Nafngiftir stjórnlyndisins

Þó að stjórnlyndi í nafngiftum sé ábyggilega ekki það hættulegasta sem stjórnlyndi getur leitt af sér, er líklega fátt jafn persónuleg áminning um stjórnlyndi yfirvalda.

Að stjórnvöld neiti einstaklingi að bera eitthvað nafn heggur líklega eins nærri persónunni og hægt er.

Áður en lengra er haldið er líklega rétt að taka það fram að ég er mikill aðdáandi hins Íslenska nafnakerfis og þykir jafnframt vænt um Íslensku sem tungumál og reyni að tala og skrifa hana sem réttasta, þó að á stundum verði einhver misbrestur þar á.

Þess vegna eru börnin mín Tómasarbörn, þó að engin skylda hafi hvílt á okkur hjónum þess efnis.

Það var einfalt, það var einfaldlega hakað í í kassa sem þýddi að af "upprunaástæðum" myndu börnin verða Tómasson og Tómasdóttir. Flóknara var að ekki hjá hérlendri "þjóðskrá".

Reyndar hefði ég líklega lent í vandræðum með seinna nafn drengsins á Íslandi, og svo nafnið "Pere" sem ég lét fylgja báðum börnunum á undan föðurnafninu.

En mér dettur ekki til hugar að krefjast þess að allir séu mér sammála og fylgi því sem ég geri.  Þess vegna fengu börnin "Pere" til þess að þau seinna meir geti ákveðið sjálf hvernig þau vilja hátta málum.  Ég mun að sjálfsögðu hvetja þau til að vera áfram Tómasarbörn, en valið verður þeirra.

Og það sama gildir að mínu mati um Íslendinga sem heild, þeir verða að vilja viðhalda Íslenskunni og Íslenskri nafnahefð, til lengdar munu engin lög duga til þess.

Það er enda svo að nú erfast Íslensk ættarnöfn bæði í karl- og kvenlegg, þannig að það segir sig sjálft að þau munu hægt og rólega taka yfir, nema að þeir sem hafi föðurnafnahefðinni í hávegum, verði mun frjósamari en hinir, sem ólíklegt er.

Með auknum fjölda innflytjenda fjölgar ættarnöfnum og því er eðlilegt að gefa slíkt frjálst, eins og hefði alltaf átt að vera.

Það sama gildir um nöfn að mínu mati.

Vissulega mun án ef eitthvað verða um að börnum verði gefin skringileg nöfn.  Það mun líklega fátt koma í veg fyrir það.  Það er heldur ekki eins og að Íslensk nafnahefð sé laus við slíkt.

Ég held að að unglingsárunum hefði ég lítt kært um mig um að bera ramm Íslensk nöfn eins og Ljótur Mörður.  En líklega myndi mannanafnanefnd varla geta sett sig upp á móti slíkum fyrirætlunum.

Í grunninn hlýtur eiginlega að gilda að ef einstaklingi eða pari er treystandi til þess að ala upp barn, hlýtur að vera að hægt að treysta þeim eða honum til að velja því nafn.

Stjórnlyndið á að víkja.

 


mbl.is Átti símtöl heilu næturnar um mannanöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband