Stjórnviska í anda Dr. Jeckyll og Mr. Hyde

Stundum virðist ríkisstjórn Íslendinga aldrei hafa hugleitt að aukin skattheimta geti leitt af sér samdrátt í eftirspurn.

Vissulega má rökstyðja að allir og allar greinar atvinnulífsins eigi að borga sömu prósentu í virðisaukaskatt og bílaleigur eigi að borga sömu okurgjöldin og aðrir þegar keyptir eru bílar á Íslandi.

En það er auðvitað ekki sama hvernig að hækkunum er staðið og hvaða fyrirvari er gefinn á hækkunina.

Það hlýtur líka að vekja upp spurningar, að ekki er ætlunin að að vera með einn virðisaukaskattflokk yfir línuna.  Það er því ekki spurningin um að allir greiði jafnan skatt, heldur ætlar ríkisstjórnin ennþá að velja þá sem fá þannig "ríkisstyrk" svo notað sé orðalag sem haft var eftir nýhættum fjármálaráðherra.  Með þeim rökum heldur Samfylkingin því líklega fram að lægri vsk á matvæli sé ríkisstyrkur til handa matvörukaupmönnum.

En það sem vekur ekki minni athygli, og fær mig til að detta í hug Dr. Jeckyll og Mr. Hyde (þó að sögusviðið sé sem betur fer annað), er að á sama tíma skrifa ráðherrar ríkisstjórnarinnar mærulegar greinar og hrósa sjálfum sér fyrir endurgreiðslu á vsk til handa kvikmyndaframleiðendur og þeim sem hafa lagfært fasteignir sínar, í átaki sem heitir "Allir vinna".  

Þá efast ráðherrarnir ekki um gildi lægri skatta og sjá hvað það eykur umsvif og atvinnu og jafnvel skatttekjur.

Það kann að vera að það sé skemmtilegra að endurgreiða Hollywood mógulum fé, en að gefa veita almennum  ferðamönnum kost á því að greiða ofurlítið minna fyrir hótelherbergi eða bílaleigubíl en hvorir tveggja eru þó líklegir til að taka ákvarðanir sínar um áfangastaði út frá kostnaði.

Það vilja líklega flestir að skattar séu eins lágir og verða má, en rétta prósentan er vissulega umdeilanleg og vandfundin.  En hitt er ennþá mikilvægara að skattkerfið sé nokkuð "stabílt".  Að það taki ekki sífelldum breytingum og breytingar séu kynntar með eins góðum fyrirvara og verða má.  

Því miður er það svo, að þó að nýr fjármálaráðherra hafi sagt munu taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, og vona megi að hún breytist, hefur ákvörðunin þegar ollið miklum skaða, þó að draga megi úr honum með því að draga hana til baka.

Skattaákvarðanir þurfa að vera vel undirbúnar og teknar af yfirvegun og vel hugsuðu máli.  Ég hugsa að núverandi ríkisstjórn fáí ekki háa einkunn á þeim vettvangi.

 


mbl.is Ísland ekki miðpunktur heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er líka rangt að skattleggja þessa sprotagrein með þessum hætti um heil 18% aukalega, hún var að dafna en fær svo múlstein um hálsinn áður en hún hefur náð að vaxa almennilega. Þetta er ekki eins og áfengi og tóbak þar sem vanir menn taka kannski á sig skattinn en ferðamenn fara bara eitthvert annað, miklu næmari eftirspurn hér og tala nú ekki um verðmætan gjaldeyri til að styðja við sjúku krónuna.

kristján (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband