Niðursuðudósa matreiðslubækur

Við lifum skrýtna tíma og margt hefur breyst á undanförnum vikum.  Það er svo spurning hversu margt af því verður varanlegt.

Einn kunningi minn sendi mér póst þar sem hann fullyrti að nú seljist matreiðslubækur þar sem eldað er upp úr niðursuðudósum seljist nú eins og heitu lummurnar gerðu áður.

Það er ef til vill tímanna tákn.

Bækur eins og "The Tinned Fish Cookbook", "Tin Can Cook", "Tin Can Magic" og "Take One Tin", ku seljast sem aldrei fyrr.

Fjölmiðlar kenna lesendum sínum að elda með hráefni úr niðursuðudósum, s.s. finna má hér, hérhér og hér.

Meira að segja Food & Wine lætur sitt ekki eftir liggja.

Þetta minnir örlítið á það sem ég hef lesið um ástandið í síðari heimstyrjöldinni, þegar uppskriftir að eins potta réttum voru vinsælir og fjölmiðlar kenndu lesendum að búa til "mikið úr litlu".

En líklega er þetta þarft, enda mörg heimili birg af niðursuðudósus og þurrvöru og svo er líklegt að víða verði þröngt í búi á komandi mánuðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband