Skeiðklukkupólítík

Sá það rétt í þessu á Eyjunni, að nú hafa Samfylkingarþingmenn miklar áhyggjur af því að einhver njóti meiri pólítískrar athygli en þeir sjálfir, all vegna í sekúndum talið.

Ef þeir fá ráðið verða fengnir starfsmenn í Menntamálaráðuneytið til að sekúndumæla umfjöllun ríkissjónvarpsins um landsfundi stjórnmálaflokkanna.  Það mætti auðvitað hugsa sér að bjóða slíkt eftirlit út á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ef ekkert er að gert í þessum málum liggur fyrir að starfsfólk RUV veður uppi með sitt eigið fréttamat með ófyrirséðum afleiðingum fyrir land, þjóð og Samfylkinguna.  Ekki þó nauðsynlega í þessari röð.

Auðvitað er það svo að spennandi atburðir njóta alla jafna meiri athygli en óspennandi.  Það sama gildir um stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og landsfundi þeirra.

En þeir minna spennandi taka upp skeiðklukkuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband