Færsluflokkur: Dægurmál
12.2.2020 | 18:23
Á menntun að tryggja hærri laun, eða glittir í "sovétið"?
Hér og þar hef ég séð umræður um að meta þurfi menntun til launa, að launabil sé of lítið, eða of mikið og svo auðvitað að menntun, eða prófskírteini eigi alls ekki að tryggja eitt né neitt.
Ég sá að Kári Stefánsson lagði í púkkið að réttast væri að borga námsmönnum á meðan þeir væru í námi, þannig útskrifuðust þeir án námslánaskulda og gætu sem best verið á "sömu launum" og aðrir.
Þetta fyrirkomulag var við lýði í Sovétríkjunum sálugu. Þar fengu námsmenn greidd laun, en oft á tíðum voru þeir með lægri laun eftir útskrift heldur en til dæmis kolanámuverkamenn.
Þetta gerði það að verkum að oft á tíðum var þjónustulund með allra minnsta móti. Því sátu væntanlegir viðakiptavinir eða sjúklingar á biðstofunni með hænu í fanginu, grænmeti, sælgæti, vodkapela eða hvað annað sem þeir gátu séð af til að færa t.d. lækninum um von um betri og skjótari þjónustu.
Enn má víða sjá enduróm af þessari tíð í A-Evrópu, þó sem betur fer hafi hænunum fækkað, en það eru ótrúlega margir sem t.d. fara aldrei tómhentir til tannlæknis.
En svona kerfi getur gengið nokkra hríð í "lokuðu" landi.
En vel menntað fólk sem er eftirspurn eftir víða um lönd, t.d. heilbrigðisstarfsfólk og tölvmenntaðir einstaklingar, var auðvitað á meðal fyrsta fólksins sem yfirgaf landið.
En á menntun á að tryggja hærri laun? Það er mikilvæg spurning og ekki síður mikilvægt að velta því fyrir sér hvort að hún geri það?
Og hvað með starfsreynslu?
Eins og oft er svarið ekki einhlýtt.
Ákveði einhver að setja á stofn eigin fyrirtæki, tryggir menntun ekki árangur eða laun. Oft getur menntun þó vissulega nýst vel í slíkum kringumstæðum, en ekkert er gefið.
Í einkageiranum er líklegt að góð menntun geti tryggt starfsviðtal og í mörgum tilfellum starf og hærri laun.
En í öðrum tilfellum, sérstaklega til lengri tíma, held ég að menntunin tryggi ekki starfið eða launin, ef árangurinn í starfinu er ekki í samræmi við væntingar vinnuveitandans.
En hjá hinu opinbera er það menntunin sem gildir, þar vilja flestir að "hr. excel" ráði ferðinni, settar eru inn gráðurnar, starfið o.s.frv og neðst á skjalinu birtist svo launaflokkurinn og kaupið.
"Georg Bjarnfreðarson" er því líklega fyrsti kostur í flest störf, enda með "5. háskólagráður" og líklega launaður eftir því.
En nú er mikið rætt um hver launamunurinn eigi að vera hjá "ófaglærðum" og hve mikið á menntun að lyfta á laununum. Mest hefur verið rætt um leikskóla og hvers virði háskólamenntunin eigi að vera þar.
Persónulega get ég vel skilið að eðlilegt þyki að launamunur sé þar þó nokkur við upphaf starfs, háskólamenntuðu fólki í vil.
En hvers virði er starfsreynslan?
Nú hefur marg komið fram að vegna starfseklu á leikskólum sé það nokkuð þekkt að ófaglært starfsfólk með mikla starfsreynslu sé t.d. deildarstjórar.
Eiga þeir einstakingar ekki skilið sömu laun og aðrir deildarstjórar, burt séð frá menntun?
Gildir ekki þar sem annarsstaðar að greiða eigi sömu laun fyrir sömu störf?
Eiga leiksskólarekendur að ná sparnaði í launum, vegna þess að þeir geta ekki mannað stöðuna með faglærðu fólki?
Ég ætla að kasta fram einni(þær urðu nú óvart tvær) spurningu til þeirra sem kunna að lesa þessa bloggfærslu.
Aðstæðurnar eru þannig að þu hefur r fjögur ung börn á þínu framfæri, og aðstæður spiluðust þannig að þú þyrftir á einkagæslu að halda. Þú auglýsir eftir starfskrafti býður þokkaleg laun o.s.frv.
Tveir umsækjendur eru um stöðuna. Annars vegar einstaklingur sem er nýútskrifaður úr háskóla sem leikskólakennari og hins vegar einstaklingur sem hefur rétt rúmlega 15. ára starfsreynslu á leikskóla og kemur með mjög góð meðmæli frá yfirmanni sínum.
Hvorn mundir þú ráða?
Ef þú segir einstaklinginn með 15. ára starfsreynsluna, myndir þú þá bjóða honum lægri laun?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.1.2020 | 21:18
Hringtorg sem rokkar
Það hefur eitthvað vafist fyrir Íslendingum hvað sé hringtorg og hvað ekki, en Svisslendingar kunna að láta hringtorgin rokka.
Hér á myndbandinu má sjá stórskemmtilegt hringtorg sem er nálægt skemmtistaðnum/menningarmiðstöðinni KUFA, sem er staðsettur nálægt Bern eftir því sem ég kemst næst.
Sannarlega skemmtileg tilbreytni og ástæða til að taka sér til fyrirmyndar.
Það færi t.d. vel á að skella "hljómplötu" með Ragga Bjarna á Hagatorg, hvort sem það er nú hringtorg eður ei.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2020 | 01:35
Líklega hefur meiri "verðmætum" ekki verið stolið frá nokkrum einstaklingi, en einum af ríkustu mönnum heims
Auðvitað er auði heimsins misskipt, um slíkt verður ekki deilt. En hvort að eitthvað sé verulega rangt við það er önnur saga.
En samanburður Oxfam er ekki nauðsynlega rangur, en vissulega umdeilanlegur.
Það er ekki einu sinn minnst á að PPP jöfnuð.
Ekki heldur að stór hluti auðs "ríku kallanna" er í hlutabréfum fyrirtækja sem þeir eiga. Sem myndu hugsanlega, jafnvel má segja líklega hríðfalla ef þeir byrjuðu að selja þau í stórum stíl.
Það er þetta með traustið, og hugsanlega "bólupeninga".
Það er hægt að bera saman marga aðskiljanlega hluti.
Einn af ríkustu einstaklingum heims er t.d. Bill Gates. Vissulega höfum við öll mismunandi skoðanir á Windows stýrikerfinu, en gerði auðsöfnun hans einhvern fátækari? Ja, nema auðvitað nema um þá upphæð sem við flest höfum greitt (í hærra verði á tölvunum sem við höfum keypt) fyrir afnot af stýrikerfinu sem fyrirtæki hans, Microsoft hefur þróað.
En skyldi af einhverjum einstaklingi í sögunni, í gegnum það sama fyrirtæki, hafa verið stolið "verðmætum" að hærri upphæð?
Skyldi samtök s.s. Oxfam hafa haft betri áhrif á heiminn, en Microsoft og góðgerðarsamtök Bill Gates og Belindu konu hans?
Svari hver fyrir sig.
Hvað skyldu laun þeirra starfsmanna Oxfam sem unnu umrædda skýrslu fyrir Oxfam(eða þeirra verktaka sem þau réðu) jafngilda mörgum árslaunum meðal konu í Afríku?
Hvað ætli meðal árslaun starfsfólks Oxfam séu?
Hvað skyldi hátt hlutfall af tekjum Oxfam fara til hjálparstarfs? Hvað er rekstrarkostnaðurinn hár?
Hvað skyldi rekstrarkostnaðurinn jafngilda meðal árslaunum margra kvenna í Afríku?
Þannig má leika sér með meðaltöl um víðan völl, það getur gefið af sér "sláandi fyrirsagnir".
En hver skyldi þróunin vera?
Hvað býr stór hluti jarðarbúa við sára fátækt? Hvað bjó stór hluti við slíkt hlutskipti fyrir, 20, 30, 40, 50 árum síðan?
Hvað skyldi stór hluti jarðarbúa búa við fullt lýðræði?
Eftir því sem ég sá í nýrri skýrslu var það ca. 5.7%.
Það þýðir ekki að ríflega 94% jarðarbúa búi við einræði.
En það er víða pottur brotinn.
22 ríkir karlar ríkari en konur Afríku samanlagt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvóti og kvótakerfið hefur líklega verið langlífasta Íslenska deilumálið, alla vegna síðustu áratugi.
Það er í raun ekki að undra, enda er sjávarútvegur á meðal mikilvægustu atvinnugreinum á Íslandi og án efa sú mikilvægasta í sögulegu samhengi.
Ein af þeim "goðsögnum" sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarna áratugi og skjóta um kollinum aftur og aftur, er að kvótakerfið hafi lagt mörg sjávarþorp svo gott sem í eyði.
Líklega er það eitthvert lífseigasta og algengasta lýðskrum í íslenskri pólítík.
Þetta er ekki sagt til þess að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem hafa komið upp í mörgum smærri útgerðarbæjum, en slíkt hefur vissulega orðið raunin.
Þetta er sagt vegna þess að þeir erfiðleikar voru óumflýjanlegir vegna tæknibreytinga. Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir þá væri "óendanlegur fiskur" í sjónum, að öðrum kosti var það aðeins spurningin hvar erfiðleikarnir yrðu.
Þar stóðu flest smærri byggðarlög gjarna verr en þau stærri.
Tækniframfarir og sú staðreynda að ekki var nægur fiskur í sjónum gerði það óhjákvæmilegt að miklar breytingar yrðu að verða hvað varðaði fiskvinnslu á Íslandi.
Ef til vill má segja að ekki sé rétt að segja á Íslandi, því breytingarnar urðu ekki síst út á rúmsjó.
Ef til vill er lykilatriðið í því að skilja hvaða breytingar urðu í Íslenskum sjávarútvegi fólgnar í lokamálsgrein þeirrar fréttar sem þessi frétt er hengd við (fréttin er að verða 3ja ára), en þar segir:
- Skipið hefur vinnslugetu á við lítið sjávarþorp, en við það starfa einungis 27 menn, 25 um borð og 2 á skrifstofu í landi. Skipið er 1.403 brúttótonn, 57,5 metrar á lengd og 12 metra breitt. Fiskurinn er fullunninn um borð og er afkastageta um 42 tonn af fullunnum afurðum á sólarhring, en það jafngildir um 100 tonna afla upp úr sjó. Á venjulegum skuttogara af þessari stærð eru um 15 menn i áhöfn þannig að aðeins er bætt við 10 mönnum til að fullvinna veiðina.
Allt í einu voru 27 einstaklingar ígildi "heils sjávarþorps". Tíu einstaklingar vinna fiskinn, í stað þess að áður þurfti heilt frystihús.
Framfarir í tækjabúnaði til að vinna fisk gerði það að verkum að frystihúsin sem höfðu verið "hjarta" svo margra sjávarþorpa urðu óþörf. En þau frystihús sem enn störfuðu juku framleiðslugetu sína svo um munaði.
Líklega ýkti það svo áhrifin að áhrif verkalýðsfélaga voru allt önnur út á sjó en í landi.
Það er auðvelt að reikna út hvort að vænlegra er að fjárfesta í tækjabúnaði sem er í vinnslu 8 til 10 klukkustundir, 5 daga í viku í landi, eða 24 stundir, 7 daga vikunnar út á sjó.
Munurinn á nýtingu tækjanna er yfir 100 klukkustundir á viku eða meira en þreföld.
Það er m.a. munurinn á vinnslu í landi og á frystitogara.
Það er ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækja, sem Íslendingar eru svo stoltir af, s.s. Marel, Skagans 3X o.s.frv. sem þessi þróun varð.
Vildu Íslendingar vera án þeirra?
Það eru svo framfarir í kæli- og flutningatækni sem hafa valdið því pendúllinn hefur sveiflast aftur til landvinnslu, með aukinni vinnslu alla leið í neytendapakkningar.
En það hefði ekkert nema "óendanlegur fiskur" komið í veg fyrir samþjöppun í útgerð á Íslandi. Hugsanlega hefði "dauðastríð" einstakra útgerða orðið lengra og líklega sársaukafyllra ef kvótakerfisins hefði ekki notið við.
En það má ætla að ástand fiskistofna væri sömuleiðis mun verra.
En framsalinu var einmitt ætlað að stuðla að samþjöppun, sömuleiðis Úreldingarsjóði á meðan hans naut við.
Það var einfaldlega ekki til nægur fiskur fyrir alla útgerðarbæi á Íslandi. Svo er ekki enn og ólíklegt að verði nokkurn tíma.
En auðvitað er þarft að ræða sjávarútveg á Íslandi og hvað megi betur fara.
Hvað er rétta hámarkið í hvað varðar kvótahlutdeild? Á að bjóða upp aflaheimildir? Ef svo, til hvað margra ára í senn? Á þá fyrst og fremst að selja hæstbjóðanda, eða eiga önnur lögmál að gilda?
Eiga "byggðasjónarmið" að vega þyngra en arðsemissjónarmið?
Ætti að vera skylda að hluti hverrar löndunar fari á markað, eða ætti allur afli að gera það?
Eða er núverandi fyrirkomulag býsna gott?
Það er full ástæða til að ræða fyrirkomulag fiskveiða í Íslensku lögsögunni, en látum ekki glepjast af "fortíðarþrunginni lýðskrums rómantík" um að hægt sé að hverfa aftur - til fortíðar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2019 | 22:38
Er þá bílastæðavandinn við framhalds- og háskóla Íslendinga leystur?
Það er hreint undravert að heyra um hvað ungir Íslendingar (sem og ungt fólk annars staðar um heiminn) er orðið meðvitað um "umhverfisvánna" og "hamfarahlýnun".
Og það krefst aðgerða án tafa.
Það verður að draga úr losun koltvísýrings.
Skyldi það ekki þýða að seinna í vikunni verða öll vandamál hvað varðar skort á bílastæðum úr sögunni í skólum á Íslandi?
Segir það sig eiginlega ekki sjálft?
Varla þyrpast þessi "grænu" ungmenni á einkabílnum í skólann.
Skyldi það einnig þýða að það verði engar útskriftarferðir í vor og haust?
Losunin frá fluginu er víst eitt helsta vandamálið.
Skyldi blómatími farþegaskipanna renna upp aftur?
En þau menga á meira en meðalþorp eftir því sem ég kemst næst.
Líklega eru gönguferðir með bakpoka það eina sem "blífar" fyrir útskriftarferðirnar.
En það er skratti lýjandi að bera allan vökvann.
Skyldi vera til einhver lausn á því?
Ákveðin vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.9.2019 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2019 | 20:38
Trudeau: Ekki eins og hann er auglýstur?
Ekki get ég talist stuðningsmaður Justin Trudeau, ekki nú né nokkru sinni fyrr og ég átti satt best að segja ekki von á því að ég ætti eftir að koma honum til varnar.
En mér þykja þessar "uppljóstranir" um hann, birtingar á áratuga gömlum myndu sem eiga að sanna "siðferðisbrest" hans og "rasíska tendensa" langt yfir skynsemis og velsæmismörkum.
Það virkar alltaf vafasamt að ætla að dæma fortíðina með "siðferðisviðmiðum" nútímans, en jafnvel þó að kosið sé að líta á athæfi hans "alvarlegum augum", sannar það í mínum huga ekkert meira en að Trudeau jr. hafi einhvern tíma verið "ungur og vitlaus" eins og það er stundum kallað.
Er það svo alvarlegt? Vijum við stjórnmálamenn sem byrjuðu að skipuleggja ferilinn og "pössuðu" sig frá fermingu? Ekki að það þurfi að vera galli, en er ekki betra að "fagna fjölbreytninni"?
Ég reikna með að þessi uppljóstrun eigi eftir að verða fyrirferðarmikil í umræðunni fyrir Kanadísku kosningarnar, en þar þykir Trudeau, sitjandi forsætisráðherra eiga undir högg að sækja.
Margir tala um uppljóstranirnar sem nokkurs konar bjúgverpil hins "pólítíska rétttrúnaðar", og hafi hitt Trudeau réttilega fyrir.
En það má líka velta því fyrir sér hvort að þetta sé einfaldlega ættað úr herbúðum Trudeaus.
Lítilvægt mál sem "iðrandi rétttrúnaðar pólítíkus" biðst auðmjúkur afsökunar á. Er það ekki virði nokkurra atkvæða?
Og er ekki betra að ræða áratuga gamla grímubúninga, heldur en þá staðreynd að forsætisráðherran var staðinn að því að beita dómsmálaráðherra þrýstingi til að hindra framgang réttvísinnar gagnvart stórfyrirtæki?
Því að Kanadíski Íhaldsflokkurinn hefur að miklu leyti rétt fyrir sér þegar hann auglýsir að Trudeau sé "not as advertised", eða ekki eins og hann er auglýstur.
P.S. Svo má velta því fyrir sér, á "Wadiyaísku" hvort að þetta sé aladeen eða aladeen.
Fleiri myndir af Trudeau svartmáluðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.9.2019 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2019 | 21:32
Nafngiftir stjórnlyndisins
Þó að stjórnlyndi í nafngiftum sé ábyggilega ekki það hættulegasta sem stjórnlyndi getur leitt af sér, er líklega fátt jafn persónuleg áminning um stjórnlyndi yfirvalda.
Að stjórnvöld neiti einstaklingi að bera eitthvað nafn heggur líklega eins nærri persónunni og hægt er.
Áður en lengra er haldið er líklega rétt að taka það fram að ég er mikill aðdáandi hins Íslenska nafnakerfis og þykir jafnframt vænt um Íslensku sem tungumál og reyni að tala og skrifa hana sem réttasta, þó að á stundum verði einhver misbrestur þar á.
Þess vegna eru börnin mín Tómasarbörn, þó að engin skylda hafi hvílt á okkur hjónum þess efnis.
Það var einfalt, það var einfaldlega hakað í í kassa sem þýddi að af "upprunaástæðum" myndu börnin verða Tómasson og Tómasdóttir. Flóknara var að ekki hjá hérlendri "þjóðskrá".
Reyndar hefði ég líklega lent í vandræðum með seinna nafn drengsins á Íslandi, og svo nafnið "Pere" sem ég lét fylgja báðum börnunum á undan föðurnafninu.
En mér dettur ekki til hugar að krefjast þess að allir séu mér sammála og fylgi því sem ég geri. Þess vegna fengu börnin "Pere" til þess að þau seinna meir geti ákveðið sjálf hvernig þau vilja hátta málum. Ég mun að sjálfsögðu hvetja þau til að vera áfram Tómasarbörn, en valið verður þeirra.
Og það sama gildir að mínu mati um Íslendinga sem heild, þeir verða að vilja viðhalda Íslenskunni og Íslenskri nafnahefð, til lengdar munu engin lög duga til þess.
Það er enda svo að nú erfast Íslensk ættarnöfn bæði í karl- og kvenlegg, þannig að það segir sig sjálft að þau munu hægt og rólega taka yfir, nema að þeir sem hafi föðurnafnahefðinni í hávegum, verði mun frjósamari en hinir, sem ólíklegt er.
Með auknum fjölda innflytjenda fjölgar ættarnöfnum og því er eðlilegt að gefa slíkt frjálst, eins og hefði alltaf átt að vera.
Það sama gildir um nöfn að mínu mati.
Vissulega mun án ef eitthvað verða um að börnum verði gefin skringileg nöfn. Það mun líklega fátt koma í veg fyrir það. Það er heldur ekki eins og að Íslensk nafnahefð sé laus við slíkt.
Ég held að að unglingsárunum hefði ég lítt kært um mig um að bera ramm Íslensk nöfn eins og Ljótur Mörður. En líklega myndi mannanafnanefnd varla geta sett sig upp á móti slíkum fyrirætlunum.
Í grunninn hlýtur eiginlega að gilda að ef einstaklingi eða pari er treystandi til þess að ala upp barn, hlýtur að vera að hægt að treysta þeim eða honum til að velja því nafn.
Stjórnlyndið á að víkja.
Átti símtöl heilu næturnar um mannanöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.6.2019 kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2019 | 15:49
Þegar Alþingi missti virðingu mína
Það hefur mikið verið rætt um virðingu Alþingis undanfarin ár, ef til ætti frekar að segja að rætt hafi verið um skort á virðingu Alþingis.
Ég hygg að umræddur skortur sé staðreynd, og skoðanakannir virðast staðfesta að svo sé.
En það er alls ekki svo að í umræðunni sé samstaða um hvers vegna virðingu þingsins fari svo þverrandi, enda er líklega um margar samþættar ástæður að ræða.
Ég ætla heldur ekki að draga það í efa að margir hafa margar mismunandi ástæður fyrir því að Alþingi hafi misst virðingu þeirra.
Líklega ekki eins margar og þeir eru sem hafa misst virðingu fyrir Alþingi, en samt margar ólíkar ástæður.
En hjá mér var það fyrst og fremst einn atburður sem varð þess valdandi að virðing mín fyrir Alþingi þvarr eiginlega gjörsamlega, og þó hún hafi náð sér á strik síðan, hefur hún eiginlega ekki borið sitt barr.
Það gerðist í miðju "IceSave" karpinu.
Meirihluti alþingismanna virtist þá reiðubúinn til þess að samþykkja "IceSave I" án þess að fá að sjá samninginn.
Það er varla hægt að gefa Alþingi mikið stærra högg.
Ekki löngu síðar samþykkti síðan meirihluti alþingismanna, í einstaklega fláræðri atkvæðagreiðslu, að halda pólítísk réttarhöld yfir Geir H. Haarde.
Ég held að Alþingi hafi aldrei sokkið lægra en í þessum tveimur tilfellum, en öðru þeirra tókst þó að afstýra.
Enn sitja þó nokkrir af þeim sem svo um véluðu á þingi og hafa sumir þeirra vegtyllur góðar og jafnvel auknar.
Þetta vegur mun þyngra í mínum huga en nokkuð málþóf, illmælgi á öldurhúsum, klæðaburður eða skóleysi.
Sjálfsagt hafa aðrir svo allt aðrar ástæður og sumir bera líklega, en samkvæmt skoðanakönnunum, fjölgar þeim hægt.
Og málið er þess efnis að það segir lítið að skipa nefnd um málið. Það segir þó ef til vill eitthvað um alþingismenn að einmitt það skuli hafa verið gert.
Gleðilega þjóðhátíð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2019 | 17:56
Er þörf á siðanefnd Alþingis?
Það er mín skoðun, rétt eins og ýmissa annara að það sé óþarfi að Alþingi hafi siðanefnd. Það sé einfaldlega verkefni kjósenda að dæma um siðferði alþingismanna - á fjögurra ára fresti, eða oftar ef svo ber undir.
Fyrsti úrskurður siðanefndar Alþingis gerir ekkert nema að styðja undir þá skoðun mína.
Mér þykir líklegt að þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna, hafi, með hliðsjón af þeim reglum sem gilda nú, þeim ramma sem siðanefnd hafi verið sett, skaðað ímynd Alþingis.
Þannig eru þær reglur.
En þegar ég beiti heilbrigðri skynsemi, er mér nákæmlega sama um þau orð sem Þórhildur Sunna lét falla.
Þau féllu einfaldlega í "hita leiksins", eins og oft vill verð í pólítísku ati.
Engin ástæða til þess að æsa sig yfir þeim eða ræsa út nefndir.
En krafa Pírata þess efnis að Siðanefnd rannsaki hvort að ásakanir Þórhildar Sunnu, eigi við rök að styðjast er jafn mikið út í hött.
Ég get ekki beðið eftir því að Miðflokksmenn, sem urðu sér til skammar á Klaustri, geri sambærilega kröfu.
Þannig yrði "Siðanefnd Alþingis" að hinni einu og sönnu "sannleiksnefnd".
Að mínu mati er að eina sem þetta mál hefur leitt í ljós, er að "Siðanefnd Alþingis" ætti að leggja niður, þörfin fyrir siðanefnd er ekki til staðar, kjósendur geta séð um "siðferðislegt aðhald".
Ásmundur Friðriksson, Þórhildur Sunna, "Klaustursmenn" sem og allir aðrir þingmenn og frambjóðendur verða vegnir og metnir í næstu kosningum, bæði útfrá siðferðisálitamálum sem annarri framgöngu.
Næsta víst er að málefnin vega misþungt hjá kjósendum og eru sett mismunandi framlega þegar í röðina.
Rétt eins og vera ber.
Tímabært að leggja niður siðanefnd.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2019 | 18:09
Ef það aldrei hefði orðið?
Gjaldþrot WOW kom flestum á óvart en samt ekki. En eins og oft var það ekki fyrr en það skall á, sem flestum þótti það augljóst að það hefði legið í loftinu.
En hættumerkin voru vissulega til staðar.
En þegar stór fyrirtæki fara á höfuðið er eðlilegt að menn velti fyrir sér hugsanlegum afleiðingum, og í tilfelli WOW geta þær orðið margvíslegar þó að enn sé of snemmt að segja til um hverjar þær verða.
Það er ljóst að fjöldi mun missa vinnuna. Ferðaþjónustufyrirtæki munu líklega verða fyrir skelli, rútufyrirtæki, veitingastaðir, bílaleigur, o.s.frv. Einhverjir munu hugsanlega sameinast, aðrir fara á höfuðið.
Íslenska krónan gæti sigið, hagvöxtur horfið, verðbólga aukist, kaupmáttur dregist saman og þar fram eftir götunum.
Þá byrjar umræðan um hvernig þetta gat eiginlega gerst? Hvers vegna var þetta ekki stöðvað? Út af hverju er einu fyrirtæki leyft að verða svona stórt og svona mikilvægt?
Undir svona kringumstæðum virðist trú á því að nauðsynlegt (og mögulegt) sé að handstýra efnahagslífinu fá byr undir bæða vængi, ef ekki fleiri.
Ég veit ekki hver sá aðili er sem þessir aðilar telja hæfa um slíkt, hvort það er ríkisstjórn, Alþingi, eða hvort að einhver "stofan" ætti að taka þetta að sér.
En er ekki möguleiki að tilvera WOW hafi á undanförnum árum stuðlað að auknum hagvexti, lægri verðbólgu, meiri kaupmætti, aukinni atvinnu? Jafnvel svo að Íslenskt þjóðfélag standi betur þó að WOW hverfi á braut, heldur en ef það hefði aldrei komið til sögunnar?
Er þetta svipað og spurningin hvort sé verra að vera í ástarsorg, eða hafa aldrei elskað?
Persónulega hef ég trú á því, þó að ég hafi enga útreikninga til þess að byggja á. WOW kom til sögunnar á erfiðum tíma og jafði gríðarlega jákvæð áhrif á efnahagslífið. Tölfræðin segir að yfir 66% fyrirtækja nái því ekki að verða 10 ára. WOW er í þeim hópi.
Þar með er ekki sagt að þau leggi ekki margt til þjóðfélagsins. Ekki síst aukna þekkingu og reynslu sem nýtist í starfsemi annarra fyrirtækja, sem stundum verða langlífari.
En ég náði því aldrei að fljúga með WOW.
Missi ekki trú á markaðsöflunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)