Að eiga samstarf bæði til hægri og vinstri

Ýmsa hef ég séð vilja gera mikið úr því að Björt framtíð starfi bæði með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í sveitarstjórnum.

Persónulega get ég ekki séð að í því felist nein breyting í Íslenskum stjórnmálum.

Þar hefur tíðkast í gegnum árin og áratugina að allir starfi með öllum, þó að vissulega finnist flokkum samstarfsmöguleikarnir mis álitlegir.  Í sveitarstjórnum spila svo persónurnar gjarna stærri rullu.

En allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn (sem eðli málsins samkvæmt vinnur aðeins til vinstri) og VG/Alþýðubandalagið (sem á ekki annan kost en að vinna til hægri) hafa átt samstarf, sitt á hvað til vinstri eða hægri.

Það hefði frekar talist til tíðinda ef stjórnmálaflokkur útilokaði samstarf við annan flokk, hvort sem það hefði verið Björt framtíð eða einhver annar.

Það má enda telja Bjartri framtíð það pólítísk lífsnauðsyn að starfa með öðrum flokkum en Samfylkingunni, ef henni stendur slíkt til boða.   Ef BF hefði aðeins samtarf til vinstri, eða við Samfylkinguna, er hætt við að kjósendur hættu fljótlega að sjá nokkurn tilgang með því að gefa BF atkvæði sitt.  Ef enginn munur er á Samfylkingu og BF (lítill er hann að mínu mati) gætu kjósendur allt eins greitt SF atkvæði sitt.

Það gerðist að hluta til í Reykjavík, nú í nýafstöðnum kosningum og  verður líklega ekki svo auðvelt fyrir Bjarta framtíð að vinda ofan af þeirri þróun.

Hitt er svo einnig að það kann að vera klókt af hálfu Sjálfstæðisflokksins að hjálpa til við að "establisera" þriðja vinstra miðjuflokkinn, það gefur möguleika á fleiri samstarfsaðilum og  ýtir undir pólítíska þróun sem gæti orðið flokknum hagstæð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband