Kínverskur kattarþvottur

Það gengur margt þessa dagana "kórónutímar" kalla á breytingar og munu án efa hafa áhrif um víða veröld.

En það er líka áróðursstríð háð á sama tíma.

Pólítíkin hverfur aldrei alveg.

Hjálpargögn eru send, slúðri og falsfréttum er dreift.

Það má lesa að veiran hafi átt uppruna sinn í í Kína, sem er lang líklegast, en Kínverjar reyna að dreifa því á hún hafi átt uppruna sinn á Ítalíu eða hafi verið búin til af Bandaríkjamönnum. 

Síðan koma matarvenjur Kínverja til sögunnar og frekar "grótesk" matarmarkaðir þeirra.

Síðan kemur tilkyning um að borg í Kína hafi bannað hunda og kattaát.

Persónulega gæti mér ekki verið meira sama.

Vissulega finnst mér skrýtið að éta hunda, nú eða kettlinga, en í mínum huga er það ekki vandamálið.

Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaða dýr það eru sem eru étin.

Hundar eru étnir hér og þar og t.d. í Sviss, þykja kettlingar skemmtilegur jólamatur.

Ekki það sem ég myndi kjósa, en það er ekki það sem skiptir máli.

Sjálfur hef ég oft borðað hrossakjöt og geri mér grein fyrir því að mörgum þykir það ekki rétt.  Það sama gildir um hvalkjöt sem mér þykir herramannsmatur.

En þó að ég hafi ekkert á móti því að Kínverjar banni katta og hundaát, þá er það annað sem mér þykir mikilvægara að þeir taki föstum tökum.

Hreinlæti.

Hreinlæti á útimörkuðum og almennt.

Það gildir reyndar ekki eingöngu um Kína, en þar væri svo sannarlega tækifæri fyrir þá að ganga á undan með góðu fordæmi og herða reglur.

Það er mun mikilvægara að góðar hreinlætisreglur ríki t.d. um slátrun á fiðurfé, sem og öðrum dýrum, en hvort að hundar, kettir, rottur eða hvað annað sé étið.

Hreinlætið er lykilatriði.

Það ætti að vera forgangsatriði fyrir Kínverja, en hefur ekki verið og verður líklega ekki í bráð.

Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef sniðgengið öll matvæli sem líklegt er að hafi haft viðkomu í Kína í mörg ár.

Þeim er einfaldlega ekki treystandi.

Sjálfsagt hef ég neytt einhvers sem rekja má til Kína óafvitandi, en ég hef reynt að sneyða hjá slíku eftir fremsta megni.

 

 


mbl.is Banna át á hundum og köttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband