Litlu hlutirnir

Undanfarna daga (og raunar mánuði) hef ég verið að mála eitt og annað hér að Bjórá, svona í rólegheitunum.  Á meðan ég var með rúlluna í hendinni fór ég að velta fyrir mér tækninni við málningarvinnuna.  Hvað þetta væri einfalt og þægilegt og hvað við ættum mikið að þakka þeim snillingi sem lét sér detta í hug að rúlla væri rétta lausnin fyrir málningarvinnuna.

Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um hver það hafði verið sem hafði komið þetta snjallræði í hug.  Svo að ég ákvað með sjálfum mér að googla þetta við gott tækifæri, sem ég og gerði í kvöld. 

Merkilegt nokk, þá var málningarrúllan ekki fundin upp fyrr en 1940, og það sem meira var, það gerðist hér í Toronto að Norman Breakey fannst nóg komið af penslanotkuninni og datt niður á þessa snjöllu lausn.

Það er alla vegna ekki skemmtileg tilhugsun að mála heilu herbergin með pensli.

En þau eru fleiri "litlu" atriðin sem gera málningarvinnuna bærilegri.  Til dæmis hefur það verið rakinn snillingur sem datt það fyrst í hug að óþarfi væri að hreinsa áhöldin eftir hverja notkun, heldur væri nóg að stynga þeim í plastpoka.

Sá einstaklingur ætti auðvitað skilið að fá umhverfisverndarverðlaun, því þökk sé honum þá hafa ótaldir lítrar af málningu, ekki endað í umhverfinu.

Annars er það svo hér um slóðir að flest tengt málningarvinnunni er að verða "einnota".  Yfirvöld hvetja enda til þess að rúllur og og annað slíkt sé ekki hreinsað heldur hreinlega látið harðna í og síðan farið með á þar til gerða úrgangsefnastaði eða skilað af sér á umhverfisdögum.  Rúllur orðnar þunnur hólkur sem smeygt er upp á þar til gert kefli.  Málningarbakkar eru nokkuð hefðbundnir, en huldir með þunnum plastpakka sem síðan er tekin af og hent.

Þetta hentar mér ágætlega, enda aldrei skemmt mér verulega við að hreinsa málningaráhöld.  Penslarnir eru þó ennþá hreinsaðir, alla vegna ef keyptir hafa verið dýrir og vandaðir penslar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband