Þegar eftirspurnin fellur

Það er líklegt að eftirspurn falli eftir hágæða matvælum falli á komandi vikum og mánuðum. 

Þar spilar margt inn í. 

Veitingastaðir eru lokaðir víðast um heim.  Eldaður fiskur hentar ekki vel til heimsendingar.  Það mun líklega taka mörg heimili býsna langan tíma að koma öllum niðursuðuvörunum, pastanu og frystivörunum sem þau hafa keypt á undanförnum dögum í lóg.

Sömuleiðis má reikna með þvi að víða um heiminn falli kaupmáttur almennings og því minnki eftirspurn eftir lúxus mat líkt og Íslenskum fiski.

En ég hafði spurnir af því að Costco í Ontario var með tilboð á ferskum Íslenskum fiski þessa dagana. 

10 dollara afsláttur á pakkningu af þorskhnökkum. En það er rétt að hafa það í huga að ferskir Íslenskir þorskhnakkar er með dýrari matvælum þar, kostar yfirleitt hátt í 30 dollara kílóið.

Til samanburðar kostar kíló af grísalundum eða nautahakki oftast í kringum 8 dollara.

Einstaklingurinn sem bar mér þessar fréttir hafði keypt 3. pakka, enda Íslenskur fiskur í hávegum hafður þar á bæ.

Það er því ljóst að Íslenskur sjávarútvegur mun líklega þurfa að kljást við stórar áskoranir á næstu vikum og mánuðum.

Ekki má heldur gleyma vaxandi erfiðleikum við að koma vörum á milli landa og til neytenda.

 

 


mbl.is Engin eftirspurn í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband