Færsluflokkur: Tölvur og tækni
13.4.2007 | 07:43
Hlunkur er þetta
Ég skrapp í "súpermarkaðinn" í dag, það vantaði vatn, egg, og ýmislegt smálegt. Mér tókst líka að kaupa tvær bækur eða svo, en það sem vakti þó athygli mína var þessi gríðarlega skemmtilegi harðdiskur frá Western Digital.
Svona er þetta, ef maður leyfir sér að slaka á augnablik og fylgjast ekki með tækninýjungunum, þá stara þær allt í einu á mann úr "súpermarkaðs" hillunum.
1 terabæt, og verðið, 480 dollarar (án skatts auðvitað), sem gerir u.þ.b. 31.800 krónur (með skatti). Ekki svo slæmt verð á megabætinu það.
Ég stillti mig þó alveg um að slengja hlunknum í innkaupakörfuna, þó að það sé eitthvað sem segi mér þegar ég sé svona hluti, að það sé einmitt það sem ég ætti að gera.
En ég á þó nokkuð land með að fylla 200Gb diskinn sem er í vélinni minni, ég er svo duglegur að flytja lítið notuð gögn yfir á DVD. En samt, hversu "kúl" er það ekki að eiga 1. terabætis disk?
19.2.2007 | 22:41
Þekkingariðnaðurinn
Það er alltaf ánægjulegt að lesa fréttir sem þessa, og þær hafa verið nokkrar í þessum dúr á undanförnum misserum.
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þegar Íslendingar fara í samstarf við vanþróuð lönd líkt og Djíbútí. Þar veitir ekki af orku, og auðvitað sérstaklega ánægjulegt ef þeir geta, líkt og Íslendingar, nýtt endurnýjanlega orkugjafa. Það er því miður oft að það er í löndum sem Djíbútí sem mengunin er hvað hlutfallslega mest.
En það væri líklega margt verr til fundið hjá Íslendingum, en að stefna á því að setja stærstan hluta þróunaraðstoðar sinnar í þennan farveg, aðstoða vanþróuð ríki til að nýta vistvæna orku, þar sem það á við.
Það vill oft gleymast í umræðunni, að orkuöflun er hátækni og þekkingariðnaður. Líklega sá hátækniiðnaður sem Íslendingar standa hvað best í. Það er því gráupplagt að notfæra sér þá áratuga reynslu og þekkingu sem hefur byggst upp á Íslandi, bæði innanlands og utan.
Til hvers orkan er svo nýtt er annar handleggur. Vissulega væri æskilegt að dreifa áhættunni og vera ekki með of stóran part orkusölunnar til stóriðju. Það væri líka afar jákvætt er hægt væri að fá til Íslands orkufrek fyrirtæki sem starfa í tæknigeiranum og menga lítið sem ekkert.
En það verður líka að líta á það að mér vitanlega hefur ekki komið ein einast alvöru eftirleitan frá öðrum en stóriðjufyrirtækjum um stór kaup á Íslenskri orku.
Máltækið segir að betri sé einn fugl í hendi, en tveir úti í skógi. Það ættu gamlir Alþýðuflokksmenn að muna, enda barðist Iðnaðarráðherra fyrrverandi, Jón Sigurðsson, langri baráttu til að fá til Íslands álver, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Baráttan og vonin ein skila ekki miklu í þjóðarbúið.
OR rannsakar jarðhita í Djíbútí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2007 | 15:07
Ísland, Gates og orkan
Þetta er góð hugmynd að fá Bill Gates til að heimsækja Ísland. Ég held að jafn tæknivætt og þróað samfélag og Ísland gæti nýst mörgum fyrirtækjum vel til að prufukeyra nýjungar.
Hitt er þó ekki síður athyglisvert að Gates hefur mikinn áhuga á Íslenskri orku, nýtingu jarðvarma, enda þurfa tækifyrirtæki mörg hver mikla orku.
En það leiðir aftur hugann að nýtingu orku á Íslandi. Hvar er sátt um að virkja? Hvað er sátt um að virkja?
Nú hafa náttúrverndarsinnar fyrst og fremst barist á móti virkjunum (þó margir séu sömuleiðis á móti stóriðju), enda komu fram hugmyndir um að leiða orku frá háhitasvæðinu að Þeystareykum til Reyðarfjarðar í stað þess að nýta Hálslón.
En þegar vangaveltur sem þessar koma fram þarf einnig að svara spurningunni, hvar mætti virkja til að selja orku til hátæknifyirtækja, ef sú staða kæmi upp?
Eða eigum við ekkert að virkja meira?
Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 05:06
Að rækta kjöt á diski
Fyrir nokkru bloggaði ég hér um afurðir klónaðra dýra og hugsanlega sölu á þeim. Nú er er hins vegar næsta skref þar á eftir að koma til sögunnar, ef marka má fréttir. Það virðist sem sé að það sé farið að styttast í það við þurfum ekki nema agnarögn af dýrunum, til að geta boðið upp á dýrindis steikur.
Næsta skref verður sem sé að rækta kjöt á án þess úr frumum, án þess að leita liðsinnis blessaðra dýranna við verknaðinn.
Ef til getur maður keypt sér örlítinn kjötbita og fylgst með honum vaxa og dafna í ísskápnum, þangað til tímabært er að bjóða vinum sínum yfir í kvöldmat. :-)
En þetta mátti lesa á vef The Times:
"Winston Churchill, a carnivore to the core, saw the future of meat back in 1936. Fifty years hence, he wrote, we shall escape the absurdity of growing a whole chicken in order to eat the breast or wing, by growing these parts separately under a suitable medium.
In different parts of the world, rival research teams are racing to produce meat using cell-culture technology. Several patents have been filed. Scientists at Nasa has been experimenting since 2001 and the Dutch Government is sponsoring a $4 million (£2 million) project to cultivate pork meat.
The idea may be stomach-turning, but the science for making pork in a Petri dish already exists.
Put simply, the process relies on a muscle precursor cell known as a myoblast, a sort of stem cell preprogrammed to grow into muscle. This cell is extracted from a living animal, and encouraged to multiply in a nutritional broth of glucose, amino acids, minerals and growth factors Churchills suitable medium. The cells are poured on to a scaffold and placed in a bioreactor, where they are stretched, possibly using electrical impulses, until they form muscle fibres.
The resulting flesh is then peeled off in a meat-sheetand may be ground up for sausages, patties or nuggets.
Those readers now choking on their morning fry-ups will be relieved to learn that it is not quite that easy. For a start, the process is prohibitively costly. Growing one kilo of meat costs about $10,000, making this by far the most expensive fillet steak in the world. Merely creating a commercially viable growth medium for the cells is a monumental challenge.
Proponents of cultured meat argue that if the hurdles can be overcome then the implications for the human food chain are revolutionary in terms of animal ethics, environmental protection, and human health. The effect would be enormous, because there are so many problems associated with meat production, says Jason Matheny, director of New Harvest, a non-profit group in the US promoting such research.
Meat that has never been part of an entire living animal is potentially far cleaner and healthier. Free from growth hormones and antibiotics, cultured meat could be made healthier by removing the harmful fats and introducing good fats such as omega-3."
"It has even been suggested that laboratory meat could expand the gastronomic possibilities for carnivores, since scientists could harvest myoblasts from rare animals without killing anything. Leopard sausages? Coelacanth kedgeree? The issue of cultured meat may, finally, be more philosophical than scientific (or culinary). Would lab-meat represent a step away from the cruelties of much animal production, or yet more disastrous tinkering with the food chain? Would humans be prepared to eat a meat that had never breathed?Even though he had the idea, Winston Churchill would never have replaced old-fashioned meat with high-protein, health-giving, artificial substitute. When an adviser wanted to reduce the wartime meat ration, Churchill refused to countenance it, declaring: Almost all food faddists I have ever known nut-eaters and the like have died young after a long period of senile decay."
Sjá fréttina í heild hér
Hér má svo sjá skýringarmynd sem er nauðsynlegt að skoða í þessu samhengi.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 04:25
Tæknibyltingin
Já, ég held að þetta sé rétt hjá Gates, líklega varir þetta þó lengur en áratug, og byrjaði fyrir þó nokkru. Tækniframfarirnar hafa verið ótrúlegar. Maður verður ekki síst var við framþróunina þegar maður býr fjarri "heimahögum".
Dagblöð þurfa ekki pappír, ég sæki þau á PDF á netinu, að hlusta á útvarp frá Íslandi er auðvelt mál, sama gildir um sjónvarp (þó er ekki allt aðgengilegt á netinu). Ég sendi myndir í prentun í gegnum netið og þá skiptir engu máli hvort ég sendi þær til Costco hér í Toronto, eða til Pedromynda á Akureyri.
Hver sem er tekur upp myndbönd slengir þeim á YouTube eða álíka servera og getur þannig dreift efni til allra sem kæra sig um að sjá. FlckR gegnir sama hlutverki fyrir ljósmyndara.
Það má þó ekki gleyma því í öllum hamaganginum, að það er alltaf innihaldið sem skiptir máli, ekki aðgangurinn.
Núna hringi ég flest mín símtöl beint úr tölvunni, ýmist fyrir lítið fé eða ekki neitt, það er engin smá breyting.
Ekkert mál er að sinna verkefnum heima fyrir (þó ekki öllum) og senda hvert á land sem er.
Stafræna samfélagið er vissulega komið vel á legg, pappírslausa samfélagið lætur þó vissulega á sérs standa. En þessi tækni sparar samt bæði tíma og hráefni og er að því leyti til umhverfisvæn. Eins og áður sagði er hægt að lesa blöð án pappírs, ekki þarf "framkallara", "fixera" og "stoppböð" fyrir stafrænar "filmur", líklega eru færri myndir prentaðar út en ella, segulbönd eru óþörf og svona mætti lengi telja.
Síðast en ekki síst gefur tæknin kverúlöntum eins og mér tækifærir til að koma skoðunum mínum á framfæri án töluverðar fyrirhafnar. Það getur þó verið að mörgum þyki það ekki teljast til framfara.
Bill Gates fagnar stafræna áratugnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2007 | 03:27
Stofnfrumur í naflastreng
Persónulega er ég ákaflega fylgjandi stofnfrumurannsóknum, þó að vissulega sé rétt að setja þeim siðferðisreglur. En stofnfrumur er eins og kemur fram í fréttinni að finna víðar en var haldið í fyrstu.
Ég er fullviss um að stofnfrumurannsóknir eru gríðarlega mikilvægar fyrir framþróun í læknavísindum og eiga eftir að verða lykill að lausn fyrir marga sjúklinga.
Bæði börnin mín eiga blóð úr naflastreng í "bankanum" ef svo má að orði komast. Þó að við höfum verið heppin og þau séu bæði heilbrigð og hraust, lít ég á þetta sem nokkurs konar tryggingu og við hugsuðum okkur ekki lengi um þegar okkur var kynntur þessi valkostur. Auðvitað leysir "inneignin" ekki öll vandamál sem kunna að koma upp, en eykur hins vegar valkostina sem verða til staðar ef málin snúast á verri veg.
Það á alls ekki að láta fordóma hindra framgang læknavísindanna á þessu sviði.
Hér má svo lesa frétt Globe and Mail um sama efni.
Stofnfrumur fengnar úr legvatni veita von um frekari rannsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2007 | 21:07
Nýjasta tækni og vísindi
Það er alltaf gaman að lesa um Íslenskt hugvit og Íslenska tækni sem er að gera það gott.
Þetta virðist vera fantatæki og nýtilegt til hinna ýmsu hluta.
Það getur svo varla verið nema dagaspursmál hvenær svokallaðir "aktívistar" hlekkja sig við húsnæði fyrirtækisins og krefjist þess að fyrirtækið verði hrakið úr landi eða lagt niður.
Fyrir marga hlýtur það að vera slæm tilhugsun að Íslenskt fyrirtæki sé að að framleiða hluti sem geta nýst í hernaði.
En ég segi til hamingju með árangurinn og megi fyrirtækið vaxa og dafna.
Íslenskur kafbátur hlýtur viðurkenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 03:44
Að bæta sig með nýjum græjum
Auðvitað er nauðsynlegt að stefna að því að bæta sig á nýju ári, í það minnsta í einhverju. Nú er ég búinn að finna í það minnsta eitt sem ég get bætt á árinu.
Það er tannburstun.
Tannlæknirinn hefur löngum legið mér á hálsi fyrir að sinna tannhirðu ekki af nógu miklum krafti. Þó bursta ég samviskusamlega bæði kvölds og morgna og stundum um miðjan dag. En ég viðurkenni það á mig að vera ekki mikilvirkur með tannþráðinn eða önnur hjálpartæki. Margan yfirlesturinn hef ég fengið frá tannlækninum fyrir þann skort.
En nú horfir þetta allt til betri vegar, tannlæknirinn lét í hendurnar á mér nýja græju, nýtt "gadget". Ég verð víst að viðurkenna að ég er jafn hrifinn (ef ekki hrifnari) og hver annar af nýjum græjum. Þannig veit tannlæknirinn auðvitað hver er besta leiðinn til að fá uppkomna drengi til að sinna sínum málum betur.
Nýja græjan er Sonicare e9800 og þó að ég hafi eingöngu notað hana í örfáa daga, þá finn ég muninn. Þetta er einfaldlega fantabursti og "cool gadget".
3.1.2007 | 22:11
Öðruvísi þróunaraðstoð
Þetta er virkilega þarft verkefni og ef á að koma löndum eins og Rwanda til bjargálna þarf tæknin að koma þar við sögu.
Þessi frétt rímar mjög skemmtilega við grein sem á las á vef Spiegel í gær, en þar er fjallað um Bandaríkjamann sem er að byggja upp "state of the art" þráðlaust net í Rwanda. Með fartölvur í höndunum og þráðlaust net um allt landið opnast gríðarlegir möguleikar á uppbyggingu í landinu.
Nú þegar Íslendingar eru að tala um að stórauka þróunaraðstoð sína, held ég að vert sé að gefa því gaum hvort það borgi sig ekki að fara aðrar leiðir en hingað til?
Nokkur dæmi af www.spiegel.de :
"Africa offers many investment opportunities," says an enthusiastic Greg Wyler, a boyish-looking man in his mid-thirties. "We simply have to bring the Internet into each of these huts, and the rest will fall into place." Wyler, an American entrepreneur, hopes to launch an "African Renaissance" with his project. His recipe for success is simple enough: free software, high-speed fiber-optic networks and unrestricted entrepreneurship."
"With his company, Terracom, Wyler hopes to transform an entire country into a sort of open-air laboratory for a novel form of development aid. His idea is to use computer networks to empower more than eight million Rwandans to free themselves of poverty. It's a daring proposition, the idea that a society in which more than 90 percent of the population consists of families farming small plots of land can leapfrog into a knowledge-based society -- and that in only a few years' time.
Wyler wants to turn Rwanda into a regional internet hub. One element of his strategy involves a local factory which will assemble inexpensive South Korean mobile phones starting in 2007; they will retail for $30 apiece. And in January, Nicholas Negroponte, the legendary co-founder of the Media Lab at the Massachusetts Institute of Technology (MIT) near Boston, is expected to visit Rwanda in connection with his latest project, called "One Laptop per Child," which would provide inexpensive laptops to millions of children in developing countries. Some local patriots already dream of Rwanda becoming an "African Silicon Valley.""
"The man complained to Wyler about the prohibitive cost of Internet access in his country, for which a state-owned monopoly called Rwandatel was charging about $1,000 a month. Wyler had suddenly found the challenge he needed. He raised capital from investors and simply acquired Rwandatel. He fired half of its employees, installed state-of-the-art technology and lowered the cost of Internet access to a small fraction of what it was under Rwandatel.
The move triggered an avalanche. Practically overnight, what had been a tiny group of 22 Internet users with broadband access turned into thousands. Almost a third of a million Rwandans now have mobile phone service, provided either by Terracom or its competitor, MTN."
"Barefoot workers dig up the ground in front of the presidential palace. Freddy Kamuzinzi, a giant of a man, is supervising the work. Wyler's nickname for Kamuzinzi is "Freddy Fiber." A former fighter in the rebel army, he now manages up to 3,000 cable installers. "Machines are useless here. They require too much space, and we have to be extremely careful when we dig, because we're constantly running into power and water lines that were installed haphazardly in the past."
Kamuzinzi's men have already buried more than 300 kilometers (186 miles) of fiberoptic cable. In the coming weeks, his army of workers will install four times as much cable, finally providing Rwanda with a broadband connection to neighboring Tanzania and Uganda and eliminating the expensive satellite detour.
This is good news for Terracom. East Africa's Internet island is growing."
Greinina í heild má finna hér.
Rúanda bætist í hóp landa sem fá 100 dollara fartölvur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2006 | 05:46
Af McDonaldsbloggi
Ég sá þegar ég las yfir blog Davíðs Loga að einhverjum þyki "Moggabloggið" ekki "góður pappír" og segja það McDonalds bloggsins.
Ekki ætla ég að fara að rífast mikið um hve merkilegur hinn eða þessi staðurinn er til að blogga á, eða hversu merkilegur hinn eða þessi bloggarinn er.
En hitt vil ég nefna, að mér þykir þessi samlíking ómakleg og raunar að mestu leyti út í hött.
Persónulega finnst mér þó frekar verðskulda nafnbótina "McDonaldsblogg", sem byggja alfarið á alþjóðlegum kerfum (rétt eins og McDonalds) og gera lítinn eða engan greinarmun á mismunandi tungumálum. Þar er t.d. ekki boðið að setja inn "athugasemdir", heldur eingöngu "comments", þar eru ekki "eldri færslur" heldur "archives" og þar fram eftir götunum. Rétt eins og á McDonalds þar sem flest er staðlað og umbúðirnar segja ekkert um í hvaða landi viðskiptavinurinn er staddur.
Það sem mér finnst mest heillandi við "Moggabloggið" er að þegar ég sá það fyrst (vinur minn sendi mér línu og sagði mér að hann væri byrjaður að blogga) var allt á Íslensku. Þetta var allt saman rammíslenskt og Íslenskt hugvit nýtt til að útbúa Íslenskan blogheim, eða samfélag.
Ég ákvað að byrja að blogga, vegna þess að mér fannst mér vanta stað þar sem ég hugsaði og tjáði mig á Íslensku, en ég var farinn að finna fyrir því að þó að ég hefði ekki búið verulega lengi erlendis, þá ryðgaði Íslenskan furðu fljótt og ég var ekki með nýjustu orð og hugtök á takteinunum og sletturnar jukust.
Mér fannst það líka hið besta mál, að hér væru samankomnir bloggarar hvaðanæva að, en flestir blogguðu á Íslensku og hér væri hægt að lesa hugsanir, áhyggjur og slúður hins venjulega Íslenska "kverúlants", eða "bloggspekings", allt eftir hvernig litið er á málin.
Ef "Moggabloggið" er sekt, þá er það fyrst og fremst af því að hafa gert bloggið aðgengilegt fyrir almenning, á Íslensku, með lágmarksfyrirhöfn fyrir hvern og einn. Vissulega hugnast ekki öllum auglýsingar, en hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.
En fyrir marga, sérstaklega fyrir þá sem að tölvukunnáttan er ekki mikil hjá, nú eða enskukunnáttan hvað varðar tölvumál, er þetta framtak mikils virði.
En þetta minnir mig dulítið á hvað það verður "ófínt" að hlusta á hljómsveitir loksins þegar þær verða vinsælar fyrir alvöru.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)