Finnskt fyrirtæki fær einkaleyfi (patent) á nýrri tegund nefúða gegn Covid

Á þeim ca. 17. mánuðum sem hafa liðið síðan "veiran" tók yfir í umræðum og fréttum hef ég (líkt og líklega margir aðrir) lært obbolítið um veirur en jafnframt fullt af nýjum orðum og lyfjaheitum.

Lyfjaheiti s.s. Ivermectin og hydroxychloroquine hafa oft komið upp í umræðunni og sitt sýnst hverjum.

Alls kyns fullyrðingar bylja á skilningarvitunum og enn fleiri skoðanir.

En nú hefur Finnskt lyfjafyrirtæki,Therapeutica Borealis, sem er staðsett í Turku (allt of þótt það með svalari bæjarheitum) þróað nýtt nefúðalyf gegn Covid-19.

Megininnihaldsefni eru fyrrnefnd, Ivermectin og hydroxychloroquine ásamt aprotinin (sem ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á áður).

Eða eins og segir í frétt Yle: "The firm said that the drug's active ingredients – aprotinin, hydroxychloroquine and ivermectin – are well-known and widely used drugs, but in this product are used in a new, targeted manner on the upper respiratory mucous membrane."

Stuttu síðar má lesa í fréttinni: "Aprotinin is a protease inhibitor while ivermectin is an antiparasitic and hydroxychloroquine has been used against malaria – and has been touted as a Covid-19 treatment by Brazilian President Jair Bolsonaro and former US President Donald Trump among others.

Earlier this year ivermectin manufacturer Merck said there was “no scientific basis for a potential therapeutic effect against Covid-19” and “no meaningful evidence for clinical activity or clinical efficacy in patients with Covid-19.”"

En þetta fyrirtæki  hefur ákveðið að láta hvorki nafn Trumps né Bolsonaro letja sig við að setja saman þetta lyf gegn Covid og hefur nú náð þeim áfanga að fá einkaleyfi á samsetningunni í Bandaríkjunum.

Hvort að þessi "kokteill" eigi eftir að njóta vinsælda eða verða viðurkenndur víðast um heim á eftir að koma í ljós.

Hitt er þó líklegt að "Veiran" sé ekki við það að hverfa af sjónarsviðinu eins fljótt og margir óska og því geta handhæg lyf verið áhrifaríkt vopn gegn henni.

Hér má lesa frétt Yle um nefúðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband