Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
21.5.2015 | 05:51
Af undirskriftalistum og tvískinnungi
Ég fékk sendan hlekk á þessa athyglisverðu frétt á Eyjunni, um tölfræði undirskriftasafnana á Íslandi.
Í athugasemdum kemur fram að sá sem tók saman viðkomandi samanburð, viðurkennir smávegileg mistök, og undirskriftasöfnun Þjóðareignar því ekki kominn inn á top 10, í það minnsta kosti ekki enn. En það skiptir þó ekki í ruan mestu máli, alla vegna ekki í mínum huga.
Í stað þeirrar undirskriftasöfnunar, væri söfnunin gegn virkjun Eyjabakka í 6. sæti á top 10. En látum það liggja á milli hluta. Ef það er eitthvað sem vantaði í þessa upptalningu, væri það í minum huga prósentuhlutfall einstaklinga á kjörskrá á hverjum tíma, en það er önnur saga.
Þessi samanburður finnst mér ákaflega gott framtak.
En þessi listi fékk mig til þess að velta fyrir mér hvernig stendur á því að í fjölmiðlum finnst mér mikið pláss gefið undir vangaveltur og kröfur um að fullt tillit sé tekið til krafna og undirskrifta um áframhald "Sambandsviðræðna" og svo aftur "makríluúthlutunar", en mun minna skrifað um kröfu um að Reykjavíkurflugvölldur verði á sínum stað.
Þó trónir undirskriftasöfunuin um Reykjavíkurflugvöll á toppi listans.
Undir enga kröfuna eða söfnunina hafa fleiri skrifað.
Sem fékk mig aftur til að velta því fyrir mér, hvernig stendur á því að uppi eru kröftugar (og skiljanlegar að mínu mati) kröfur um að ákveðið hlutfall kjósenda geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hef ég aldrei heyrt kröfu um að ákveðið hlutfall íbúa (eða kjósenda) í sveitarfélögum geti krafist þess að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um misgáfulegar ákvarðarnir borga, bæja og sveitastjórna?
Hvernig skyldi standa á því?
P.S. Ég er fylgjandi því að kjósendur geti kallað eftir almennum kosningum, þó að almennt þyki mér hlutfallið sem nefnt er til sögunnar of lágt.
Ennfremur þykir mér ástæða til að binda löggildi við ákveðið þátttökuhlutfall af síðustu þing/sveitarstjórnarkosningum.
Ég held að almennar kosningar séu góð viðbót, en ekki ástæða til að láta þær leysa fulltrúalýðræðið af, nema að afar takmörkuðu leyti. Séu skilyrðin of rúm, er hætta á misbeitingu og þreytu.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2015 | 16:47
Eru Íslendingar of kröfuharðir?
Ef marka má borgarstjórann í Reykjavík (sem vissulega er deilt um), eru Reykvíkingar of kröfuharðir.
Þeir ætlast til of mikils.
Þeir eru óánægðir með þjónustu leikskólanna, grunnskólanna, þjónustu við fatlaða, eldri borgara og barnafjölskyldur.
Líklega hafa bíleigendur ekki verið spurðir sérstaklega, eða þeir sem eiga leið um Hofsvallagötu, eða Grensásveg.
En gæti verið að Íslendingar séu um of kröfuharðir? Þeir eru jú náskyldir Reykvíkingum, ef ég hef skilið rétt.
Gera þeir of miklar kröfur til þjónustu? Gera þeir of miklar kröfur til framhaldsmenntunar, heilbrigðisþjónustu, og velferðarkerfisins?
Þetta er jú nátengt leikskólum, grunnskólum, þjónustu við fatlaðr, eldri borgara og barnafjölskyldur.
Hefur einhver velt því fyrir sér hvernig viðbrögðin hefðu verið ef einhver ráðherra ríkisstjórnarinnar hefði látið hafa það eftir sé að Íslendingar væru of kröfuharðir?
Vill einhver leiða hugann að því ef það hefði verið forsætisráðherra?
Er einhver vitræn ástæða fyrir því að fjölmiðlar á Íslandi virðast taka ríkisstjórn og borgarstjórn stærsta sveitarfélags Ísland svo ólíkum tökum?
Hvort skyldi "meðal Reykvíkingurinn" borga meira til ríkis eða borgar?
Hvort skyldu þeir sem óánægðastir eru með þjónustu borgarinnar borga meira til ríkis eða borgar?
Auðvitað er mun skemmtilegra að byggja upp "Friðarsetur" og þrengja götur en að veita þá þjónustu sem borginni er ætlað að veita, en er það það sem útsvarsgreiðendur ætlast til?
P.S. Ef til vill mega borgarbúar vera fegnir að "vinstri fasistar" í meirihlutanum einbeita sér að þrengingu gatna, en ekki þjónustu. Nóg er víst samt þrengt að þjónustunni.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef engan áhuga á því að fjalla um einstök atvik, eða persónur, en fréttir af Ferðaþjónustu fatlaðrar hafa verið með þeim hætti að eitthvað verulega mikið hlýtur að vera að.
Því er haldið fram að varað hafi verið við breytingum og að þær hafi verið illa undirbúnar.
Um slíkt get ég ekki dæmt, en spurningar hljóta að vakna hver ber ábyrgð á því sem hefur farið úrskeiðis. Þá ekki síst pólítíska ábyrgð.
Eða skyldu stjórnmálamenn ætla sér að koma fram og segja að fatlaðir séu einfaldlega of kröfuharðir, nú þegar ferðaþjónustu þeirra er afhent hver falleinkunin á fætur annari?
Skyldi mannréttindaráð Reykjavíkur álykta um málið? Eða álítur það að þetta falli utan verksviðs þess?
Skyldi einhver bera ábyrgð, eða er búið að fela hana það vel og dreyfa, að allir geta brosað og sagt, við gerum bara betur næst?
Upplifa hræðslu, óöryggi og röskun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2015 | 18:46
Kristilegir Talíbanar. Aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann .....
Það er eiginlega grátbroslegt að sjá allt "uppistandið", vegna kosningar varafulltrúa í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.
Ég þekki ekki skoðanir Gústafs Níelssonar, en eftir því sem ég hef lesið um í fréttum í dag, þá er ég varla sammála honum um neitt, en það er önnur saga.
En ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að rétt sé að reyna að hindra skoðanir í að koma fram. Ég held að slíkt borgi sig ekki.
Hvort sem það eru fordómar eða skop, hvort sem að borgin er París eða Reykjavík.
Ég held að sem oft áður þá eigi gamla máltækið, sem er eignað Voltaire, en var víst búið til af öðrum, við.
Ég er fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn til að berjast fyrir rétti þínum til að tjá þær. (Í sumum útgáfum er gengið það langt að viðkomandi er reiðubúinn til að láta lífið).
En líklega er ekki ætlast til að slíkur "liberalismi" nái inn í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Slíkt er gott í útlöndum, en óþarfi að standa í slíkri baráttu heima við, hvað þá að nokkur vilji láta lífið fyrir slíkt, enda yrði það að teljast óþarfi að mínu mati.
En ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að leyfa skoðunum að koma "fram". Hindra þær ekki. Yfirleitt dæma þær sig sjálfar. Margir leyfa sér að gera grín að þeim, sem er eðlilegt er og þar fram eftir götunum.
Einhvern veginn leyfi ég mér að efast um að framganga þeirra afli þeim margra stuðningsmanna, en ég treysti mér svo sem ekki til að dæma um "ástandið" á Íslandi.
Ímyndað "píslarvætti", þar sem skoðanir viðkomandi eru "bannfærðar" og "bannaðar" af "ríkjandi pólítískri stétt", getur jafn oft og ekki haft þveröfug áhrif.
Það var mun árangursríkara að berjast við kommúnisma en að að banna hann og ég held að það sama eigi við nazisma og ýmsan annan ófögnuð.
Sjálfur hef ég verið "uppfullur af fordómum" á ýmsum æviskeiðum, en í flestum tilfellum náð að yfirvinna þá, þó að sjálfsagt sé þar ennþá verk óunnið. Ég hef stundum sagt að engin leið hafi verið að sleppa við slíkt, í því samfélagi sem ég ólst upp í. Ef til vill skrifa ég um það síðar.
En bönn hafa ekki spilað neina rullu, í því að losa mig undan fordómunum að ég tel. Ég er jafnvel ekki frá því að þeir sem predika þá, hafi jafnvel haft þar mikið sterkari áhrif, sem og lífið sjálft, það sem við köllum lífsreynslu.
Það er reyndar merkilegt nokk að sé tekið mið af því sem sagt er um skoðanir Gústafs um múslima og samkynhneigða, þá fara skoðanir margra múslima og Gústafs nokkuð saman, nema að sjálfsögðu um réttindi múslima.
Því það eru ekki bara til "kristilegir demókratar", það eru líka til það sem ég kýs oft að kalla "kristilega Talíbana".
Ég meira að segja leyfi mér að efast um að þar fari Gústaf einn, eða sé fremstur í flokki.
En að öllu þessu sögðu þá á Framsóknarflokkurinn að sjálfsögðu rétt á því að setja fram hvern sem er til setu í nefndum borgarinnar og sama rétt á því að draga hann til baka.
En einhvern veginn fæ ég það á tilfinninguna að þessi "hringferð" og "upphlaup" hafi ekki orðið neinum til framdráttar. Ekki Framsóknarflokknum, en ekki mannréttindum, eða baráttunni gegn fordómum heldur.
P.S. Það borgar sig svo aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann er að gera mistök. Það er kennt í "pólítík 101" (þá er ég ekki að tala um póstnúmerið), er það ekki?
Hraðnámskeið í pólitískum rétttrúnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2014 | 12:29
Auðvitað er Framsókn stjórntæk. Fleiri vildu Framsókn í borgarstjórn en Vinstri græn eða Pírata
Ýmsir stjórnmálamenn og álitsgjafar hafa sett sig í yfirlætislegar stellingar og talað um að Framsóknarflokkurinn sé ekki stjórntækur. Þar sem þessar fullyrðingar virðast helst eiga við setu þeirra tveggja kvenna sem hlutu brautargengi til borgarstjórnar Reykjavíkur, er þetta auðvitað alls kostar rangt.
Framsóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í stjórn Reykjavíkur, borgarstjórn. Hann situr þar ekki vegna þess að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Píratar eða Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að hann væri tækur í stjórn borgarinnar.
Það var ákveðið af kjósendum, þeim hluta borgarbúa sem hefur atkvæðisrétt og nýtti sér hann.
Það er ekki til neitt sem heitir "góð" eða "slæm" atkvæði, "stjórntæk" eða "óstjórntæk" atkvæði, það er bara til ein gerð af atkvæðum.
Það er rétt að hafa í huga að Framsóknarflokkurinn fékk fleiri atkvæði en til dæmis Vinstri græn og Píratar. Fleiri Reykvíkingar vildu að Framsóknarflokkurinn kæmi að stjórn borgarinnar en kærðu sig um að Vinstri græn eða Píratar gerðu það.
Að mínu mati er það ekki til fyrirmyndar þegar stjórnmálamenn gera lítið úr kjósendum andstæðinga sinna.
Það eiga allir rétt á að velja sína fulltrúa í lýðræðisríkjum. Gerum ekki lítið úr því. Allra síst fer það þeim stjórnmálamönnum vel sem rétt höfðu það inn í borgarstjórn.
Að þessu sögðu er það að sjálfsögðu öllum í sjálfsvald sett, hverja þeir kjósa sem samstarfsmenn, en að hefur ekkert með "stjórntæki" eins eða neins að gera.
Framsókn er stjórntæk, hún er í borgarstjórn með 2. fulltrúa, vegna þess að borgarbúar ákváðu að svo yrði.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.6.2014 | 10:34
Að eiga samstarf bæði til hægri og vinstri
Ýmsa hef ég séð vilja gera mikið úr því að Björt framtíð starfi bæði með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í sveitarstjórnum.
Persónulega get ég ekki séð að í því felist nein breyting í Íslenskum stjórnmálum.
Þar hefur tíðkast í gegnum árin og áratugina að allir starfi með öllum, þó að vissulega finnist flokkum samstarfsmöguleikarnir mis álitlegir. Í sveitarstjórnum spila svo persónurnar gjarna stærri rullu.
En allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn (sem eðli málsins samkvæmt vinnur aðeins til vinstri) og VG/Alþýðubandalagið (sem á ekki annan kost en að vinna til hægri) hafa átt samstarf, sitt á hvað til vinstri eða hægri.
Það hefði frekar talist til tíðinda ef stjórnmálaflokkur útilokaði samstarf við annan flokk, hvort sem það hefði verið Björt framtíð eða einhver annar.
Það má enda telja Bjartri framtíð það pólítísk lífsnauðsyn að starfa með öðrum flokkum en Samfylkingunni, ef henni stendur slíkt til boða. Ef BF hefði aðeins samtarf til vinstri, eða við Samfylkinguna, er hætt við að kjósendur hættu fljótlega að sjá nokkurn tilgang með því að gefa BF atkvæði sitt. Ef enginn munur er á Samfylkingu og BF (lítill er hann að mínu mati) gætu kjósendur allt eins greitt SF atkvæði sitt.
Það gerðist að hluta til í Reykjavík, nú í nýafstöðnum kosningum og verður líklega ekki svo auðvelt fyrir Bjarta framtíð að vinda ofan af þeirri þróun.
Hitt er svo einnig að það kann að vera klókt af hálfu Sjálfstæðisflokksins að hjálpa til við að "establisera" þriðja vinstra miðjuflokkinn, það gefur möguleika á fleiri samstarfsaðilum og ýtir undir pólítíska þróun sem gæti orðið flokknum hagstæð.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2014 | 06:50
Dvalarstaður Gorbachevs í Reykjavík, rifinn í Kína
Þeir eru líklega býsna margir sem muna eftir leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs í Reykjavík 1986. Nýlega las ég að til stæði að gera kvikmynd um atburðinn.
En nú nýverið var dvalarstaður Gorbachevs á meðan á Reykavíkurdvölinni stóð, rifinn í Kína, ef marka má frétt Eistneska ríkisútvarpsins.
Skipið Georg Ots, nefnt eftir frægum Eistneskum söngvara á býsna merka sögu, og á sinn stað í minningum margra Eistlendinga, bæði á meðan Sovéska hernáminu stóð og fyrstu árum endurheimts sjálfstæðis.
En líklega hefur saga skipsins risið hvað hæst, þegar því var siglt til Íslands og hýsti leiðtoga Sovétríkjanna á meðan á fundum hans með Reagan stóð, árið 1986.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2014 | 19:30
Annar taktur í sveitastjórnarmálum?
Það hefur vakið athygli mína í fréttum í dag, að Framsóknarflokkurinn í Skagafirði hefur ákveðið að taka Sjálfstæðisflokkinn með sér í meirihluta, þrátt fyrir að Framsókn hafi meirihluta bæjarfulltrúa.
Sömuleiðis er Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi, sem einnig hlaut hreinan meirihluta, í viðræðum við Bjarta framtíð um að koma í meirihlutasamstarf.
Þetta finnst mér athyglivert og bendir til áhuga á að stjórna á breiðari grunni. Ef til vill bendir það einnig til þess að sveitarstjórnarfólki finnist í einhverjum tilfellum minnsti hugsanlegi minnihluti ekki vera nógu traustur, enda hafa meirihlutar í sveitastjórnum sprungið í vaxandi mæli undanfarin ár.
En þetta er þróun sem mér finnst vert að gefa gaum.
Tóku sjálfstæðismenn með í meirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2014 | 19:35
Ofmat á skoðanakönnunum. Hugsast getur að kjósendur hafi einfaldlega skipt um skoðun
Margir vilja meina að misræmi á milli skoðanakannana og kosningaúrslita megi fyrst og fremst rekja til þeirra sem ekki mættu á kjörstað.
Þeir virðast hafa ofutrú á að skoðanakannanir hafi verið réttar, en það hafi einfaldlega ekki rétt úrtak mætt á kjörstað.
Getur ekki einfaldlega verið að þó nokkur fjöldi kjósenda hafi einfaldlega skipt um skoðun, stuttu fyrir kjördag, eða hreinlega á kjördag.
Umfjöllun og umræðum um kosningar halda jú áfram fram á síðustu stundu.
Umræðuþáttur með oddvitum í Reykjavík var á dagskrá RUV kvöldið fyrir kjördag. Gæti ekki hugsast að ýmsir kjósendur hafi t.d. skipt um skoðun á meðan þeir horfðu á umræðurnar?
Getur ekki verið að hluti kjósenda hafi ekki líkað frammistaða t.d. Dags Eggertssonar í þeim þætti, eða hvað hann hafði fram að færa?
Getur ekki verið að aðrir hafi séð að það væri engin munur á því að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Bjarta framtíð?
Einnig má hugsa sér að sumir kjósendur hafi hrifist af frammistöðu fulltrúum Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks í þættinum.
Skoðanakannanir eru allra góðra gjalda verðar. En þær mæla stöðuna eins og hún var, með þó nokkrum frávikum þó.
Það tekur ekki nema augnablik að skipta um skoðun, stundum gerist það í kjörklefanum.
Ósamræmi milli kannana og úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 4.6.2014 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2014 | 19:05
Kosningar á netinu auka ekki kosningaþátttöku. Aðeins áhugaverð stjórnmál og stjórnmálamenn geta gert það
Nú að nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum er mörgum brugðið yfir þeirri staðreynd hvað kosningaþátttakan er léleg og hefur farið hratt minnkandi.
Margir telja að nauðsynlegt sé að hefja netkosningar til vegs og virðingar, svo auka megi kosningaþátttöku.
Persónulega er ég á öndverðri skoðun, þó að tækninni fleygi sífellt fram, hef ég ekki séð neinar sterkar vísbendingar um að netkosningar auki kosningaþátttöku, en hins vegar bjóða þær ýmsum hættum heim.
Fáar, ef nokkrar, þjóðir hafa meiri reynslu af netkosningum en Eistlendingar. Þar voru fyrstu kosningarnar með þeim möguleika að greiða atkvæði á internetinu haldnar 2005. Það voru sveitarstjórnarkosningar, en síðan hafa verið haldnar þingkosningar, bæði til þings Eistlands og Evrópusambandsþingsins, þar sem boðið hefur verið upp á þann möguleika að greiða atkvæði á netinu.
Netkosningar fara ávalt fram nokkrum dögum fyrir hinn eiginlega kjördag. Þannig lokar netkosningin 2 til 3 dögum fyrir kjördag. Líklega er þetta gert í öryggisskyni, þannig að möguleiki sé á að hvetja kjósendur til að endurtaka atkvæði sín á "hefðbundin" hátt, ef eitthvað kemur upp á hvað varða e-atkvæðin.
Þeim fjölgar (sem hlutfalli) sem greiða atkvæði sín á netinu. En það hefur ekki orðið til þess að stórauka kosningaþátttöku, sem fer upp og niður eftir sem áður.
Þannig minnkaði kosningaþátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins sem voru í maí. Þar fór kosningaþátttakan úr u.þ.b. 44% árið 2009 í u.þ.b. 36% í ár. Hvoru tveggja er þó betri þátttaka en árið 2004, er þátttakan var u.þ.b. 22%.
En auðvitað segja prósentutölur ekki alla söguna, það sem skiptir líklega mestu máli er hvort kjósendum finnst kosningarnar skipta máli og hvort að frambjóðendur nái til þeirra. Þannig vilja margir þakka Indrek Tarand aukninguna í Evrópusambandsþingkosningunum árið 2009. Hann var í einmenningsframboði, en hlaut rétt tæp 26% atkvæða. Aðeins 1. stjórnmálaflokkur náði fleiri atkvæðum og var munurinn um 1100, eða um kvart %. Atkvæðafjöldi hans hefði nægt til að koma 2. mönnum á þingið, en hann var einn í framboði.
Þannig hefur kosningaþátttaka verið upp og niður í Eistlandi, en óhætt yrði að segja að Eistlendingar yrðu nokkuð ánægðir með kosningaþátttöku þá sem Íslendingum þykir nú svo arfaslök
Hins vegar færa e-atkvæðagreiðslur þeim sem ekki eru staddir í heimalandinu, eða búa langt frá kjörstað að sjálfsögðu gríðarleg þægindi. Það skiptir miklu máli í landi eins og Eistlandi þar sem tugir þúsunda sækja vinnu í öðrum löndum eða búa jafnvel í öðrum heimsálfum.
En netkosningar koma ekki án galla. T.d. er ekki lengur hægt að tryggja að kjósendur séu "einir í kjörklefanum". Það er hugsanlegt að einstaklingur kjósi undir "pressu" og auðveldara er að fylgjast með því að kosið sé "rétt". Atkvæðakaup eru einnig gerð auðveldari og "tryggari".
Hugsanlegt er að einstaklingar afhendi öðrum aðgang sinn að kosningakerfinu.
Ég held að aðeins áhugaverð stjórnmál og áhugaverðir stjórnmálamenn geti aukið kosningaþátttöku.
Það sem er ef til vill ekki hvað síst áhugavert, er hvað áhugi virðist minni fyrir sveitarstjórnarkosningum (sérstaklega í stærri sveitarfélögum), en t.d. Alþingiskosningum. Þó eru sveitarfélög ekki síður að taka ákvarðanir sem snerta daglegt líf borgaranna.
Margir greiða hærra hlutfall af launum sínum til sveitarfélagsins en til ríkisins. Ef ég man rétt er það ekki fyrr en um og yfir 300.000 króna tekjum sem einstaklingur fer að borga hærri tekjuskatt en útsvar.
Hér fyrir eru tvær greinar af netinu um netkosningar í Eistlandi.
http://www.eui.eu/Projects/EUDO-PublicOpinion/Documents/bochslere-voteeui2010.pdf
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)