Matthew Broderick's Day Off og Halftime America

Aldrei hef ég horft á Ofurskálina, það einfaldlega heillar ekki.  En atriðin í hálfleik hafa oft verið góð og atriði Madonnu í ár var einfaldlega stórkostlegt.  En það sem vekur sömuleiðis mikla athygli eru oft auglýsingar sem birtar eru í í leikhléinu. 

Hver 30 sekúndna auglýsing kostar meira í birtingu en venjulegt fólk getur áttað sig á, það er því ekki á færi neinna smáfyrirtækja að auglýsa.  Mikið er lagt í auglýsingarnar og fátt til sparað.  Hér eru tvær sem birtust í ár, ólíkar en ótrúlega flottar báðar tvær.

Fyrst er hér auglýsing frá Honda, þar sem Matthew Broderick skopstælir eigið hlutverk í myndinni Ferris Bueller's Day Off, sem margir kannast við.  Sjálfur hef ég horft á myndina margsinnis og þótt því gaman að horfa á þessa stuttu auglýsingu.  En ég er ekki rokinn út að kaupa Hondu.  Rétt er að taka fram að hér er um lengri útgáfu, en þá sem sýnd var í sjónvarpi að ræða eftir því sem ég kemst næst.

Hér er síðan auglýsing frá Chrysler.  Það er enginn annar en Clint Eastwood sem hér fer með aðalhlutverkið.  Það er engu líkara en Clint sé að fara í forsetaframboð.  Þannig er tónninn í auglýsingunni og hlýtur að teljast "all American" framleiðsla.  Til að allt sé upp á borðinu, er rétt að taka fram að fjölskyldan hér á Bjórá, keypti sér Dodge á síðasta ári.  Við nutum þó ekki neinna sérkjara.

Að sjálfsögðu voru margar aðrar auglýsingar birtar í kringum ofurskálina, þessar tvær voru einfaldlega þær sem vöktu mína athygli.  Ég hygg að flestar eða allar hinar auglýsingarnar megi finna á YouTube.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband