Færsluflokkur: Sjónvarp

Er listrænt frelsi enn til staðar?

Ekki hef ég hugmynd um hvernig þessi Ísraelska sjónvarpssería "tekur á" Frökkum.  En ef allar sjónvarpsseríur sem framleiddar hafa verið væru teknar þessum tökum væri líklega ekki friðvænlegt í heiminum.

Hvenær er skáldskapur ekki skáldskapur?

Hvenær er réttlætanlegt að skáldskapur leiði til milliríkjadeilu?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað verður úr þessari deilu.

En ég hélt, líklega er ég of einfaldur, að Frakkar bæru meiri virðingu fyrir "listrænni tjáningu" en þetta.

En þeir geta vissulega átt það til að vera hörundsárir.

Að vissu leyti gefur sagan þeim tilefni til þess.

En þeir hafa þó í sér streng umburðarlyndis, ekki síst hvað varðar "listræna tjáningu" svo þetta kemur örlítið á óvart.

 

 

 


mbl.is Hóta að sniðganga Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendir

Ég hef undanfarna daga verið að reynast að fylgjast með baráttunni fyrir komandi kosningar. Ekki það að þær skipti mig miklu máli, eða það að ég komi til með að greiða atkvæði í þeim.

Staðreyndin er sú að ég er ekki á kjörskrá.

En eftir því sem ég hef séð meira af kosningabaráttunni undanfarna daga (og jafnvel vikur) hefur ein af mínu uppáhaldssjónvarpsseríum komið oftar upp í hugann.

Það er Heimsendir, sem Ragnar Bragason leikstýrði og eru einhverir mestu snilldar þættir sem ég hef séð. Ég horfi á þá svona að jafnaði einu sinni á ári.

 

Ekki það að baráttumaður verkalýðsins, Georg Bjarnfreðarson (Vaktaséríurnar, sami leikstjóri) komi ekki upp hugann sömuleiðis, en Heimsendir þó mun sterkara.

 


Skaup í meðallagi

Gaf mér loks tíma til þess að horfa á hið íslenska Áramótaskaup nú í dag.  Hafði af því þokkalega skemmtun.

Brosti annað veifið en get ekki sagt að ég hafi hlegið svo eftirtektarvert hafi verið.

En fjölskyldan segir reyndar að það sé erfitt að fá mig til að hlægja upphátt.

En skaupið var í meðallagi gott, ekkert til að kvarta yfir, en ekki ástæða til sérstakst hróss heldur.

Á því eins og stundum áður nokkur pólítísk slagsíða.

Ef til vill ekki við öðru að búast þegar fyrrverandi stjórnmálamaður er leikstjóri.

Enda ef marka má skaupið gerðist ekkert sem grín gerandi er að í Reykjavíkurborg á liðnu ári.

En það er auðvitað ekki hægt að gefa stjórnendum Reykjavíkur neitt pláss í Skaupinu.  Þeir myndu þá líklega fylla það á komandi árum.

 

 


Party like a Russian

Ég hef ekki talist á meðal aðdáenda Robbie Williams og get ekki talist enn.  En þetta lag vakti athygli mína.

Nokkuð sérkennilegt og textinn með sterkar vísanir, ekki síst þessi hluti:

It takes a certain kinda man with a certain reputation
To alleviate the cash from a whole entire nation
Take my loose change and build my own space station
(Just because you can, man)
Ain't no refutin' or disputin' I'm a modern Rasputin

Leyfi mér að efast um að Robbie haldi tónleika í Rússlandi á næstu mánuðum, eða jafnvel árum.

 


Bein sjónvarpsútsending frá landsleiknum

Eins og segir hér á mbl.is, er Ísland komið yfir gegn Eistlandi. En Eistneska ríkissjónvarpið sýnir beint frá leiknum.

Þeir sem hafa áhuga á því að horfa á leikinn, og láta Eistnesku lýsinguna ekki fara í taugarnar á sér, ættu að geta horft á leikinn á slóðinni: http://otse.err.ee/etv/

Eftir því sem ég kemst næst eru engin takmörk á því hverjir geta horft á leikinn, enda líklega ekki mikil "réttindi" hvað varðar þennan leik.

 


mbl.is Ísland og Eistland skildu jöfn í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr auglýsing sjónvarpsstöðvar?

Þegar ég sá fréttir um meintar efasemdir Árna Páls um "Sambandsaðild" Íslands, hugsaði ég með mér að lengi væri von á einum.

Mér þótti Árni Páll sýna óvenjulegt hugrekki með því að tala á þann veg sem fréttir hljóðuðu á, og allt kom mér þetta verulega á óvart.

En nú er þetta allt borið til baka.

Það kemur mér í sjálfu sér ekki mjög á óvart. Svona beygju taka formenn stjórnmálaflokka almennt ekki. Alla vegna ekki þeir sem eru að sækjast eftir endurkjöri. Stefnan er mörkuð af flokknum.

En þetta vakti áhuga minn og ég fór að reyna að finna eitthvað um viðtalið. Fann þennan stutta bút á YouTube.

Og það er ekki oft sem ég tek undir með Árna Páli Árnasyni (man ekki hvenær það var síðast) en ég geri það nú.

Þetta er fráleit túlkun á því sem kemur fram í þessum bút, en ég segi það með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð viðtalið í heild.

Ef til vill var þetta aðeins hugsað sem ódýr auglýsing fyrir nýjan fjölmiðil, en ég verð að segja að slíkar aðferðir vekja ekki traust á miðlinum.

En þetta kom líka stjórnamálamanni sem hefur átt frekar erfitt uppdráttar aðeins í umræðuna, og röng umræða er betri en engin umræða, sérstaklega stuttu fyrir landsþing.

 


mbl.is „Fráleit útlegging á því sem ég sagði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurolögin .... á föstudegi

Hér er horft á Eurokrísuna með tónlistina að vopni. Eins og flestir vita líklega hefur gengið all nokkuð á í Evrópu, ekki síst á Eurosvæðinu undanfarnar vikur.

Þar hafa "aðalhlutverki" ekki hvað síst verið í höndum, Grikkja, Þjóðverja, Hollendinga og svo koma Rússar líka við sögu.

Ef ég hef skilið rétt eru þessi tvö myndbönd ættuð frá Hollandi og Þýskalandi.

Smá uppplyfting á föstudegi.

Bæði myndböndin eru með Enskum texta, en annars er þetta mikil "fjölmenning".

 


Vesturfararnir

Ég hef verið örlítið slappur til heilsunnar undanfarna daga og eyddi því gærdeginum að miklu leyti í rúminu.

Til að stytta mér stundir ákvað ég að horfa á Vesturfarana, þætti Egils Helgasonar um byggðir Vestur Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.

Horfði á alla 7 þættina nokkurn veginn í striklotu.

Það er skemmst frá því að segja að ég hafði verulega gaman af.  Þættirnir eru vel gerðir og skemmtilega framsettir.

Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað, er það ef til vill sá ofurþungi sem er á menningarlíf vesturfarana, en yfir hið efnahagslega er farið í fljótheitum.  Áhorfandinn er litlu nær um þá erfiðleika sem blöstu við bændum á Nýja Íslandi í upphafi.

Annað atriði sem mér þykir að hefði mátt minnast á, er Kinmount og sorgarsaga þeirra sem þangað fóru, áður en þeir komu til Manitoba.  Kinmount var nefnt einu sinni, í "Fjallkonuþættinum", en það var allt og sumt, í það minnsta að ég tók eftir.

Reyndar hefur mér oft verið sagt að Íslendingarnir sem fóru frá Kinmount, hafi lítið sem ekkert viljað tala um þá reynslu.  Þar létust margir tugir Íslendinga, að stórum hluta börn og voru skilin eftir í ómerktum gröfum.  Því er sagt að þeir hafi reynt að gleyma þeim kafla eins og auðið var.

AUT 0104AUT 0106

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú stendur þar minnismerki, sem fólk af Íslensku bergi brotið í Ontario, safnaði fyrir og reisti.  Ég birti hér örfáar myndir af því sem ég tók fyrir all nokrum árum.

AUT 0107AUT 0108

 

 

,

 

 

 

 

 

 

 

AUT 0109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins kemur mér reyndar í huga, að Winnipeg Falcons, hefðu átt skilið að fá örlitla umfjöllun, þegar talað um um Íslendinga í Mantitoba.  Ef til vill verður minnst á þá í ókomnum þáttum.

En þessi atriði sem ég minnist á hér, sýna  hve mikil vöxtum og víðfeðm saga Íslendinga er í Vesturheimi, og auðvitað er það vonlaust að gera henni full skil í fáum þáttum.

Þau breyta því ekki heldur að ég naut þáttanna og hafði af þeim bæði gagn og gaman.

 


God only knows hvað er hægt að koma mörgum stjörnum fyrir í einu lagi.

"BBC music" hefur sett saman magnað myndband þar sem hátt í 30 stjörnur úr tónlistaheiminum koma saman og flytja lag Brian Wilson, God Only Knows.

Hreint magnað lag og myndband.

Þetta er til kynningar á BBC, en jafnframt verður lagið gefið út á smáskífu til styrktar Children In Need.

Gott stöff.

 

 

 


Illa skrifuð/þýdd frétt. Monty Python á betra skilið

Þó að frétt um Mick Jagger og Monty Python sé ef til vill ekki "mikilvægasta" fréttin, verður samt að gera lágmarkskröfur til þess sem skrifa hana.

Monty Python er ekki að fara að framleiða 10 sjónvarpsþætti, Monty Python hópurinn verður með 10 sýningar á sviði í London, nánar tiltekið í  "O2 höllinni".  Sýningin (sem verður sýnd 10 sinnum) heitir Monty Python Live - Mostly.

Hins vegar hefur verið ákveðið að síðasta sýningin verði sýnd beint, í fjölda landa ýmist í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum, ef ég hef skilið rétt.

Engir sjónvarpsþættir eru fyrirhugaðir og ekkert nýtt efni verður samið. Sumir hinna eldri "sketsa" verða "remixaðir" og slípaðir eitthvað til.

Hér má lesa dóm um sýninguna. 

Hér má lesa um hvernig sýningin gengur fyrir sig.

Hér er heimasíða sýningarinnar

Hér má lesa um fyrirhugaða sjónvarpsútsendingu.

Hér er svo heimasíða The Spam Club, aðdáendaklúbbs Monty Python.

Hér er svo myndbandið með Mick Jagger, en það má einnig finna á YouTube.

 

 


mbl.is Mick Jagger fárast yfir gamlingjunum í Monty Python
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband