Ofmat á skoðanakönnunum. Hugsast getur að kjósendur hafi einfaldlega skipt um skoðun

Margir vilja meina að misræmi á milli skoðanakannana og kosningaúrslita megi fyrst og fremst rekja til þeirra sem ekki mættu á kjörstað.

Þeir virðast hafa ofutrú á að skoðanakannanir hafi verið réttar, en það hafi einfaldlega ekki rétt úrtak mætt á kjörstað.

Getur ekki einfaldlega verið að þó nokkur fjöldi kjósenda hafi einfaldlega skipt um skoðun, stuttu fyrir kjördag, eða hreinlega á kjördag.

Umfjöllun og umræðum um kosningar halda jú áfram fram á síðustu stundu.

Umræðuþáttur með oddvitum í Reykjavík var á dagskrá RUV kvöldið fyrir kjördag.  Gæti ekki hugsast að ýmsir kjósendur hafi t.d. skipt um skoðun á meðan þeir horfðu á umræðurnar?

Getur ekki verið að hluti kjósenda hafi ekki líkað frammistaða t.d. Dags Eggertssonar í þeim þætti, eða hvað hann hafði fram að færa?

Getur ekki verið að aðrir hafi séð að það væri engin munur á því að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Bjarta framtíð?

Einnig má hugsa sér að sumir kjósendur hafi hrifist af frammistöðu fulltrúum Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks í þættinum.

Skoðanakannanir eru allra góðra gjalda verðar.  En þær mæla stöðuna eins og hún var, með þó nokkrum frávikum þó.

Það tekur ekki nema augnablik að skipta um skoðun, stundum gerist það í kjörklefanum.

 

 

 


mbl.is Ósamræmi milli kannana og úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband