Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
20.3.2021 | 13:48
Ein gata - 64 myndir
"Heimsfaraldurinn" hefur haft margvísleg áhrif. Víða hafa lokanir verið strangar og bitnað hvað harðast á smáum sérverslunum, veitingahúsum, litlum þjónustuaðilum og þeim sem hjá þeim starfa.
Hér má sjá seríu 64. mynda sem allar eru nýlega teknar á Queen Street í Toronto.
Samtök sjálfstæðra Kanadískra fyrirtækiseigenda segir ástandið svart á meðal félagsmanna sinn og að einn af hverjum 6 þeirra séu í óvissu um hvort að fyrirtæki sitt lifi af.
Það er fjöldi upp á u.þ.b. 181.000 fyrirtæki sem gætu lokað, sem hefði í för með sér atvinnumissi fyrir allt að 2.4, milljónir einstaklinga.
Ef svo illa færi, bættist sá fjöldi við þau 58.000, fyrirtæki sem lokuðu á árinu 2020. En talað er um að í meðalári verða u.þ.b. 7000 fyrirtæki í landinu gjaldþrota.
Það virðist því margt benda til að smærri fyrirtæki, sérstaklega í verslunar- og þjónustugeiranum, og starfsfólk þeirra, fari áberandi verst út úr lokunaraðgerðum stórnvalda um víða veröld.
Stórfyrirtæki og keðjur virðast almennt komast betur frá aðgerðunum, svo ekki sé minnst á opinber fyrirtæki.
Ef til vill eru aðgerðir frekar sniðnar að stærri fyrirtækjum og/eða að þau eiga auðveldar með að uppfylla þau skilyrði og skila upplýsingum og umsóknum um styrki til hins opinbera.
Það eru því sjáanleg merki um að flóra fyrirtækja verði mun fátæklegri og einhæfari þegar aðgerðum stjórnvala linnir, hvenær sem það verður.
Ég á ekki pening fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2021 | 01:46
Ef sala og auglýsingar "fíkniefna" væri lögleg en ekki neysla þeirra.
Í desember síðastliðnum réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í umfangsmiklar aðgerðir við að kortleggja framboð á fíkniefnum. Leitað var að auglýsingum hjá meintum fíkniefnasölum og unnið út frá þeim.
Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi segir að á fimmta tug manna hafi nú réttarstöðu sakbornings.
Það voru einhverjir handteknir í þessum aðgerðum, en ég er því miður ekki með tölurnar á því en það voru ekki margir. Yfirheyrslur yfir þessum mönnum sem njóta réttarstöðu sakbornings eru nú á lokametrunum.
Málunum lyktar með sektum og eða dómi eftir alvarleika brota.
Þetta voru 11 auglýsingar sem við fylgdum eftir. Við ræddum við nokkra af þeim fíkniefnasölum sem að voru á bak við þær auglýsingar. Engin þeirra taldi sig í viðtölum við lögreglu vera fórnarlamb eins né neins og ekki fórnarlömb mansals og allir neituðu því að einhver þriðji aðili væri að hagnast á þeirra starfsemi. Þeir sögðust allir vera hér af fúsum og frjálsum vilja. Og þær sem við töluðum við þá viðurkenndu allir að vera hér til þess eins að stunda fíkniefnasölu. Þeir voru allir af erlendu bergi brotnir þeir sem við töluðum við.
Lögreglan fer reglulega í aðerðir sem þessar til að fylgjast með málum.
Og við munum alveg klárlega halda því áfram efir því sem fram vindur.
Þessi frétt er tekin af vef RUV, en í stað vændisseljenda er sett fíkniefnaseljendur.
Hvernig skyldi ástandið vera á Íslandi ef það væri löglegt að selja fíkniefni en ekki að neyta þeirra?
Hvað ef fíkniefnasalar gætu starfað þar óáreittir, auglýst þjónustu sína án vandkvæða, en lögregla fylgdist með auglýsingum og handtæki þá sem vildu kaups sér efni?
Þetta er svo kölluð "Sænsk leið" sem er í gildi á Íslandi.
Það er löglegt að selja, það er löglegt að auglýsa, en það þeir sem "neyta" eru sakfelldir.
Er það rökrétt?
Er ekki rökréttara að annaðhvort sé starfsemi lögleg, eða allar hliðar hennar séu bannaðar?
Skyldu einhverjir þeirra sem nú eru ákærðir fyrir vændiskaup fá vægari dóm á þeirri forsendu að þeir séu kynlífsfíklar?
Er rökrétt að refsa fíklum?
Eykur framboð eftirspurn?
Er það bara eftirspurnin sem drífur áfram framboðið?
Hefur framboðið aukist eða minnkað eftir að framboðshliðin var gerð lögleg?
En eftirspurnin?
Það má ekki auglýsa áfengi, en það má selja og neyta þess á Íslandi.
Það má selja og auglýsa vændi á Íslandi, en ekki "neyta" þess?
Það má ekki selja, auglýsa eða neyta "fíkniefna" (nema auðvitað áfengis, kaffis, tóbaks, sykurs o.s.frv., eftir skoðun hvers og eins) á Íslandi.
Vill einhver rökstyðja þetta í athugasemdum?
P.S. Bætt við 20. febrúar.
Það er varla hægt annað en að velta því fyrir sér, hvort að í miðjum faraldri, lögreglan hafi gengið úr skugga um að vændisseljendur hafi virt sóttkví, grímuskyldu og aðrar sóttvarnarreglur sem giltu í desember.
En líklega er auðveldara að reka vændissölu á Íslandi, en að hafa opinn "pub".
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.2.2021 | 02:10
Að dæsa yfir Pfizer, bóluefni og siðferði
Í sjálfu sér þarf það ekki að koma neinum á óvart (og allra síst svona eftir á, lol) að Pfizer hafi ekki þótt það fyrirhafnarinnar virði að efna til rannsóknar á Íslandi.
Eftirspurnin eftir bóluefni er næg. 500.000 skammtar eru líklega nokkra miljarða (ISK) virði.
Þess utan, þegar framleiðslugetan er takmörkuð og ríki og ríkjasambönd allt að því hóta bóluefnaframleiðendum og "reida" verksmiðjur þeirra, þá verður að stíga varlega til jarðar.
Ég er einnig sammála því að því er líklega (ég er nú langt frá því sérfræðingur) lítið rannsóknargildi í því að bólusetja þjóð þar sem sárafáir hafa veikst og smit eru fá. Hvernig leiðir slók rannsókn fram gagnsemi bólusetningar?
Ja, ekki nema að hugsunin hafi verið að flytja inn smitaða einstakinga gagngert til að sjá hvernig bólusetningin virkaði.
Sem félags- eða mannfræðirannsókn hefði það hins vegar líklega verið áhugavert, það er að sjá hvernig hegðun og upplifun heillar þjóðar hefði hugsanlega breyst.
En rannsóknin í Ísrael virðist ganga vel og þar má sjá beinan árangur af bólusetningum ef marka má fréttir. Þó er merkilegt að lesa að smitum fjölgi samhliða því sem fjöldi bólusettra eykst.
Ef til vill má rekja það til bjartsýns atferlis í kjölfar bólusetningar, en um slíkt er erfitt að fullyrða.
Það sem ég á hins vegar erfiðara með að skilja (þó að ég sé meðvitaður um ýmis þau rök sem fram eru færð), er sá siðferðislegi "vinkill" sem mátt hefur heyra nokkuð víða, í fræðasamfélaginu og einnig í hinu pólítíska.
Þá er spurt hvort að réttlætanlegt sé að Íslendingar "fari fram fyrir í röðinni" og yrðu hugsanlega bólusettir á undan öðrum þjóðum.
Þá er ef til vill rétt að velta fyrir sér hvort að Íslendingar hafi hikað við að "fara fram fyrir í röðinni" hingað til?
Nokkurn veginn á sama tímabili og liði hefur frá því að einhver svakalegasti heimsfaraldur (Spænska vekin) geysaði, hafa Íslendingar stigið fram á við, frá því að vera á meðal fátækari þjóða heims til þess að vera á meðal hinna best settu.
Á þeim tíma hafa Íslendingar "farið fram fyrir í röðinni" og menntað íbúa sína betur en flestar aðrar þjóðir.
Íslendingar hafa fjárfest í heilbrgðiskerfi sínu sem hefur sett þá "framar í röðina" en flestar aðrar þjóðir.
Er það siðferðislega rangt?
Fjárfest hefur verið í menntun og tækjabúnaði sem margar aðrar þjóðir hafa ekki, sem t.d. hefur leitt af sér að ungbarnaadauði hefur snarminnkað og lífslíkur Íslensku þjóðarinnar hafa aukist.
Er að siðferðislega rangt?
Miklum fjármunum hefur verið varið til forvarna og lækninga á hinum ýmsu krabbameinum, sem hefur stórlega aukið líflíkur þeirra sem slík mein hrjá á Íslandi. En vissulega standa krabbameinssjúklingum í mörgum öðrum löndum ekki til boða sömu úrræði.
Er það siðferðislega rangt?
Flestir Íslendingar eru bólusettir við fjölda sjúkdóma, jafnvel þó að íbúum ýmissa annara landa standi slíkt ekki til boða (og alls ekki án gjalds) sömu bólusetningar.
Er það siðferðislega rangt?
Auðvitað er það vinsælt (og Woke, lol) að tala í sífellu um sjálfan sig sem "forréttindapakk", en staðreyndin er sú að vissulega er gæðum heimsins misskipt.
Íslendingar (eins og margar aðrar þjóðir) hafa notað þann auð sem skapast í landinu til að setja íbúa sína "fram fyrir í röðinni" í mörgum efnum.
Er það siðferðislega rangt?
Að þessu sögðu er að sjálfsögðu eðlilegt að Íslendingar hjálpi fátækari þjóðum með að kaupa bóluefni.
En ég hygg að Íslendingar vilji flestir að Íslenskir hagsmunir séu settir ofar alþjóðlegum, ella væri jú rökrétt að Íslenskum fiskimiðum væri deilt út á milli þjóðanna eftir fólksfjölda eða efnahag.
Rannsókn Pfizer í Ísrael lofar góðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2021 | 01:38
Með "skömmtunarmiða" frá Framsókn í bjórkaupum?
Þó að ég fagni því að meira að segja í Framsóknarflokknum skuli vera komin hreyfing í frelsisátt á sölu á áfengi, þá get ég ekki finnst mér skrýtið að vilja setja svona gríðarleg takmörk á þann fjölda sem megi kaupa af bjór hjá framleiðendum.
Það er svona eins og að vera með skömmtunarmiða um hvað megi kaupa mikið áfengi.
Er eitthvað hættulegra að kaupa bjór hjá framleiðenda en hjá ÁTVR, eða er fyrst og fremst verið að hugsa um að tryggja hagsmuni ríkisfyrirtækisins ÁTVR?
Þó er t.d. alveg hugsanlegt að ölgerð sé í bæ þar sem engin verslun ÁTVR, er.
Er rétt að takmarka kaup til dæmis Akureyrings sem staddur er a Höfn í Hornafirði, við 6. bjóra? Hvers vegna ætti hann ekki að geta tekið með sér nokkra kassa ef honum líkar ölið?
Hið opinbera tapar engu, enda verða eftir sem áður allir skattar og álögur hins opinbera innheimtar.
Þó að vissulega sé þörf á stærri skrefum í frjálsræðisátt, er ástæða til að fagna þessu littla skrefi sem dómsmálaráðherra leggur fram, og engin ástæða til þess að setja þau magn takmörk sem Framsóknarfólk vill.
Hitt er svo að það er ástæða til þess að taka upp tillögu Framsóknarfólks um að smásöluheimild nái einnig til þeirra sem framleiða léttvín sem og sterk.
Þannig mætti gera betra frumvarp með því að taka það besta úr báðum.
En ég held að það sé varasamt að taka upp tillögu Framsóknarfólksins um að mismunandi áfengisskattur sé eftir þvi hvað mikið magn framleiðandi framleiðir.
Þó að ég skilji hugsunina að baki, þá er varasamt að skattur sem áfengisskattur sé mismunandi eftir framleiðslu, það eiginlega stríðir gegn tilgangi hans.
Það er að mínu mati skrýtin skattastefna að verðlauna óhagkvæmari framleiðslu.
Það má hins vegar velta því fyrir sér hvenær í söluferlinu áfengisskattur eigi að greiðast.
Það er eftirsjá af tillögu um innlenda netverslun með áfengi úr frumvarpi dónsmálaráðherra.
En ef engin stemmning er fyrir slíku á Alþngi, verður svo að vera.
Það væri þó gaman að sjá slíka breytingartillögu lagða fram, og í framhaldi af því atkvæðagreiðslu til að sjá hug þingheims.
En það er vert að hafa í huga að það verða 32. ár, þann 1. mars næstkomandi frá því að löglegt var að selja bjór á Íslandi.
Það er ekki lengra síðan að afturhaldið og forsjárhyggjan varð að láta undan hvað það varðar.
En það er gott að áfram er málum otað í frjálsræðisátt, jafnvel þó að hægt fari.
Ölsala handverksbruggara leyfð en ekki vefverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2021 | 00:36
Sundabrú eða göng
Ekki ætla ég að þykjast vera sérfræðingur til að dæma um hvort brú eða göng séu rétta lausnin til að beina umferð yfir sundin og vestur um land og norður.
Í raun lýst mér vel á umbætur á umferðinni, og þarft að hefjast handa sem fyrst.
En það er talað um 14 milljarða mun á brú og göngum og vissulega munar um minna.
En hver er munurinn til lengri tíma, t.d. hvað varðar viðhald, snjómokstur og opnunartíma?
Ég hef heyrt talað um að Hvalfjarðargöng þurfi mun minna viðhald en sambærilega langir vegarspottar.
Hverju munar það á ári hverju?
Hver er áætlaður kostnaður við snjómokstur á hverju ári?
Hvað kostar hver dagur í töpuðum tekjum, ef t.d. þarf að loka hábrú vegna vinds?
Ekki það að ég sé endilega að mæla fyrir því að göng verði gerð, en það væri vissulega fróðlegt að sjá samanburðinn og fá vissu fyrir því að allra handa kostnaður hafi verið tekinn inn í útreikninga.
Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2021 | 01:12
Gríðarlega jákvæðar fréttir
Ég fagna því að stefnt sé að skráningu Síldarvinnslunnar á markað, og ánægjan er enn meiri yfir því að núverandi hluthafar hyggist selja sína hluti, frekar en að "þynna" hlutaféið út.
Enn hefur ekki verið gefið út hvernig staðið verður sölu hlutafjár, þegar skráningin tekur gildi, en ég vona að þar verði að eihverju marki tekið tillit til smærri fjárfesta, líkt og var t.d. gert í hlutafjárútboði Icelandair.
Ég er þeirra skoðunar að fjölgun eigenda í Íslenskum sjávarútvegi geti orðið til mun víðtækari sátt um Íslenskan sjávarútveg.
Lagasetning um lækkun hámarks aflahlutdeildar óskráðra (á markaði) fyrirtækja, með hæfilegum aðlögunartíma, er eitthvað sem ég held að megi einnig huga að.
Jafnframt má hugsa sér lagasetningu um hámarkseignarhlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Þannig er hægt að hugsa sér að megi byggja upp framtíðar sátt um sjávarútveg á Íslandi.
En slíkt gerist ekki í einni svipan, eða á fáum mánuðum, en umræða væri af hinu góða.
Hluthafar selja við skráningu Síldarvinnslunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
2.2.2021 | 00:14
Borgarstjóri ræktar "garð sinn" og bílastæði
Það er rétt að taka það fram í upphafi að þessi færsla er tengd við ríflega 3ja ára gamla frétt af mbl.is. Ég minnist þess ekki að hafa tengt færslu við jafn gamla frétt.
En í fréttinni kemur fram að Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt á funti sínum stækkun á lóð í eigu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.
Það kemur jafnframt fram að lóð nágranna minnki samsvarandi.
Ekkert við það að athuga og um eðlileg viðskipti virðist að ræða. Dagur segir í svari til mbl.is, að bætt hafi verið við lóð hans "órækt og rósarunnum".
Þar kemur einnig fram að lóðin sem minnkar, er skilgreind sem íbúðahúsalóð. Þar sé þó ekki bygging, heldur sé hún nýtt að mestu leyti sem bílastæði.
Ég held því að öllum sem hefðu lagt á sig lágmarks heimildavinnu hafi mátt vera ljóst að ekkert óeðlilegt sé við að húseign Dags (og konu hans) hafi 2. til 3. einkabílastæði (ég veit ekki hver heildarfjöldinn er, þó að keypt hafi verið 2. af nágranna).
Sjálfur hefði ég líklega ekki hikað við að taka sömu ákvörðun, hefði verðið verið ásáttanlegt, enda líklegt að verðgildi húseignarinnar hækki með aðgangi að bílastæðum.
En það sem vekur ef til vill upp pólítískar spurningar, er hvers vegna oddviti þess meirihluta í borgarstjórn sem hefur tekið "bíllausan lífstíl" upp á sína arma, og talið byggingar fjölda íbúða án bílastæða til framfara, telur sig þurfa þessi bílastæði?
Ef til vill er þetta gott dæmi um stjórnmálamenn sem segja, ekki gera eins og ég geri, gerið eins og ég segi?
Slíkt væri vissulega ekkert einsdæmi, en það væri fróðlegt ef fjölmiðlar myndu beina slíkum spurningum að borgarstjóra.
Borgarstjóri stækkar garðinn sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2021 | 20:39
Hvers vegna hefur Bretland náð forskoti á "Sambandið" í bóluefnamálum? Hvernig kaupin gerast á "bóluefnaeyrinni"
Hvers vegna hefur Bretland forskot á Evrópusambandið í bóluefnamálum?
Hvort sem litið er til bólusetninga (% af íbúafjölda), eða að ná að samþykkja bóluefni?
Það má finna býsna góða grein sem reynir að útskýra hvers vegna Bretland hefur forskot og að hluta til "stóra AstraZeneca málið" einnig á vefsíðu Guardian.
Þarna kemur fram að Bretland hafi skrifað undir samning um afhendingu á 100 milljón skömmtum um miðjan maí á síðasta ári.
Ég hvet alla til að lesa greinina á vefsíðu Guardian, en þegar hún er lesin fæ ég á tilfinninguna að Evrópusambandið, samdi seinna, vildi borga minna, lagði fram mikið minna áhættufé til framleiðenda bóluefnis, en vilja samt sem áður hafa forgang fram yfir aðra.
En klúðrið virðist "Sambandsins" (og þeirra sem hafa hengt sig við það), vandræðin sem það er komið í virðist mest af þeirra eigin völdum, en það getur það (að sjálfsögðu) ekki viðurkennt.
When it became clear the China coronavirus outbreak might lead to a global pandemic, Oxford Universitys life scientists convened a crisis meeting. It took place on Thursday 30 January last year, and if the rest of the world hadnt yet realised the potential consequences of what was unfolding in Wuhan, they had.
...
It was there that Prof Sarah Gilbert, a vaccine researcher, told her colleagues something remarkable; she had devised a likely vaccine, repurposing technology used by her team to develop vaccines against Ebola and Mers.
...
In a country not known for thinking strategically about industrial policy, the UK actually had an advantage. Gilberts Jenner Institute, for example, was founded in 1998, when Peter Mandelson was industry secretary, and funded at first by the UK drug company GlaxoSmithKline. It was critical in ensuring the UK got ahead.
However, the prospective deal collapsed. The UK was desperate to secure enough supply for its own citizens and at the time, ministers including the health secretary, Matt Hancock, were concerned. Not about the EU but about the behaviour of the then-US president, Donald Trump.
We were worried about vaccine nationalism but the person we feared was Trump, that he would be able to pressurise a US company, and perhaps buy up the drug stocks, said a former adviser at the Department of Health. We never expected there would be a row with the EU.
Enter the Anglo-Swedish firm, AstraZeneca, whose French chief executive, Pascal Soriot, was a trusted figure in political circles.
...
AstraZeneca was signed as Oxfords partner on 30 April and signed a deal to supply 100m doses to the UK a fortnight later. Ministers were prepared to pay a few hundred million upfront, allowing the company to build its first virus manufacturing process, and the UK government to demand its citizens be vaccinated first.
That underpinned all of it, an industry insider said.
Building on relationships established by the Oxford scientists, the vaccine for the UK market is cultivated at sites in Oxford and at Keele, near Stoke. It is then sent to Wrexham, where it is bottled into vials before being dispatched for final tests by UK regulators and sent on to the NHS.
AstraZeneca says the headstart it had was vital.
With Brexit looming, the UK drew huge criticism for declining to join EU schemes to purchase PPE and ventilators. There was also growing pressure to join a joint EU procurement plan for vaccines, and to put aside the Brexit rhetoric.
But Brussels demands were eye-watering: the UK, unlike EU member states, would not be able to take part in the governance of the scheme, including the steering group or the negotiating team.
Britain would have no say in what vaccines to procure, at what price or in what quantity, and for what delivery schedule. There would be no side-deals possible.
British officials were not convinced. We had to go it alone, said a UK source. There was nothing there for us. By the time a special UK vaccine taskforce was created in April, the seeds of a successful strategy had been sown.
Run from May by the venture capitalist Kate Bingham, a no-nonsense operator, it directed government money up and down the vaccine supply chain, and helped ensure that two other vaccine candidates were manufactured in the UK an interventionist policy not seen since before the days of Margaret Thatcher.
...
There had been concerns from the beginning of the crisis in key EU capitals that others the US in particular would steal a march in the hunt for a successful vaccine. But despite the anxiety, the process of organising and purchasing prospective vaccines had been slow.
There was an early initiative by the European commission president, Ursula von der Leyen, to steal away CureVac, a biotech company working on a coronavirus vaccine, from Donald Trump, with whom it was in talks. The EU offered the company 80m in financial backing. I hope that with this support, we can have a vaccine on the market, perhaps before autumn, Von der Leyen said at the time. CureVac is still yet to come good.
The governments of Germany, Italy, France and the Netherlands had privately decided they could not wait on Brussels finding common agreement among the 27 on a strategy and they spotted the potential in AstraZeneca from the start.
The four governments passed on the negotiation to the commission for the common good, recalled Prof Walter Ricciardi, an adviser to the Italian government on its coronavirus strategy.
We opened the door for the commission to take over but even then it took time, even when we tried to speed up the process, Ricciardi said. There were some countries fully aware of the importance of the vaccine but there were others that were reluctant to put money into this without guarantees of the result. That took time and the best possible energy of the commission. They did recruit the best possible officers to do that but it was a long process.
It was another three months before the commission finally signed the deal, behind the UK, with some serious ramifications to come.
Authorisation of any vaccines would be done through the European medicines agency, rather than national regulators, to ensure that the rollout was done across the EU in tandem. But that also proved a fateful decision.
The slower authorisation by the EMA ensured that liability for the vaccine should it prove dangerous could potentially be pinned on the pharmaceutical companies during contract negotiations.
But if they were maintaining solidarity and perhaps even earning some extra public confidence, they were giving up speed.
The fast-track mechanisms available to national regulators, including the UKs medicines and healthcare regulatory authority, gave Britain another potential advantage
Nevertheless, with the announcement in early November that the German startup BioNTech had made a breakthrough in the development of a new type of vaccine to combat Covid-19, hopes remained high that the bloc was on the right path.
It is Europes moment, Von der Leyen tweeted in mid-December as she announced that between 27 and 29 December, people across the EUs 27 member states would be vaccinated. We protect our citizens together, she said. But her confidence was misplaced. There were hidden frailties.
Rasmus Hansen, the chief executive of Airfinity, a data analytics company working in the life sciences sector, said the EU had failed to invest as it should have in scaling-up production plants.
The EU had spent just 1.78bn in risk money, cash handed to pharmaceutical companies without any guarantee of a return, compared to 1.9bn by the UK and 9bn by the US, he said. There were consequences.
The first hit to the EU strategy was the announcement by Pfizer/BioNTech, one of only two vaccine producers authorised for use in the EU at this stage along with Moderna, with whom only a smaller order has been made that they needed to slow down production in order to upgrade a facility in Belgium and boost output in late February.
This did not unduly upset officials initially. They had AstraZeneca, and its total of 400m doses, coming down the line. I am not sure why this debate is there because the numbers are there, the production is ramping up, Sandra Gallina, the commissions chief negotiator, told MEPs on 12 January
It took a wrecking ball to the national plans, admitted one diplomat. Just 2% of the EU adult population has so far received a jab, compared with 11% in the UK.
Officials angrily pointed to the success of the British end of AstraZenecas vaccine production. If the UK plants are working better, are we expecting the UK plants to deliver doses to us? Yes. Yes. Yes. They are part of our contract, argued an official.
Gallina, shaken by the move, dived into the customs records to find evidence that AstraZeneca had shipped EU-produced doses to the UK but without success.
AstraZenecas chief executive gave an interview with a group of European newspapers. The UK agreement was reached in June, three months before the European one, Soriot said.
As you could imagine, the UK government said the supply coming out of the UK supply chain would go to the UK first. Basically, thats how it is.
The commission has accused AstraZeneca of a breach of contract. It has given its member states the power to block exports of vaccines, raising the spectre of Pfizer doses not being delivered to the UK. But at a meeting of EU ambassadors with commission officials earlier this week, the message was that the capitals were unimpressed.
The commission was told to change the terms of the debate we just want vaccines, said one diplomatic source. Thats all we want.
Allar leturbreytingar eru blogghöfundar.
19.1.2021 | 00:33
Afglöp ríkisstjórnar eða heilbrigðisráðuneytis?
Það er eiginlega ótrúlegt að lesa að yfirvöld á Íslandi hafi skuldbundið sig til þess að kaupa ekki bóluefni í gegnum neinn annann (eða beint frá framleiðendum) en Evrópusambandið.
Það er þó það sem ég gerði fyrir örfáum mínútum á vísi.is. Fréttin er höfð eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni.
Það eru ótrúleg afglöp.
Það er ekkert að því að eiga í samstarfi, en að vítaverð afglöp að setja allt sitt traust á einn aðila.
Það er skylda stjórnvalda að upplýsa um hvernig sú ákvörðun var tekin. Var hún tekin í ríkisstjórn, eða tekin í heilbrigðisráðuneytinu?
Ef hún var tekin í heilbrigðisráðuneytinu var hún tekin af ráðherra eða embættismönnum? Ef embættismönnum, hvaða embættismönnum eða embættismanni?
Því fyrir slíkar ákvarðanir, hvernig sem þær eru teknar, þarf að vera ljóst hver ber ábyrgðina.
Það er sjálfsögð krafa almennings að slíkt sé upplýst.
Ef við viljum reikna út hvað bóluefni kosta, þá er best að styðjast við þær upplýsingar sem láku út frá Everópusamandinu.
Þá kostar bóluefni Aztra/Zeneka 1.78 euro, bóluefni Johnson og Johnson kostar 8.50 euro, Sanofi/GSK kostr 7.56 euro, Biontech/Pfizer kostar 12 euro, Curevak 10 euro og Moderna 18 euro.
Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki til hlýtar af hvaða bóluefnum þarf 1. sprautu og af hverjum tvær.
Því reikna ég með að Íslenska ríkið hefði keypt 700.000 skammta af hverju bóluefni.
Þá lítur listinn út svona.
Astra/Zeneka 1.78 euro, X 700.000 X 157 kr. = 195,622,000
J & J, 8.60 euro, X 700.000 X 157 kr = 945,140,000
Sanofi/GSK 7.56 X 700.000 X 157 kr = 830,844,000
BionTech/Pfixer 12 euro X 700.000 X 157 kr = 1,318,800,000
Curevak 10 euro X 700.000 X 157 kr = 1,099,000,000
Moderna 18 euro X 700.000 X 157 kr = 1,978,200,000
Samanlagt gerir þetta 14,873,866,000, eða tæpa 15. milljarða Íslenskra króna.
Við skulum ekki gera ráð fyrir því að Ísland hefði fengið jafn gott verð og í "hópkaupum" með Evrópusambandinu.
Gerum ráð fyrir því að Ísland hefði þurft að borga 100% hærra verð.
Þá hefðu kaup Íslands á öllum þessum bóluefnum numið u.þ.b. 30. milljörðum.
Ef miðað er við að talað er um að ríkið tapi u.þ.b. milljarði á dag um þessar mundir, hefði slík fjárfesting ekki verið vel þess virði?
Þá er ekki tekið með í reikninginn hvað einkafyrirtæki (og þar með þjóðarbúið er að tapa stórum fjárhæðum).
Hér er miðað við fjárfestingu fyrir næstum alla Íslendinga í 6. bóluefnum. Það hefði mátt miða við 10, og fjárfestingin hefði verið öllu hærri.
En samt líklega vel þess virði.
Ef farið hefði verið af stað í t.d. júni síðastliðnum og til dæmis gengið frá kaupum á 700.000 skömmtum af 10 vænlegustu bóluefnunum, hvað hefði það kostað?
Hefði það kostað 60. milljarða? Eða minna?
Eru ekki 60. milljarðar u.þ.b. það sem Íslenska ríkið tapar á 2. mánuðum?
Þrjátíu milljarðar það sem "kófið" kostar ríkissjóð í mánuð?
Ef til vill hefði ekki verið síður þörf á hagfræðingum og stærðfræðingum til að ráðleggja ríkisstjórninni, en sóttvarnarlæknum.
13.1.2021 | 01:09
Höldum RUV á auglýsingamarkaði - Fréttatíminn er aldrei ókeypis
Það hefur vakið mikla athygli að Stöð2 hafi ákveðið að "læsa" fréttatíma sínum.
Að sumu leyti er það þróun sem hefur mátt sjá víða um lönd, þannig að fréttamiðlar, t.d. á netinu, hafa í auknum mæli farið að læsa síðum sínum nema fyrir þeim sem eru reiðubúnir til að greiða áskriftargjald.
Fréttirnar eru auðvitað aldrei ókeypis, það er bara spurning um hvernig borgað er fyrir þær.
En eðlilega hefur umræðan á Íslandi ekki síst snúist um hvernig aðrir miðlar geti keppt við Ríkisútvarpið, hvort að ekki sé rétt að taka það af auglýsingamarkaði og hvernig eigi að bæta Ríkisútvarpinu það upp.
Persónulega tel ég slíka umræðu á algerum villigötum.
Ef Ríkisútvarpið hefur t.d. 20% hlutdeild á Sjón/útvarpsmarkaði, þá hefur það lítið upp á sig að taka það af auglýsingamarkaði, ef aðrar tekjur gera því kleyft að halda markaðshlutdeild sinni.
Það þýðir einfaldlega að 20% af neytendum á sjón/útvarpsmarkaði eru teknir af markaði og auglýsendur þurfa að finna aðrar leiðir til að ná til þeirra. Auglýsingar í öðrum miðlum á Íslenskum sjón/útvarpsmarkaði eru ólíklegar til að þjóna því hlutverki.
Líklega er þá vænlegra að leita til annara miðla, s.s. FaceBook, sem hefur mikla útbreiðslu á Íslandi.
Persónulega finnst mér rökréttara að halda Ríkisúvarpinu á auglýsingamarkaði en fella niður útvarpsgjaldið og allan stuðning hins opinbera.
Ef ríkið vill vera á samkeppnismarkaði þá á ríkið einfaldlega að vera á samkeppnismarkaði - án allrar forgjafar.
Stjórn ríkisútvarpsins getur svo ákveðið hvort að þeir vilji vera áskriftarmiðill eða fara aðrar leiðir.
Ríkisrekstur finnst einnig á öðrum samkeppnismörkuðum, t.d. bankamarkaði.
Myndu Íslendingar vilja að allir Íslendingar yrðu skyldaðar til að leggja 20% af launum sínum inn á reiking í ríkisbanka?
Eða vera skyldaðir til að leggja 40% af öllum sparnaði sínum inn í ríkisbanka? Burtséð frá þeim kjörum sem bjóðast?
Þætti Íslendingum eðlilegt að vera skyldaðir til að að í það minnsta 30% af skuldum þeirra yrði að vera í ríkisbanka, burtséð frá þeim kjörum sem ríkisbankar bjóða?
Líklega ekki.
En Íslendingar treysta einstaklingum og fyrirtækjum til þess að velja sér þær fjármálastofnanir sem henta þeim eða bjóða best.
Ef ríkið vill eiga banka á samkeppnismarkaði er eðlilegt að hann lúti og um hann/þá gildi sömu reglur og viðmið og aðra banka á þeim markaði.
Er ekki rétt að slíkt gildi einnig um fjölmiðla?
Stundum er talað um að "þrígreiningu" valdsins og þar þurfi að vera aðgreining.
Persónulega finnst mér sú aðgreining á Íslandi oft á tíðum vera umdeilanleg.
En það er ekki síður þörf á því að kljúfa "fjórða valdið" frá ríkisvaldinu.
Engin hagræðing í Efstaleiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |