Færsluflokkur: Matur og drykkur
7.5.2020 | 16:49
Út að borða, í tveggja manna "sal".
Það má lengi finna lausnir. Samgöngubann er ekki auðvelt viðureignar fyrir veitingahús og hafa mörg þeirra þurft að fækka borðum verulega til að halda fjarlægð á milli gesta.
En Hollenskt veitingahús gekk skrefinu lengra og tryggir að samgangur gestanna sé svo gott sem enginn.
Er þetta ekki eins og sniðið fyrir Íslenska sumar veðráttu og sóttvarnir? Tveggja til átta manna gróðurhús?
30.4.2020 | 09:55
Misjafnir eggjasiðir eftir löndum
Ég vona að ég verði ekki sakaður um að stuðla að "upplýsingaóreiðu" en eftir því sem ég kemst næst skiptir meginmáli í hvaða landi egg eru keypt, hvort beri að geyma þau í kæli eður ei.
Í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum löndum eru egg þvegin með sápu og heitu vatni áður en þau eru send í verslanir.
Það eyðir náttúrulegri "verndarhúð" sem er á eggjunum. Því er nauðsynlegt að hafa þau í kæli.
Það má lesa fróðleik þessu tengdu víða, svo sem á eggsafety.org, og hjá NPR.
Hvernig þessum málum er háttað á Íslandi hef ég ekki hugmynd um.
Hvort á að geyma egg í kæli eða við stofuhita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2020 | 14:36
Niðursuðudósa matreiðslubækur
Við lifum skrýtna tíma og margt hefur breyst á undanförnum vikum. Það er svo spurning hversu margt af því verður varanlegt.
Einn kunningi minn sendi mér póst þar sem hann fullyrti að nú seljist matreiðslubækur þar sem eldað er upp úr niðursuðudósum seljist nú eins og heitu lummurnar gerðu áður.
Það er ef til vill tímanna tákn.
Bækur eins og "The Tinned Fish Cookbook", "Tin Can Cook", "Tin Can Magic" og "Take One Tin", ku seljast sem aldrei fyrr.
Fjölmiðlar kenna lesendum sínum að elda með hráefni úr niðursuðudósum, s.s. finna má hér, hér, hér og hér.
Meira að segja Food & Wine lætur sitt ekki eftir liggja.
Þetta minnir örlítið á það sem ég hef lesið um ástandið í síðari heimstyrjöldinni, þegar uppskriftir að eins potta réttum voru vinsælir og fjölmiðlar kenndu lesendum að búa til "mikið úr litlu".
En líklega er þetta þarft, enda mörg heimili birg af niðursuðudósus og þurrvöru og svo er líklegt að víða verði þröngt í búi á komandi mánuðum.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2020 | 11:43
Vorboðinn ljúfi - og bragðgóði
Vorboðinn er örlítið misjafnur eftir löndum. Á Íslandi er vorboðinn auðvitað almennt talinn vera lóan, þó að reyndar hafi margir einstaklingar sinn "prívat" vorboða.
Hér í Eistlandi, þegar ég hef verið hér um vor eins og nú, hefur vorboðinn alltaf verið sá sami.
Það er villti hvítlaukurinn. Það er eitthvað svo unaðslegt að ganga um garðinn, sjá tréin byrja að skjóta út brumum, "snæbjöllurnar" blómstrandi og svo kemur villti hvítlaukurinn.
Ég ét blöðin, ég brytja þau út í smjör, ég nota þau á pizzur og ég bý til súpu. Villihvítlaukssúpa er "eiturgrænn" herramannsmatur og að mörgu leyti minn "prívat" vorboði, einstaklega ljúffeng.
Auðvitað dugar villti hvítlaukurinn ekki einn og sér, en vatn, rjómi, salt og pipar er allt sem þarf til viðbótar. Sumir bæta kartöflum út í til að gera hana aðeins matarmeiri og það virkar líka.
9.4.2020 | 12:42
Sálfræði- og vísindahliðin á brauðbakstri
Út um allan heim er verið að baka í heimahúsum, það er eiginlega fordæmalaust :-)
Gerskortur er víða. Eftirspurn eftir "súrdeigsmömmum" hefur einnig aukist. Hveiti selst sem aldrei fyrr. (þar sem sykur virðist ekki seljast jafn mikið og hveiti má draga þá ályktun að fólki ætli frekar að baka en brugga :-)
Og vísindamenn segja að á erfiðum tímum, sæki fólk í einfalda hluti sem láta okkur líða betur og styrki trú okkar á því að við getum séð um okkur sjálf.
Fátt er eins vel til þess fallið og vatn, hveiti,ger, og salt, sem myndar brauð og er ódýrt og ilmandi, þegar það kemur út úr ofninum (eldinum).
Að borða kolvetnaríkan mat (carbohydrates) eins og brauð, örvar insulin, sem hækkar upptöku heilans af miklvægri aminosýru, Tryptophan, segir Harvey Anderson, prófessor í næringarfræði við háskólann í Toronto.
Aukið Tryptophan í heilanum eykur framleiðslu á á Serotonin, sem róar, og hjálpar að ná góðum svefni á stresstímum.
Að sjá fjölskyldunni fyrir heitum mat er partur af frumhvötum okkar og hjálpar til að finna fyrir öryggi, og að læra eittvað nýtt (ef bakstur hefur ekki verið algengur) vekur upp vellíðan.
Á erfíðum og streitufullum tímum eykst þörfin fyrir slíkar tilfinningar.
Að búa til mat "með hjartanu og höndunum" og sjá árangurinn er verðlaun í sjálfu sér á þessum óvissutímum.
Það er rétt að taka fram að þessi texti (eða þær rannsóknir sem hann byggir á) er ekki minn eigin, ég er ekki þetta vísindalegur, né hef ég lagst í þessar rannsóknir. Hann er byggður á þessari grein í The Globe And Mail, sem ég naut að lesa.
Sjálfur baka ég pizzur (alla leið, vatn, hveiti, ger og salt) og hamborgarabrauð. Ég hef ekki hætt mér mikið lengra á þessari braut.
Baka einstaka sinnum "Spænskt sveitabrauð", en það tekur óþægilega langan tíma.
Fundu þurrger í 500 g pakkningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er óvenjulegt ástand.
Viðbrögðin eru mismunandi.
Kanada hefur ekki verið þekkt fyrir mikið frjálslyndi í áfengismálum, en það hefur í gegnum tíðina verið misjafnt eftir fylkjum (héruðum) og jafnvel eftir sveitarfélögum. Því þar eins og í mörgum öðrum málum, eru það fylkin sem hafa valdið.
En það var t.d. bannað að einstaklingar flyttu áfengi á milli fylkja og þa bann er ekki alveg horfið. Þó er búið að undirbyggja breytingar í þá átt en fylkin eru sum hver enn eitthvað draga fætur í því máli.
Sölufyrirkomulag er mismunandi eftir fylkjum sem og skattlagning.
En nú hafa mörg fylki Kanada breytt reglum sínum um áfengissölu og leyfa veitingastöðum að senda heim áfengi.
Rétt eins og í öðru eru reglurnar eitthvað mismunandi eftir fylkjum. Þannig hafa British Columbia, Ontario, Nova Scotia, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Quebec, slakað á reglum leyfa heimsendingu á áfengi.
Eins og í mörgu öðru er frjálsræðið mest í Alberta, þar sem ekki er skilyrði að keyptur sé matur.
Nova Scotia setur það hins vegar sem skilyrði að verðmæti vínpöntunar sé ekki meira en 3fallt það sem maturinn kostar.
Einhver fylki er með skilyrði um að verðið á víninu verði það sama og á vínlista veitingastaðarins.
Einhverjir er sagðir hafa í huga að bjóða upp á "happy hour" í heimsendingu.
Hér má lesa frétt The Globe And Mail.
Hér er frétt National Post um breytingarnar í Ontario.
3.4.2020 | 13:20
Kínverskur kattarþvottur
Það gengur margt þessa dagana "kórónutímar" kalla á breytingar og munu án efa hafa áhrif um víða veröld.
En það er líka áróðursstríð háð á sama tíma.
Pólítíkin hverfur aldrei alveg.
Hjálpargögn eru send, slúðri og falsfréttum er dreift.
Það má lesa að veiran hafi átt uppruna sinn í í Kína, sem er lang líklegast, en Kínverjar reyna að dreifa því á hún hafi átt uppruna sinn á Ítalíu eða hafi verið búin til af Bandaríkjamönnum.
Síðan koma matarvenjur Kínverja til sögunnar og frekar "grótesk" matarmarkaðir þeirra.
Síðan kemur tilkyning um að borg í Kína hafi bannað hunda og kattaát.
Persónulega gæti mér ekki verið meira sama.
Vissulega finnst mér skrýtið að éta hunda, nú eða kettlinga, en í mínum huga er það ekki vandamálið.
Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaða dýr það eru sem eru étin.
Hundar eru étnir hér og þar og t.d. í Sviss, þykja kettlingar skemmtilegur jólamatur.
Ekki það sem ég myndi kjósa, en það er ekki það sem skiptir máli.
Sjálfur hef ég oft borðað hrossakjöt og geri mér grein fyrir því að mörgum þykir það ekki rétt. Það sama gildir um hvalkjöt sem mér þykir herramannsmatur.
En þó að ég hafi ekkert á móti því að Kínverjar banni katta og hundaát, þá er það annað sem mér þykir mikilvægara að þeir taki föstum tökum.
Hreinlæti.
Hreinlæti á útimörkuðum og almennt.
Það gildir reyndar ekki eingöngu um Kína, en þar væri svo sannarlega tækifæri fyrir þá að ganga á undan með góðu fordæmi og herða reglur.
Það er mun mikilvægara að góðar hreinlætisreglur ríki t.d. um slátrun á fiðurfé, sem og öðrum dýrum, en hvort að hundar, kettir, rottur eða hvað annað sé étið.
Hreinlætið er lykilatriði.
Það ætti að vera forgangsatriði fyrir Kínverja, en hefur ekki verið og verður líklega ekki í bráð.
Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef sniðgengið öll matvæli sem líklegt er að hafi haft viðkomu í Kína í mörg ár.
Þeim er einfaldlega ekki treystandi.
Sjálfsagt hef ég neytt einhvers sem rekja má til Kína óafvitandi, en ég hef reynt að sneyða hjá slíku eftir fremsta megni.
Banna át á hundum og köttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2020 | 15:53
Skynsamleg leið í "útflutningi" á skyri.
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvernig skyrneysla breiðist út um heiminn. Skyr hefur verið mér afar kært frá barnæsku og því ánægjulegt að geta keypt skyr án vandræða hér og þar um heiminn.
En það er líka ánægjulegt að sjá að skynssamleg leið var valinn við "útflutning" á skyri.
Framleiðsla erlendra aðila undir sérleyfi er skynsamleg, getur tryggt hraðari útbreiðslu og er áhættuminni.
Alls kyns "spekúlantar", töluðu fyrir all nokkrum árum um að skyr gæti verið framleitt á Íslandi og flutt út um allan heim, og þannig þanið út Íslenskan landbúnað.
Slíkt var aldrei raunhæft.
Það er hægt að frameleiða skyr hvar sem er í heiminum, og það er nú þegar framleitt (án sérleyfis frá Íslandi) í fjölmörgum löndum.
Skyr er til frá ótal framleiðendum um víða veröld og þeir eiga það flestir sameiginlegt að hráefnisverð þeirra er mun lægra en Íslenskir framleiðendur geta boðið upp á.
Einnig héldu því ýmsir fram að hægt yrði að frá "upprunavernd" fyrir skyrið, þannig að bannað væri að framleiða það í öðrum löndum en Íslandi.
Það er að mínu mati ekki raunhæft.
Camembert er framleiddur um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Það sama gildir um gouda, brie, jógúrt, cheddar, Napóli pizzu og jafnvel Viský, þó að það sé vissulega misjafnlega stafsett.
Það má reyndar geta þess, svona til gamans, að hér og þar hefur skyr verið markaðsett sem "Icelandic style yogurt".
En það er hins vegar eitt sem Íslendingar gætu staðið sig betur í hvað varðar skyrið.
Víða er það markaðssett sem "Icelandic Style Skyr" og í raun ekkert út á það að setja. En á sumum umbúðum hef ég séð "Icelandic Skyr", og það á auðvitað ekki að líða, nema að varan sé framleidd á Íslandi.
Það þarf að passa upp á að upprunamerking sé rétt.
Ísey Skyr í um 50.000 verslanir í Japan í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 3.4.2020 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2020 | 16:46
Þegar eftirspurnin fellur
Það er líklegt að eftirspurn falli eftir hágæða matvælum falli á komandi vikum og mánuðum.
Þar spilar margt inn í.
Veitingastaðir eru lokaðir víðast um heim. Eldaður fiskur hentar ekki vel til heimsendingar. Það mun líklega taka mörg heimili býsna langan tíma að koma öllum niðursuðuvörunum, pastanu og frystivörunum sem þau hafa keypt á undanförnum dögum í lóg.
Sömuleiðis má reikna með þvi að víða um heiminn falli kaupmáttur almennings og því minnki eftirspurn eftir lúxus mat líkt og Íslenskum fiski.
En ég hafði spurnir af því að Costco í Ontario var með tilboð á ferskum Íslenskum fiski þessa dagana.
10 dollara afsláttur á pakkningu af þorskhnökkum. En það er rétt að hafa það í huga að ferskir Íslenskir þorskhnakkar er með dýrari matvælum þar, kostar yfirleitt hátt í 30 dollara kílóið.
Til samanburðar kostar kíló af grísalundum eða nautahakki oftast í kringum 8 dollara.
Einstaklingurinn sem bar mér þessar fréttir hafði keypt 3. pakka, enda Íslenskur fiskur í hávegum hafður þar á bæ.
Það er því ljóst að Íslenskur sjávarútvegur mun líklega þurfa að kljást við stórar áskoranir á næstu vikum og mánuðum.
Ekki má heldur gleyma vaxandi erfiðleikum við að koma vörum á milli landa og til neytenda.
Engin eftirspurn í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2020 | 23:36
Athyglisverðar tölur um áfengisverð
Ég verð að viðurkenna að þessi frétt kom mér all nokkuð á óvart. Einhvern veginn fæ ég þessar tölur ekki til þess að ganga upp í huga mér.
1. líters flaska af Chiva Regal 12 ára Skosku vískí kostar í ÁTVR 11,199kr. Í fréttinni segir að sama flaska kosti 6,660 kr. í Costco
Það er gríðarlegur verðmunur.
En nú er áfengi í "matarskatts" virðisaukaskatti með 11% álagningu. Það þýðir að við drögum ca. 10% af heildarverðinu.
Þá stendur eftir 5,994 kr í Costco og 10,079 í "Ríkinu".
Nú hafa áfengisskattar verið sífellt að hækka á Íslandi, síðast nú um áramótin. En ég veit ekki nákvæmlega hvað áfengisgjaldið er nú, en ég myndi þiggja upplýsingar um slíkt í athugasemdum.
Ég ímynda mér þó miðað við hvað ég hef heyrt að áfengisgjald af 1 líters flösku af 40% áfengi sé í það minnsta í kringum 5000 kr.
Þá virðist við fyrst sýn sem að ekki sé mikið eftir til að standa straum af innkaupum og flutningi hjá Costco.
En þessi gríðarlegi verðmunur hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar.
Vissulega hefur Costco gríðarlega innkaupagetu og fær verð í samræmi við það. Ég fann ekki sambærilega flösku á vef Costco í Bretlandi, þeir bjóða eingöngu upp a´stærri eða "vandaðra" Chivas þar, en þeir sem áhuga hafa geta skoðað verð og úrval hér.
En það er líklegt að Costco sé með lægri álagningu en ÁTVR, svo ekki sé minnst á ÁTVR og heildsala til samans.
Innkaupaverð Costco er líklega töluvert lægra, flutningskostnaður einnig.
En eftir stendur að Íslensk lög standa í vegi fyrir því að Íslenskir neytendur njóti lægra verðlags.
Allt að 68% verðmunur á áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 29.2.2020 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)