Trudeau: Ekki eins og hann er auglýstur?

Ekki get ég talist stuðningsmaður Justin Trudeau, ekki nú né nokkru sinni fyrr og ég átti satt best að segja ekki von á því að ég ætti eftir að koma honum til varnar.

En mér þykja þessar "uppljóstranir" um hann, birtingar á áratuga gömlum myndu sem eiga að sanna "siðferðisbrest" hans og "rasíska tendensa" langt yfir skynsemis og velsæmismörkum.

Það virkar alltaf vafasamt að ætla að dæma fortíðina með "siðferðisviðmiðum" nútímans, en jafnvel þó að kosið sé að líta á athæfi hans "alvarlegum augum", sannar það í mínum huga  ekkert meira en að Trudeau jr. hafi einhvern tíma verið "ungur og vitlaus" eins og það er stundum kallað.

Er það svo alvarlegt?  Vijum við stjórnmálamenn sem byrjuðu að skipuleggja ferilinn og "pössuðu" sig frá fermingu?  Ekki að það þurfi að vera galli, en er ekki betra að "fagna fjölbreytninni"?

Ég reikna með að þessi uppljóstrun eigi eftir að verða fyrirferðarmikil í umræðunni fyrir Kanadísku kosningarnar, en þar þykir Trudeau, sitjandi forsætisráðherra eiga undir högg að sækja.

Margir tala um uppljóstranirnar sem nokkurs konar bjúgverpil hins "pólítíska rétttrúnaðar", og hafi hitt Trudeau réttilega fyrir.

En það má líka velta því fyrir sér hvort að þetta sé einfaldlega ættað úr herbúðum Trudeaus.

Lítilvægt mál sem "iðrandi rétttrúnaðar pólítíkus" biðst auðmjúkur afsökunar á.  Er það ekki virði nokkurra atkvæða?

Og er ekki betra að ræða áratuga gamla grímubúninga, heldur en þá staðreynd að forsætisráðherran var staðinn að því að beita dómsmálaráðherra þrýstingi til að hindra framgang réttvísinnar gagnvart stórfyrirtæki?

Því að Kanadíski Íhaldsflokkurinn hefur að miklu leyti rétt fyrir sér þegar hann auglýsir að Trudeau sé "not as advertised", eða ekki eins og hann er auglýstur.

P.S.  Svo má velta því fyrir sér, á "Wadiyaísku" hvort að þetta sé aladeen eða aladeen.


mbl.is Fleiri myndir af Trudeau svartmáluðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband