Liðin tíð

Það er víst liðin tíð að ég hafi komið upp í "hæstu frístandandi byggingu í heimi".  En eins og fram kemur í frétinni hefur það verið CN turninn hér í Toronto.

Ég hef farið nokkrum sinnum upp í turninn, þar sem gestakomur hingað eru varla fullkomnaðar án heimsóknar þangað.  Það er alltaf jafn skemmtilegt að koma þangað upp, og útsýnið á góðum degi óviðjafnanlegt.

Glergólfið, þar sem hægt er að horfa beint niður er sömuleiðis ótrúleg upplifun, sem verður varla jöfnuð í Burj turninum.

En það er spurning hvort að ég verði ekki að skella mér til Dubai, svona til að viðhalda þeirri staðreynd að hafa komið í "hæstu frístandandi byggingu heims".

En það verður þá varla fyrr en á næsta, eða þarnæsta ári.


mbl.is Burj-turninn í Dubai orðinn hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ef marka má Toronto Star verður CN ennþá með hæsta útsýnispallinn, svo munar einhverjum metrum.

Einhvernvegin tókst mér að komast hjá því að fara nokkurntíma upp í CN, það var held ég vegna þess að það var alltaf "nógur tími" til að gera það, og svo bara einn daginn var ekki nógur tími.

Þarf greinilega að fara að heimsækja ykkur.

Kristján G. Arngrímsson, 14.9.2007 kl. 07:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Líklega verður útsýnispallurinn hærri hér í CN enn um sinn, en þegar hæðirnar bætast við ein af annari í Burj, reikna ég með því að það met falli sömuleiðis.

En vertu ávalt velkominn, hér að Bjórá er nóg pláss og svo þegar Icelandair verður farið að fljúga hingað beint á næsta ári, þá gerist þetta varla auðveldara.

Bestu kveðjur

G. Tómas Gunnarsson, 14.9.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband