Ber einhver pólítíska ábyrgð, eða eru fatlaðir einfaldlega of kröfuharðir?

Ég hef engan áhuga á því að fjalla um einstök atvik, eða persónur, en fréttir af Ferðaþjónustu fatlaðrar hafa verið með þeim hætti að eitthvað verulega mikið hlýtur að vera að.

Því er haldið fram að varað hafi verið við breytingum og að þær hafi verið illa undirbúnar.

Um slíkt get ég ekki dæmt, en spurningar hljóta að vakna hver ber ábyrgð á því sem hefur farið úrskeiðis. Þá ekki síst pólítíska ábyrgð.

Eða skyldu stjórnmálamenn ætla sér að koma fram og segja að fatlaðir séu einfaldlega of kröfuharðir, nú þegar ferðaþjónustu þeirra er afhent hver falleinkunin á fætur annari?

Skyldi mannréttindaráð Reykjavíkur álykta um málið? Eða álítur það að þetta falli utan verksviðs þess?

Skyldi einhver bera ábyrgð, eða er búið að fela hana það vel og dreyfa, að allir geta brosað og sagt, við gerum bara betur næst?

 


mbl.is Upplifa hræðslu, óöryggi og röskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfum við ekki að fara í herferð gegn borgarstjórnarmeirihlutanum fyrir sína fyrirlitningu á fötluðum, svona fordóma viljum við ekki hafa þar.

Halldór (IP-tala skráð) 5.2.2015 kl. 14:27

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór Ég held reyndar að þetta snúist um miklu meira en borgarstjórnarmeirihlutann, þó að vissulega hljóti hann að bera mesta ábyrgð, sem stjórnandi stærsta sveitarfélagsins og líklega stærsti eigandi að Strætó.

En það breytir því ekki að einhver ætti að bera ábyrgð á klúðrinu gagnvart íbúum á svæðinu, og sérstaklega fötluðum.

Hefur einhver gengist við þeirri ábyrgð?

Eða eru allir að "grufla í excelskjölunum?

Líklega vantar "umboðsmann borgaranna" á höfuðborgarsvæðinu til að skoða málið.

En svo er hitt vissulega til í dæminu, að fatlaðir séu "bara of kröfuharðir".  Er það ekki tilfellið með Reykvíkinga almennt?

G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2015 kl. 14:44

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll nafni

Sá eini í mannréttindaráði sem hugsanlega hefði látið til sín taka í þessu máli var rekinn um leið og hann var ráðinn.  Þannig að ég á ekki von á neinu vitrænu þaðan.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.2.2015 kl. 15:28

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Tómas Eru ekki allir borgarfulltrúar uppteknir við að koma á fót "Friðastofnum", eða finna út hvaða götu eigi að þrengja næst?

Það getur auðvitað ekki gengi að "Mannréttindaráð" fari eitthvað að gagnrýna "góða fólkið", það var ekki til þess sem það var sett of stofn.

G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2015 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband