Óværa

Ég fékk einhverja bölvaða óværu í tölvuna.  Hegðunin var verulega undarleg.  Sumt kom ekki á óvart, endalaus uppspretta af óumbeðnum síðum, bæði í IE og Firefox, en svo neitaðu vafrarnir að birta sumar síður. 

Ég komst til dæmis ekki á hotmail síðuna mína og ýmsar aðrar síður neituðu vafrarnir að birta, og á sumum birtist aðeins forsíðan og vafrarnir neituðu að fylgja hlekkjum.

Það var alveg sama hvernig ég reyndi að "kemba" vélina, og sama hvaða forritum ég beitti, sum þeirra fundu allra handa "trjóu hesta" og annan óþverra, en alltaf hélt áfram að taka "sjálfstæðar ákvarðanir".

Sem betur fer virkaði DVD skrifarinn fyllilega svo ég hófst handa við að "skrifa niður" það sem merkilegt gat talist og "straujaði" svo vélina.

Allt gekk eins og til var sáð, nema að nú vantar mig auðvitað fjöldann allan af stórum og smáum forritum sem ég hafði á vélina og vinnan við að lesa þau inn aftur er umtalsverð.

Þetta hefst þó að lokum og allt verður eins og áður....

..... þangað til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er óneitanlega hvimleitt, en líklega verðum við seint lausir við þessa vitleysu.  Þetta hófst á svipaðan máta hjá mér, við að losa mig við óværuna hallaði sífellt undan fæti.  .dll fælar fóru að vera til vandræða o.s.frv.

En auðvitað á söluaðila að láta diska fylgja vélunum, annað er hrein ósvífni.  Nóg eru vandræðin samt.

Ég hef góðan disk, sem setur vélina upp rétt eins og daginn sem ég eignaðist hana.  Hef gert það 2svar sinnum á tæpum 2 árum, og hefur virkað vel í bæði skiptin.

G. Tómas Gunnarsson, 3.6.2008 kl. 18:16

2 identicon

Athugið að mjög gott ráð við svona er að keyra vélina á limited account, alls ekki vera að keyra sem administrator í daglegu sýsli, bara þegar þið þurfið að installa einhverju blah.
Bara þetta ráð bjargar mjög miklu

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:43

3 identicon

Já ég fékk mér makka og er búinn að vera blessunarlega laus við að þurfa að vera endalaust að passa mig á að tölvan sé ekki að hala niður einhverjum óskunda. Líka pirrandi að vera endalaust að keyra þessi vírusvarnar forrit, ferla-forrit, spyware forrit og allt hvað þetta heitir svo það sé einhver séns á að pc-inn hangi í lagi.

B. Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband