Menningarþáttur á föstudegi: Kerli og Low Steppa

Þá er hér smá menning á föstudegi, tónlist til að ylja eyrunum. Fyrra lagið er með Eistnesku söngkonunni Kerli (borið fram Gerlý, þó að Enskumælandi segi gjarna "Curly", og Íslendingum þyki líklega liggja beinast við að láta vaða með hörðu kái og jafnvel rödduðu erri.) En lagið er splunkunýtt, heitir Savage og er electróskotið popp með Eistneskum áhrifum. Persónulega verð ég að segja að mér þykir myndbandið vel gert.

Seinna lagið er svo hamingjusamt melódískt "danshús", með Breska plötusnúðnum Low Steppa og heitir "You´re My Life". Í sjálfu sér ekki mikið meira um það að segja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband