Reykjavķkurvęliš

Eitt af žvķ sem mér hefur žótt einkenna pólķtķska umręšu į Ķslandi undanfarin misseri, er žaš sem ég kalla "Reykjavķkurvęliš".

Žaš er žegar meirihluti borgarstjórnar Reykjavķkur vęlir um erfitt hlutskipti sitt og kvartar undan žvķ aš allir séu vondir viš sig og žaš sem aflaga fari ķ Reykjavķk sé flest annaš hvort rķkinu aš kenna, nś eša žį aš nįgrannasveitarfélögin varpi byršinni į Reykjavķk.

Stundum finnst mér eins og žetta sé helsti starfsvettvangur borgarstjóra į milli boršaklippinga og glęrusżninga.

En žaš er litiš fram hjį žeim kostum sem fylgir žvķ aš vera stęrsta (eša eina) borg Ķslands og jafnframt höfušborg.

Žaš er nęstum žvķ óhjįkvęmilegt aš nįlęgt stórum borgum byggist upp "svefnbęir". Žeir lśta yfirleitt öšrum lögmįlum en stórborgirnar (žetta hugtak į aušvitaš ekki viš Reykjavķk, nema ķ Ķslenskum skilningi).

Žannig leita yfirleitt fleiri tekjulįgir inn ķ stórborgirnar, enda eru žar öllu jöfnu mun fleiri atvinnutękifęri. 

Žaš sama gildir um heimilislausa, hvort sem okkur lķkar betur eša verr.  Žeir leita inn ķ stórborgirnar (yfirleitt "kjarnana"), enda er žar meiri fjöldi af fólki į ferli, fleiri vķnveitingastašir og svo framvegis.

Į móti kemur aš "stórborgin" og/eša höfušborgin hefur auknar tekjur af hótelum, veitingastöšum, fyrirtękjum og sķšast en ekki sķst rķkisstofnunum, en ašrir žéttbżliskjarnar.

Hvaš skyldi hįtt hlutfall af fasteignagjöldum rķkisstofnana renna til Reykjavķkurborgar? (bęši beint frį rķkinu og svo frį žeim sem leigja rķkisstofnunum?).

Er hęrra hlutfall af störfum per ķbśa ķ Reykjavķk, en ķ öšrum sveitarfélögum?

Svo kemur aš "vęli" Reykjavķkurborgar um aš "Gistinįttaskattur" skuli ekki renna til borgarinnar.

Žar eru nefndar til sögunnar ašrar stórborgir sem njóta skattsins, til dęmis New York, London og svo framvegis.

Enn og aftur viršast žeir sem stjórna Reykjavķkurborg ekki skilja muninn.

Žeir sem heimsękja New York eša London, eru fyrst og fremst aš heimsękja žessar borgir (žó aš vissulega kunni žeir aš nota tękifęriš og fara annaš ķ leišinni).

En žeir sem heimsękja Reykjavķk?

Eru žeir ekki fyrst og fremst aš heimsękja Ķsland?  Fer ekki stęrstur hluti žeirra "Gullna hringinn", o.s.frv?  Er eitthvaš óešlilegt viš aš t.d. hluti gistinįttaskattsins fari ķ uppbyggingu į žeim stöšum?

Žurfa ekki nęr allir feršamenn (nema žeir sem lenda į einkažotum į Reykjavikurflugvelli) aš keyra frį öšru sveitarfélagi til hótela sinna ķ Reykjavķk?  Er eitthvaš óešlilegt aš einhver hluti gistinįttagjalds renni til uppbyggingar į žeirri leiš (Žeim meirihluta sem nś rķkir ķ Reykjavķk, viršist fįtt mikilvęgara en aš koma flugvelli sķnum śr borginni).

Hefur eitthvert sveitarfélag į Ķslandi hagnast meira į feršamannastraumnum en Reykjavķk, meš sķhękkandi fasteignagjöldum af hótelum, veitingastöšum og "lundabśšum?  Jafnframt žvķ er uppbygging og lóšasala til hótela jafnframt hluti af tekjum borgarinnar.

Hvert skyldi vera hlutfall gistirżmis per ķbśa ķ Reykjavķk samanboriš viš önnur sveitarfélög?

Hvaša kostnaši hefur Reykjavķkurborg žurft aš standa straum af į móti?

Nśverandi meirihluti ķ Reykjavķk hefur kosiš aš einblķna į žaš sem getur talist neikvętt viš žaš aš vera stórborg/höfušborg, en nefnir aldrei allt žaš sem hśn ber śr bżtum vegna žess.

Er ekki mįl aš linni?

 

 

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eitthvaš óešlilegt viš aš t.d. hluti gistinįttaskattsins fari ķ uppbyggingu į žeim stöšum?

Persónulega myndi ég segja jį, žaš er óešlilegt, žetta gjald į aš fara beint ķ rķkissjóš eins og ašrir skattar, en žetta gjald į ekkert erindi til borgarinnar žó, hśn gręšir nóg į öšru.

Žaš sem mér fyndist ešlilegra varšandi uppbyggingu tengda feršamennsku er aš leggja feršagjald į feršamenn sem koma til landsins eins og nęr allar ašrar žjóšir ķ heiminum gera. Žaš gjald mętti fara ķ uppbyggingu vega og staša.

Halldór (IP-tala skrįš) 22.1.2019 kl. 12:08

2 Smįmynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, žakka žér fyrir žetta.  Ég er ķ raun sammįla žér hvaš varšar gistinįttaskattinn, hann rennur til rķkisins, sem aftur stendur svo straum (meš styrkjum) į uppbyggingu feršamannastaša vķšsvegar um landiš.  Mešal annars hefur veriš nokkur uppbygging į Žingvöllum og svo t.d. viš Gullfoss.

Žaš er ekki naušsynlegt aš "eyrnamerkja" gistinįttaskattinn (ég hefši lķklega mįtt vera skżrari hvaš žaš varšar), en žaš er órökrétt aš hann renni til Reykjvavķkurborgar (eins og hśn hefur marg oft óskaš eftir), enda hygg ég aš minnihluti feršamanna komi gagngert til Reykjavķkur, žeir eru aš koma til Ķslands.

Žaš gerir einmitt samanburš viš t.d. New York og London órökréttan, enda hygg ég aš stęrri hluti feršamanna žar séu beinlķnis aš heimsękja borgina.

Į Ķslandi, meš sķna 340.000 ķbśa į slķkt ekki viš aš ég tel.

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2019 kl. 12:16

3 identicon

enda hygg ég aš minnihluti feršamanna komi gagngert til Reykjavķkur, žeir eru aš koma til Ķslands.

Ég tel aš žaš sé alveg laukrétt hjį žér, žaš er ekkert spennandi fyrir erlenda feršamenn śr stórborgum aš skoša litlu borgina reykjavķk, žaš sem dregur feršamenn hingaš er einmitt nįttśran, ķ raun allt annaš en höfušborgarsvęšiš.

Hafandi sagt žaš žį er aš vķsu žeir feršamenn sem koma hingaš į skemmtiferšaskipum, mig grunar aš slatti af žeim fari bara um ķ borginni žar sem skipin stoppa ekki žaš lengi aš hęgt sé aš skoša landiš mikiš, en žaš er örugglega bróšurparturinn sem fer ķ dagsferšir eitthvaš śt fyrir borgina.

Halldór (IP-tala skrįš) 22.1.2019 kl. 15:03

4 Smįmynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varla er lagšur gistinįttaskattur į feršamenn af skemmtiferšaskipum Halldór. Hafnargjöld eru helsta tekjulindin af žeim hugsa ég og renna lķklega beint til borgarinnar. Žessir feršamenn eyša reyndar litlu sem engu hér og eru jafnvel séšir sem hįlfgerš plįga vķšast hvar.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2019 kl. 15:10

5 Smįmynd: Žórhallur Pįlsson

Ég hef lengi veriš žeirrar skošunar aš fasteignaskattar af rķkiseignum ęttu aš renna ķ jöfnunarsjóš sveitarfélaga.

Žórhallur Pįlsson, 23.1.2019 kl. 09:44

6 Smįmynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, žakka žér aftur.  Reykjavķk hefur einnig sitt ašdrįttarafl, en ég hygg eins og žś segir aš nįttśran vegi žyngra.  Og lķklegt er aš aš einhverju marki verki žetta saman.

Žaš vęri vissulega fróšlegt aš sjį einhverjar tölur um hvaš stór hluti feršamanna fari aldrei śtfyrir Reykjavķk, ja nema žį į flugvöllinn.

Jón Steinar er svo bśinn aš svara žessu bżsna vel hvaš varšar skemmtiferšaskipin, og žaš er rétt hjį honum aš margir feršamįlafrömušir telja žau vera frekar til vandręša heldur en hitt.

@Jón Steinar.  Žakka žér fyrir žetta.

@Žórhallur  Žakka žér fyrir žetta. Žaš er ekki hęgt aš lķta fram hjį žvķ aš sveitarfélögin hafa kostnaš og veita žjónustu viš byggingar rķkisins. Žetta eru ekki hreinar tekjur.

Svo eru rķkisstofnanir fyrirferšarmiklar į leigumarkaši, žannig aš žaš er erfitt aš nį utan um mįliš. 

En hvort aš einhver hluti gęti fariš žangaš, mętti sjįlfsagt ręša, en ég sé žaš ekki fyrir mér.

Hitt er žaš žaš fylgja kostir stórborgum, stęršarhagkvęmni, ašdrįttarafl o.s.frv, en žaš er fįtt sem gallalaust.

G. Tómas Gunnarsson, 23.1.2019 kl. 12:29

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband