Hvenær var upphaf Kórónuveirunnar?

Það eru ótal margir hlutir sem eru ákaflega á reiki varðandi Kórónuvírusinn.  Einn af þeim sem hefur vaknað upp vaxandi spurningar um er hvenær upphaf faraldursins var.

Ein og kemur fram í viðhengdri frétt er næsta víst talið að hún hafi verið til staðar í Frakklandi í desember síðastliðnum. Ef einstaklingur er lagður inn sjúkrahús 27. desember hefur hann að öllum likindum smitast all nokkru fyrr.

Lengi hafa verið á sveimi fréttir um svæsna lungabólgu sem hafi geysað á Ítalíu, jafnvel svo snemma sem í október.

Nú koma Svíar fram og telja möguleika á því að Kórónuveiran hafi verið komin þangað í nóvember.

Sömuleiðis hafa verið fréttir um að fyrsta tilfellið hafi verið í það minnsta rúmum mánuði fyrr en áður var talið í Bandaríkjunum.  Fyrsta tilfellið hafi verið í endan janúar.

Þannig virðist sem svo að Kórónaveiran hafi tekist að komast undir "radar" í að minnsta kosti 4. þróuðum og tæknivæddum ríkjum.

Er það ef til vill vegna þess að engum kemur á óvart að lungnabólga og dauðsföll eigi sér stað á flensutímum?

Ekki er hægt að fullyrða neitt um það en vekur upp spurningar.

En það var búið að vara við að "flensutíðin" yrði erfið þennan vetur.

Til dæmis mátti lesa í Bandarískum fjölmiðli þann 21. febrúar síðastliðinn að 26. milljónir Bandaríkjamanna hefðu veikst með "flu like symptoms". Sama frétt sagði 14.000 hafa dáið, þar af yfir 100 börn og að 450. þúsund hefðu verið lögð inn á sjúkrahús.

Samt töldu margir að "hápunktur flensutíðarinnar" ætti eftir að koma.

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvernig þessir tveir faraldrar sem geysa á sama tíma tvinnast saman.

En þeirri spurningu verður líklega ekki svarað fyrr en eftir all langan tíma.

En ef eitthvað er að marka þessar tilkyninningar um að Kórónuveiran hafi verið mun fyrr á ferðinni en áður var talið er ekki hægt annað en að velta hlut Kína fyrir sér.

Ef þetta er rétt, hvernig gátu Kínverjar rakið "upphaf" veirunnar til "blautmarkaðar" í Wuhan, seint í desember?

Hvernig getur það upphaf staðist?

Einhvern veginn fæ ég þetta ekki til að ganga upp í huganum.

Vangaveltur um yfirhilmingu og feluleik Kínverskra stjórnvalda gera það hins vegar frekar.

Þvermóðska þeirra og hótanir gagnvart þeim sem vilja ítarlega alþjóðlega rannsókn á "tímalínunni", styrkir slíkar vangaveltur og grunsemdir.

En mun "sannleikurinn" einhvern tíma koma í ljós?

Ólíklega.

Þannig virka einræðisstjórnir.


mbl.is Var veiran í Evrópu í desember?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætli kvillarnir hafi ekki byrjað um leið og 5G símkerfið var sett upp í kína.

Kvillarnir komu fyrst fram á nákvæmlega sama svæði og 5G-símkerfið var sett upp og það er talið senda frá sér ÓÆSKILEGA GEISLAVIRKNI. 

Jón Þórhallsson, 5.5.2020 kl. 15:37

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eflaust mun koma í ljós sannleikur, en hann verður ekki sá sami í Kína og Kaupmannahöfn. Frekar en mannréttindi eru ekki það sama í Kína og Kaupmannahöfn. Þá er spurningin, hvor muni hafa "rétt" fyrir sér, Kínverjar eða Vesturlönd. 

Verða það ekki bara báðir?

"Sannleikurinn" er jú, eins og þú hefur sagt, afstæður. Þannig að þótt Kína komist að öðrum sannleika en Vesturlönd þá er það á engan hátt spurning um einræði eða lýðræði. Bara mismunandi mat á því hvað skuli taka með í reikninginn og hvað skuli teljast "satt".

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2020 kl. 15:38

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eða er það dulin forsenda í þessum vangaveltum að "lýðræðislegur" sannleikur sé sjálfkrafa "réttari" en sannleikur einræðisherrans?

Ertu ekki óvart að gera fyrirfram ráð fyrir því sem þú reynir að færa rök fyrir?

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2020 kl. 15:40

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón, þakka þér fyrir þetta. Hef aldrei heyrt um möstur sem send út veirur.  Ég hef heyrt margar lélegar samkæriskenningar, en þessi er líklega á top 10.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er alls ekki ólíklegt að ég hafi "lýðræðis bias" í þessu máli.

Ég hef heldur ekki trú á því að "hinn eini sanni" sannleikur verði leiddur fram.

Ég hef reyndar ekki trú á því að neinn sannleikur muni koma fram í þessu máli.

Rétt eins og með "homeblestið" verður sannleikurinn "góður báðu megin".

Rétt eins og "Gerska ævintýrið" var ýmist skrefið fram og við og Stalín hinn eini sanni mannvinur, eða "gúlag og mannfjandsamleg stefna.

Svo blandaðist "moggalygin" auðvitað inn í málið líka.

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 15:54

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rétt eins og þá mun trúverðugleikinn spila stóra rullu.  Og svo líka hvar menn vilja "skipa sér í lið".

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 15:56

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég myndi reyndar segja að það sé einfaldlega sannleikur (aldeilis ekki afstæður) að Stalín var illmenni og fjöldamorðingi og gúlagið helvíti á jörð. Þetta eru ekki túlkunaratriði eða spurning um í hvaða liði maður er. En ég er kannski bara svona bláeygur. (Eftir því sem ég eldist gruna ég mig sífellt meira um svolítið barnslega einfeldni).

Ég treysti kínverskum yfirvöldum mjög varlega, og ég treysti núverandi stjórnvöldum í Bandaríkjunum jafn varlega. 

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2020 kl. 16:30

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er alveg tilbúinn til að skrifa undir það að Stalín hafi verið illmenni og fjöldamorðingi og gúlagið helvíti á jörð.

Bæði vegna þess að ég trúi því sem ég hef lesið og ég trúi þeim sem hafa lýst fyrir mér sinni eigin lífsreynslu.

Mér finnst hvoru tveggja trúverðugt og ég kýs að skipa mér í lið með þeim. Ég hef aldrei litið á mig sem "sentimental", þó að ég hafi sjálfsagt mildast með árunum.  En ég hef ekki getað komist hjá tárum þegar ég hef hlustað á lýsingar fólks sem ég hef hitt.  Og er orðinn það við aldur að ég skammast mín ekki einu sinni fyrir það.

En það eru til aðrar og öðruvísi frásagnir.  Fullar af gleði og hamingju.

Ég hef í sjálfu sér ekkert til að dæma, nema trúverðugleikann og svo hvar ég vil skipa mér í sveit.

Síðasta setningin er nákvæmur endurómur af því sem ég heyrði svo oft í "den".

Sovétríkin eru slæm en Bandaríkin eru sko ekkert skárri.

Sjálfur treysti ég Bandaríkjunum mörgum sinnum betur en t.d. Kínverjum.  Ekki vegna þess að þau séu gallalaus, ekki vegna þess hver er forseti í það og það skiptið.

Heldur vegna þess að þar er lýðræði, stjórnkerfið er betra (þó ekki nauðsynlega gallalaust) og með öllum sínum kostum og göllum eru fjölmiðlarnir mikið trúverðugri.

Það sama gildir um flest ef ekki öll "Vestræn lýðræðisríki".

En þetta er í sjálfu sér lítið meir en mitt "teik" á trúverðugleika.  Alls ekki stóri "sanneleikurinn".

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 17:01

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég vandaði mig við að segja "núverandi stjórnvöldum" í USA - mér finnst núverandi forseti þar eins ótrúverðugur og nokkur þjóðarleiðtogi getur orðið.

Þannig að ég er ekki að tala um "Bandaríkin", fyrr og síðar, aðeins núverandi stjórnvöld þar.

Það sem ég segi þarna er því alls ekki það sama og þú heyrðir oft í den.

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2020 kl. 17:12

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Skoðið þessi 2 myndbönd: 

https://www.youtube.com/watch?time_continue=1&v=yNBYF2ry6lc&feature=emb_logo&fbclid=IwAR3umX_x1GlZBqAb1WhhqUTthKaRGINaYrzKldVakO36RTAdY1ED73z69ws

---------------------------------------------------------------------------

https://www.youtube.com/watch?v=PUcbDgtnlIE&feature=share&fbclid=IwAR3Kq8A76QBsJDyiXFHiPZfxqO6AHhweTm6KirW2PPdn26mtiXgv8zltNT4

Jón Þórhallsson, 5.5.2020 kl. 17:19

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  En það er einmitt það sem gerir lýðræðisríkin "öðruvísi" og trúerðugri, þau eru lýðræðisríki.

Ég ætla ekki að segja að það skipti engu máli hverjir eru forseti eða ráðherrar o.s.frv.

En það er stjórnkerfið, fjölmiðlar, rétturinn til að tjá sig, o.s.frv. sem gerir gæfu muninn og trúverðuleikinn.

Ég gaf mér ekki tíma til að lesa, en sá einhvers staðar útundan mér að Trump væri farinn að kvarta undan Fox news.  Sel að ekki dýrara en neitt annað.

Valhafar í lýðræðisríkum eru ýmis kosnir eða kosnir burt.  Það er munurinn.

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 17:22

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Og af því að þú ert að tala um núverandi stjórnvöld.  Þá hygg ég að fáir þjóðarleiðtogar hafi verið undir jafn sterkri ófrægingarherferð og Reagan og Thatcher.

Ég held líka að býsna margir geri sér grein fyrir því nú, hvaðan sú herferð var að stærstum hluta ættuð.

Ekki að ég sé að segja að það nákvæmlega það sama gildi í dag.

En það sem þú segir bergmálar samt sem áður frá "the eighties".

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 17:25

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Greinin um Trump er góð.  En uppáhalds "kvótið" mitt er frá "Clinton" tímabilinu.

"There are 3 basic differences between we British and you Americans. One, we speak English, and you don´t. Two, when we have a "World Championship", we invite teams from other nations. Three, when you meet the British head of State, you only have to get down on one knee."

Þetta var auðvitað John Cleese.

Sem reyndar sendi Trump gott bréf fyrir einhverjum árum.

https://www.financialexpress.com/world-news/on-donald-trump-a-letter-from-john-cleese-to-the-united-states/454064/

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 17:40

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að Trump sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Kínverja? 

Ég held að hann sjái alveg sjálfur um að ófrægja sig.

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2020 kl. 17:42

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei.

Ég er ekki að bera saman t.d Reagan og Trump.  Langt í frá.

Ég get líka tekið undir með þér að með framkomu sinni, tvítum og stórkarlalegum yfirlýsingum, þá hefur Trump komið sér í mörg vandræðin og líklega sér ekki fyrir endan á þeim.

Það þýðir auðvitað ekki að enginn sjái sér hag í því að greiða leið steinsins niður brekkuna.

Þó að gullna reglan sé að trufla aldrei andstæðinginn þegar hann er að gera mistök, þá er freistingin að blanda sér í málin oft ótrúlega sterk.

Það er nákvæmlega eins og ég held að Rússar (og jafnvel Kínverjar) hafi ekki haft neitt á móti því að Trump og Sanders myndu berjast um forsetaembættið.

Ekki það að þeir séu "þeirra menn", heldur hitt að "póleríserað" þjóðfélag er síður líklegt til afreka.

Ég bloggaði um þetta fyrir all nokkru:  https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2246159/

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 17:53

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hafi veiran verið búin að berast til Vesturlanda í nóvember er vitanlega útilokað að hún hafi átt upptök sín í Wuhan í lok desember. Því lengra sem líður, því fleiri spurningar vakna varðandi uppruna þessa sjúkdóms.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2020 kl. 19:57

17 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tel að mér myndi ekki líka Trump ef við þyrftum að deila plássi og að við gætum vart orðið sálufélagar í

þeim skilningi sem var á milli okkar félaganna frá grundvelli æsku til grafar.

En jú ég eignaðist góða vini um miðjan aldur en nándin við sálarlífið varð aldrei eins vel skilið,og voru það þó góðir vandaðir menn með ríkar hugmyndir í umræðuna.

En þó að mig langi ekkert sérstaklega til að kynnast Trump náið þá held ég að við íslendingar hefðum þörf fyrir svona mann sem þorir.

Ljóst er orðið að kommar og loppnir Íslendingar duga ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2020 kl. 20:43

18 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig ætlar þú að útiloka Wuhan á þessum forsendum Þorsteinn?

 

 

Vænti að þú fyrirgefir afskiptaseminna G. Tómas.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2020 kl. 20:52

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Útiloka Wuhan? Hefur einhver útilokað það? Það sem byrjaði í nóvember getur ekki hafa byrjað í lok desember. Segir það sig ekki sjálft?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2020 kl. 00:13

20 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Þetta er einmitt punkturinn. Tímalínan gengur ekki upp.

Tilfellið í París, sem virðist staðfest, eitt og sér setur tímalínuna nokkuð úr skorðum.  Ef engin tengsl finnast við Kínaferðir hjá einstaklingnum, hvernig getur þá hann þá hafa smitast á svo gott sem sama tíma og faraldurinn var að byrja í Wuhan?

Ég treysti mér ekki til að reikna tölfræðilegar líkur á því, en þykist nokkuð viss að þær séu lægri en að vinna í lottóinu.

Það má auðvitað segja að möguleiki sé að upptökin hafi verið á öðrum stað en Wuhan.

En ef svo væri, hvernig stendur þá á því að "hávísindaleg" rannsókn Kínverja leiddi í ljós að upptökin væru einmitt þar?

Því er nauðsynlegra en áður að alþjóðleg rannsóknarnefnd sé sett á fót, en það mega Kínverjar ekki heyra minnst á.

Hvers vegna?

@Hrólfur, þakka þér fyrir þetta. Persónulega held ég að Íslendingar þurfi ekki sinn eigin Trump, en ég get tekið undir að það mætti auka "kvóta" af pólítísku hugrekki.

Þú ert velkominn að spyrja spurninga hér, hér eru allir velkomnir sem tjá sig á kurteislegan máta, eins og þú hefur alltaf gert. 

Stundum koma svo svör og stundum ekki.

Bið að heilsa austur.

G. Tómas Gunnarsson, 6.5.2020 kl. 04:02

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því má svo bæta við að WHO "kemur ekki á óvart að veiran hafi verið fyrr á ferðinni".

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/05/ekki_ovaent_ad_veiran_hafi_verid_fyrr_a_ferd/

En samt sem áður hefur þeim ekki þótt ástæða til að draga rannsóknir eða niðurstöður Kína í efa?

G. Tómas Gunnarsson, 6.5.2020 kl. 07:17

22 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég skil ekki hvers vegna er ástæða til að draga niðurstöður Kínverja í efa og fá "alþjóðlega rannsóknarnefnd" yfir þá? Hvers vegna skyldi maður efast um að Kinverjar séu að segja sannleikann?

Að visu er viðbúið að "sannleikur" Kínverja sé eitthvað öðru vísi en "sannleikur" alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, en hver er kominn til með að segja að "sannleikur" Kínverja sé ekki alveg jafn rétthár og "sannleikur" alþjóðlegu rannsóknarnefndarinar? Eins og við vitum er sannleikurinn afstæður.

Þetta snýst því ekki um neinn "sannleika" heldur einfaldlega um að ná taki á Kínverjum, koma höggi á þá vegna þess að Kína er einræðisríki og þar með eru þeir ekki með okkur í liði. Þeir eru andstæðingur.

Og ef rannsóknarnefndin yrði "alþjóðleg" yrði hún að hluta til kínversk, ekki satt? Eða merkir "alþjóðleg" hérna "vestræn"? Jafnvel nánar tiltekið "bandarísk"?

Kristján G. Arngrímsson, 6.5.2020 kl. 08:25

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er vitanlega ekki nokkur einasta ástæða til að efast um að Kínverjar segi sannleikann, enda hafa þeir verið afar tregir til að leyfa alþjóðlegum eftirlitsaðilum að kanna málið embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2020 kl. 08:30

24 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er ekkert skrítið að Kínverjar vilji ekki fá yfir sig "alþjóðlega" eftirlitsnefnd því að þeir vita sem er að slík nefnd yrði bandarísk og lyti bandarísku forræði.

Svo vita Kínverjar líka að þeirra eigin "sannleikur" er alveg jafn gildur og einhver "alþjóðlegur sannleikur" (ha!) og því engin ástæða til að fá yfir sig einhverja gervinefnd sem væri bara að reyna að koma höggi á Kínverja.

Mér finnst mjög skiljanlegt og eðlilegt að Kínverjar vilji ekki heyra minnst á einhverja alþjóðlega eftirlitsnefnd.

Kristján G. Arngrímsson, 6.5.2020 kl. 09:01

25 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sko, þú verður að gera greinamun á milli "man to man transmission" og öðrum orsökum veirunnar.  Fyrsta tilfelli þessarar veiru, var í Wuhan í Ágúst á síðastliðnu ári. Við hér í Svíþjóð, fengum þetta af fólki sem var að vinna í Wuhan á þessu tímabili, en kom til Svíþjóðar í Október/Nóvember.

Við vitum fullkomlega, hvernig vírusinn breidd sér út ... vandamálið er, að þessi vírus breiðist ekki "hættulega" frá manni til manns. Þó svo að menn segja að þetta sé aðal breiðingin, þá er það rangt.

Það, sem er athugavert hér ... er að í Wuhan, Kína ... féll fólk dautt á götum úti. Þetta hefur hvergi gerst annars staðar, og er sönnun þess að þetta kemur frá P4 rannsóknarstofunni í Wuhan, sem frakkar byggðu og bandaríkjamenn (ásamt öðrum) studdu. Þetta er einnig ástæða þess að bandaríkin og aðrar leyniþjónustur Bandaríkjanna og Evrópu, munu aldrei saka sjálfan sig um glæpinn. Vesturlönd nýttu "heimsku" kínverja, til að setja á stofn rannsóknarstofu til að rannsaka bannvænar veirur, sem aldrei hefði fengist heimildir fyrir hér.

Meira að segja, hinn "heilagi" Fauci er blandaður í þetta mál ... þarf maður að segja meir, til að fólk skylji af hverju veirustofan verður aldrei blönduð í málið.

Við getum bennt á Kína, en við þurfum fyrst og fremst að hreinsa innan okkar eigin landamæra, og losna við þessa vionstri komma og grænvoðunga sem eru meðal okkar, eins og snýklar.

Örn Einar Hansen, 6.5.2020 kl. 10:36

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þó að ég hafi ekki trú á "hinum eina sanna endanlega sannleik", þýðir það ekki að ég hafi hætt að leita að honum.

Oft getur ferðin verið ánægjuleg og upplýsandi þó að hinum endanlega áfangastað sé ekki náð.

Sumar vindmyllur eru einfaldlega þess eðlis að það er upplýsandi að berjast við þær.

Það er líka svo að þó að einhver hafi falið 10. kubba af púslinu, má gera sér býsna góða hugmynd um það hvað er á myndinni.

Hvað varðar alþjóðlega rannsóknarnefnd finnst mér það góð hugmynd. Persónulega þætti mér einhlýtt og sjálfsagt að Kínverjar ættu sinn eða sína fulltrúa í nefndinni.

Það er ekkert sem segir að slík nefnd yrði undir Bandarískri forystu.

Ég er ekkert viss um að nefndin skilaði einróma niðurstöðu, en það gæti vissulega gerst.

En nefndir eiga það til að vera ósammála, rétt eins og einstaklingar.

En ég hef samt trú á því að slík nefnd gæti skýrt myndina og ef til vill komið með nokkra "kubba" í viðbót.

En það hafa komið fram æ fleiri vísbendingar um að Kínverjar séu ekki að setja alla sína "kubba" á borðið.

Það er í sjálfu sér eðlilegt að það sé misjafnt eftir einstaklingum hver þeim finnst trúverðugir í þessu máli.

Það verða alltaf til einstaklingar sem telja "Kínverska sannleikann", hinn eina rétta og þá hina trúverðugu.

Þannig hefur það gjarna verið í málum sem þessum.

Ég verð líklega seint einn af þeim.  Það þýðir ekki að ég hafi rétt fyrir mér, eða sé "handhafi sannleikans".

@Örn, þakka þér fyrir þetta.  Ég hef engan heyrt segja að hann eða við vitum fullkomlega hvernig vírusinn breyddist út.

Ekki heldur að hann hafi átt upphaf sitt í Wuhan í ágúst.

En ekki ætla ég að fyllyrða að það sé rangt.  En hvaðan hefur þú þessa vitneskju?

G. Tómas Gunnarsson, 6.5.2020 kl. 15:51

27 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

"Kínverska sannleikann" segirðu. Er hann einn af hvað mörgum "sannleikum"? Er hægt að koma tölu á og nefna alla þessa "sannleika"?

Ef að á að fara i svona fimleika þá er þetta bara bull, það hlýtur hver heilvita maður að sjá.

En gott og vel, þú kannski útskýrir fyrir mér hvað gerir "kínverska sannleikann" síðri en t.d. þann bandaríska? (Eða vestræna). Svona af því að þú talar um að verði "alltaf til einstaklingar" sem telji þann kínverska hinn eina rétta og Kínverja trúverðuga.

Þú hefur væntanlega skilið innleggið mitt hér að framan rétt, þ.e. að ég var að segja að "kínverski sannleikurinn" er alls ekki hinn eini rétti, fremur en nokkur annar - vegna þess að allir þessir "sannleikar" eru jú jafngildir.

Þannig að eftir situr spurning um trúverðugleika. Ekki sannleika. Það er spurning allt annars eðlis og kemur staðreyndum í sjálfu sér lítið við því að staðreyndir snúast um sannleikann, ekki satt?

Þá er þetta líklega bara spurning um að halda með "sínu liði" og grafa undan trúverðugleika "andstæðingsins", koma á hann höggi með retorískum spurningum á borð því þá hvers vegna Kínverjar vilji ekki heyra minnst á alþjóðlega rannsókn.

Þetta er spurning sem gefur í skyn að Kínverjar hafi eitthvað að fela, séu óheiðarlegir. Það er markmiðið - grafa undan trúverðugleika óvinarins. Vegna þess að það markmið að komast að sannleikanum hefur verið sett til hliðar sem merkingarlaust.

Á endanum er þetta því bara ósköp venjuleg hagsmuna- og valdabarátta. Enda what else is there?

Kristján G. Arngrímsson, 6.5.2020 kl. 17:15

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Í sjálfur sér sýnist mér við ekki vera langt frá hvor öðrum, líklega hefði verið auðveldara að ræða þetta yfir cognaci en í athugasemdum.

Vissulega eru til staðreyndir, en "sannleikurinn" er aðeins annað, þó að þetta geti tvinnast saman.

Til dæmis má hugsa sér að lesa í tveimur, eða fleiri fjölmiðlum að KR hafi unnið Val 5 - 2.  Allir eru sammála um það. En þegar kemur að því hvort liðið hafi verið betra, eða hvaða leikmenn stóðu sig vel, geta verið endalausar útgáfur.

Það má segja að Kínverjar hafi kynnt sinnn "sannleika", þeir rannsökuðu upphaf og orsok vírusins. 

Margir hafa dregið þá niðurstöu í efa.  Kallað hefur verið eftir "alþjóðlegri" rannsóknarnefnd.

Segjum að hún taki til starfa.  

Það er ekkert sem segir að hún finni allar "staðreyndirnar", en hún gæti vissulega komið fram með annað sjónarhorn og jafnvel eitthvað nýtt.

En það alls ekki sjálfgefið (og ef til vill hreint ekki líklegt) að hún finni allar "staðreyndir", eða komistt að endanlegum sannleika.

En gefum okkur að nefndin, eða meirihluti hennar komist að annari niðurstöðu en Kínverska rannsóknin.

En ef þér (nú eða mér) er falið að taka afstöðu til hvaða niðurstaða sé "sannleikur"?

Hvernig gerir þú það?

Á "pöpullinn", þar með talið ég og þú, einhverja aðra leið en að byggja mat okkar á trúverðugleika?

Svo koma fjölmiðlar til sögunnar, en þeir munu líklega kynna okkur mismunandi niðurstöður.  Þannig að aftur kemur til þess að velja "fréttaskýranda" sem er "trúverðugur og traustur".

Í sjálfu sér ekki ósvipað eins og maður gerði í gamla daga þegar maður reyndi að finna gagnrýnandi sem væri traustsins verður hvað varðaði tónlist eða bíómyndir.

Þegar ég sagði að ég væri líklega sekur um "lýðræðis bias", átti ég almennt við að ég treysti almennt betur upplýsingum frá þjóðfélögum sem fjölmiðlar starfa án þess að vera undir stjórn ríkisins.  Almenningur er frjáls að tjá skoðanir sínar og safnast saman og kosið er með fyrirfram skilgreindum hætti og ekki er reglulega hrært í stjórnarskrá.

Það er minn "bias". 

G. Tómas Gunnarsson, 6.5.2020 kl. 18:12

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Átta mig ekki alveg á því hvað þú átt við með sannleika Kristján. Snýst þetta ekki einfaldlega bara um staðreyndir varðandi það hvað gerðist og hvenær? Af hverju ættu að vera til margar, jafngildar útgáfur af þeim staðreyndum?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2020 kl. 19:07

30 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei ég átti eiginlega einmitt við að þetta snúist um það sem þú segir, staðreyndir um hvað gerðist og hvenær. Að við verðum að forðast afstæðishyggju og hugmyndir um "marga sannleika" (hvað svo sem það nú gæti verið).

En ég skil vel að þú áttir þig ekki því að ég var þarna að taka upp þráðinn úr öðrum athugasemdaþræði þar sem ég skiptist á skoðunum við Tómas um hvort sannleikurinn sé afstæður. sealed

Kristján G. Arngrímsson, 6.5.2020 kl. 21:13

31 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég hef greinilega ekki nennt að lesa þessi orðaskipti nógu vandlega. Og þá dregið þá ályktun að þú værir að halda fram einhverju sem þú varst ekkert að halda fram. Ég er nefnilega alveg sammála þér um það, að það eru staðreyndirnar sem skipta máli, og vafasamt að tala yfirleitt um nokkurn sannleika að öðru leyti. Það breytir samt ekki því að sannleikshugtakið er eitthvert mest misnotaða hugtak í mannskynssögunni, enda ótrúlegustu lygar og fjarstæðukenndustu ímyndanir verið kallaður sannleikur, og oftar en ekki sannleikurINN.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.5.2020 kl. 00:05

32 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Ég er ekkert hissa á því að þú hafir misst þráðinn að einhverju leyti.  Eins og Kristján réttilega segir er þetta framhald af skoðanskiptum (sem eins og oft verður fara út um víðan völl) urðu við aðra færslu. Ég er jafnvel ekki frá því að ef grannt væri skoðað mætti rekja upphafið lengra aftur.  Þó er ekki víst að það sé "sannleikur".

En það er líklega einmitt "gæsalappasannleikurinn" og ákveðni greinirinn sem eru í miðju skoðanaskiptanna (eða deilunnar, eftir hvernig við túlkum það) (Ég ætla ekkert að fullyrða um hvort Kristján er sammála þessari skoðun minni :-).

Ég t.d. efast ekki um að það eiga eftir að finnast fleiri staðreyndir um uppruna Kórónuvírusins. En jafnframt þeirrar skoðunar að við munum aldrei komast að hinum endanlega sannleika.  En það breytir því ekki að það er vert að leita að honum.

En það munu koma fram ýmsir "sannleikar".  Þar kemur svo trúverðugleikinn til sögunnar.

Ég gæti t.d. nefnt svipað dæmi sem væri heimstyrjöldin síðari.  Við höfum aragrúa staðreynda um hana.  En er allur og endanlegi sannleikurinn ljós?

Hefur einhver trú á því a hann komi í ljós?

En fjöldi einstaklinga hefur eytt ævinni í að leita og finna nýjar staðreyndir.

En ég er sammála þér að sannleikurinn er gríðarlega misnotað hugtak. 

Og þó að við höfum mýmargar staðreyndir í einstöku máli, þýðir það ekki að þær séu allur sannleikurinn.

G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2020 kl. 03:54

33 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það gleður mig að við séum ekki orðnir þeir póstmódernistar að finnast sannleikurinn úreltur.

Kristján G. Arngrímsson, 7.5.2020 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband