Auðvitað er Framsókn stjórntæk. Fleiri vildu Framsókn í borgarstjórn en Vinstri græn eða Pírata

Ýmsir stjórnmálamenn og álitsgjafar hafa sett sig í yfirlætislegar stellingar og talað um að Framsóknarflokkurinn sé ekki stjórntækur.  Þar sem þessar fullyrðingar virðast helst eiga við setu þeirra tveggja kvenna sem hlutu brautargengi til borgarstjórnar Reykjavíkur, er þetta auðvitað alls kostar rangt.

Framsóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í stjórn Reykjavíkur, borgarstjórn.  Hann situr þar ekki vegna þess að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Píratar eða Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að hann væri tækur í stjórn borgarinnar.

Það var ákveðið af kjósendum, þeim hluta borgarbúa sem hefur atkvæðisrétt og nýtti sér hann.

Það er ekki til neitt sem heitir "góð" eða "slæm" atkvæði, "stjórntæk" eða "óstjórntæk" atkvæði, það er bara til ein gerð af atkvæðum.

Það er rétt að hafa í huga að Framsóknarflokkurinn fékk fleiri atkvæði en til dæmis Vinstri græn og Píratar.  Fleiri Reykvíkingar vildu að Framsóknarflokkurinn kæmi að stjórn borgarinnar en kærðu sig um að Vinstri græn eða Píratar gerðu það.

Að mínu mati er það ekki til fyrirmyndar þegar stjórnmálamenn gera lítið úr kjósendum andstæðinga sinna. 

Það eiga allir rétt á að velja sína fulltrúa í lýðræðisríkjum. Gerum ekki lítið úr því.  Allra síst fer það þeim stjórnmálamönnum vel sem rétt höfðu það inn í borgarstjórn.

Að þessu sögðu er það að sjálfsögðu öllum í sjálfsvald sett, hverja þeir kjósa sem samstarfsmenn, en að hefur ekkert með "stjórntæki" eins eða neins að gera.

Framsókn er stjórntæk, hún er í borgarstjórn með 2. fulltrúa, vegna þess að borgarbúar ákváðu að svo yrði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú segja Knold og Todt að framsókn sé ekki stjórntæk,og hafi farið yfir línuna.

Framsókn vill að íbúakosning fari fram um afturköllun þessarar lóðar,sem er við innkeyrsluna í Reykjavík,sem er sennilega brot á lögum, að gefa eigur borgarbúa, síðan er til efs að þessi Trúarbrögð, geti starfað innan þessa ramma sem Stjórnarskráin, setur trúfrelsinu.

Mér líst ekkert á að hafa Knold og Todt við stjórnina næstu fjögur árin,og vil meina að Samfylkingin sé ekki orðin stjórntæk eftir að hafa leitt Hrunið yfir þjóðina, fór með æðsta vald í Fjámálaeftirlitini og Viðskiptaráðuneytinu, og hæg voru heimatökin að grípa til ráðstafana fyrir Hrun, en ekkert var gert,og hörmungar Hrunsins skelt beint á fjölskyldurnar í landinu.

Ef Knold og Todt halda það vera að fara yfir strikið að vilja auka íbúalýðræði,þá er Knold og Todt ekki stjórntæk.

Síðan laug samfylkingin því að fólki að Skjaldborg yrði reyst um heimilin, það var svikið og Skjaldborg reyst um Fjármálafyrirtækin.

Valli Björs (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 13:14

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill og vel mælt.  Ég hef ekki séð þetta sjónarhorn viðrað áður en væri ekki ráð að skoða málið út frá þessu?????

Jóhann Elíasson, 17.6.2014 kl. 13:20

3 Smámynd: Elle_

Góður pistill, en ég er samt sammála Valla að ofan að Samfylkingin sé alls ekki stjórntæk (og varla lengur VG), það er gjörsamlega stjórnlaus flokkur.  En það er ekki stjórnmálamanna að kveða upp dóm um hvaða flokkur sé stjórntækur eða ekki.

Elle_, 17.6.2014 kl. 14:17

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Valli.  Ég er reyndar ekki sammála því að Samfylkingin sé ekki stjórntæk, en vissulega er þörf á að vanda valið á samstarfsmönnum og flokkum.

@Jóhann.  Þannig horfir þetta við mér.  Ég hef aldrei kosið Framsókn og er ekki stuðningsmaður flokksins.  En svona yfirlæti og dilkadrættir eru skringilegir.

@Elle.  Vísa til svarsins til Valla.  Þingflokkar sem eru fullir úlfúðar og lítt samhentir henta illa til samstarfs.  En yfirleitt má finna málefnalega lendingu milli flestra, bæði flokka og einstaklinga.

Stjórnmál eru list þess mögulega er stundum sagt.  Hið ómögulega á það þó til að gerast.

En það er hollt fyrir bæði sveitarstjórnarmenn og alþingismenn að hafa það í huga að bæði þeir og andstæðingar þeirra eru valdir af kjósendum - almenningi.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2014 kl. 14:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill, og gott að fá þennan punkt inn með kjósendur, það voru þeir sem vildu fá tvo fulltrúa framsóknar inn í borgarstjórnina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2014 kl. 15:25

6 Smámynd: Valur Arnarson

Góður pistill. Dagur B lítur einmitt þannig á málið, þ.e. að þeir borgarbúar sem eru honum ósammála séu annars flokks. Dagur og samfylkingin hafa engan áhuga á lýðræði. Lýðræði á bara að vera fyrir kjósendur samfylkingarinnar. Þetta kallast á mannamáli að vera blindaður af pólitískri rétthugsun.

Valur Arnarson, 17.6.2014 kl. 19:26

7 identicon

Ég tek undir með þeim sem halda því fram að flokkur sem vill brjóta mannréttindi á ákveðnum hópum er vart stjórntækur enda hefur sagan sýnt að undanlátssemi við slík viðhorf endar gjarnan að lokum með miklum ósköpum.

Málið snýst alls ekki um úthlutun á lóð heldur um að útiloka ákveðna trúarhópa frá því að fá lóð til að stunda sína trú. Þar að auki er búið að úthluta lóðinni. Það er ekki hægt að snúa tilbaka með það úr því að lóðarhafi hefur ekki gerst brotlegur.

Að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bandalag með meirihlutanum til að minnka áhrif flokks sem byggir fylgi sitt að miklu leyti á fylgi alræmds haturshóp er því góðra gjalda vert. Þannig styrkir hann einnig stöðu sína.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 10:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn einn hatursáróðurinn. Gripin á afar hæpnum forsendum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2014 kl. 10:59

9 Smámynd: Valur Arnarson

Ásmundur

Það flokkast ekki undir "mannréttindabrot" að neita trúfélögum um ókeypis lóðir og að vera undanskilin gatnagerðargjöldum og það hefur engin meinað múslimum að "stunda sína trú". Þeir eins og allir aðrir litlir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að sætta sig við þröngan kost. Trúfélagið Vegurinn er gott dæmu um þetta en aðilar þess trúfélags hafa þurft að sætt sig við að vera á lofti iðnaðarhúsnæðis í áratugi. Það talar engin um "mannréttindabrot" í því samhengi. Það er umhugsunarvert!

Valur Arnarson, 18.6.2014 kl. 12:38

10 identicon

Nú held ég, að nú verði Borgin að úthluta öllum öðrum Trúfélögum sem þess óska,ókeypis lóð, því annað er bersínilega brot á jafnræðisreglu Stjórnsýslulaga, og jafnræðisreglu Stjórnarskrar.

Nú er svo komið að við komumst ekki hjá því, að skoða hvaða Trúfélög starfa innan þess ramma sem Stjórnarskráin setur trúfrelsinu,samb. 63.og65.gr.Stjórnarskrárinnar, og hreynlega banna þau Trúfélög sem starfa ekki innan ramma Stjórnarskrárinnar.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 13:31

11 identicon

Valur Arnarson, þetta er ekki spurning um hvort lóðin sé ókeypis. Það er aukaatriði. Það var túlkun borgaryfirvalda að það væri mismunun að gefa lútersku kirkjunni lóð en láta aðra trúarsöfnuði borga. Það eru auðvitað sterk rök.

Aðalatriðið er að Sveinbjörg vill ekki að múslímar fái lóð fyrir trúarsöfnuðinn. Það eru ótvíræð mannréttindabrot að gera þannig upp á milli trúarhópa og því fráleitt að hafa atkvæðagreiðslu um slíkt.

Mér vitanlega sækist Vegurinn ekki eftir lóð svo að ég skil ekki hvers vegna þú ert að blanda honum í þetta mál.

Málið snýst ekki um fordóma sem allir hafa í einhverjum mæli. Þetta er spurning um að gæta þess að almenn mannréttindi séu virt. Sveinbjörg hefur nú dregið orð sín tilbaka en situr uppi með að sitja í borgarstjórn vegna blekkinga.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 14:26

12 Smámynd: Valur Arnarson

Ásmundur

Túlkun borgaryfirvalda er ekki heilög kýr. Hún vísar því ekki í neitt annað en sig sjálfa. Borgaryfirvöld þurfa hins vegar að gera það upp við sig hvort þau ætli að halda áfram að sóa almannafé með því að útdeila fjármunum sem þeim ber ekki skylda til að útdeila. Einhverjum gæti þótt gjörningurinn ólöglegur. Ég hvet lög fróða menn að láta á það reyna.

Ef þú vilt halda áfram að notfæra þér senuna til að níðast á oddvita Framsóknarflokksins þá gerir þú það bara. En þú þarft ekki að reyna að halda því fram að hennar aðkoma að málinu sé "aðalatriðið", því það er hún svo sannarlega ekki.

Ég tók trúfélagið Veginn sem dæmi vegna þess að meðlima fjöldi þess er rétt um helmingi fleiri en meðlima fjöldi Félags múslima. Trúfélagið Vegurinn virðist hins vegar vel getað stundað sína trú þrátt fyrir þröngan húsakost og enginn virðist hafa áhyggjur af mannréttindum safnaðarmeðlima. Að öllu ofansögðu er erfitt að sjá nauðsyn þess að múslimar fái lóðina, jafnvel þótt þeir hafi viljað hana á besta stað.

Valur Arnarson, 18.6.2014 kl. 20:13

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er talað af postullegum innblæstri um jafnrétti og mannréttindabrot.

Hér hefur það komið fram að borgarstjóri hefur lýst yfir að enda þótt borgarfulltrúar B listans starfi í umboði fleiri kjósenda en borgarfulltrúar pírata og borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, háttvirtur forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir þá sé B listinn ekki stjórntækur! 

Þarf að útskýra eitthvað fyrir meirihluta borgarstjórnar? 

Árni Gunnarsson, 18.6.2014 kl. 21:33

14 identicon

Valur, að sjálfsögðu fara borgaryfirvöld eftir eigin túlkun sem þau hafa örugglega  fengið með aðstoð lögfræðinga. Reyndar vilja borgaruyfirvöld ekki þurfa að úthluta lóðum ókeypis til trúfélaga og hafa þess vegna beint þeim tilmælum til alþingis að lögum verði breytt í þá veru.

Það er engum vafa undirorpið að það sem olli því að meirihutinn taldi vafa leika á að framsókn væri stjórntæk voru þau ummæli Sveinbjargar að muslimar ættu ekki að fá úthlutaða lóð fyrir mosku meðan hér væri þjóðkirkja. Það er að sjálfsögðu ekki níð að vitna í hennar eigin ummæli sem enginn vafi leikur á að drógu til sín fjölda atkvæða freá alræmdum haturshóp.

Að sj+alfsögðu hefur enginn áhyggjur af mann 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 21:40

15 identicon

Fyrir slysni fór þetta innlegg inn á vefinn óklárað. Hér kemur það fullklárað:

Valur, að sjálfsögðu fara borgaryfirvöld eftir eigin túlkun sem þau hafa örugglega  fengið með aðstoð lögfræðinga. Reyndar vilja borgaryfirvöld ekki þurfa að úthluta lóðum ókeypis til trúfélaga og hafa þess vegna beint þeim tilmælum til alþingis að lögum verði breytt í þá veru.

Það er engum vafa undirorpið að það sem olli því að meirihlutinn taldi vafa leika á að framsókn væri stjórntæk voru þau ummæli Sveinbjargar að múslímar ættu ekki að fá úthlutaða lóð fyrir mosku meðan hér væri þjóðkirkja. Það er að sjálfsögðu ekki níð að vitna í hennar eigin ummæli sem enginn vafi leikur á að drógu til sín fjölda atkvæða frá alræmdum haturshóp.

Að sjálfsögðu hefur enginn áhyggjur af mannréttindum safnaðarmeðlima Vegarins meðan ekki er vitað til að nein mannréttindi hafa verið brotin á þeim. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 21:47

16 Smámynd: Valur Arnarson

Ásmundur

Ummæli Sveinbjargar voru fullkomlega eðlileg í ljósi þess skilnings sem lög fróðir menn eins og Brynjar Nílsen hafa á málinu. Enda er ekki hægt að skilja lögin öðruvísi en að slíkar úthlutanir eigi aðeins við um þjóðkirkjuna í besta falli eða kirkjur almennt í versta falli. Ekki er stafkrókur í þeim um moskur.

Það er mikil mótsögn í skrifum þínum þegar þú segir enginn mannréttindi brotin á félögum Vegarins en hefur svo miklar áhyggjur af múslimum þegar eins virðist komið á með þessum tveimur félögum hvað húsakosti snertir. Múslimar eru þó skrefinu framar þar sem búið er að lofa þeim lóð. Þeir eiga kannski áhrifa meiri vini.

Valur Arnarson, 19.6.2014 kl. 00:08

17 Smámynd: Valur Arnarson

Ásmundur

Þú fellur svo í sömu gildru og margir aðrir þegar þú útþynnir mannréttinda hugtakið. Mannréttindi eru að vera ekki misþyrmt, rænt, kúgaður, niðurlægður eða myrtur.

Það má svo alveg taka umræðuna um mismunun. En hana þarf að taka án upphrópana og niðurstaðan ætti að vera að jafnræðis sé gætt eins og títt nefnd Sveinbjörg sagði einmitt í umræðuþætti á RUV degi fyrir kosningar: "Allir úthlutanir sem ekki eru komnar til framkvæmda ættu að vera endurskoðaðar".

Valur Arnarson, 19.6.2014 kl. 00:55

18 identicon

Salmann svarar spurningum þínum (og virðist draga til baka að draga til baka að vilja höggva af fólki hendur. Segir það ætti að gera ef ríkið væri orðið Islamskara):

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC76DD228A-0605-4B46-8D47-4404E221A45B

R (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband