó, og enginn hefur fyrir því að telja inn í vagnana.

En ég held að þetta sé skynsamleg nálgun, það þurfti að auka hraðann á tilslökunum.

Með vaxandi hluta almennings óánægðan, er hætta á hlutirnar virki ekki. Samstaðan brotnar. Því enn er nauðsynlegt að sýna varúð, og sá árangur sem hefur náðst í að auka hreinlæti o.s.frv. má ekki glatast.

Svo þarf að hugsa um efnahaginn.  Það þarf að hugsa um almenna lýð- og geðheilsu.

Brain And Mind Centre, við háskólann í Sidney Ástralíu birti nýverið "spálíkan", sem gerði ráð fyrir að sjálfsvígum í Ástralíu myndi fjölga um 25 til 50%, árlega, næstu 5. árin vegna efnahagslegra afleiðinga Kórónuvírussins.

Ef slíkar spár ganga eftir, er það mun fleiri dauðsföll en af völdum veirunnar sjálfrar, eins og staðan er í Ástralíu í dag.

Það er að mörgu að hyggja.

 


mbl.is Hagkerfið gæti dregist saman um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlíðfðarfatnaðinn "heim"?

Það hefur verið ótrúlega mikið af fréttum um að hlífðarbúnaður ætlaður heilbrigðisstarfsfólki uppfylli ekki gæðakröfur.

Slíkar fréttir hafa borist frá Finnlandi, Hollandi, Spáni og ýmsum fleiri löndum.

Oftast hefur verið um að ræða búnað frá Kína.

Nú bætist við frétt frá Bretlandi um að 400.000 hlífðargallar frá Tyrklandi uppfylli ekki nauðsynlega gæðastaðla.

Slík vandræði bætast við hinn mikla skort sem hefur á tíðum ríkt.

Ég held að eitt hið fyrsta sem verður farið að hyggja að eftir að hlutirnar fara að róast, sé að flytja framleiðslu hlífðarbúnaðar "heim".

Það má reyndar þegar sjá merki um slíkt.

Líklega er Ísland of lítill markaður til að slíkt virkilega borgi sig.  En það gæti verið vel þess virði að athuga grundvöllinn fyrir slíkri framleiðslu í samstarfi við Norðurlöndin, jafnvel að útvíkka samstarfið til Eystrasaltslandanna.

Þannig er auðveldara að tryggja gæði og framboð.

 

 


Út að borða, í tveggja manna "sal".

Það má lengi finna lausnir.  Samgöngubann er ekki auðvelt viðureignar fyrir veitingahús og hafa mörg þeirra þurft að fækka borðum verulega til að halda fjarlægð á milli gesta.

En Hollenskt veitingahús gekk skrefinu lengra og tryggir að samgangur gestanna sé svo  gott sem enginn.

Er þetta ekki eins og sniðið fyrir Íslenska sumar veðráttu og sóttvarnir? Tveggja til átta manna gróðurhús?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband