Færsluflokkur: Ferðalög
17.3.2014 | 11:00
Að selja það sem aðrir eiga. Kvótakóngar og rányrkja
Það er skiljanlegt að misjafnar skoðanir séu uppi hvað varðar aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum.
En er ekki eðlilegt að þeir sem eiga vinsæla ferðamannastaði vilji fá eitthvað fyrir afnot annara af eigum þeirra? Er óeðlilegr að rukkað sé inn á stað s.s. Geysissvæðið, en t.d. aðgang að turni Hallgrímskirkju?
Er eðlilegt að hægt sé að skipuleggja ferðir til eigna annara og taka fyrir það gjald, án þess að eigandinn fái hluta af gjaldinu?
En landeigendur þurfa sömuleiðis að fara varlega, sýna hófsemi og æskilegt er að fyrirhugaðar gjaldtökur séu tilkynntar með nokkuð löngum fyrirvara, þannig að aðrir ferðaþjónustuaðilar geti aðlagað sig breyttum aðstæðum.
Að sama skapi hljóta kröfur um bættan aðbúnað og upplifun að verða háværari þegar og ef farið er að krefjast aðgangseyris að einstaka ferðamannastöðum.
Fyrirkomulagið á án efa eftir að þróast og gefur allra handa möguleika á samstarfi ferðaþjónustuaðila. Hótel geta látið aðgengi að stöðum í nágrenninu (í samstarfi við viðkomandi eigendur) fylgja með gistingu, og þannig má lengi telja.
Hvernig stjórnvöld eiga að geta stöðvað það að landeigendur krefjist aðgangseyris, skil ég ekki (þar sem enginn vafi leikur á eignarhaldi).
Hugmynd um komugjald finnst mér sérstaklega afleit, enda þá einfaldlega verið að láta þá sem ekki fara á viðkomandi staði, niðurgreiða kostnaðinn fyrir aðra, og þá einnig ferðaþjónustufyrirtækin sem skipuleggja ferðir á viðkomandi staði.
Kvótakóngar íslenskrar ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2014 | 10:59
Viltu vinna ferð fyrir 2. til Eistlands
Það er nú ekki svo að síðuhöfundur sé að standa fyrir getraunum, eða leikjum með þessum veglegu verðlaunum.
En eigi að síður þótti tilhlýðilegt að vekja athygli lesenda á því að Eistneska utanríkisráðuneytið er nú með spurningaleik (á ensku) þar sem verðlaunin eru ferð fyrir 2. til Eistlands.
Svara þarf nokkrum léttum spurningum, ég hygg að nokkuð auðvelt sé að finna svör við flestum þeirra í internetinu. Þau má að ég held, öll finna undir liðnum "useful links" sem er að finna á síðunni.
Dregið verður úr réttum svörum í sumar.
Það er rétt að taka það fram að ég held að verðlaunin taki aðeins til flugs frá áfangastöðum Estonian air. Líklega yrðu Íslendingar, ef þeir yrðu svo heppnir að vinna, að koma sér sjálfir á einhvern af þei stöðum, t.d. Kaupmannahöfn eða Osló.
En spurningaleikinn má finna hér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2014 | 14:21
Komugjöld eru ekki skynsamleg lausn
Persónulega finnst mér ákaflega óskynsamlegt að leggja "komugjald" á alla ferðamenn sem koma til Íslands.
Hvers vegna skyldi ekki vera hægt að koma til Íslands án þess að skoða "ferðamannastaði", eða greiða til þeirra gjald?
Hvers vegna skyldi t.d. einstaklingur sem kemur til Íslands vegna 3ja daga ráðstefnu, greiða "komugjald"? Getur ekki hugsast að hann dvelji einfaldlega allan þann tíma í Reykjavík?
Hví ætti að leggja á hann "komugjöld"?
Náttúrupassi er ágætis hugmynd. Hann myndi þá veita aðgang að einhverjum ákveðnum stöðum. Einkaaðilar gætu þá sótt um aðild að honum, eða farið eigin leiðir í gjaldheimtu.
Íslendingar eru alltof hræddir við gjaldheimtu á ferðamannastaði, slíkt er mjög algengt fyrirkomulag víða um lönd.
82,4% segjast vera hlynnt gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2013 | 17:49
Styrkur fyrir Ísland
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvílíkur styrkur það er fyrir Ísland að hafa flugrekstraraðila eins og Icelandair með starfsemi sína á landinu.
Icelandair er gríðarlega öflugt flugfélaga sem hefur umsvif langt umfram það sem ætla má að "landsflugfélag" rétt rúmlega 300.000 íbúa lands hafi.
Því búa Íslendingar við samgöngur (og samgöngunet) sem er mun betra en þeir geta gert kröfu ti, eða búist við.
Ekki eingöngu tryggir þetta góðar samöngur fyrir Íslendinga og mikinn fjölda ferðamanna, heldur skapar þetta hundruði, ef ekk þúsundi starfa, sem eru með þeim betur launuðu í ferðaþjónustunni.
Icelandair flutti 306 þúsund farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2013 | 16:17
Blekkingarleikur? Hvað hefur breyst? Hví brestur nú flótti í liðið?
Það er nokkuð merkilegt að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákveði nú að "hægja" á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið.
Einhver myndi líklega spyrja hvort að hægt sé að fara mikið hægar yfir en gert hefur verð?
En auðvitað breytir þetta engu í raun. Aðeins er verið að reyna að gera málamiðlun þannig að hvorir tveggja geti nokkurn veginn haldið andlitinu, Samfylking og Vinstri grænir. Þetta er nokkuð týpísk moðsuða sem vænta má frá þessari ríkisstjórn. Moðsuða sem gerir flestum kleyft að túlka ákvörðunina á sinn eigin veg.
Það sem þessi ákvörðun á að ná fram, er að reyna að minnka umræðuna um Evrópusambandið fyrir kosningar. Hana hræðast Samfylkingin og þó sérstaklega Vinstri grænir.
Það eina sem hefur breyst er að með hverjum degi styttist í kosningar og það verður erfiðara og erfiðara að horfast í augu við kjósendur með "Sambandsaðildina" á bakinu.
Það er undir kjósendum komið að láta umræðu um málið ekki falla niður.
Rétt er að hafa í huga að:
Áfram heldur aðlögun Íslands að regluverki "Sambandsins".
Það verður ekki hægt á starfsemi undir- og áróðursstofu "Sambandsins" á Íslandi. Áróður hennar mun halda áfram og líklega ekki slakað á fyrir kosningarm, til hagsbóta fyrir aðildarflokka, en gegn stefnu annara. Slíkur áróður erlends ríkjabandalags í aðdraganda kosninga er fordæmalaus á Íslandi.
Það er líka merkileg staðreynd, að ríkisstjórn sem talar svo hátt um að leyfa þjóðinni/kjósendum að að ráða niðurstöðunnin, neitaði að halda þjóðaratkvæðgreiðslu um hvort sækja skyldi um.
Það er líka merkilegt að þessi ákvörðun án þess að hafa nokkurt samráð við Alþingi, hvað þá utanríkismálanefnd. Ákvörðun um að "hægja" á viðræðunum er ríkisstjórnarinnar einnar.
En í raun hefur ekkert breyst, Samfylkingin vill ennþá inn í "Sambandið" frekar en nokkuð annað og VG styður ennþá þá aðild, ekki alltaf í orði, en alltaf á borði.
Því eiga þeir kjósendur sem eru á móti "Sambandsaðild" ekki neinn annan möguleika en að hundsa þessa flokka í kosningunum í vor.
En auðvitað væri best að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið samhliða þingkosningunum í vor.
Spurt yrði: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?
Svarmöguleikar: Já Nei
P.S. Sé svo í fréttum nú að VG hefur ákveðið að bola Jóni Bjarnasyny úr utanríkismálanefnd. Það er eftir öðru á þeim bænum. Öllum sem ekki fylgja flokkslínunni um "Sambandsaðild" er rutt úr vegi.
Það er ekki "hægt" á þeim "hreinsunum".
Hægt á viðræðunum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2012 | 08:47
Tækifæri fyrir ferðaþjónustuna
Auðvitað eiga Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að taka sig saman og styðja útgáfu þessarar bókar.
Upphæðin er ekki há, og áhættan því lítil. Kynningin gæti hins vegar orðið umtalsverð. Ekki eingöngu í formi bókarinnar, heldur einnig í umfjöllun um að Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi brugðist skjótt og vel við.
Hér á ekki að vera nein þörf fyrir opinbera sjóði, eða inngrip stjórnvalda. Ferðaþjónustufyrirtækin eiga einfaldlega að ganga í málið.
Jaðrar við ástarbréf til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2012 | 10:10
Euroið hefur misst 26% af verðgildi sínu á síðustu 5 árum
Fyrirsögnin á þessari færslu hljómar eflaust röng í eyrum margra Íslendinga. Þeir myndu eflaust flestir segja að euroið hafi ekki misst neitt af verðgildi sínu, heldur þvert a móti styrkst til muna á þessu tímabili. Það hafi stuðlað að hækkun á innfluttum vörum og gert Íslendingum erfiðara að ferðast til eurolanda.
En fyrir Kínverja er þessi fyrirsögn sannleikur. Euroið hefur mist u.þ.b. 26% af verðgildi sínu gagnvart renmimbi (eða alþýðudollar) þeirra Kínverja.
Það hefur lækkað verð í Kína á innfluttum vörum frá eurolöndum og gert það meira aðlaðandi fyrir Kínverska ferðamenn að ferðast til sömu landa. Fyrir mörg Kínversk fyrirtæki hefur þetta sömuleiðis gert fjárfestingar í eurolöndunum aðlaðandi.
En er þetta ekki slæmt fyrir íbúa eurolandanna?
Vissulega hefur þetta gert það að verkum að innfluttar Kínverskar vörur eru dýrari en ella. Það á við bæði núðlur og rafmagnstæki og allt þar á milli. Sömuleiðis er hlutfallslega dýrara fyrir íbúa eurolandanna að ferðast til Kína.
En þetta hefur hjálpað fyrirtækjum í eurolöndunum, bæði að standast samkeppni við innflutning frá Kína og til að flytja út vörur til Kína. Þannig hafa bæði orðið til ný störf og eldri varðveist. Ekki veitir af nú þegar atvinnuleysi í eurolöndunum er í kringum 11%, því nóg af störfum hafa vissulega tapast.
Það versta fyrir íbúa eurolandanna er að þessi hjálp sem veiking eurosins gagnvart renmimbinu er, dreifist misjafnlega á milli landanna. Velgengnin í Þýskum efnahag ætti í raun að þýða að gjaldmiðll Þýskalands hefði ekki átt að veikjast eða jafnvel styrkjast. En gjaldmiðill Grikklands hefði þurft að veikjast mun meira. Önnu eurolönd liggja svo þarna á milli.
Breytingin á gengi euros gagnvart nenmimbi er ekki óeðlileg þegar litið er til eurosvæðisins í heild og líklega myndu margir segja að euroið þyrfti að veikjast frekar. Uppgangur og hagvöxtur í Kína er enda með allt öðrum hætti en í eurolöndunum.
En efnahagur er líka að ólíkum hætti innan eurosvæðisins. En þar breytist gengið ekki, þar eru allir með euro. Þá þarf að grípa til annara ráða. Launalækkanir, uppsagnir, niðurskurður, neyðarlán, skerðingar og svo framvegis. Það þarf enda ekki að leita lengi að slíkum fréttum.
P.S. Ef ég man rétt er veiking Bandarísks dollarans gagnavart renmimbi, á þessu sama tímabili all nokkuð meiri en eurosins. Þar erum við að tala um nær 40% ef ég man rétt.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2012 | 10:23
Forréttindi þeirra sem ferðast
Ég hef séð að nú er býsna mikið rætt um það á Íslandi að nauðsynlegt sé að þeir sem ferðist fái að koma með meiri og dýrari vörur inn í landið án þess að greiða af þeim tilskilin gjöld.
Þetta er ekki ný umræða, reyndar held ég að hún skjóti upp kollinum, af mismklum krafti þó, fyrir flest jól.
En út af hverju ættu þeir sem ferðast að njóta frekari fríðinda en þeir sem sitja heima?
Út af hverju snýst umræðan ekki frekar um hvernig standi á því að hægt sé að kaupa ferð til útlanda og spara andvirði hennar með því að kaupa fáa en dýra hluti í ferðinni?
Út af hverju ættu þeir sem heima sitja frekar að greiða háa tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt til hins opinbera, en þeir sem ferðast?
Er þá ekki rétt að krefjast þess að þeir sem panta vörur á internetinu fái sömuleiðis tollfrían "kvóta"?
Eiga ef til vill allir Íslendingar að fá "kvóta" sem heimilar þeim að flytja inn vörur fyrir ákveðna upphæð á mánuði án gjaldtöku, hvernig sem staðið er að innflutningnum?
Hvað er svona merkilegt við að ferðast?
Ég held að Íslendingar ættu frekar að berjast fyrir lægri álögum, þannig mætti líklega flytja þó nokkuð mikla verslun "heim" sem myndi bæta hag allra.
Það að auka forréttindi þeirra sem ferðast getur varla verið forgangsatriði í dag.
P.S. Allra síst á auðvitað að vera að hnýta í tollverði, sem gera ekkert nema að sinna því starfi sem þeir eru ráðnir í og framfylgja þeim lögum sem í gildi eru.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2012 | 13:38
Stjórnviska í anda Dr. Jeckyll og Mr. Hyde
Stundum virðist ríkisstjórn Íslendinga aldrei hafa hugleitt að aukin skattheimta geti leitt af sér samdrátt í eftirspurn.
Vissulega má rökstyðja að allir og allar greinar atvinnulífsins eigi að borga sömu prósentu í virðisaukaskatt og bílaleigur eigi að borga sömu okurgjöldin og aðrir þegar keyptir eru bílar á Íslandi.
En það er auðvitað ekki sama hvernig að hækkunum er staðið og hvaða fyrirvari er gefinn á hækkunina.
Það hlýtur líka að vekja upp spurningar, að ekki er ætlunin að að vera með einn virðisaukaskattflokk yfir línuna. Það er því ekki spurningin um að allir greiði jafnan skatt, heldur ætlar ríkisstjórnin ennþá að velja þá sem fá þannig "ríkisstyrk" svo notað sé orðalag sem haft var eftir nýhættum fjármálaráðherra. Með þeim rökum heldur Samfylkingin því líklega fram að lægri vsk á matvæli sé ríkisstyrkur til handa matvörukaupmönnum.
En það sem vekur ekki minni athygli, og fær mig til að detta í hug Dr. Jeckyll og Mr. Hyde (þó að sögusviðið sé sem betur fer annað), er að á sama tíma skrifa ráðherrar ríkisstjórnarinnar mærulegar greinar og hrósa sjálfum sér fyrir endurgreiðslu á vsk til handa kvikmyndaframleiðendur og þeim sem hafa lagfært fasteignir sínar, í átaki sem heitir "Allir vinna".
Þá efast ráðherrarnir ekki um gildi lægri skatta og sjá hvað það eykur umsvif og atvinnu og jafnvel skatttekjur.
Það kann að vera að það sé skemmtilegra að endurgreiða Hollywood mógulum fé, en að gefa veita almennum ferðamönnum kost á því að greiða ofurlítið minna fyrir hótelherbergi eða bílaleigubíl en hvorir tveggja eru þó líklegir til að taka ákvarðanir sínar um áfangastaði út frá kostnaði.
Það vilja líklega flestir að skattar séu eins lágir og verða má, en rétta prósentan er vissulega umdeilanleg og vandfundin. En hitt er ennþá mikilvægara að skattkerfið sé nokkuð "stabílt". Að það taki ekki sífelldum breytingum og breytingar séu kynntar með eins góðum fyrirvara og verða má.
Því miður er það svo, að þó að nýr fjármálaráðherra hafi sagt munu taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, og vona megi að hún breytist, hefur ákvörðunin þegar ollið miklum skaða, þó að draga megi úr honum með því að draga hana til baka.
Skattaákvarðanir þurfa að vera vel undirbúnar og teknar af yfirvegun og vel hugsuðu máli. Ég hugsa að núverandi ríkisstjórn fáí ekki háa einkunn á þeim vettvangi.
Ísland ekki miðpunktur heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2012 | 15:43
Inspired by Iceland
Það er búið að vera hljótt á þessu bloggi um nokkra hríð. Annir og þvælingur hefur aftrað skriftum hér. En ég hitti nokkuð af fólki á þessum þvælingi.
Meðal þeirra sem ég hitti var kunningi minn, kona ríflega sjötug, af Íslenskum ættum í 4ja eða fimmta lið. Hún hefur oft farið til Íslands á undanförnum árum og hrifist af landi og þjóð. Meðal þess sem hún hefur notið er að fara í sundlaugarnar og sitja í pottunum.
En næst vildi hún geta stigið skrefið til fulls og fara í laugina. Því er þessi eldri kona, borin og barnfædd hér á Kanadísku sléttunum komin á sundnámskeið í fyrsta sinn. Til að geta farið í laugina næst þegar hún fer til Íslands.
"Inspirasjónin" getur verið með ýmsu móti.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)