Færsluflokkur: Mannréttindi

Eini eftirlifandi forsætisráðherra sem vann að samningu Kanadísku stjórnarskrárinnar, lögsækir Kanadíska ríkið fyrir brot á henni

canadian charter rights freedoms eng1Það er stutt í að Kanadíska stjórnarskráin eigi 40 ára afmæli. Elísabet drottning Kanada skrifaði undir þann 17. apríl 1982.

Þá færðist valdið yfir stjórnarskránni frá Breska þinginu og heim til Kanada.  Þetta var samvinnuverkefni Alríkis (federal) stjórnarinnar og fylkjanna (provinces). Til að breyta stjórnarskránni þarf samþykki þingsins, öldungadeildarinnar (senate) og 7. af fylkjunum og þurfa þau að hafa 50% eða meira af heildaríbúafjölda fylkjanna.

Þegar núverandi stjórnarkrá kom til sögunnar, árið 1982, var Pierre Trudeau, faðir núverandi forsætisráðherra, forsætisráðherra Kanada.

Eini eftirlifandi forsætisráðherran sem sat og vann að samningu stjórnarskránnar, Brian Peckford, þáverandi forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, hefur nú stefnt Kanadísku ríkisstjórninni, vegna þess sem hann telur stjórnarskrárbrot.

canadian bill rights eng1

Hann telur að reglugerð (mandate) um skyldubólusetningu til þess að mega ferðast með flugvélum eða lestum brjóti gegn stjórnarskránni.

Í frétt National Post segir m.a.

"I’ve come to the conclusion now that I must, and as a Canadian, as one of the writers, founders of the Constitution Act of 1982, not only speak about it, I must act about it," Peckford told psychologist Jordan Peterson on a recent podcast, discussing the lawsuit.

Í fréttinni segir ennfremur:

"Eric Adams, a law professor at the University of Alberta, said numerous lawsuits against COVID-19 measures have failed to overturn public-health restrictions, and this case raises many of the same issues.

"It’s always going to be difficult to win a case for you where you’re bringing out arguments that have already failed in similar context,” Adams said. “But at some point, perhaps the pandemic’s duration becomes a variable that becomes a factor in one of these lawsuits."

Wilson said many of the cases that had come before the court were done on tight time schedules, with less well-developed scientific evidence and a "factual change in the risk profile of the pandemic."

"We’re building a different case than any case that’s been put before the courts to date," Wilson said.

Það verður vissulega fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessu máli reiðir af.

Hér að neðan má svo sjá Jordan Peterson og Brian Peckford ræða saman.  Virkilega áhugavert samtal.

 

 

 

 

 

 

 

 


Bara Í Kanada, eða?

Mótmæli trukkabílstjóra í Ottaway standa enn og virðist ekki vera lát á.  Vissulega eru mun færri sem standa vaktina nú en var um helgina, en búist er við mannfjölda um næstu helgi.

Það virðist vera ótrúlegur stuðningur við mótmæli, þó að vissulega sé gríðarleg andstaða við þau einnig.

En mótmælin hafa verið friðsöm (sé litið framhjá flautuhávaða, sem ég geri ekki lítið úr að sé óþolandi) þó að einn og einn hafi orðið sér til skammar.

Mér er það til efs að mótmælendur í öðru landi en Kanada hafi skipulagt Götuhokkíkeppni, eins og gert var í Ottaway í gær (1. Febrúar).  Mér skilst reyndar að slíkt hafi einnig gerst í dag (2.2.22)

Fjöldi Kanadabúa hefur verið að safna vistum fyrir bílstjórana, mat, nærfötum, sokkum, hreinlætisvörum o.s.frv.  En eins og áður sagði er einnig fjöldinn allur mótsnúin þeim.

En skipuleggjendur mótmælanna hafa skipulagt tínslu á rusli og á margan hátt verið til fyrirmyndar.

 

En það er athuglisvert að bera þessi mótmæli saman við t.d. mótmæli sem urðu þegar G20 ríkin funduðu í Toronto árið 2010.

Þá var kveikt í lögreglubílum, múrssteinum og grjóti hent, neðanjarðar og lestarsamöngur stöðvuðust o.s.frv. Mótmælin stóðu dögum saman í miðborg Toronto.

https://www.cbc.ca/news/canada/g20-protest-violence-prompts-over-400-arrests-1.906583

https://www.cbc.ca/news/canada/toronto/settlement-class-action-g20-summit-1.5689329

En lögreglan í Toronto endaði með að borga milljónir dollara í skaðabætur fyrir að hafa handtekið, friðsama mótmælendur.  Og vissulega var stór hluti mótmælenda friðsamur, en mótmælin urðu ofbeldisfull.

En þá var auðvitað hægri stjórn í Kanada og ekki verið að deila um rétt einstaklinga yfir eigin líkama.  Borgarstjóri Toronto var hins vegar vinstri sinni.

Nei, þá var verið að mótmæla "vondum kapítalistum":

Ég man heldur ekki eftir sérstakri samúðarbylgu í fjölmiðlum fyrir íbúa miðborgar Toronto, en 2010 bjó ég í Toronto, en vissulega ekki í miðborginni. Samt urðu þeir að þola mótmæli svo dögum skipti, þá voru sömuleiðis tugir þúsunda einstaklinga sem sóttu vinnu í miðborg Toronto, enda fjarvinna ekki jafn algeng og nú.

Reyndar finnst mér merkilegt hvað mikill fjöldi fjölmiðla hafa lagt sig fram við að "teikna" mótmæli trukkabilstjóranna upp í neikvæðu ljósi.

Löggæsla í kringum G20 fundinn kostaði vel á annað hundrað milljón dollara.  Nú er talað um 800.000 a dag eins og það sé skandall.  Kjörnir fulltrúar tala jafnvel um að nauðsyn sé að ná þeim peningum sem hefur verið safnað á GoFundMe til að íbúar Ottawa sitji ekki uppi með kostnaðinn (GoFundMe síða bílstjóranna hefur safnað meira fé heldur en flokkur Justin Trudeau náði að safna fyrir síðustu kosningar).

Það er hægt að rökræða fram og aftur um málstað trukkabílstjóranna, fjöldi er með og fjöldi á móti.

En hvar á að draga mörkin á réttinum til að tjá sig, réttinum til að mótmæla?

Það hafa margir dregið í efa áhrif þessara mótmæla og það er alls óvíst hver þau verða.  Það er ekki líklegt að ríkisstjórn Kanada láti undan kröfum þeirrar, það væri enda pólítískt mjög erfitt.l

En ég hygg að staða Justin Trudeau hafi veikst verulega, Íhaldsflokkurinn ákvað í dag að skipta um leiðtoga.  Í gær tilkynnti forsætisráðherra Quebec að ekkert yrði úr fyrirhugaðri skattlagningu á óbólusetta.

En síðast en ekki síst hafa trukkabílstjórar í Kanada gefið fjölda fólks um allan heim hugrekki til að láta í ljós andúð sína á skyldubólusetningum, annari nauðung og "dilkadrátti" eftir því hvort einstaklingar eru bólusettir eða ekki.

Hugrekki þeirra gefur fordæmi.

European Freedom Convoy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Talað er um "Convoy fra Kalíforniu til Washington", það á eftir að koma í ljós hvort af því verður.

P.S.  Mér þótti skrýtið að lesa frétt af mótmælunum og hugsanlegu útkalli Kanadíska hersins á Vísi.is.  Blaðamaðurinn sem skrifar þá frétt virðist ekki vera með á hreinu hvar Ottaw er og hva landamæri Kanada og Bandaríkjanna eru, eða hvar trukkabílstjórar hafa teppt landamærin.

En hvers vegna Íslenskri blaðamenn kjósa að leita til vinstrisinnaðs dagblaðs í London, til að birta fréttir af mótmælum í höfuðborg Kanada er mér hulin ráðgáta.  Vita þeir ekki að það eru til vinstrisinnaðir fjölmiðlar í Kanada og margir þeirra jafnvel lengra til vinstri en "The Guardian", lol.

 

 


Gott frumvarp

Það kemur stundum þægilega á óvart hvaðan gott kemur og þetta frumvarp frá Viðreisn er ágætt. Þó ég sé ekki 100% sammála því, myndi ég líklega styðja það (eða leggja fram breytingartillögu ef ég sæti á þingi).

Frumvarpi er að mínu mati gott, en gengur ekki nógu langt.

Engar reglugerðir um sóttvarnir ættu að gilda nema í skamman tíma, án samþykkis þingsins.

Það er engin ástæða til að bíða í þrjá mánuði.

Reglugerðir heilbrigðisráðherra ættu að sjálfsögðu að taka gildi jafnharðan og þær eru gefnar út.

Rétt væri að gefa ráðherranum viku til 10 daga til að fá samþykki þingsins, ella féllu reglurgerðirnar sjálfkrafa niður.

Lýðræðisríkjum á ekki að stjórna með "tilskipunum".  Á Íslandi á að ríkja þingbundin stjórn.

Einræðis- tilskipana og reglugerðarfár hefur verið alltof ríkjandi í heiminum í faraldrinum.

Margar ríkisstjórnir hafa vísvitandi reynt að sniðganga þing viðkomandi landa.

Það er mál að linni.

Þetta frumvarp er gott skref í rétta átt, þó heldur lengra megi ganga.

Það er hættuleg braut þegar ýmsir vilja gera lítið úr því að traustur lagagrunnur þurfi að vera undir sóttvarnaraðgerðum.


mbl.is Leggja til breytingu á sóttvarnalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór mótmæli i Kanada - Bein útsending

Þúsundir einstaklinga hvaðan æva að úr Kanada safnast nú saman nálægt þinghúsinu í höfuðborginni Ottawa.

Trukkalestir frá vestur og austurstöndinni sem og suðurhluta Ontario hafa keyrt til Ottawa til að mótmæla réttindaskerðinum bílstjóra sem skyldaðir eru í bólusetningu vilji þeir keyra yfir landamærin til Bandaríkjanna.

Sjónvarpsstöðin Global News hefur verið með margra klukkustunda beina útsendingu

 

 

Ýmsir einkaaðilar eru einnig með beinar útsendingar, og má sjá þá koma inn á YouTube með útsendingar, t.d. þennan

 

 

 

 

 

 

 

 


Lest fyrir frelsið ekur til Ottawa

Mér virðist sem víða um lönd séu einstaklingar að vakna upp við þann vonda draum að erfiðara geti orðið að endurheimta frelsi en að tapa því, og verði ekki gripið til aðgerða kunni stjórnvöld að stjórna með tilskipunum og reglugerðum um langa framtíð.

Einn hópur sem hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að neita tilskipun um skyldubólusetningu er skipaður Kanadískum trukkabílstjórum.

Langar trukkalestir hafa lagt upp frá bæði vestur sem austurströnd Kanada og bílalestir hafa einnig lagt upp frá Ontario (Windsor).

Allir stefna til höfuðborgarinnar Ottawa og er meiningin að safnast saman þar á laugardag og eyða nokkrum dögum í höfuðborginni.

Engin veit hvað er von á mörgum til höfuðborgarinnar, sumir reikna með 500.000 til milljón manns en það á eftir að koma í ljós.

En þrátt fyrir að kalt sé í Kanada á þessum árstíma hafa þúsundir Kanadabúa safnast smaan þar sem trukkalestirnar fara um, veifa skiltum og Kanadíska fánanum og sýna stuðning við baráttu trukkabílstjóranna.

Það er rétt að hafa það í huga að mótmælin snúast ekki um að vera á móti bólusetningum, heldur á móti skyldubólusetningu, eða skerðingu réttinda óbólusettra.

Sumir af þeim sem taka þátt í mótmælunum hafa lýst því yfir að þeir séu bólusettir.

"Go Fund Me" síða til að hjálpa til við kostnaðinn af akstrinum hefur þegar safnað yfir 6. milljónum Kanadadollar, en mísvísandi fréttir hafa verið um hvort að "Go Fund Me" hafi fryst söfnunarféð eða ekki.

Hvaða áhrif þetta hefur á Kanadísk stjórnvöld eða Kanadísk stjórnmál á eftir að koma í ljós.

En það er þó ljóst að trukkabílstjórnarnir munu ekki hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada í Ottawa. 

Hann var svo "óheppinn" að hitta Covid smitaðan einstkling og er farinn í 5 daga sóttkví.

En þó að trukkabílstjórarnir hafi lýst yfir að mótmælin eigi að fara friðsamlega fram, óttast ýmsir að aðrir hópar muni notfæra sér mannjöldann.

En rétt eins og er oft í mótmælum sem þessum er "tjaldið býsna" stórt og þátttakendur hafa mismunandi skoðanir og eru að mótmæla mismörgum atriðum, ef svo má að orði komast.

En margir telja þetta verða stærstu mótmæli í Kanada í langan tíma.

Mikið myndefni frá akstri lestanna má finna á YouTube og hefur fjöldi beinna útsendinga verið þar um lengri eða skemmri tíma.

P.S.  Fyrir þá sem hafa gaman af "Íslenskum tengingum", þá keyrði Vesturlestin í gegnum Árborg í Manitoba.

 


Fyrir 60 árum

Það var aðfararnótt 13. ágúst að hafist var handa við að byggja Berlínar Múrinn. Bygging hans var samþykkt á Þingi Alþýðunnar (Volkskammer) í hinni "sósíalísku paradís" sem Austur Þýskaland var.

Í fyrst var hann lítið meira en staurar og gaddavír, en fljótlega var hann byggður úr meiri og öflugri efnum.

Fyrst hleðslusteinum og síðar steyptum einingum allt að 5 metra háum. Þróun múrsins hélt áfram allt til þess að hann féll 1989, var gerður tvöfaldur, með jarðsprengjum, hreyfiskynjuðum vélbyssum, varðturnum, varðhundum og ljóskösturum, að ónefndum þúsundum varðmanna.

Hvaða ógn beindist allur þessi viðbúnaður gegn?

Jú, því að almenningur skyldi vilja yfirgefa hina "sósíalísku paradís" sem Austur Þýsk yfirvöld töldu sig hafa byggt upp.

Ekki til að verjast innrás, ekki til þess að verjast að óboðnir gestir kæmust inn í landið, heldur til þess að hindra að "þegnarnir" gætu sótt sér frelsi.

Því öreigarnir eru víst nauðsynlegir fyrir sósíalismann, það gengur ekki að láta þá flýja.

Austur Þýskaland enda "útvörður sósíalismans".

En áður en "Múrinn" var reistur var talið að í kringum 2.5 milljónir hafi flúið sósíalismann og leitað betra lífs í Vestur Þýskalandi.

Það voru ekki síst þeir sem voru betur menntaðir, sem leituðu Vestur. En auðvitað voru það einstaklingar af öllum stéttum og stöðu sem flúðu. 

Sá sem fyrstur flúði yfir múrinn var A-Þýskur hermaður.

Það að flýja sósíalismann fer ekki í manngreiningar- eða stéttaálit, heldur snýst fyrst vilja, ásetning, hugrekki og þrá eftir frelsi og betri kjörum.

Múrinn var ekki reistur til varnar Austur Þýsku þjóðinni, honum var ætlað að loka hana inn í landinu.

Tölur eru á reiki, en gjarna er talað um að að í það minnsta sex hundrað einstaklingar hafi týnt lífinu við að reyna að komast yfir Múrinn (ekki bara í Berlín, heldur á landamærunum í heild).

En ríflega 5000 eru taldir hafa náð markmiðinu og komist yfir múrinn, í gegnum hann eða undir hann.  Flestir á fyrri árum Múrsins, en hann var stöðugt endurbættur og drápstæki tengd honum bætt og fjölgað.

Múrinn og Stasi, var það sem hélt Austur Þýskalandi saman í kringum 40 ár.  Stasi hafði í kringum 90.000 starfsmenn, tvöföld sú tala voru uppljóstrarar tengdir stofnuninni.  Samanlagt var það ca 1.7% af íbúafjöldanum.

 

 

 

 

 

 

 


Viðtal við Kristrúnu Heimisdóttur sem hægt er að hvetja alla til að hlusta á

Ég mæli heils hugar með því við alla að hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Kristrúnu Heimisdóttur á Sprengisandi frá því í morgun.

Þar er fjallað um "stjórnarskrármálið" og hvernig sú umræða hefur endað á villigötum og í raun hálfgerðu öngstræti.

Þar er talað um grein sem Kristrún skrifaði í tímarit lögmanna fyrir skemmstu.  Ég hef ekki lesið greinina og ekki áskrifandi af því tímariti, þannig að ég hef ekki lesið greinina.

En viðtalið var gott og Kristrún setti fram mál sitt af skynsemi og yfirvegun.

Það er í raun ótrúlegt að enn skuli vera til stjórnmálaflokkar sem hafa það á meðal sinna helstu mála í komandi kosningum að lögfesta "nýju stjórnarskránna".

Það er eðlilegt að vara við slíkum flokkum.

En viðtalið við Kristrúnu má finna hér.

Að sjálfsögðu er eðlilegt að ræða og gera breytingar á stjórnarskránni, en kollsteypur ber að varast.


"Stór Idaho" í kortunum?

Víða um lönd virðast íbúar eiga erfitt með að sætta sig við að tilheyra einu eða öðru landi. Sjálfstæðishreyfingum vex víða fiskur um hrygg.

Fjöldi nýrra ríkja hefur orðið til á undanförnum áratugum, Tékkland, Slóvakía, Serbía, Svartfjallaland, Eistland, Lettland, Litháen, Norður Makedónia, svo fáein séu nefnd og þetta er bara í Evrópu.

Sum löndin hafa endurheimt sjálfstæði sitt, en önnur eru ríki í fyrsta sinn.

En það eru fleiri ríki sem vilja sjálfstæði, Skotland (það má þó ef til vill segja að í raun vilji Skotar aðeins skila Englandi og Wales), þar vilja margir sjálfstæði, sama má segja um Katalóníu og svo Baska.

Í N-Ameríku hafa margir í Quebec átt draum um sjálfstæði og svo er einnig orðið í Alberta.

Talað hefur verið um að kljúfa Kalíforníu frá Bandaríkjunum og sumir í Texas hafa svipaða drauma.

Líklega hefur ekki verið fjallað meira um sjálfstæðisdrauma neinna en Skota undanfarin misseri. 

Minna hefur þó farið fyrir því að sumar eyjarnar undan strönd Skotlands hafa þegar hafið undibúning að því að kljúfa sig frá Skotlandi, kljúfi Skotland sig frá "Sameinaða konungdæminu".

En hvað veldur því að þjóðir og hópar una sér svo illa innan stærri eininga?

Ég hef velt því all nokkuð fyrir mér án þess að komast að niðurstöðu.

Að hluta til kann það að vera "pólun" á milli "stórborga" og "dreifbýlis".  Skotlandi kann að þykja London fjarlæg og þar búi "elítan", það sama kann svo að gilda um Hjaltlandseyjar og Edingborg.

Einhverjum kann að þykja að "þeirra svæði" borgi mun meira í sameiginlega sjóði en aðrir í "sambandinu".

Enn aðrir vilja finnst að auðlindir á þeirra svæði nýtist ekki nægjanlega í "heimabyggð".

Nú hafa 7 hreppir (counties) í Oregon ríki kosið um tillögu um að landamærum á milli Oregon og Idaho verði breytt, og meirihluti kjósenda vill frekar tilheyra Idaho.

Enn er langt í land að sjáist hver niðurstaðan verður, en hugmyndin nýtur einnig þó nokkurs stuðnings í Oregon.

Þar vilja margir meina að norðuvesturhluti Oregon "niðurgreiði" suðaustur hlutan, þannig að ef þeir vilji fara sé það sparnaður sem ekki sé ástæða til að neita.

Lesa má frekar um þessar hugmyndir á greateridaho.org.  Margir vilja ekki láta nægja að færa syðri "hreppi" (sýslur) Oregon yfir til Idaho, heldur sé það aðeins fyrsta skrefið og næs komi nyrstu "hreppir" Kalíforníu og verði aðilar að "Stór Idaho".

Hér er ekki verið að fara fram á sjálfstæði, heldur að flytja "hreppi" á milli ríkja. 

Íbúarnir (eða stór hluti þeirra) vilja frekar tilheyra ríki sem sé svipað uppbyggingu og þeirra eigin landsvæði, og stjórnmála- og lífsskoðanir líkari.

Heilt yfir finnst mér ekki ástæða til annars en að íbúarnir (eða meirihluti þeirra) ákveði hvort að landsvæði sé sjálfstætt eða nú hvaða ríki það tilheyrir.

En vissulega getur slíkt skapað vandræði og einnig er vert að velta því fyrir sér hvort að slíkt eigi að vera sífelldum breytingum háð, eða hvort þörf sé á einhverri festu.

Ef þessar hugmundir um "Stór Idaho" ná flugi, má gera ráð fyrir því að slíkar hugmyndir fari af stað, ekki bara víða í Bandaríkjunum, heldur víða um heim.

Sjálfstæðisbarátta heldur sömuleiðis líklega áfram að skjóta upp kollinum víða.

Sækjast sér um líkir er stundum sagt, en æ meira óþol virðist vera fyrir sambýli ólíkra landsvæða og/eða hópa.

 

 

 

 

 


Ríki óttans?

Bókin "A State Of Fear" kom út í Bretlandi í gær, 17. maí.  Þar fjallar höfundurinn Laura Dodsworth um hvernig stjórnvöld í Bretlandi hafi skipulega vakið ótta hjá þjóðinni til að fá hana til að sætta sig við harkalegar aðgerðir gegn "veirunni", svokallaðar "lockdowns".

Ég hef ekki lesið bókina, en hún virðist vekja all nokkra athygli.

Tilvitnanir í hana eru nokkuð sláandi, s.s.:

"Another said: “Without a vaccine, psychology is your main weapon… Psychology has had a really good epidemic, actually.”

As well as overt warnings about the danger of the virus, the Government has been accused of feeding the public a non-stop diet of bad news, such as deaths and hospitalisations, without ever putting the figures in context with news of how many people have recovered, or whether daily death tolls are above or below seasonal averages.

Another member of SPI-B said they were "stunned by the weaponisation of behavioural psychology" during the pandemic, and that “psychologists didn’t seem to notice when it stopped being altruistic and became manipulative. They have too much power and it intoxicates them"."

Í þessu sambandi er t.d. fróðlegt að velta fyrir sér hvernig hugmyndir stór hluti almennings hefur um "veiruna" og hvernig hún hefur herjað á heimsbyggðina.

Hvað skyldu margir geta nefnt það lands sem hefur þurft að þola flest hlutfallsleg dauðsföll?

Hvar í þeirri röð skyldu t.d. Bandaríkin vera? En Bretland? Svíþjóð? Indland?

Hvað hefur stór hluti jarðarbúa látist úr þessum "bráðsmitandi sjúkdómi", á því rúmlega ári sem hann hefur "geysað"?

Hvað skyldu mörg af þeim löndum á "top 20" þar sem hlutfallslega flestir hafa látist vera í Evrópu?  En N- og S-Ameríku? Í öðrum heimsálfum?

Hver verða "eftirköstin"? Hvernig er andlegi þátturinn? Sá efnahagslegi? Hvernig hefur yngri kynslóðin það?  Þó nokkur hluti hennar víða um lönd hefur ekki stigið fæti inn í skóla í meira en ár.

Hvað margir hafa bugast af ótta og hræðslu?

Enn er auðvitað of snemmt að segja til um það.

Sumir eru hræddari en tali tekur við "veiruna", aðrir óttast ekkert meira en bólusetningar.  Hvorugt er góð fylgd í lífinu.

Hræðilegar fréttir selja er oft sagt.  Því mótmæli ég ekki.  En þeir sem kaupa fá oft "köttinn í sekknum".

P.S. Bretland hefur ákveðið að skipa óháða nefnd til að yfirfara viðbrögð við "veirunni".  Það verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöðu.

Ég held að slíkrar nefndarskipunar sé þörf í fleiri löndum.


Þurfa opinberir starfsmenn frekar vernd en starfsmenn á almennum markaði?

Hvar liggja mörkin á milli ábyrgðar starfsmanns og ábyrgðar fyrirtækis eða stofnunar?  Það er líklega spurningin sem skiptir mestu máli þegar rætt er um hvort að rétt og eðlilegt sé að höfðað sé mál gegn starfsmönnum stofnunar s.s. Seðlabankans.

Persónulega tel ég opinbera starfsmenn ekki eiga eða þurfa meiri rétt en starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.

Ég tel starfsmenn Seðlabankans eigi ekki að þurfa frekari vernd en t.d. lögreglumenn.

Að krefjast "skaðleysis" þeim til handa finnst mér langt seilst.

Þegar Seðlabankinn ákærði Samherja, voru jafnframt 3. eða 4. lykilstarfsmenn Samherja ákærðir.

Er eitthvað óeðlilegt að lykilsstarfsmenn Seðlabanka geti sömuleiðis verið ákærðir?

Fram hefur komið í fréttum að mjög vafasöm tölvupósts samskipti hafi farið á milli starfsmanna Seðlabanka og Ríkisútvarpsins.

Er óeðlilegt að fyrir slíkt sé kært?

Ef yfirmenn viðkomandi starfsmanna stíga fram og segja þá aðeins hafa verið að framfylgja skipunum sínum, horfir öðru vísi við og ætti þá ákærur að beinast að yfirmönnum?

En eins og frægt er orðið, þykir að ekki nóg að hafa eingöngu verið að framfylgja skipunum til að teljast saklaus.

Persónulega get ég ekki séð nein rök fyrir því að opinberir starfsmenn fái "skaðleysi", frekar en starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum.

Opinberir starfsmenn hljóta að þurfa að gæta þess eins og aðrir að misnota ekki vald sitt eða starf og gæta þess að lög og lagaheimildir séu að baki aðgerða þeirra.

Svo að eitt af tískuorðum nútímans sé notað, þá þurfa þeir einnig að gæta þess að gæta meðalhófs.

Það væri mikil afturför ef opinberir starfsmenn yrðu gerðir "skaðlausir" vegna valdníðslu gegn almenningi.

 

 


mbl.is Umdeilanlegt að höfða mál gegn starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband