Færsluflokkur: Dægurmál

Kurteisi borgar sig

Það er rétt af Baldvini Þorsteinssyni að biðjast afsökunar á framgöngu sinni og orðavali. Það er nauðsynlegt að ganga fram af kurteisi og hógværð undir kringumstæðum sem þessum.

Leiðinleg framkoma og dónaskapur dregur athygli frá góðum málstað og gerir ekkert nema að færa andstæðingum betri vígstöðu.

En mér þykir þó ótrúlega mikið gert úr þessu atviki. Talað er um að lagðar hafi verið hendur á seðlabankastjóra og þar fram eftir götunum.

Það þykir vel í lagt og augljóslega verið að reyna að magna upp storm í tebolla þjóðfélagsins.

En hitt er rétt að hafa í huga að kurteisi kostar ekkert og er því yfirleitt fljót að borga sig.

En Baldvin biðst afsökunar á framgöngu sinni.

Er það ekki meira en seðlabankastjórinn hefur gert?


mbl.is „Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær vísbendingar um að lægra verð virki

Það hefur eins lengi og ég man eftir mér alltaf verið mikið rætt um verðlag á Íslandi.  Gjarna um að það sé alltof hátt.

Hér eru hinsvegar tvo dæmi um að lækkun verðs virki, annars vegar í þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við og fjallar um Þrjá Frakka og svo hinsegar í þessari frétt, þar sem sagt er frá stórfelldri verðlækkun á Stella Artois bjór.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða að allir geti lækkað verð með svo myndarlegum hætti, en það er þekkt staðreynd að verð spilar stóra rullu í ákvörðunum væntanlegra viðskiptavina um hvar viðskipti þeirra enda.

Flestir líklega að leita að hinu þekkta jafnvægi gæða og verðs, sem vitanlega er misjafnt eftir einstaklingum hvar liggur.

En það er líka ljóst að launakostnaður sem hlutfall af sölu lækkar með aukinni traffík og aukin sala styrkir sömuleiðis stöðuna gagnvart birgjum og getur hugsanlega leitt til hagstæðara innkaupsverðs.

Nú þegar veitingamenn kvarta undan samdrætti, þykir mér líklegta að eitthvað verði undan að láta, ekki hvað síst fjöldi veitingastaða.

Þá munu líklega þeir lifa sem lækka verð og laðað að sér fleiri viðskiptavini.  Þeir sem ganga á undan eiga mun meiri möguleika og ekki skaðar að fá feiknagóða umfjöllun í fjölmiðlum um lækkanirnar.

Margir veitingastaðir eru þó líklega í nokkurs konar "gildru", þar sem leiga tengist veltu, meira velta þýðir þá því hærri leigu. 

Þeir munu eiga erfitt uppdráttar.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Umferðin jókst um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignamunur - breyta sem skiptir máli

Ég bloggaði fyrir nokkru um þær áhyggjur sem margir hafa af breikkandi bili hvað varðar eignaskiptingu á Íslandi og versnandi stöðu tekjulægstu hópanna.

Þá bloggfærslu má finna hér.

Þar nefndi ég nokkrar ástæður sem gætu útskýrt vaxandi eignamun að hluta, t.d. aukin fjölda innflytjenda.

Færslan endaði á þessum orðum: "Það er ekkert óeðllilegt að mikill fjöldi innflytenda hafi áhrif á eignaskiptingu, en hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki, og man ekki eftir því að hafa séð tölur um slíkt, en það væri vissulega þarft rannsóknarefni."

Á flakki mínu um netið rakst ég á umfjöllun sem tengist þessu efni. Á vef Viðskiptablaðsins er fjallað um þær upphæðir sem erlent starfsfólk hefur sent frá Íslandi undanfarin ár.

Þar kemur fram að að á síðastliðnum 7 árum er upphæðin sem send hefur verið úr landi nemur 75 milljörðum Íslenskra króna.

Á sama tíma hefur erlent starfsfólk sent 16 milljarða til Íslands.

Munurinn er því 59 milljarðar króna.  Á síðasta árið nam munurinn 20 milljörðum, en þá sendi erlent starfsfólk 25 milljarða frá Íslandi.

Það má því ljóst vera að þessi þáttur hefur áhrif á eignamyndum á Íslandi, og ef ég leyfi mér að segja að stærstur hluti erlendra starfsmanna sé í eignaminnsta hópnum, þá blasir við að áhrifin þar hljóta að vera veruleg.

 

 


Frábært útvarpsefni - Hlustið á Harmageddon

Einhver besti útvarpsþáttur sem til er á Íslandi er á X-977, þá er ég að tala um Harmageddon.  Að vísu þykir mér tónlistarvalið í þættinum ömurlegt, Máni er alltof mikill "kommi" (lol) en víðsýnin í þættinum er til fyrirmyndar.  Það má treysta að heyra alls kyns sjónarmið.

Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju, þá er það að að þarf að setja efni þáttarins meira og oftar fram í "bútum", þannig að ég get hlustað á einstaka þætti og geti sleppt tónlistinni.

En í dag toppaði þátturinn sig.

Umræðan undir liðnum "fréttir vikunnar" var hreint stórkostleg. þar ræddu saman ásamt þáttarstjórnendum Frosta Logasyni og Mána Péturssyni, leikarinn Jóhannes Haukur og Börkur Gunnarsson.

Alla vegna skemmti ég mér frábærlega, ég ég verð að segja að þetta er nákvæmlega útvarp eins og ég vil hlusta á. Hæfilega óheflað, skoðanir látnar í ljós og skemmtun.

Hér má finna þessar umræður. Fréttir vikunnar byrjar þegar u.þ.b. 16:25 mínútur eru liðnar af upptökunni. (eins og oft áður er klúðrað að "klippa" þáttinn niður).

Menn þurfa ekki að vera sammála öllu því sem sagt er, en þetta er virkilega gott "útvarp".

Takk fyrir mig.

 

 

 


Er munur á #metoo og #hann/hún (setjið inn nafn að eigin ósk) did?

Nú fer fram hávær umræða um réttlæti þess að á netið séu sagðar alls kyns sögur um kynferðislegt ofbeldi, áreiti og svo framvegis.

Nýlega kom fram #Metoo, og að var stórmerkilegt framtak. Sumar sögurnar sem ég las fengu hroll til að skríða upp bakið á mér, og hafið ég þó talið mig hafa orðið vitni að "ýmsu".

En þær sögur voru frásagnir sem ekki beindust að neinum, ef svo má að orði komast, nema ef til vill því sem má kalla "karlægri menningu" og auðvitað að einhverju marki okkur körlum.

Auðvitað má, ef vilji er fyrir hendi, draga sannleiksgildi í efa, en það verður þó aldrei aðalatriðið þegar slíkar frásagnir eiga í hlut.

En þegar slíkar "herferðir" beinast gegn einstaklingi fær það mig vissulega til þess að staldra við og hugsa málið.

Ég vil taka það fram að ég er með þessu ekki á neinn hátt að taka afstöðu til sannleiksgildis eins eða neins.

En um slíkt hlýtur þó að gilda önnur lögmál, heldur en þegar um baráttu eins og #Metoo var að ræða.

Ef ég segi að Bjarnfreður Geirsdóttir (nafnið á móður Georgs "vinar okkar allra" úr Vaktaseríunum), hafi áreitt mig kynferðislega snemma á 9. áratug síðustu aldar, og ég hafi átt svo andlega erfitt í kjölfarið að kæra hafi aldrei komið til greina, en hafi hugrekki til þess að koma fram nú 35. árum síðar, hvaða rétt hef ég?

Ég kærði ekki, brotið er fyrnt, en ég kýs að rifja það upp nú. 

Hvaða möguleika á Bjarnfreður á því að grípa til varna?  Hvað getur hún sagt sem sannfærir alla "lesendur" um sakleysi sitt (ef við nú gefum okkur að sú sé raunin)?

Við þekkjum líklega mörg söguna um Jimmie Saville, en það eru önnur nöfn sem vert er að gefa gaum, s.s. af Cliff Richards, og svo Edward Heath.

Cliff Richards þurfi að lögsækja bæði fjölmiðla og lögreglu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot sem áttu að hafa staðið um áratuga skeið.

Ásakanir um umfangsmikið barnanið og jafnvel morð, sem áttu að hafa verið framin af Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, komu fram all löngu eftir andlát hans. Talað var um umfangsmikinn barnaníðingshring í Westminster.

Þær kölluðu á umfangsmikla rannsókn Scotland Yard sem, til þess að gera langt mál stutt, endaði með því að "fórnarlambið" þurfti að svara til saka fyrir falskar aðdróttanir, lygar og blekkingar.

En á meðan hinni umfangsmiklu rannsókn stóð, lét einn af þeim sem þekkt hafið Heath, hafa eftir sér:

Lincoln Seligman, who knew Sir Edward for 50 years, said: "If you make a mass appeal for victims you are sure to get them, whether they are legitimate or not."

Breska lögreglan eyddi vel á fjórða hundrað milljónum íslenskra króna í rannsóknina, en hún endaði með "aðal ákærandann" fyrir rétti.

En það er rétt að taka það fram að auðvitað veit ég ekkert meir um sekt eða sakleysi Cliff Richards eða Edward Heath, en það sem ég hef lesið í fjölmiðlum.

Ég held líka að það megi nokkurn veginn ganga út frá því sem vísu að ásakanirnar muni loða við nöfn þeirra um fyrirsjáanlega framtíð.

Enn og aftur vil ég taka það fram að með þessum pistli er ég ekki að taka afstöðu til ásakana sem birst hafa nýlega á Íslenskri vefsíðu.

Þessum pistli er meira ætlað að koma á framfæri áhyggjum af þróuninni, ef slíkt verður að "norminu" í framtíðinni.

Það er þekkt að fáar fjaðrir geta orðið að heilum "Lúkasi".

En er einhver stofnun á Íslandi sem gæti leitt hið sanna í ljós í slíkum málum?

Eða telja Íslendingar þörf á að koma á fót slíkri stofnun?  Er það yfirleitt hægt?

 

 


Klaustursflaustur og flumbrugangur

Ég hafði eiginlega tekið þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að skrifa eitt eða neitt um "Klaustursmálið", það er eitthvað svo dapurlegt og "þunglyndislegt" að það vakti enga löngun hjá mér til skrifa.

En síðan finnst mér málið orðið svo vandræðalegt fyrir Alþingi og alþingimenn að ég mér finnst það orðið áhugavert.

Enginn velkist í vafa (að ég tel) um að hluti þeirra (en ekki allir) þingmanna sem sátu við borðið á "Klaustri" fóru langt yfir strikið.  Þó að þeir hafi ráðist þar gegn ýnsum nafngreindum persónum, niðurlægðu þeir engan eins mikið og sjálfa sig.

Því að mínu mati niðurlægir tal eins og þeir viðhöfðu enga eins mikið og þá sem nota það.

En persónulega finnst mér viðbrögð margra manna umdeilanleg, og litast fyrst og fremst af þrennu.

Í fyrsta lagi, engin veit í raun hvernig á að taka á málinu,enda engin viðurlög, eða lög sem taka á slíku háttalagi, í öðru lagi kemur fram sterkur vilji til að "gera eitthvað" sem gæti friðþægt háværan hluta almennings og í þriðja lagi að nota málið til að ná sér niðri á pólítískum andstæðingum.

Ekkert af þessu þarf í sjálfu sér að koma á óvart, enda málið snúið, atkvæði koma frá almenningi og það er í eðli stjórnmála að ota sínum tota á kostnað mótherja.

En að láta eins og þeir eigi einhvern óskilgreindan rétt á því að sjá ekki þingmenn sem niðurlægðu sjálfan sig aftur, hvaðan kemur hann?

Lýðræðið snýst einmitt að hluta til um að við verðum að umbera einstaklinga sem eru með skoðanir sem okkur þykir jafnvel verulega ógeðfelldar, ef þeir eru val kjósenda.

Jafnvel einstaklingur sem lýsti því yfir að hann vildi afnema kosningarétt t.d. kvenna, á rétt á því að sitja á þingi ef hann nýtur stuðnings nægs hluta kjósenda.

Ef einhverjir vill berjast fyrir dauðarefsingum á Íslandi eiga þeir jafnan rétt á því að bjóða fram og allir aðrir.  Og njóti þeir nægs stuðnings eiga þeir rétt á því að sitja á Alþingi, sitja í nefndum og jafnvel veita þeim forystu, að því gefnu að þeir njóti nægs stuðnings.

Þannig er það ekki nóg að finnast einhver "ógeðfelldur", að hann hagi sér "ósiðlega" eða sé "dóni", til þess að geta krafist að hann víki af Alþingi.

Og þó að mér þyki kynferðisleg áreitni sýnu alvarlegri en dónaskapur, er það heldur ekki nóg til þess að einhver þurfi að segja af sér þingmennsku. Við gætum sagt að það væri æskilegt, en það er ekkert sem gerir það að verkum að viðkomandi þurfi þess.

Og svona af því að ég minnist á það, vil ég segja að hér og þar hefur mátt sjá gagnrýni á Samfylkinguna fyrir að láta eigin siðanefnd fjalla um málið.

Slík gagnrýni er einfaldlega út í hött, og skref Samfylkingarinnar til fyrirmyndar.

Sík umfjöllun siðanefndar tekur engan rétt af hugsanlegum brotaþola til þess að leita réttar síns eftir hefðbundnum lagalegum leiðum.

En svo að það sé líka ljóst, þá getur engin "flokksleg" siðanefnd svipt einstakling þingsæti sínu.  Það er hægt að reka einstakling úr flokki, en ekki af Alþingi.

Rétt eins og Flokkur fólksins gat rekið þingmenn sína úr flokknum fyrir að illmælgi um formanninn, en þingsætin eru þeirra.

Og þó að finna megi flokksaga ýmislegt til síns ágætis, er ég eindregið þeirrar skoðunar að gefa flokkum lögsögu yfir þingsætum yrði hræðileg afturför.

En það er vel til fundið að flokksstofnanir fundi um mál "sinna" manna, en þó alls ekki nauðsynlegt.

Það er líka svo að þó að allir réttkjörnir eigi rétt á því að sitja á Alþingi, getur hver og einn valið sér samstarfsfólk og ákveðið hvernig þeir greiða atkvæði.

Þannig geta t.d. þingflokkar, eða einstaka þingmenn, ákveðið að hafna öllu samstarfi við ákveðna þingmenn eða þingflokka um kjör í nefndir o.s.frv.

Það er ekkert sem mælir á móti slíku, ekki frekar en þingmenn ákveða hvort að þeir styðji ríkisstjórn eður ei, alveg burtséð frá því hvort þeir deili flokkum með ráðherrum eður ei.

Það er heldur ekkert sem mætir á móti því að málinu sé haldið vakandi, stjórnmálamenn og flokkar geta staðið fyrir málþingum, ráðstefnum, panelumræðum, leiksýningum og hvers kyns uppákomum til að vekja athygli á málinu.

En það fer betur á því að mínu mati að slíkt gerist "út í bæ".

Mér þykir að einnig blasa við að málið verði fyrirferðarmikið í næstu kosningum.  Slíkt er eðlilegt, og þá kemur það til hins "æðsta dómstóls", kjósenda.

En lýðræðið og þingræðið þarf að hafa sinn gang.

Á meðan einstaklingar hafa kjörgengi, eru löglega kosnir og vilja sinna þingmennsku eiga þeir fullan rétt til þess.  Alveg burtséð frá hvað öðrum þingmönnum kann að finnast um skoðanir þeirra eða framkomu.

Þingmenn eru kosnir til að sinna ákveðnum störfum og ættu að einbeita sér að þeim, í þinghúsinu.  Um frítímann gilda önnur lög og aðrar reglur.

 

 

 


mbl.is Funda um Klaustursmál á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurvælið

Eitt af því sem mér hefur þótt einkenna pólítíska umræðu á Íslandi undanfarin misseri, er það sem ég kalla "Reykjavíkurvælið".

Það er þegar meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur vælir um erfitt hlutskipti sitt og kvartar undan því að allir séu vondir við sig og það sem aflaga fari í Reykjavík sé flest annað hvort ríkinu að kenna, nú eða þá að nágrannasveitarfélögin varpi byrðinni á Reykjavík.

Stundum finnst mér eins og þetta sé helsti starfsvettvangur borgarstjóra á milli borðaklippinga og glærusýninga.

En það er litið fram hjá þeim kostum sem fylgir því að vera stærsta (eða eina) borg Íslands og jafnframt höfuðborg.

Það er næstum því óhjákvæmilegt að nálægt stórum borgum byggist upp "svefnbæir". Þeir lúta yfirleitt öðrum lögmálum en stórborgirnar (þetta hugtak á auðvitað ekki við Reykjavík, nema í Íslenskum skilningi).

Þannig leita yfirleitt fleiri tekjulágir inn í stórborgirnar, enda eru þar öllu jöfnu mun fleiri atvinnutækifæri. 

Það sama gildir um heimilislausa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Þeir leita inn í stórborgirnar (yfirleitt "kjarnana"), enda er þar meiri fjöldi af fólki á ferli, fleiri vínveitingastaðir og svo framvegis.

Á móti kemur að "stórborgin" og/eða höfuðborgin hefur auknar tekjur af hótelum, veitingastöðum, fyrirtækjum og síðast en ekki síst ríkisstofnunum, en aðrir þéttbýliskjarnar.

Hvað skyldi hátt hlutfall af fasteignagjöldum ríkisstofnana renna til Reykjavíkurborgar? (bæði beint frá ríkinu og svo frá þeim sem leigja ríkisstofnunum?).

Er hærra hlutfall af störfum per íbúa í Reykjavík, en í öðrum sveitarfélögum?

Svo kemur að "væli" Reykjavíkurborgar um að "Gistináttaskattur" skuli ekki renna til borgarinnar.

Þar eru nefndar til sögunnar aðrar stórborgir sem njóta skattsins, til dæmis New York, London og svo framvegis.

Enn og aftur virðast þeir sem stjórna Reykjavíkurborg ekki skilja muninn.

Þeir sem heimsækja New York eða London, eru fyrst og fremst að heimsækja þessar borgir (þó að vissulega kunni þeir að nota tækifærið og fara annað í leiðinni).

En þeir sem heimsækja Reykjavík?

Eru þeir ekki fyrst og fremst að heimsækja Ísland?  Fer ekki stærstur hluti þeirra "Gullna hringinn", o.s.frv?  Er eitthvað óeðlilegt við að t.d. hluti gistináttaskattsins fari í uppbyggingu á þeim stöðum?

Þurfa ekki nær allir ferðamenn (nema þeir sem lenda á einkaþotum á Reykjavikurflugvelli) að keyra frá öðru sveitarfélagi til hótela sinna í Reykjavík?  Er eitthvað óeðlilegt að einhver hluti gistináttagjalds renni til uppbyggingar á þeirri leið (Þeim meirihluta sem nú ríkir í Reykjavík, virðist fátt mikilvægara en að koma flugvelli sínum úr borginni).

Hefur eitthvert sveitarfélag á Íslandi hagnast meira á ferðamannastraumnum en Reykjavík, með síhækkandi fasteignagjöldum af hótelum, veitingastöðum og "lundabúðum?  Jafnframt því er uppbygging og lóðasala til hótela jafnframt hluti af tekjum borgarinnar.

Hvert skyldi vera hlutfall gistirýmis per íbúa í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög?

Hvaða kostnaði hefur Reykjavíkurborg þurft að standa straum af á móti?

Núverandi meirihluti í Reykjavík hefur kosið að einblína á það sem getur talist neikvætt við það að vera stórborg/höfuðborg, en nefnir aldrei allt það sem hún ber úr býtum vegna þess.

Er ekki mál að linni?

 

 

 

 

 


Er Seðlabankinn með allt niðrum sig?

Þó að mér gæti ekki verið meira sama um hvort að nektarmyndir (sama af hvaða toga þær eru) hanga uppi í Seðlabankanum eður, finnst mér umræðan sem hefur spunnist um þær nokkuð áhugaverð.

Það virðist ekki ganga upp að "frjálsar geirvörtur" prýði veggi bankans.

En eru geirvörtur á myndum Gunnlaugs eitthvað merkilegri en geirvörtur á mánaðadegi einvers höggdeyfaframleiðenda?  Hvað ef "pin-up" myndirnar eru teknar af frægum "listrænum" ljósmyndara"?

Hafa "listamenn" meiri rétt en aðrir til að vera "ögrandi", "móðgandi", eða "klámfengnir", nú eða kalla hjúkrunarfræðinga hjúkrunarkonur?

Eiga allir rétt á að lifa og starfa í umhverfi sem ekki misbýður þeim eða móðgar á nokkurn hátt?  Hver á að tryggja það og hvernig?

En hins vegar verð ég líka að segja að ég skil Seðlabankann fullkomlega.  Ef ég ræki stóran vinnustað og einhver hluti af starfsfólkinu óskaði þess við mig að einhverjar myndir yrðu teknar niður, myndi ég án efa gera það ef ég teldi að "andinn" á vinnustaðnum yrði betri.

Á hvers rétt gengur það?

Hugsanlega þeirra sem nutu myndanna, fram hjá því er ekki hægt að líta.  Þeir geta orðið af hugsanlegum ánægjustundum.

En skrifstofur eru ekki "almannarými". Hafi verið rætt við þá sem unnu á skrifstofunum og þeir verið sáttir við að fá aðrar myndir á vegginn er í raun lítið frekar að ræða.

Hafi það hins vegar verið gegn þeirra vilja, er komið annað mál.

Er svo kominn tími til að setja upp skilti við inngang á listasöfnum, þar sem varað sé við því að þar sé hugsanlega að finna hluti sem geti gengið gegn blyðgunarkennd, verið móðgandi og jafnvel valdið óþægilegum hugrenningum.

Eða ætti frekar að skylda alla til þess að setja sambærilegt skilti á innanverða útihurðina hjá sér?


Fulltrúi Pírata í Borgarstjórn varð sér til skammar....

Ég horfði á Silfur Egils, á netinu nýlega, ætli það hafi ekki verið á mánudag.  Þar fullyrti fulltrúi Pírata ítrekað að engum tölvupóstum hefði verið eytt í "Braggamálinu".

Hún sagði líka ítrekað að borgarfulltrúar ættu að halda sig við staðreyndir.

Nú er komin staðfesting frá Innri endurskoðun borgarinnar að tölvupóstum hafi verið eytt, rétt eins og marg oft hefur komið fram í fréttaflutningi af málinu.

Þvi fellur fulltrúi Pírata frekar skammarlega af þeim "háa hesti" sem hún reyndi að sitja í Silfrinu.

Ég get ekki sagt að ég hafi höndlað sannleikann til fulls í málinu, en það er merkilegt hvernig meirihlutinn virðist æ ofan í æ standa í veg fyrir því að sannleikurinn komi í ljós í málinu.

Skyldi fulltrúi Pírata biðjast afsökunar á framgöngu sinni, útskýra hvers vegna hún fór rangt með, hvernig stóð á því að hún lagði annan skilning í skýrsluna en fulltrúar minnihlutans og fjölmiðlar.

Gat hún ekki lesið skýrsluna sér til gagns?

Í skýrslunni má m.a. lesa á bls. 77:

"Skjalastjórnun í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100 var óvönduð og leiddi til þess að upplýsingar um ákvarðanir og úrvinnslu töpuðust. Varðveislu skjala um endurgerð bygginga við Nauthólsveg 100 var ábótavant. Hún var ekki í samræmi við skjalastefnu Reykjavíkurborgar og fól í sér brot á lögum um opinber skjalasöfn. Tölvupóstum á ekki að eyða úr pósthólfum starfsmanna fyrr en þeir hafa verið færðir til viðeigandi vistunar."

Hér er fullyrt að skjalastjórnum hafi verið ábótavant, brotin séu lög um opinbera skjalastjórnun og að tölvupóstum eigi ekki að eyða fyrr en þeir hafi verið vistaðir á viðeigandi hátt.

Er þetta ekki nógu skýrt svo að borgarfulltrúi Pírata hafi skilið?

Persónulega veitti ég "Braggamálinu" í upphafi ekki mikla athygli. Vissulega óeðlilegt, en ekki af þeirri stærðargráðu að það væri einhver virkilegur "skandall".  En ég held að það hafi breyst í eitt af þessum málum, þar sem viðbrögð ríkjandi aðila umbreyta málinu. Það er ekki lengur málið sjálft sem vekur tortryggni (ef svo má að orði komast) heldur viöbrögð stjórnvalda (í þessu tilfelli meirihluta Borgarstjórnar).  Þau benda æ sterkar til þess að hér sé potturinn alvarlega brotinn, því ákefðin við að drepa málinu á dreif og afvegaleiða það, eru  þess eðlis að það eiginlega kallar á frekari rannsókn.

"Tilviljanirnar" eru einnig orðnar óþægilega margar til þess að hægt sé að líta fram hjá þeim.

Í skýrslunni má einnig lesa eftirfarandi:

"Eins og fram kom í kaflanum um skipulag SEA er umboðskeðjan þannig að SEA heyrir undir borgarritara og síðan er borgarstjóri hans yfirmaður. Þrátt fyrir þetta hefur borgarritari haft lítil afskipti af SEA sem hefur í raun sótt sín mál framhjá honum og til borgarstjóra."

Samt er ítrekað fullyrt af meirihlutanum að ábyrgðin sé ekki borgarstjóra, heldur borgarritara.


mbl.is Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa og leyfa skoðanir

Það hefur oft komið fram á þessu bloggi að ég er ekki hrifinn af því að setja tjáningarfrelsi margar skorður, eða að banna með öllu tilteknar skoðanir.  Þær skoðanir hafa ekki yfirgefið mig.

Það gladdi mig því þegar ég rakst á grein eftir Stephen Pollard, sem er ritsjóri Jewish Chronicle, sem styður skoðanfrelsi og rennir góðum rökum þar undir.

Eins og flestir gera sér líklega greinn fyrir er Pollard gyðingur, en þeir þekkja ofsóknir og hatursáróður líklega betur en flestir ef ekki allir aðrir hópar.

Í greininni segir Pollard m.a.:

Should you choose to believe what has been written about me on social media, you will think I am a paedophile who threatens to rape women who disagree with me. I suppose I should point out that these are lies.

Unfortunately for me, so too is the assertion that I control the media, which is also said about me. That’s not just Jews generally controlling the media – but me, personally.

According to some posts on Twitter and Facebook, I determine not only what other Jews write, taking orders from my Israeli masters – I also order around the many non-Jews in my (heavily moneyed) pocket.

So the accusations contained in a now infamous video by the former Grand Wizard of the Ku Klux Klan, David Duke, titled “Jews admit organising white genocide”, are pretty standard fare to anyone who has ever seen what Jew hate looks like.

The video was posted on YouTube in 2015 but has only attracted attention this week when it was used as a stick by the Home Affairs Select Committee with which to beat Google, which owns YouTube.

Giving evidence to the committee on Tuesday, Peter Barron, Google’s vice-president for communications, said that the video was certainly antisemitic but that YouTube nonetheless had no intention of removing it.

...

It’s clear that the video is indeed antisemitic. In it, Mr Duke says: “The Zionists have already ethnically cleansed the Palestinians, why not do the same thing to Europeans and Americans as well? No group on earth fights harder for its interests than do the Jews. By dividing a society they can weaken it and control it.” So there’s no debate that this is Jew hate in all its traditional poison.

And I’m sure Ms Cooper is right when she says: “Most people would be appalled by that video and think it goes against all standards of public decency in this country.”

But the near universal assumption among politicians and policymakers that because the video promotes repellent views it should therefore be banned takes us into very dangerous territory. Had the video told viewers that their duty was to seek out Jews and attack them – as many posts on social media do – then clearly it should be banned. Incitement to violence is an obvious breach of any coherent set of standards.

...

In some countries, such as Germany and Austria, it is illegal to deny the Holocaust. Given their particular histories, one can understand why.

But understanding why a view might be banned is not the same as accepting it should be. Silencing the Holocaust-denier David Irving and his ilk through the law achieves nothing except a larger prison population. Silencing them through the destruction of their reputation and the exposure of their lies actually defeats them.

It was not Irving’s incarceration in an Austrian cell that destroyed his reputation. It was his lost libel action against the legitimate historian, Deborah Lipstadt.

Hér get ég tekið undir hvert einasta orð. Við eigum að berjast gegn og fordæma skoðanir sem okkur þykja miður geðslegar eða hreinlega rangar, en lausnin fellst ekki í því að banna þær. Með því, rétt eins og Pollard segir er farið inn á varasamar brautir.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband