Færsluflokkur: Sjónvarp
1.7.2014 | 10:31
Algjör snilld
Þetta er með betri "sketsum" sem ég hef séð lengi. Sjón er sögu ríkari.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2014 | 21:02
Land án atvinnu
Þó að baráttan við Eurokrísuna hafi að ýmsu leiti gengið ágætlega, hefur hún gengið afleitlega á öðrum sviðum. Vissulega hefur Seðlabanki Eurosvæðisins gengið nokkuð vasklega fram og náð að slökkva stærstu eldana og bjargað Eurosvæðinu frá því að molna.
Líklega er stærsta vandamálið sem blasir við svæðinu atvinnuleysi. Víða á Eurosvæðinu er atvinnuleysi langt yfir því sem getur talist eðlileg þolmörk og í sumum ríkjum afnvel svo að meirihluti ungs fólks er án atvinnu.
Hér er stutt heimildamynd um atvinnuleysi á Spáni.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2013 | 09:10
Örlítið Mary Poppins
Hér hefur ekkert verið bloggað í því sem næst tvo mánuði. Ég ákvað einfaldlega að hásumarið væri betur notað í annað. Þvælast um, gangandi, hjólandi, takandi myndir o.s.frv. Sumarið er jú tíminn.
En nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju, þó að hann verði ef til vill eitthvað stopull til að byrja með.
En það fer vel á því að byrja með léttmeti.
Hér er "remix" úr Mary Poppins sem ég fékk sent í morgunsárið. Sýnir hvað tækni og hugmyndaflug geta getið af sér skemmtilega hluti.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 07:09
"Sambandssinnar" að fara á "eurolímingunum"?
Það hefur verið merklegt að fylgjast með ýmsum "Sambandssinnum" í umræðunni undanfarna daga. "Hamfarakosning" helsta "Sambandssinnaflokksins", virðist valda þeim umtalsverðum sálarkvölum og stöðugar fregnir af efnahagsvandræðum innan "Sambandsins", virðist ekki gera neitt nema auka á angistina.
Þeir virðast vera í stökustu vandræðum að finna nokkuð jákvætt við "Sambandið". En þá duttu þeir niður á Eurovision. Og þá röksemd að líklega ætluðu "vondu og ljótu" andstæðingar "Sambandsins" að taka Eurovision af Íslendingum.
Sú staðreynd að Eurovision sé ekki á vegum "Sambandsins", þvælist lítt fyrir í þeirri umræðu, þó að í þeirra huga teljist hún án efa upplýst. Að EBUsetji það ekkert fyrir sig hvort að félagar séu í "Sambandinu" eður ei, skiptir í hinni upplýstu umræðu engu máli.
Það að sum ríki "Sambandsins" hafi ákveðið að vegna þess hve efnahagur þeirra er bágborinn, að senda ekki keppendur til leiks í ár, hefur líklega líka farið fram hjá þeim. Það er líklega alveg óþarfi að blanda slíku inn í upplýsta umræðu.
Ef ég man rétt tók Ísland í fyrsta sinn þátt í keppninni árið 1986, en Sjónvarpið hefur sýnt hana eins langt og ég man, þó að framan af hafi ekki verið um að ræða beinar útsendingar.
Slíkt mun auðvitað halda áfram eins lengi og Íslenska sjónvarpinu þykir tilhlýðilegt, sem ég reikna með að verði býsna lengi.
Þegar var byrjað að sýna hana í Íslensku sjónvarpi var umræða um Evrópusambandsaðild Íslendinga varla eða ekki til staðar, og annað "Samband" fyrirferðarmeira í umræðunni. Það er eitthvað sem segir mér að Eurovision verði ennþá sýnd í Íslensku sjónvarpi eftir að "Sambandsaðild" Íslendinga verður að mestu leyti úr sögunni og umræðunni.
En það er hollt fyrir "Sambandssinna" að minnast þess að "... þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús".
18.2.2013 | 21:11
Eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi
Ég var að fá þessa "stiklu" senda í póstinum áðan. Þetta er ættað úr Saturday Night Live. Einfaldlega það fyndnasta sem ég hef séð í nokkurn tíma.
Spurningin hlýtur að vera hvort að þetta ætti ekki að fara í framleiðslu, yrði líklega stór smellur.
Ég
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2012 | 21:26
Umfjöllun um Ísland á BNN í dag.
Viðskiptasjónvarpsstöðin Business News Network, eða BNN, sendir út frá Toronto í Kanada. Þátturinn Headlines var að nokkru leyti helgaður Íslandi.
Þar var rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, Dariu Zakharova, frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Jon Johnson, annan Íslenska konsúlinn í Toronto.
Ólafur talar býsna vel og útskýrir afstöðu Íslendinga ágætlega. Fulltrúi IMF ber Íslandi vel söguna, en er varkár í svörum sínum. Jon Johnson er á léttari nótum, en minnist á vangaveltur um upptöku Kanada dollars.
En þeir sem áhuga hafa geta horft á upptökur af þættinum á www.bnn.ca
En hér má finna myndskeiðið með Ólafi Ragnari, hér myndskeiðið með Dariu Zakharova og hér myndskeiðið með Jon Johnson.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2012 | 15:35
Matthew Broderick's Day Off og Halftime America
Aldrei hef ég horft á Ofurskálina, það einfaldlega heillar ekki. En atriðin í hálfleik hafa oft verið góð og atriði Madonnu í ár var einfaldlega stórkostlegt. En það sem vekur sömuleiðis mikla athygli eru oft auglýsingar sem birtar eru í í leikhléinu.
Hver 30 sekúndna auglýsing kostar meira í birtingu en venjulegt fólk getur áttað sig á, það er því ekki á færi neinna smáfyrirtækja að auglýsa. Mikið er lagt í auglýsingarnar og fátt til sparað. Hér eru tvær sem birtust í ár, ólíkar en ótrúlega flottar báðar tvær.
Fyrst er hér auglýsing frá Honda, þar sem Matthew Broderick skopstælir eigið hlutverk í myndinni Ferris Bueller's Day Off, sem margir kannast við. Sjálfur hef ég horft á myndina margsinnis og þótt því gaman að horfa á þessa stuttu auglýsingu. En ég er ekki rokinn út að kaupa Hondu. Rétt er að taka fram að hér er um lengri útgáfu, en þá sem sýnd var í sjónvarpi að ræða eftir því sem ég kemst næst.
Hér er síðan auglýsing frá Chrysler. Það er enginn annar en Clint Eastwood sem hér fer með aðalhlutverkið. Það er engu líkara en Clint sé að fara í forsetaframboð. Þannig er tónninn í auglýsingunni og hlýtur að teljast "all American" framleiðsla. Til að allt sé upp á borðinu, er rétt að taka fram að fjölskyldan hér á Bjórá, keypti sér Dodge á síðasta ári. Við nutum þó ekki neinna sérkjara.
Að sjálfsögðu voru margar aðrar auglýsingar birtar í kringum ofurskálina, þessar tvær voru einfaldlega þær sem vöktu mína athygli. Ég hygg að flestar eða allar hinar auglýsingarnar megi finna á YouTube.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2012 | 18:39
Evrópusambandið á brúninni - heimildamynd frá WSJ
Fékk hlekk á þessa stuttu heimildamynd sendan. Hún er ekki löng, en er ágætis upprifjun á því sem hefur verið að gerast á eurosvæðinu. Rétt eins og aðrar slíkar myndir er hún enginn stóri sannleikur í málinu, en fram koma viðhorf úr mismunandi áttum. Vel þess virði að horfa á.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2011 | 15:24
Skeiðklukkupólítík
Sá það rétt í þessu á Eyjunni, að nú hafa Samfylkingarþingmenn miklar áhyggjur af því að einhver njóti meiri pólítískrar athygli en þeir sjálfir, all vegna í sekúndum talið.
Ef þeir fá ráðið verða fengnir starfsmenn í Menntamálaráðuneytið til að sekúndumæla umfjöllun ríkissjónvarpsins um landsfundi stjórnmálaflokkanna. Það mætti auðvitað hugsa sér að bjóða slíkt eftirlit út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Ef ekkert er að gert í þessum málum liggur fyrir að starfsfólk RUV veður uppi með sitt eigið fréttamat með ófyrirséðum afleiðingum fyrir land, þjóð og Samfylkinguna. Ekki þó nauðsynlega í þessari röð.
Auðvitað er það svo að spennandi atburðir njóta alla jafna meiri athygli en óspennandi. Það sama gildir um stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og landsfundi þeirra.
En þeir minna spennandi taka upp skeiðklukkuna.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 18:49
Lélegt hljóð hjá RUV?
Ég er oft að reyna að hlusta og horfa á þætti frá Íslandi á netinu. Fréttir, umræðuþætti o.s.frv. Leyfi líka börnunum oft að horfa á barnaefni og skemmtiþætti.
Oftar en ekki er hljóðið hjá RUV afar lélegt. Mismunandi hljóðstyrkur á þátttakendum og umfram allt hljóðstyrkurinn svo lágur að varla heyrist orðaskil þegar ég nota "lappann" minn, þó að allt sé í botni.
Það er einna helst að hljóðið sé á góðum styrk þegar auglýsingar koma.
Það sama er ekki upp á teningnum þegar ég horfi á efni frá Stöð 2, þar er hljóðið mun betra, jafnara og öflugra þannig að hljóðið skilar sér vel og áheyrilega.
Kannast einhver við þetta vandamál, nú eða einhverja lausn við því?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)