Inspired by Iceland

Það er búið að vera hljótt á þessu bloggi um nokkra hríð.  Annir og þvælingur hefur aftrað skriftum hér.  En ég hitti nokkuð af fólki á þessum þvælingi.

Meðal þeirra sem ég hitti var kunningi minn, kona ríflega sjötug, af Íslenskum ættum í 4ja eða fimmta lið.  Hún hefur oft farið til Íslands á undanförnum árum og hrifist af landi og þjóð.  Meðal þess sem hún hefur notið er að fara í sundlaugarnar og sitja í pottunum.

En næst vildi hún geta stigið skrefið til fulls og fara í laugina.  Því er þessi eldri kona, borin og barnfædd hér á Kanadísku sléttunum komin á sundnámskeið í fyrsta sinn.  Til að geta farið í laugina næst þegar hún fer til Íslands.

"Inspirasjónin" getur verið með ýmsu móti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband