Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Vindhögg Þorgerðar

Eins og stundum áður finnst mér erfitt að taka mark á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.  Hún setur gagnrýni sína fram á skringilegan máta.

Það vill svo til að Ísland er ekki eitt um að gera þennan samning, það þarf jú fleiri til.

Fyrst skal auðvitað nefna Breta, svo Norðmenn, Liechtensteina, og svo eru Íslendingar auðvitað fjórði aðilinn.

Allar þessar þjóðir hafa sent frá sér tilkynningar um samningin í dag.  Flestar á svipuðum tíma og hann var kunngerður á Íslandi.

Líklega hafði engin þessara þjóða fyrir því að spyrja Þorgerði, eða aðra í stjórnarandstöðunni um leyfi.

Ef til vill trúir Þorgerður því að utanríkisráðuneyti þessara þjóða hafi sammælst um að aðstoða Guðlaug Þór í prófkjöri, eða var þessu vindhöggi hennar ætlað að fella "pólítískar keilur"?

Líklegar er að kynningin hafi átt sér stað í dag vegna þess að samningum er náð.  Ef til vill vegna þess að þessum þjóðum (líklega ekki síst Bretum) þykir akkur í því að kynna það sem þeir telja góðan fríverslunarsamning og frekar yfirgripsmikinn ef ég hef skilið rétt.

Bretar sækjast enda eftir því að gera marga slíka á næstunni.

En það er rétt að hafa í huga að eins og ég hef skilið málið, er samningum náð en undirritun er enn eftir.

Samningurinn er því óstaðfestur og verður líklega kynntur á Alþingi áður en til þess kemur.

Upphlaup Þorgerðar og annara stjórnarandstæðinga er því illskiljanlegt.

Samningurinn hefur hins vegar vakið þó nokkuð mikla athygli um víða veröld.  Hér má lesa frétt Reuters, BBC, Bloomberg (fyrsta frétt Bloomberg er frá fimmtudeginum 3. júní), Intrafish.

Samingurinn vekur athygli í Kanada og í Ástralíu og sjálfsagt víðar.

Ef tímasetningar á þessum fréttum er skoðuð sýnist mér að þær séu að koma í loftið á svipuðum tíma og á Íslandi, sumar jafnvel örlítið fyrr.

Því sýnist mér tímasetningin á Íslandi vel boðleg, en meiri spurning með málflutning Þorgerðar.

 


mbl.is Þorgerður segir tímasetninguna ekki boðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnskt fyrirtæki fær einkaleyfi (patent) á nýrri tegund nefúða gegn Covid

Á þeim ca. 17. mánuðum sem hafa liðið síðan "veiran" tók yfir í umræðum og fréttum hef ég (líkt og líklega margir aðrir) lært obbolítið um veirur en jafnframt fullt af nýjum orðum og lyfjaheitum.

Lyfjaheiti s.s. Ivermectin og hydroxychloroquine hafa oft komið upp í umræðunni og sitt sýnst hverjum.

Alls kyns fullyrðingar bylja á skilningarvitunum og enn fleiri skoðanir.

En nú hefur Finnskt lyfjafyrirtæki,Therapeutica Borealis, sem er staðsett í Turku (allt of þótt það með svalari bæjarheitum) þróað nýtt nefúðalyf gegn Covid-19.

Megininnihaldsefni eru fyrrnefnd, Ivermectin og hydroxychloroquine ásamt aprotinin (sem ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á áður).

Eða eins og segir í frétt Yle: "The firm said that the drug's active ingredients – aprotinin, hydroxychloroquine and ivermectin – are well-known and widely used drugs, but in this product are used in a new, targeted manner on the upper respiratory mucous membrane."

Stuttu síðar má lesa í fréttinni: "Aprotinin is a protease inhibitor while ivermectin is an antiparasitic and hydroxychloroquine has been used against malaria – and has been touted as a Covid-19 treatment by Brazilian President Jair Bolsonaro and former US President Donald Trump among others.

Earlier this year ivermectin manufacturer Merck said there was “no scientific basis for a potential therapeutic effect against Covid-19” and “no meaningful evidence for clinical activity or clinical efficacy in patients with Covid-19.”"

En þetta fyrirtæki  hefur ákveðið að láta hvorki nafn Trumps né Bolsonaro letja sig við að setja saman þetta lyf gegn Covid og hefur nú náð þeim áfanga að fá einkaleyfi á samsetningunni í Bandaríkjunum.

Hvort að þessi "kokteill" eigi eftir að njóta vinsælda eða verða viðurkenndur víðast um heim á eftir að koma í ljós.

Hitt er þó líklegt að "Veiran" sé ekki við það að hverfa af sjónarsviðinu eins fljótt og margir óska og því geta handhæg lyf verið áhrifaríkt vopn gegn henni.

Hér má lesa frétt Yle um nefúðann.


Kókaín og áhættusamt kynlíf fugla

Upplýsingaflæðið er mikið nú til dags og erfitt að velja úr öllu því sem býðst.  Hér fyrir neðan er stórskemmtileg ræða Rand Paul, sem hann flutti nýlega í Bandarísku öldungadeildinni.

Umræðuefnið er fjármál Bandaríska ríkisins og sóunin sem Paul telur þar viðgangast.

Það er rétt að minnast á að ræðan er rétt undir 30 mínútum, því enn eru til stjórnmálamenn sem koma ekki hugsunum sínum fyrir í "tvíti".

En ræðan er fróðleg og ég mæli með henni, tilvalið t.d. á meðan unnið er í tölvunni.

 


Sviss segir nei við "Sambandið", ekki þörf á frekari viðræðum

Ef marka má fréttir hefur Sviss ákveðið að slíta viðræðum þeim sem það hefur átt við Evrópuambandið og hafa staðið yfir síðan 2013.

Kröfur "Sambandsins" um "frjálsa för fólks" og þannig fullan aðgang að Svissneskum vinnumarkaði virðist vera það sem viðræðurnar slitnuðu á.

Sviss er fjórði stærsti viðskiptaland "Sambandsins", en það er stærsti viðskiptafélagi Sviss. Aðeins Kína, Bandaríkin og Bretland eru eiga meiri viðskipti við "Sambandið".

Þannig að það er ekki hægt að segja að Evrópusambandið eigi í auðveldu sambandi við sín stærstu viðskiptalönd.

"Seven years of negotiations finally ended with nothing

Switzerland said “there is no agreement” to Brussels’ demands for freedom of movement and withdrew from seven years of tortuous trade negotiations with the European Union on Wednesday.

Bern pulled out after years of difficult single market access talks reminiscent of the European Commission’s Brexit negotiations with the UK over the past four years.

“The Federal Council today made the decision not to sign the agreement, and communicated this decision to the EU. This brings negotiations […] to an end, “the Swiss government said.

“There are still substantial differences between Switzerland and the EU on key aspects of the agreement. Therefore, the conditions for signing the agreement are not met, “he said after a cabinet meeting.

The commission, which negotiates on behalf of the 27 EU member states, said it took note of the “unilateral decision.”

“We regret this decision,” he said of the decision to “end” the negotiations, which began in 2013.

Swiss ministers blamed the EU’s demands for full access to its labor market, even for those seeking work. They said it could have led non-Swiss citizens to obtain social security rights in the country."

...

"EU officials said access to the single market depends on acceptance of Brussels rules and regulations, including free movement and the jurisdiction of the European Union Court of Justice.

They accused Bern of “choosing” after Swiss negotiators refused to give in to their demands for “a level playing field” on issues such as state subsidies and regulatory alignment.

They had demanded a dynamic alignment, with Swiss rules automatically changing to follow those of the EU over time.

An EU official said that without the agreement it would be impossible to negotiate new access to the single market and that existing access would “erode” over time as existing agreements age."

Sjá hér.

"

Politically, the Swiss rejection of the agreement deals a huge blow to the Commission, which has been heavily investing at the highest level to make the deal work — first under former Commission President Jean-Claude Juncker and then his successor Ursula von der Leyen, who both personally took charge of the file. Juncker said in 2019 that one of the three "biggest regrets" of his tenure was his inability to finalize the deal with Bern.

Brexit had complicated the talks as the Commission’s hard negotiating position toward the U.K. government on issues such as protecting the EU's single market meant that Brussels did not want to be perceived as being more flexible with the Swiss.

Von der Leyen had been hoping to take a big step toward completing Juncker's task when she met Swiss President Guy Parmelin last month, but instead, the meeting failed to bridge differences on three key areas in which the Swiss demanded exemptions: state aid rules, EU citizens' ability to access the Swiss welfare system and protection of higher Swiss wages. Right-leaning Swiss politicians argued that without concessions in these areas, the agreement would be at risk of being voted down in a referendum.

The Commission has rejected such exemptions as "simply not acceptable," arguing that Switzerland's "privileged access" to the EU market means it must abide by similar rules as the bloc's member countries: "That is fundamentally a matter of fairness and legal certainty." An EU factsheet said the bloc had wanted to keep the door open to further negotiations and claimed that Brussels "formulated compromises which go a long way towards the Swiss concerns.""

Sjá hér.

...

"The Swiss government has highlighted three issues: protection of wages, rules governing state aid, and the right of EU citizens working in Switzerland to claim Swiss welfare benefits as part of freedom of movement.

Foreign Minister Ignazio Cassis said Switzerland could not accept EU demands for equal rights for EU workers as it would have meant an unwanted "paradigm shift" in Switzerland's migration policy. The government also feared it could lead to higher social security costs."

Sjá hér.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu.  Evrópusambandið virðist eiga í vaxandi erfiðleikum að ná samningum, ekki síst við sína næstu nágranna.

 


Hljómar ágætlega... þangað til....

Það hefur lengi tíðkast að hafa horn í síðu lyfjafyrirtækja og "óhóflegs hagnaðar" þeirra.

Mörg þeirra eru á meðal stærri fyrirtækja heims.

En hvað býr að baki og hvers vegna?

Vissulega er saga lyfjaiðnaðar þyrnum stráð og þar er ekki vandi að finna dæmi þar sem lyf hafa valdið skaða og jafnvel að lyfjafyrirtæki hafi vísvitandi markaðssett lyf sem seinna meir hafa verið bönnuð, eða hafa valdið jafnvel meiri vanda en þau leystu.

Eftirlit með lyfjaframleiðslu og markaðssetningu þeirra hefur þau aukist all verulega með tímanum.

Heroin, var upphaflega vöruheiti á "over the counter" lyfi (gegn hósta), amfetamín var einnig í útbreiddri notkun, jafnvel sem megrunarlyf. Þessi "lyf" voru bæði upphaflega markaðssett í Þýskalandi.

En líklega hefur lyfjaiðnaðurinn oftast nær verið hvoru tveggja, haldreipi og skotspónn víðast um lönd.

Það er enda engin skortur á dæmum um að lyf hafi valdið tjóni, en sömuleiðis eru það ófáar milljónir sem hafa átt lengra líf lyfjum og lyfjaiðnaðinum að þakka. Ekki síst í samstarfi og bland við framfarir í læknavísindum.

Sá sem þetta skrifar þar á meðal.

En hvað kostar að þróa lyf og hvernig eiga þeir sem það gera að fá kostnaðinn til baka?

Stuttur tími einkaleifa hvað lyf varðar, ýtir í að mörgu leyti undir hátt verð.

Ef ég hef skilið rétt, rennur einkaleyfi í lyfjaframleiðslu út eftir 20 ár víðast hvar.  Allur kostnaður við þróun þarf því að greiðast á þeim tíma.

Hugverk, s.s. tónlist, leikverk o.s.fr., njóta verndar til æviloka höfundar og 70 árum lengur.

Hvort skyldi hafa spilað stærri rullu í velferð almennings, lyf, tónlist eða leikverk?

En auðvitað heyrast sjónarmið eins og að það sé ekki réttlætanlegt að hagnast á veikindum eða óhamingju annara.

Það er hægt að líta á slíkt frá mörgum sjónarhornum.

Ef t.d. er horft til fyrirtækis s.s. Össurs, segja sjálfsagt einhverjir að fyrirtækið hagnist á örkumlum og fötlun þúsunda einstaklinga. 

Það er í sjálfu sér ekki rangt.

En svo má líka segja að fyrirtækið hagnist á því að finna upp og endurbæta tól og tæki sem gera líf einstaklinga sem hafa orðið fyrir slysum og eru fatlaðir, svo óendanlega betra.

Sjálfur aðhyllist ég seinna sjónarhornið sem ég set hér fram (sjálfsagt eru þau fleiri).

Það er eins með þau bóluefni sem komin eru fram gegn kórónuveirunni. Miklum fjármunum hefur verið varið til þess að þróa þau.

MRNA tæknin sem bóluefnin frá Moderna og Biontech/Pfizer byggja á byggja á rannsóknum sem hafa staðið yfir svo árum skiptir.  Upphaflega var tæknin ætluð til að vinna gegn krabbameini (og mun án efa nýtast til þess í framtíðinni).

Bóluefnið frá Oxford háskóla/AztraZeneca nýtur rannsókna og þróunar sem höfðu verið unnar fyrir bóluefni gegn malaríu.

Hefur "heimsbyggðin" einhvern rétt til þess að svipta þessi fyrirtæki þeim tekjum sem þau þurfa á að halda til þess að vinna að áframhaldandi rannsóknum?

Það er einfalt fyrir misvitra stjórnmálamenn s.s. Joe Biden að að ákveða að einkaleyfi skuli falla úr gildi.

Stjórnmálamönnum finnst gjarna ekkert að því að gefa fjármuni sem ekki tilheyra þeim.

Hins vegar má alveg hugsa sér að Bandaríkin og aðrar af ríkustu þjóðum heims kaupi einkaleyfið af lyfjafyrirtækjunum.  Það er ekki eins og þær séu ekki að "henda" milljörðum í vitlausari hluti.

En það er varhugavert að neita fyrirtækjum um hugsanlega umbun fyrir árangursríkar rannsóknir.

Hér má finna lista yfir lyfjafyrirtæki sem hafa "horfið" á undanförnum árum.  Rannsóknir og þróun eru langt í frá að vera ávísun á hagnað.

P.S. Svo er langt frá því að hægt sé að treysta hvaða fyrirtæki sem er til þess að framleiða bóluefni þó að einkaleyfi yrðu afnumin. 

Framleiðslan er nákvæmnisverk og krefst stundum hundruða efna.  Lítið þarf út af að bregða svo að útkoman geti verið hættuleg.


mbl.is Einkaleyfi bóluefna verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakka netverslunin

Það er ekki nauðsynlegt að vera Franskur til að opna netverslun með áfengi fyrir Íslendinga, en líklega þarf að vera hæfilega frakkur.

En "Franskri" netverslun með hluta af starfsemi sinni, eða samstarfsaðila á Íslandi eru flestir vegir færir.  Þannig er lagaumhverfið sem Íslendingum og Íslenskum fyrirtækjum er boðið upp á.

Eiginlega til skammar.

Hvað eru margar vikur síðan ríkisstjórn og Alþingi heyktist á að breyta fyrirkomulaginu til eðlilegra horfs?

Aðeins var þó um örlítið skref að ræða.

Að leyfa innlendum vefverslunum að starfa á jafnréttisgrundvelli gegn erlendum.

En á meðan margir stjórnmálamenn (og áhangendur þeirra) eru þeirrar skoðunar að sjaldan eða aldrei "sé rétti tíminn" til að ræða svona mál, "Erum við ekki í miðjum faraldri", þá heldur lífið utan stjórnmálanna áfram.

Sjálfsagt munu einhverjir stjórnmálamenn, sem og hluti almennings vilja "skerpa á reglum", "herða lögin", "bara banna þetta". 

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum yfirvalda.

ÁTVR telur líklega að "hætta sé á að grundvöllur fyrirtækisins bresti".  Verði svo er það sérstakt fagnaðarefni.

Ríkið mun eftir sem áður taka til sín stærstan hluta áfengisverðs, skattar sjá til þess.

En það er jákvætt ef áfengisala á Íslandi er á leið inn í 21. öldina.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bjórinn er 25% ódýrari í nýrri netverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtæki í opinberri eigu með forskot í samkeppni við einkageirann?

Það er áhugavert að lesa þessa frétt. Hér eru fyrirtæki í opinberri eigu að keppa við einkafyrirtæki og hefur betur.

Fyrst er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort að um aðstöðumun er að ræða og ef svo er í hverju er hann fólginn?

Er hann fólginn í betri og ódýrari aðgangi að lánsfé vegna þess að fyrirtækið er opinberri eigu?

Hefur fyrirtækinu verið lagt til fé af eigendum sínum (t.d. í upphafi), útsvar borgarbúa notað til að tryggja starfseminni ódýrt fjármagn?

Fær fyrirtækið viðskipti frá eigenda sínum án útboðs?

Hyglar eigandi fyrirtækinu á einhvern annan hátt?

Greiðir fyrirtækið arð í borgarsjóð?

Eða er þetta allt "fer og skver"?

Það er þarft að velta því fyrir sér hvar samkeppni hins opinbera á sér stað og hvernig er brugðist við henni.

Eitt af því fyrsta sem kemur auðvitað upp í hugann er Ríkisvútvarpið og forskot þess á samkeppnismarkaði.

En ekki síður er vert að velta fyrir sér ásókn Kínverskra ríkisfyrirtækja inn á markaði víða um heim.

Mörg ríki, ekki síst Bandaríkin og ríki innan Evrópusambandsins vilja fara að grípa til aðgerða gegn ásælni og hugsanlegra undirboða Kínverskra ríkisfyrirtækja.

Ekki er ólíklegt að til einhverra lagasetninga komi til að tryggja samkeppnisgrundvöll innlendra fyrirtækja.

En er nema stigsmunur á opinberum fyrirækjum og opinberum fyrirtækjum?

Nema að því leiti að ég held að þjóðaröryggi sé ekki í húfi hvað varðar malbikunarstöð borgarinnar.

 

 

 

 


mbl.is Samþykktu tilboð „með óbragð í munni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og tímabært skref

Það er löngu tímabært að liðka til í reglum um heimaslátrun.  Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta á eftir að nýtast bændum og neytendum.

Persónulega er ég bjartsýnn hvað það varðar og hef trú á því að bændur verði fundvísir á leiðir til að byggja betra samband við neytendur og finna styrkja jafnframt grundvöllinn fyrir búum sínum.

Ég held að þetta sé því býsna merkilegt skref og vonandi verður árangurinn slíkur að þetta verði útvíkkað og fært yfir til fleiri búgreina.

En nú færist "boltinn" yfir til bændanna og ég býð spenntur eftir að sjá hvernig þeir nýta þetta tækifæri.

Kristján var svo í viðtali um þetta efni í Bítinu í morgun, þar segir hann að þetta hafi ekki gengið átakalaust og þurft hafi að berjast við "kerfið" og hagsmunaaðila.

Er það ekki í takt við umræðuna í dag?

En ef til vill þurfti stjórnmálamann sem er að hætta til að taka af skarið?


mbl.is Kristján Þór heimilar slátrun beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gott fyrir vín að eldast í geimnum?

Vín batnar með aldrinum, því eldri sem ég verð því betra finnst mér það. En að öllu gamni slepptu þá hefur lengi verið leitað að leið til að "elda" vín við ýmsar aðstæður.

Það er áríðandi að vínið eldist við bestu aðstæður og auðvitað æskilegt að það sé drukkið sem næst toppi gæða þess (þar geta verið skiptar skoðanir).

En nú á víst að fara að bjóða upp eina af vínflöskunum frá Petrus, sem voru sendar út í geiminn, til Alþjóðlega Geimstöðvarinnar og geymdar þar í þyngdarleysi í kringum ár.

Margir sérfræðingar segja að það sé enginn vafi á því að gæðin hafi aukist umtalsvert við geimdvölina og búist er við að flaskan seljist fyrir metfé, jafnvel allt að milljón dollurum.

Með í kaupunum fylgir samskonar flaska (Petrus 2000 árgangur)sem aldrei hefur ferið í geimferð, alveg ókeypis, þannig að væntanlegur kaupandi mun geta borið gæði vínsins fyrir og eftir geimferð, fari svo að flöskurnar verði opnaðar.  Reyndar mun "jarðbundna" flaskan kosta allt að 10.000, dollara, þannig að ef "lífsreynda" flaskan selst á milljón, má líta á það sem 1% afslátt.

Hér er svo grein frá Decanter, sem segir frá smökkun á annarri "geimferðarflösku" og þar er talað um að hún sé 2 til þremur árum á undan "á þróunarbrautinni".

Það er reyndar ekkert minnst á kolefnissporið, sem kom mér nokkuð á óvart.

En svo fór ég að velta því fyrir mér hvernig þetta hljómar á Íslenskunni.  Myndi ég segja að verið sé að bjóða upp "geimelt" vín?

 

 

 


Verðbólgan að koma?

Það eru miklar líkur á því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum.  Ekki eingöngu á Íslandi, heldur víðast um heiminn.

Það mun líklega hrikta í kenningum sem hafa verið áberandi upp á síðkastið, um að hægt sé að prenta peninga út í hið óendanlega, án þess að "nokkuð gerist".

Meira að segja Eurosvæðið (þar sem lítið hefur gerst í langan tíma) er farið að sjá hækkandi verðbólgu.

Þannig er verðbólgan Luxembourg 3.3%, 2.1% í Þýskalandi, í Litháen er hún 2.4 og á Spáni 1.9%.  Hér er miðað við HICP (Harmonized Index Consumer Prices) frá "Sambandinu".  Þessar tölur eru fyrir apríl (og eru líklega bráðabirgða).  Nýjustu tölur frá Íslandi eru þar síðan í mars og þá var verðbólgan þannig mæld 3.8%.

Eurosvæðið í heild hefur verðbólgu upp á 1.3% (tölur frá mars), en meðaltalið segir lítið (þó að ýmsum á Íslandi sé tamt að nota það), enda er til dæmis en verðhjöðnun í Grikklandi er enn 0.8% (apríl), sem er þó skömminni skárra en þegar hún var 2% í mars. Verðhjöðnun er sérstaklega eitruð fyrir ríki eins og Grikkand, sem skuldar svo gott sem tvöfalda þjóðarframleiðslu sína.

Í Bandaríkjunum var verðbólga 2.3% í mars, sú hæsta frá 2018.

Á Íslandi mun það duga skammt að ætla að "berja" á fyritækjum, kostnaður þeirra hefur aukist og verð á innfluttum vörum og hráefni mun líklega hækka verulega næstunni.  Hefur einhver heyrt um að kostnaður s.s. raforka, hitaveita, laun eða annar kostnaður hafi lækkað? Hefur einhver trú á því að húsaleiga, eða annar húsnæðiskostnaður muni lækka?

Hvað skyldi kostnaður fyrirtækja af sóttvarnaraðgerðum vera?

Eftirspurn eftir stáli og málmum hefur aukist hratt og verð hækkað. Kopar hefur hækkað um fast að 90% á síðasta ári, hveiti hefur ekki verið dýrara síðan 2013.

Soyabaunamjöl hefur hækkað um 40% á u.þ.b. ári og kostnaðurinn við að ala sláturfé á maís, hefur víða hækkað um fast að 100%.

Framtíðarverð á kaffi hefur hækkað um ca. þriðjung og sykur hefur sömuleiðis hækkað í slíkum viðskiptum.

Víða er því spáð að "hrávara" muni hækka að meðaltali um 10% það sem eftir lifir árs, eða næstu 12 mánuðum.

Mest af þessu eru líklega bein og óbein áhrif viðbragða heimsins við "veirunni".

Hvernig þetta allt spilast eigum við eftir að sjá, því spámennska er eitt og raunveruleikinn annar.

Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér, og eins og maðurinn sagði, ber að varast alla spádóma, sérstaklega um framtíðina.

En það er vert að velta því fyrir sér fyrir hagfræðinga sem og áhugamenn um slík fræði hvernig "veiran" hefur áhrif á hagkerfin.

Hvað gerist t.d., þegar flestir eru heima hjá sér og hella upp á kaffi í sínum vélum (sem oftar en ekki leiðir til að kaffi fer til spillis og eftirspurn eftir kaffi eykst) en spara með því fé, sem hægt er að nota til annars.  Á meðan borgar hið opinbera laun kaffigerðarmannana, og heldur þannig uppi eftirspurn (í raun eykur hana) jafnframt því að stuðla að sóun á kaffi og aukinni eftirspurn eftir því.

Ef þetta er margfaldað yfir allar starfsgreinar, hver verður útkoman?

Halló verðbólga?

Halló vaxtahækkanir?

Seðlaprentun þegar eftirspurn dregst saman er annað en seðlaprentun þegar eftirspurn er að aukast, eða útlit fyrir slíkt.

Líklega eru flestir seðlabankar í heiminum að hugleiða vaxtahækkanir, en hvenær þær koma til framkvæmda er erfiðara að sjá, þar ræður líka pólítískt andrúmsloft nokkru um.

En líklega er veruleg verðbólga nokkurn vegin óumflýjanleg.

En líklega bíta verkfæri seðlabankans á Íslandi fljótar nú þegara svo margir hafa flutt húsnæðislán sín yfir í óverðtryggð lán, með breytilegum vöxtum.

 

 


mbl.is Hækkunin kom mikið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband