Færsluflokkur: Mannréttindi

Pandórubox Demókrata

Persónulega finnst mér fyrstu mánuðirnir á valdatíma Joe Bidens hafa tekist ágætlega, þó alltaf megi deila um einstaka aðgerðir.

Forsetinn hefur haldið sig nokkuð til hlés, ekki komið mikið fram opinberlega eða haldið marga fundi með fjölmiðlum, en verið iðinn eigi að síður.

En með þessu frumvarpi og vangaveltum um að fjölga í hæstarétti sýna Demókratar að þeir eru ekki að hugsa um að lægja öldurnar ef svo má að orði komast.

Bæði málin eru "pandórubox" sem ég held að færi betur á að væru óopnuð.

Ef stofnað verður til borgríkis í Washington D.C., fara líklega margar aðrar borgir að hugsa um "sín réttindi".

Ég held að 19 borgir í Bandaríkjunum hafi fleiri íbúa en Washington, þar af líklega 5 í Texas einu saman, 4. í Californiu.

Þessar borgir gætu örugglega hugsað sér að hafa 2 öldungardeildarþingmenn hver.

Hins vegar get ég skilið að áhugi sé á því að íbúar Washington kjósi til þings. 

Eðlilegasta lausnin á því vandamáli væri líklega að láta borgina tilheyra Maryland. Þaðan var landsvæðið tekið, ef ég hef skilið rétt, því landsvæði sem tekið var frá Virginiu var skilað síðar.

Rökin gegn því að ríkjandi valdhafar fjölgi í Hæstarétti til að ná þar meirihluta eru vonandi flestum augljós.

Slíkt fyrirkomulag leiðir landið í ógöngur, ef slíkt þykir eðlilegt í hvert skipti sem skipt er um valdhafa.

Þar má vissulega ræða hvort að rétt sé að skipa dómara til ákveðins tíma, eða þar til þeir hafa náð ákveðnum aldri.

En það er óskandi að Öldungadeildin svæfi þessi mál.

 

 

 

 

 


mbl.is Frumvarp um 51. ríkið komið til öldungadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvirkt gæsluvarðhald ólögmætt

Ég get ekki neitað því að mér fannst gleðilegt að heyra að ákvörðun um að að hluti þeirra sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að sæta forvirku gæsluvarðhaldi/sóttkvíarhús hafi verið hnekkt fyrir dómstólum.

Það virðist einfaldlega hafa verið gengið út frá því að ákveðin áhætta væri á því að einstaklingar brytu af sér.

Sú meginregla réttaríkja að í það minnsta rökstuddur grunur þurfi að vera um afbrot, til að megi svipta einstaklinga frelsi var að engu hafður.

Það virðist hafa verið talin hætta á að viðkomandi einstaklingar brytu af sér.  Gæsluvarðhald/sóttkví verður því talin forvirk aðgerð.

Vissulega geta verið rök fyrir því að gera ákveðnar kröfur til dvalarstaðar þeirra sem ætlað er að vera í sóttkví.

Það kann jafnvel að vera talið sé nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem í sóttkví dvelja.

Allt þarf það þó að byggjast á lögum.

Það er hálf skrýtið að sjá alla þá sem hafa stigið fram og talið að lögmenn og dómstólar ættu að fara eftir einhverju öðru en þeim lögum sem gilda í landinu.

Að lög gildi í landinu eða að grundvallarregla sé að einstaklingar séu saklausir þangað til sekt sé sönnuð, hvað þá að ekki sé ástæða til að refsa þeim sem ekkert hafa brotið af sér, virðist ekki vefjast fyrir þeim sem þannig tala.

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Ég finn alveg rosalega mikið traust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægilegar vangaveltur um dauðann?

Stundum (en þó alltof sjaldan) rekst ég á greinar sem mér þykir svo athyglisverðar að það verði að vekja athygli á þeim.

Í morgun rakst ég á grein á vefsíðunni unherd.com.  Þar skrifar Dr. John Lee, fyrrverandi prófessor í meinafræði (pathology) og ráðgjafi NHS (Breska heilbrigðiskerfið)

Greinin heitir "The uncomfortable truth about death", ég hvet alla til þess að lesa greinina í heild sinni (fylgja hlekknum hér á undan), en birti hér nokkra hluta hennar.

Greinin er reyndar það vel skrifuð og hnitmiðuð að það var erfitt að stytta hana.

"...

Almost as soon as the pandemic struck, we developed a morbid fascination with the new coronavirus. Death became a part of daily life: as restrictions were introduced and the rules of society were rewritten, our only constant seemed to be the daily announcements detailing how many more lives had been taken by the new disease.

We have, of course, always been aware that death will come for us all. Yet for most of us, most of the time, we don’t know where, when or how. We don’t know whether it will be sudden or slow, peaceful or painful, surrounded by family or alone while connected to impersonal bleeping machines. The fact that we are aware, from an early age, of being stalked by unknown threats is naturally very frightening. Every fibre of our being drives us to do what we can to avoid it. But it is precisely because of the great influence death has on our lives that is vitally important we think about it more clearly. For as we are now discovering, how we regard our final chapter has important consequences for how we live beforehand.

 

...

But as we are discovering, in unique moments of crisis such as this pandemic, these two principles can come into conflict. The first applies to individuals, while the second often implies society-wide measures that can help some individuals, but at the same time may harm others. Thinking about how to balance these principles is not easy. That became clear last week, when I appeared alongside Jonathan Sumption on the BBC’s Big Questions. During a segment on whether Britain’s lockdown was “punishing too many for the greater good”, his claim that not “all lives are of equal value” caused quite a stir. But it also raised an important question: surely there is more to life than just living and dying?

Death is a brutal endpoint, but no reasonable doctor (or court of law for that matter) makes treatment decisions based simply on whether or not a patient will die. It is also vital to take into account “quality of life”, which is not just some sort of luxury add-on that can be dispensed with in a crisis. It is literally all the things that make life worth living for different people. For an elderly person this may be having a cup of tea with family or friends; for a young sportsperson it may be competitive matches. Take these things away and the old person may die of loneliness, or the young person may tragically end their own life.

But are these life-endings equivalent? Perhaps, on a philosophical level, they are. On a practical level, however, the death of an 85-year-old person from a preventable cause has cost them a few years at the end of life, while a 25-year-old has, on the same calculation, lost over 60 years of life, including their most active and event-filled years. However much people may object philosophically to such discussions, avoiding them in practice can have serious unintended consequences for public policies.

 

It is uncomfortable to think about, but it seems quite clear to me that when you examine the “quality of life years” lost as a direct result of lockdowns, and compare them to those which would have been lost to the virus had we done nothing at all (which, for clarity, I am not advocating), the former is far greater. This is because you don’t have to die to lose quality of life. Being unable to function properly because of depression, for example, or untreated cancer, or a postponed operation, still results in loss of quality of life – as does merely being confined to your house. Surely no reasonable person can disagree that this loss must be considered when evaluating the appropriateness of society-wide measures that affect all individuals?

...

Yes, the average age at death has increased over the last century or so. But that is because more people are living to nearer our maximum age, not because that maximum age has increased. Medical advances mean that fewer of us die as children, in childbirth, of injuries and infections than used to be the case, meaning that most of us live into our 70s and 80s. The average age has increased in tandem with these advances. But the maximum age possible has not changed: the vast majority of us will still die in our 70s and 80s.

...
So the expected age at death in the UK – currently just over 81 (which incidentally is a year younger than the average Covid death) is getting close to as good as it will get.

And that isn’t necessarily a bad thing. After all, death is an essential part of the human condition. It may be a frightening prospect, but it can motivate us to get the most out of every single day. You simply can’t put a value on that, which is why putting everyone’s life on hold in the face of a new pathogenic threat would only make sense if that threat were so overwhelming that the very fabric of society was at risk.

Does Covid meet that criterion? Looking at cold, hard data, I am not convinced. Take just one straightforward statistic as an example: healthy under-50s made up less than 1% of apparent Covid-related deaths in 2020 — fewer than 700 of the 72,178 deaths recorded by Public Health England. For comparison, there are around 1,700 deaths a year from road accidents in Britain. When that context is understood, and when we start to accept death as a natural endpoint and quality of life as a vital consideration, today’s morbid climate of fear seems far from justified.

A far more intuitively wise outlook was offered by Jeanne Calment, the world’s oldest ever person. She lived to the exceptional age of 122 years and 164 days. On her 120th birthday she was asked by an over-enthusiastic young reporter “How do you see your future?” Her response: "Short." If only we could all be so frank. Perhaps then we will be better able to enjoy everything that comes before."

 

 


Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Hver má tjá sig, hvernig má hann tjá sig, hvar má hann tjá sig, hver getur bannað tjáningu og hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Það hefur mátt heyra ýmsar spurningar í þesa átt undanfarna daga.

Ekki síst frá Bandaríkjunum, en þetta er þó spurning sem varðar allan heiminn og spurningar sem þsssar vakna reglulega um heim allan.

Le Monde Cartoon penguin incestSlíkar spurningar hafa nú sem áður vaknað í Frakklandi, og ef til vill kemur það ekki á óvart, að nú sem stundum áður vakna spurningar í tengslum við skopmynd/ir.

Fyrir nokkrum dögum baðst ritstjóri Le Monde afsökunar á því að hafa birt skopmynd, þar sem er gert grín að sifjaspelli.

Þó að Franskan mín sé ekki upp á mörg tonn af  fiski, telst mér til að texti skopmyndarinnar sem ég birti hér til hliðar sé á þessa leið, í minni eigin þýðingu, þar sem mörgæsarungi spyr fullorðna mörgæs, eftirfarandi spurningar:

"Ég var misnot/uð/aður af ættleiddum hálfbróður maka trans föður míns sem nú er mamma mín, er það sifjaspell?".

Ritstjóri Le Monde baðst afsökunar á birtingu skopmyndarinnar, en eftir því sem ég kemst næst má enn finna myndina á vef blaðsins.

Teiknarinn, Xavier Gorce, brást hins vegar illa við afsökunarbeiðninni, sagði upp samningi sínum við blaðið og lét hafa eftir sér "að frelsið væri ekki umsemjanlegt".

Þetta er örlítið skrýtið mál að mínu mati. Birting var ekki dregin til baka.  Beðist var afsökunar á innihaldinu.

En teiknaranum þótti gengið gegn frelsi sínu með afsökunarbeiðninni og sagði upp.

Hann birti síðastu skopmynd sína hjá Le Monde, þar voru tvær fullorðnar mörgæsir og sagði önnur þeirra við hina: "Ertu með heilbrigðisvottorð fyrir húmornum þinum?"

Það er gott að tjáningarfrelsið sé í umræðunni, það er þarft og gott.

Líklega sýnist sitt hverjum, í þessu máli sem mörgum öðrum.

P.S. Byggt að hluta af þessari umfjöllun.


Að banna "alla vitleysu"

Nú er komið fram á Alþingi frumvarp um að banna að draga Helförina í efa, sð segja hana ekki hafa átt sér stað, eða gera lítið úr henni.

Í sjálfu sér held ég að fáir séu innst inni á móti slíku.

En er hægt að banna vitleysu?

Nú er ég í engum vafa um að Helförin átti sér stað og hef komið á nokkra af þeim stöðum sem hún átti sér stað á.

En eigum við að festa í lög að bannað sé að hafna öllum atburðum í mannkynssögunni sem við teljum hafna yfir allan vafa?

Yrði ekki listinn æði langur?

Ættu þjóðir ef til vill að gefa út "sögubækur" og bannað yrði að víkja frá þeim?

Ég held ekki.

Ættu Íslendingar (eða aðrar þjóðir) að banna að afneita Holodomor, það er þeirri hungursneyð sem Sovétríkin ullu visvitandi í Ukraínu á 3ja áratug síðustu aldar og kostaði milljónir einstaklinga lífið?

Almennt er þessi viðurstyggilegi atburður talinn staðreynd í dag, en þó eru ýmsir sem enn afneita honum.

Hér má lesa um slíka afneitun, frá árinu 2019.

Ætti að banna að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum árið 1915?

Það má lengi halda áfram, enda nægur efniviður um hroðalega atburði og fjöldamorð í mannkynssögunni.

Hvernig eigum við að taka á öllum þeim sem neituðu að fjöldamorðin í Kambódíu (Kampucheu) hefðu átt sér stað?  Ég held þó að slík söguskoðun hafi að mestu látið undan síga.

Ætti hið opinbera að taka afstöðu um  þjóðarmorð Kínverskra stjórnvalda á Uigurum og banna að öðru sé haldið fram?

Ég get alveg viðurkennt að þeir sem afneita Helförinni fara í taugarnar á mér og ég eiginlega afskrifa þá um leið í allri umræðu.

Það þýðir ekki að ég telji þá eiga fangelsisvist skylda.

Það sama gildir um þá sem afneita eða vilja gere lítið úr glæpum kommúnista.

Ég hef hvorki mælst til þess að hakakrossinn eða að hamar og sigð séu bönnuð.

Hakakrossinn á sér merkilega sögu, þó að viðurstyggileg verk nazista kasti dökkum skugga á hann.

Ég get hins vegar í huga mér enga jákvæða tengingu fundið fyrir hamar og sigð, þó hefur á undanförnum árum mátt sjá ýmsa Íslendinga skreyta sig (eða kökur) með því tákni.

En ég er ekki talsmaður þess að það yrði bannað eða varðaði fangelsisvist.

Það er einfaldlsega ekki lausn að banna "alla vitleysu", þar eru rök og fræðsla verkfæri sem duga betur.

Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort að fræðsla um Helförina eða glæpi kommúnismans sé næg á Íslandi.

P.S. Bæti hér við að t.d mætti hugsa sér að Menntamálaráðuneytið kæmi á fót farandsýningum, t.d. um Helförina, glæpi kommúnismans og fleiri stóra atburði sögunnar.

Þessar sýningar yrðu síðan á stöðugt færðar á milli framhaldsskóla Íslands.  Hring eftir hring.


Ritskoðun nútímans?

Það er býsna mikið rætt um "ritskoðun" þessa dagana.  Þó held ég að það sé ekki alveg rétta orðið til að nota.

Ef til væri réttara að tala um "birtingarvald", nú eða eins og í fréttinni sem þessi færsla er hengd við, "dreifingarvald".

Sé slíku valdi beitt, er það líklega í sumum tilfellum allt að ígildi "ritskoðunar", en ég myndi þó telja það annars eðlis.

En auðvitað er fjölmiðlum ritstýrt og margir hafa kvartað undan skorti á "ritstýringu" eða eftirliti á samfélagsmiðlum.

Það er vandratað á slíkum slóðum.

En eiga einhverjir kröfu á því að samfélagsmiðlar (svo ekki sé minnst á aðra miðla) skaffi þeim vettvang?

Er eitthvað óeðlilegt við að samfélagsmiðlarnir setji reglur sem allir þurfa að fara eftir?

En auðvitað vaknar spurningin um hverjir dæma þá "seku" og hvernig er að því staðið.

Hins vegar má að mörgu leyti halda því fram að vald "fjölmiðlarisa" dagsins í dag sé mun minna en var, þegar tími dagblaða og stórra sjónvarpsstöðva ríkti.

Það kostar mun minna að koma á fót samfélagsmiðli en sjónvarpsstöð (þó að sá kostnaður hafi einnig minnkað), það kostar minna að koma á fót vefmiðli en prentblaði og svo má áfram telja.

En auðvitað eru "stóru aðilarnir" ráðandi á markaðnum og ef til vill má kalla þá "hliðverði" samtímans.

Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að slíkar takmarkanir eða lokanir muni ekki hafa þau áhrif sem óskað er eftir, jafnvel þveröfug.

Umræðan, hvort sem við teljum hana til góðs eða ills, mun finna sér farveg og nýjir miðlar munu spretta upp.

Hins vegar getur "sómakært fólk" haldið sig á meginstraumsmiðlunum og verður enn minna vart við "vandræðagemsana" en áður.

"Pólaríseringin", verður þannig enn meiri en áður og undrunin verður enn meiri en áður þegar komist er að því að það eru ekki allir sömu skoðunar og "vinir þínir á netinu".

Sumir einstaklingar verða enn vissari um að "vinstri fasistarnir" séu að reyna að ritskoða þá, en aðrir verða þess fullvissir um að "aðgerðirnar" virki, því þessar "ógeðfelldu skoðanir sjást bara ekki lengur".

Rétt eins og "enginn drakk á bannárunum". Lausnin er að banna hlutina.

En það er hægt að velta þessum hlutum endalaust fyrir sér, og í raun er það öllum hollt.

Svo má velta því hvort að ennþá verði vilji til að brjóta samfélagsmiðla eins og t.d FaceBook upp?

Munu komandi valdhafar í Washington gera það?  Elisabeth Warren var áhugasöm um slíkt.

Eða hafa þeir komist hjá slíkum "uppbrotum" með því að taka "rétta" afstöðu?

 

 


mbl.is Google fjarlægir Parler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryggilegt að horfa á

Það er hryggilegt að horfa á ofbeldi eins og hefur mátt sjá í beinni útsendingu frá þinghúsinu í Washington.

Sjálfsagt eru þeir sem brutust inn í þinghúsið "aktívistar" í bókum einhverra. En í mínum huga er ofbeldi svo sem hefur mátt sjá, ekki réttlætanlegt.

Vissulega er þetta, eins og svo margt annað, umdeilanlegt. Telji einstaklingar eða hópar, að þeim hafi verið neitað um lýðræðislega leið til að tjá sig, þá kann þeim að finnast ofbeldi eina leiðin.

En ég get ekki séð að "lokað" hafi verið á lýðræðið í þessu tilfelli.

Eins og í öllum kosningum í Bandaríkjunum hafa komið fram vafa atriði, og jafnvel einstakir atburðir sem benda til kosningasvindls.  En dómstólar hafa fellt úrskurð í slíkum málum, nú sem áður.

Það eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum hugann þegar horft er á óeirðir sem þessar.

Ein af þeim er: Skyldi mörgum enn þykja það góð hugmynd að skera niður fjármagn til löggæslu í Bandaríkjunum?

 

 

 


mbl.is Donald Trump: „Farið heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar atvinnugreinar losna úr helgreipum einokunar og hins opinbera

Það er líklegt að margir muni ekki hvernig var umhorfs á Íslenskum áfengismarkaði hvað varðar innlenda framleiðslu, fyrir t.d. 35. árum síðan.

Framleiðslan helgaðist af Brennivíni, Hvannarótarbrennivíni, Kláravíni og nokkrum tegundum til víðbótar sem ÁTVR þóknaðist að framleiða.  Eitthvað var rembst við að flytja út og meira að segja hannaðr miðar á flöskurnar sem voru mun meira aðlaðandi en þeir sem brúkaðir voru á heimamarkaði.

Heima fyrir þótti það goðgá að hafa eitthvað heillandi við framleiðsluna.

Síðan fluttust málin hægt og sígandi í annan farveg.  Mig minnir að "Icy" hafi verið framleiddur í Borgarnesi um miðjan 9unda áratug síðustu aldar.  Framleiðsla ÁTVR var svo seld snemma á þeim 10unda að ég tel.

Stóra stökkið var svo þegar bjórinn var loks leyfður 1. mars 1989.  Þá fóru framleiðendur eins og Ölgerðin og Viking brugg á fulla ferð.

En vegna sölufyrirkomulags var engin leið að smærri framleiðendur hæfu starfsemi.

Þetta hefur sem betur fer breyst.

Nú er svo komið að brugghús á Íslandi teljast í tugum og veita erlendum aðilum harða samkeppni.  Brugghús á landsbyggðinni hafa ekki síst vakið athygli og náð vinsældum.

"Brennd" vín eru sömuleiðis framleidd hjá fjölda fyrirtækja og framleiðsla á vínanda úr mysu er hafin.

Framþróun hefur verið gríðarleg.

Viðtökur innanlandsmarkaðar hafa verið góðar og nú má kaupa Íslenskan bjór og einnig sterk vín í ótal löndum og þau hafa unnið til fjölda verðlauna.

Eftir hæga byrjun hefur þessi iðnaður sprungið út á undanförnum áratug.

En fyrst þurfti hann auðvitað að losna úr helgreipum einokunar og "drakónískra" laga hins opinbera.

Sem betur hafðist það í gegn.

Nú þegar Steingrímur Sigfússon er að hverfa af Alþingi, hverfur líklega síðasti þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn því að leyfa sterkan bjór á Íslandi. 

En hann átti býsna mörg skoðanasystkyn og framan af voru þau í meirihluta.

Líklega má finna fleiri atvinnugreinar, þar sem ekki veitir af frelsisvindum.

 


mbl.is Nýr ævintýralegur bjór frá Ölverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er líklega kominn í hóp "gargandi minnihluta"

Ég hef nú ekki haft sterkar skoðanir á stofnun "hálendisþjóðgarðs".  Það hefur nú aðallega komið til vegna þess að ég hafði lítið heyrt af þeim áformum og vissi lítið um málið.

En eftir að hafa rekist á meiri umfjöllun eftir því sem áformin hafa orðið skýrari, hygg ég að ég sé kominn í hóp "gargandi minnihlutans" sem er andsnúinn því að þjóðgarðurinn verði til, alla vega með óbreyttum áformum.

Mér sýnist rök þau sem færð eru fram um fyrirhugaða "miðstýringu og ríkisvæðingu" vera sannfærandi og þörf á því að staldra við.

Ég hlustaði á ágætt viðtal við Ágústu Ágústsdóttur í Bítinu og svo akrifaði Smári McCarthy atyglisverða grein sem birtist á Vísi.is.

En það verður fróðlegt að sjá hver framvinda málsins verður.

Það vekur hjá mér umhugsun hvernig umræða um þennan "miðhálendisþjóðgarð" skarast hugsanlega við umræðum um flugvöllinn í Reykjavík.

Ýmsum sem þykir fráleitt að skipulagsvaldið sé ekki í höndum Reykjavíkurborgar finnst ekkert sjálfsagðara en að ríkið taki yfir skipulagsvald sveitarfélaga út á landi, neyði einkaaðila til að selja eigur sínar eða segi til um nýtingu þeirra í nafni þjóðgarðs.

Svo eru sýnist mér þeir einnig vera til sem vilja taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg en eru alfarið á móti því að það sé tekið af sveitarfélögum fyrir þjóðgarð.

Skyldi "ábyrgð" Reykjavíkurborgar gagnvart flugsamgöngum við landsbyggðina vera meira eða minna "hagsmunamál", en hvort að þjóðgarður er til staðar á miðhálendinu, eða hvort hann er dulítið minni eða stærri?

 

 

 


mbl.is Ekki ákveðið hver verður framsögumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhjúpar ef til vill fyrst og fremst hve afleitt "sóknargjaldakerfið" og skatturinn er

Ef þessi málshöfðun ríkisins á hendur "Zúistum" leiðir eitthvað í ljós, er það að mínu mati fyrst og fremst hve "rotið", ósanngjarnt og illa ígrundað "innheimta" og útdeiling sóknargjalda á vegum ríkisins er.

Það kemur fram í fréttinni að lítið (eðe ekkert) hafi verið um "trúarstarfsemi" á vegum "Zúista".

Ekki ætla ég að dæma eða fullyrða neitt um það.

En hefur hið opinbera "mælingar" á öðrum trúfélögum um hve mikil "trúarstarfsemi" fer þar fram?

Getur ekki verið að "Zúistar" hafi hreinlega lítinn "trúarhita"? Að þeir telji að hægt sé að iðka trú sína án þess að mæta í "musterið"?

Að mínu mati á hið opinbera auðvitað að hætta þessu.  Hvert "trú" eða "lífsskoðunarfélag" á auðvitað að rukka inn sín félagsgjöld sjálft.

Þá þarf hvorki að ræsa út lögmenn eða ónáða dómstóla til þess að meta "trúarhita" í einstökum söfnuðum.

Þá þurfa skattgreiðendur á Íslandi ekki að styðja "marxista".

En ef til vill er kominn tími til að Íslendingar komi á fót söfnuði til að tilbiðja "Bakkus" eða "Dionysus", það er góður og gegn guð.

Tilbiðjendur hans eru "ofsóttur meirihlutahópur" ef svo má að orði komast.

 

 


mbl.is „Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband