Menningarþáttur á föstudegi - Austur-Evrópu rapp - Tommy Cash

Ég verð líklega seint sakaður um að vera "menningarviti", þó að vissulega sé menning snar þáttur í lífi mínu.

"House"tónlist hefur verið snar þáttur af lífi mínu um áratugaskeið og einnig hefur rap og hip hop tónlist alltaf höfðað sterkt til mín.

En raptónlist er mismunandi eftir hvaðan hún kemur.

Undanfarin ár hef ég haft gaman af því að fylgjast með "local" raptónlist þar sem ég bý.

Þar á meðal er Eistneski rapparinn Tommy Cash. Hann var einmitt að vinna verðlaun á Eistnesku tónlistarverðlaunum seinni partinn í janúar, hann vann verðlaun fyrir bestu hip-hop breiðskífuna og besta myndbandið, fyrir Little Molly.

 Seinna myndbandið er svo með Tommy og Rússnesku sveitinni Little Big

 

 

Alltaf gott að víkka sjóndeildarhringinn og sjá hvernig hlutirnir gerast í öðrum löndum. Eins og stundum er sagt:  Njótið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband