Hin eftirsótta mengun?

Frétt sem ég rakst á á visi, vakti athygli mína.  Þar er fjallað um tækni til þess að vinna metanól úr annars mengandi útblæstri ál og orkuvera.

Í fréttinni segir m.a.: 

"Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi.

Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki.

Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsi­búnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýrings­útblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið."

"Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli."

Ef allt gengur upp er vissulega um stórtíðindi að ræða. Ekki nóg með að þá verði hægt að draga verulega úr mengun frá stóriðjuverum, heldur verða búin til verðmæti úr menguninni.  Verðmæti sem aftur geta dregið úr mengun frá bílum og öðrum farartækjum.

Sjálfsagt er málið ekki jafn einfalt og einhver vandamál óleyst, en það verður virkilega áhugavert að heyra meira af þessu.

Þetta sannar líka að það gefst betur að leita lausna við vandamálum sem eru til staðar, frekar en að banna eða hætta við allt sem veldur vandamálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband