Færsluflokkur: Menning og listir

Gleðileg jól

Ég hef skrifað hér áður um hvað mér finnst jól vera skemmtileg hátíð og ekki síður gott orð.

Jólin geta verið allra, allra þeirra sem vilja það er að segja. Þetta forna heiðna indoevrópska orð, sem enginn veit fyrir víst hvað þýðir en er samt sem áður svo hátíðlegt.

Sumir vilja meina að það sé skylt orðinu hjól og lýsi einfaldlega árinu sem nokkurs konar "hjóli", aðrir segja að jól þýði einfaldlega hátíð.

Það er enda gamall og gegn siður að fagna sólstöðum og því að daginn fari að lengja.

Ég reikna með að flestum þyki það fagnaðarefni.

En að sjálfsögðu hafa jólin mismunandi merkingu hjá mismunandi hópum, en flestir tengja þau líklega við góðar minningar, oft frá bernskunni og samveru fjölskyldunnar.

Góðar matur, góðar gjafir, góður félagsskapur.

Það eru jólin.

Kalkúninn, býður eftir því að fara í ofninn, trönuberin eru að sjóða, sætar kartöflur í potti og skvaldur heyrist frá fjölskyldunni.

Það eru jólin.

Ég óska öllum, bæði nær og fjær gleðilegra jóla.

 

 


Loksins: "Fjarlæga hliðin" kemur á vefinn

Það var mörgum mikill harmur þegar Gary Larson dró sig í hlé og "The Far Side" hætti að dafna og þroskast.

En nú er hægt að taka gleðina upp að nýju, stórglæsileg vefsíða hefur opnað, ekki flókið https://www.thefarside.com/ , og síðan er uppfærð daglega.

Ótrúleg hamingja að geta fengið sinn daglega skammt.

Ég er reyndar hamingjusamur eigandi af heildarsafninu, "The Complete Far Side", og hef verið í vel á annanáratug.  Það er sígildur gleðigjafi.

En nú er heimasíðan dagleg skylduheimsókn.

 

 


Menningarþáttur á föstudegi: Kerli og Low Steppa

Þá er hér smá menning á föstudegi, tónlist til að ylja eyrunum. Fyrra lagið er með Eistnesku söngkonunni Kerli (borið fram Gerlý, þó að Enskumælandi segi gjarna "Curly", og Íslendingum þyki líklega liggja beinast við að láta vaða með hörðu kái og jafnvel rödduðu erri.) En lagið er splunkunýtt, heitir Savage og er electróskotið popp með Eistneskum áhrifum. Persónulega verð ég að segja að mér þykir myndbandið vel gert.

Seinna lagið er svo hamingjusamt melódískt "danshús", með Breska plötusnúðnum Low Steppa og heitir "You´re My Life". Í sjálfu sér ekki mikið meira um það að segja.

 


Hamingjusamir Finnar og sundlaugarpartýi

Finnskur kunningi minn sendi mér tölvupóst í morgunn þar sem hann sagði að þó að Finnar yrðu líklega seint taldir brosmildasta þjóð í heimi, þá væru þeir nú sú hamingjusamasta.

Hann taldi að það gæti ekki verið nema ein skýring á þessari hamingju, það væru sundlaugarpartýin þeirra og svo saunanFinnish Pool Party.

 

 


mbl.is Finnar hamingjusamastir þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er listrænt frelsi enn til staðar?

Ekki hef ég hugmynd um hvernig þessi Ísraelska sjónvarpssería "tekur á" Frökkum.  En ef allar sjónvarpsseríur sem framleiddar hafa verið væru teknar þessum tökum væri líklega ekki friðvænlegt í heiminum.

Hvenær er skáldskapur ekki skáldskapur?

Hvenær er réttlætanlegt að skáldskapur leiði til milliríkjadeilu?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað verður úr þessari deilu.

En ég hélt, líklega er ég of einfaldur, að Frakkar bæru meiri virðingu fyrir "listrænni tjáningu" en þetta.

En þeir geta vissulega átt það til að vera hörundsárir.

Að vissu leyti gefur sagan þeim tilefni til þess.

En þeir hafa þó í sér streng umburðarlyndis, ekki síst hvað varðar "listræna tjáningu" svo þetta kemur örlítið á óvart.

 

 

 


mbl.is Hóta að sniðganga Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarþáttur á föstudegi - Austur-Evrópu rapp - Tommy Cash

Ég verð líklega seint sakaður um að vera "menningarviti", þó að vissulega sé menning snar þáttur í lífi mínu.

"House"tónlist hefur verið snar þáttur af lífi mínu um áratugaskeið og einnig hefur rap og hip hop tónlist alltaf höfðað sterkt til mín.

En raptónlist er mismunandi eftir hvaðan hún kemur.

Undanfarin ár hef ég haft gaman af því að fylgjast með "local" raptónlist þar sem ég bý.

Þar á meðal er Eistneski rapparinn Tommy Cash. Hann var einmitt að vinna verðlaun á Eistnesku tónlistarverðlaunum seinni partinn í janúar, hann vann verðlaun fyrir bestu hip-hop breiðskífuna og besta myndbandið, fyrir Little Molly.

 Seinna myndbandið er svo með Tommy og Rússnesku sveitinni Little Big

 

 

Alltaf gott að víkka sjóndeildarhringinn og sjá hvernig hlutirnir gerast í öðrum löndum. Eins og stundum er sagt:  Njótið.


Er Seðlabankinn með allt niðrum sig?

Þó að mér gæti ekki verið meira sama um hvort að nektarmyndir (sama af hvaða toga þær eru) hanga uppi í Seðlabankanum eður, finnst mér umræðan sem hefur spunnist um þær nokkuð áhugaverð.

Það virðist ekki ganga upp að "frjálsar geirvörtur" prýði veggi bankans.

En eru geirvörtur á myndum Gunnlaugs eitthvað merkilegri en geirvörtur á mánaðadegi einvers höggdeyfaframleiðenda?  Hvað ef "pin-up" myndirnar eru teknar af frægum "listrænum" ljósmyndara"?

Hafa "listamenn" meiri rétt en aðrir til að vera "ögrandi", "móðgandi", eða "klámfengnir", nú eða kalla hjúkrunarfræðinga hjúkrunarkonur?

Eiga allir rétt á að lifa og starfa í umhverfi sem ekki misbýður þeim eða móðgar á nokkurn hátt?  Hver á að tryggja það og hvernig?

En hins vegar verð ég líka að segja að ég skil Seðlabankann fullkomlega.  Ef ég ræki stóran vinnustað og einhver hluti af starfsfólkinu óskaði þess við mig að einhverjar myndir yrðu teknar niður, myndi ég án efa gera það ef ég teldi að "andinn" á vinnustaðnum yrði betri.

Á hvers rétt gengur það?

Hugsanlega þeirra sem nutu myndanna, fram hjá því er ekki hægt að líta.  Þeir geta orðið af hugsanlegum ánægjustundum.

En skrifstofur eru ekki "almannarými". Hafi verið rætt við þá sem unnu á skrifstofunum og þeir verið sáttir við að fá aðrar myndir á vegginn er í raun lítið frekar að ræða.

Hafi það hins vegar verið gegn þeirra vilja, er komið annað mál.

Er svo kominn tími til að setja upp skilti við inngang á listasöfnum, þar sem varað sé við því að þar sé hugsanlega að finna hluti sem geti gengið gegn blyðgunarkennd, verið móðgandi og jafnvel valdið óþægilegum hugrenningum.

Eða ætti frekar að skylda alla til þess að setja sambærilegt skilti á innanverða útihurðina hjá sér?


Þvingaðar nafngiftir?

Ég vil byrja á því að segja að ég er mikill aðdáandi íslenskrar nafnahefðar og því að börn séu kennd við föður sinn eða móður.

Þess vegna eru bæði börnin mín Tómasarbörn og hafa að auki góð og gild klassísk nöfn.

Mér þykir föðurnafnahefðin það góð, að þó að okkur (mér og konunni minni) hefði verið nokkuð í sjálfvald sett hvernig við ákváðum að haga málum.

Þó hefur drengurinn minn eitt,eða tvö nöfn sem má draga í efa að hlotið hefðu samþykki mannanafnanefndar og dóttir mín hefur fjögur eiginnöfn, þar af eitt sem líklega hefði ekki hlotið samþykki.

Þar sem bæði börnin eru fædd utan Íslands, voru nafngiftir ekkert vandamál, einfaldlega var hakað í þar til gerða kassa að börnin bæru ekki sama "eftirnafn" og foreldrarnir.

Sömuleiðis hvarflaði aldrei að okkur hjónum að konan mín yrði "Gunnarsson", í eyrum okkar beggja hljómaði það hjákátlega.

Allt þetta var sjálfsagt vegna þess að við bjuggum ekki á Íslandi, heldur í landi þar sem litið er á nafngiftir og "fjölskyldunöfn" sem ákvarðanir viðkomandi fjölskyldu.

Og þannig tel ég að það eigi að vera.

Jafn mikill aðdáandi hins "íslenska kerfis" og ég er, hef ég engan áhuga á því að neyða aðra til þess að fylgja því.

Þó að ég sé áfram um varðveislu þess hef ég engan áhuga á því að neyða því upp á aðra, ekki einu sinni börnin mín. Vilji þau í fyllingu tímans taka upp "eftirnöfn", eða nefna börn sín einhverri endaleysu, þá mun ég líklega reyna að telja þeim hughvarf, ef einhver lífskraftur verður í mér, en ég geri mér grein fyrir því að þeirra er valið og þannig á það að vera, hvort sem þau munu búa á Íslandi eða annars staðar.

Það væri mikil eftirsjá af íslensku nafnahefðinni, ef hún myndi leggjast af.  Sömuleiðis er það leiðinlegt að heyra um afkáraleg nöfn.

En ef íslendingar vilja almennt ekki fylgja hefðinni, þá verður sú niðurstaðan. En það er lang eðilegast að að sú ákvörðun verði tekin af einstaklingum og foreldrum.

Það er engin ástæða til að neyða nafngiftum upp á einn né neinn.

Það er að mínu mati einn af þeim "stöðum" sem ríkisvaldið á ekkert erindi.

Þess vegna er hið nýja frumvarp mikil framför.

 

 


mbl.is Efins um nýtt mannanafnafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angela Merkel: Fjölmenningarsamfélag er blekking og lygi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ræðu á fundi með flokkssystkinum sínum að fjölmenningarsamfélag væri blekking og lygi, eða "lífs lygi" (Lebenslüge).

Það kann að vera að ýmsum þyki þetta skrýtin fullyrðing komandi frá "manni ársins" að mati tímaritsins Time.

En Merkel sagði m.a.: "Multiculturalism leads to parallel societies and therefore remains a ‘life lie,’  or a sham."

og Merkel bætti við, áður en hún sagði að Þýskaland væri ef til vill að nálgast þolmörk sín hvað varðaði fjölda flóttmanna

"The challenge is immense. We want and we will reduce the number of refugees noticeably."

Í frétt Washington Post er síðan rifjað upp að það er ekki nýlunda að "maður ársins 2015" tali á þennan veg.

Árið 2010 gaf hún fjölmenningu í Þýskalandi algera falleinkunn.

"Of course the tendency had been to say, 'Let's adopt the multicultural concept and live happily side by side, and be happy to be living with each other.' But this concept has failed, and failed utterly."

Og að mörgu leyti er þetta staðreynd.

En þó að Merkel telji að betra sé að ein eða "einsleit" mennig ráði ríkjum, tel ég að ekki megi rugla því saman við að óbreytt eða óbreytanleg menning ráði ríkjum.

Menning er nefnilega "dýnamískt" fyrirbrigði, síbreytilegt sem allir þegnar ríkis geta haft áhrif á, og því meiri sem "skurðarfletir" mismundandi hópa eru fleiri.

Og ef við íslendingar lítum í eigin barm, er ég ekki viss um að við getum nefnt svo margt sem er 100% íslenskt, enda hafa erlend áhrif og áhrif erlendra einstaklinga á íslenska menningu alltaf verið mikil.

Og það er af hinu góða.

 

 


Blakkur föstudagur

Það hefur víða mátt lesa um svartan föstudag, eða eins og algengara er að orða það "black Friday", á vefmiðlum undanfarna daga, bæði íslenskum og erlendum.

Ég veit ekki hversu góð tilboðin voru á Íslandi, en víða hefur mátt sjá hneykslun á orðnotkuninni og svo aftur á hinni "amerísku eftiröpun". 

Hneysklun á "eftiröpuninni" má reyndar sjá um flestar erlendar uppákomur sem stinga upp kollinum á Íslandi.

En þó að ég skilji vel að íslenskir kaupmenn vilji fjölga "kaup- og tyllidögum" þá er auðvitað æskilegt að eitthvert íslenskt heiti finnist yfir daginn.

Ég held að það færi vel á því að kalla hann Blakkan föstudag. Íslenskt orð, sem vísar til þess sem er farið að dekkjast, kallast á við enska orðið "black", og svo er blakkur auðvitað fínt nafn á hesti, sem sem aftur á sér samsvörun í þeim "hrossakaupum" sem boðið er upp á.  :-)

En það er enginn ástæða til þess að vera að æsa sig yfir því þó að alþjóðlegir dagar skjóti rótum á Íslandi. Það er einfaldlega hluti af hnattvæðingunni og "alheimsþorpinu".

Evrópskar hefðir eins og Valentínusardagur og Hrekkjavaka (sem er reyndar frekar slæm þýðing á Halloween), eiga allt eins heima á Íslandi og annarsstaðar. Hrekkjavaka myndi líklega flokkast sem "aðfangadagur Allra heilagra messu", en þegar dagurinn ber upp á föstudag eða laugardag, eins og var í ár, er þetta fyrst og fremst Halló-vín, enda ekki mjög margir nema skemmtirstaðirnir sem virkilega láta til sín taka. Ég hef alla vegna ekki heyrt um mörg íslensk börn sem fara í "grikk eða gott" leiðangur.

Og svona má lengi telja, vissulega eru bandarískar hefðir eins og "Þanksgiving" farnar að láta á sér kræla, en í raun er ekki frekar ástæða til þess að láta það fara í taugarnar á sér en að íslensk verkalýðshreyfing hafi ákveðið að taka upp Dag verkalýðsins, eftir "Öðru alþjóðasambandi kommúnista".

Eða hefur einhver heyrt um baráttuna fyrir al íslenskum degi verkalýðsins?

Al íslensku dagarnir eru Sumardagurinn fyrsti, fyrsti vetrardagur, Bónda- og Konudagur.

Hugsanlega einvherjir sem ég gleymi.

En það er engin ástæða til að láta "ammríska daga" fara meira í taugarnar á sér en daga eins og Bolludag eða Öskudag.

Meginreglan sem ber að hafa í heiðri, er að þeir taka þátt sem vilja.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband