Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Hvers vegna hefur Bretland náð forskoti á "Sambandið" í bóluefnamálum? Hvernig kaupin gerast á "bóluefnaeyrinni"

Hvers vegna hefur Bretland forskot á Evrópusambandið í bóluefnamálum? 

Hvort sem litið er til bólusetninga (% af íbúafjölda), eða að ná að samþykkja bóluefni?

Það má finna býsna góða grein sem reynir að útskýra hvers vegna Bretland hefur forskot og að hluta til  "stóra AstraZeneca málið" einnig á vefsíðu Guardian.

Þarna kemur fram að Bretland hafi skrifað undir samning um afhendingu á 100 milljón skömmtum um miðjan maí á síðasta ári.

Ég hvet alla til að lesa greinina á vefsíðu Guardian, en þegar hún er lesin fæ ég á tilfinninguna að Evrópusambandið, samdi seinna, vildi borga minna, lagði fram mikið minna áhættufé til framleiðenda bóluefnis, en vilja samt sem áður hafa forgang fram yfir aðra.

En klúðrið virðist "Sambandsins" (og þeirra sem hafa hengt sig við það), vandræðin sem það er komið í virðist mest af þeirra eigin völdum, en það getur það (að sjálfsögðu) ekki viðurkennt.

 

 

When it became clear the China coronavirus outbreak might lead to a global pandemic, Oxford University’s life scientists convened a crisis meeting. It took place on Thursday 30 January last year, and if the rest of the world hadn’t yet realised the potential consequences of what was unfolding in Wuhan, they had.

...

It was there that Prof Sarah Gilbert, a vaccine researcher, told her colleagues something remarkable; she had devised a likely vaccine, repurposing technology used by her team to develop vaccines against Ebola and Mers.

...

 

In a country not known for thinking strategically about industrial policy, the UK actually had an advantage. Gilbert’s Jenner Institute, for example, was founded in 1998, when Peter Mandelson was industry secretary, and funded at first by the UK drug company GlaxoSmithKline. It was critical in ensuring the UK got ahead.

However, the prospective deal collapsed. The UK was desperate to secure enough supply for its own citizens – and at the time, ministers including the health secretary, Matt Hancock, were concerned. Not about the EU – but about the behaviour of the then-US president, Donald Trump.

“We were worried about vaccine nationalism – but the person we feared was Trump, that he would be able to pressurise a US company, and perhaps buy up the drug stocks,” said a former adviser at the Department of Health. “We never expected there would be a row with the EU”.

Enter the Anglo-Swedish firm, AstraZeneca, whose French chief executive, Pascal Soriot, was a trusted figure in political circles.

...

AstraZeneca was signed as Oxford’s partner on 30 April and signed a deal to supply 100m doses to the UK a fortnight later. Ministers were prepared to pay a few hundred million upfront, allowing the company to build its first virus manufacturing process, and the UK government to demand its citizens be vaccinated first.

“That underpinned all of it,” an industry insider said.

Building on relationships established by the Oxford scientists, the vaccine for the UK market is cultivated at sites in Oxford and at Keele, near Stoke. It is then sent to Wrexham, where it is bottled into vials before being dispatched for final tests by UK regulators and sent on to the NHS.

AstraZeneca says the headstart it had was vital.

With Brexit looming, the UK drew huge criticism for declining to join EU schemes to purchase PPE and ventilators. There was also growing pressure to join a joint EU procurement plan for vaccines, and to put aside the Brexit rhetoric.

But Brussels’ demands were eye-watering: the UK, unlike EU member states, would not be able to take part in the governance of the scheme, including the steering group or the negotiating team.

Britain would have no say in what vaccines to procure, at what price or in what quantity, and for what delivery schedule. There would be no side-deals possible.

British officials were not convinced. “We had to go it alone,” said a UK source. “There was nothing there for us”. By the time a special UK vaccine taskforce was created in April, the seeds of a successful strategy had been sown.

Run from May by the venture capitalist Kate Bingham, a no-nonsense operator, it directed government money up and down the vaccine supply chain, and helped ensure that two other vaccine candidates were manufactured in the UK – an interventionist policy not seen since before the days of Margaret Thatcher.

...

There had been concerns from the beginning of the crisis in key EU capitals that others – the US in particular – would steal a march in the hunt for a successful vaccine. But despite the anxiety, the process of organising and purchasing prospective vaccines had been slow.

There was an early initiative by the European commission president, Ursula von der Leyen, to steal away CureVac, a biotech company working on a coronavirus vaccine, from Donald Trump, with whom it was in talks. The EU offered the company €80m in financial backing. “I hope that with this support, we can have a vaccine on the market, perhaps before autumn,” Von der Leyen said at the time. CureVac is still yet to come good.

The governments of Germany, Italy, France and the Netherlands had privately decided they could not wait on Brussels finding common agreement among the 27 on a strategy – and they spotted the potential in AstraZeneca from the start.

The four governments passed on the negotiation to the commission “for the common good”, recalled Prof Walter Ricciardi, an adviser to the Italian government on its coronavirus strategy.

“We opened the door for the commission to take over but even then it took time, even when we tried to speed up the process,” Ricciardi said. “There were some countries fully aware of the importance of the vaccine but there were others that were reluctant to put money into this without guarantees of the result. That took time and the best possible energy of the commission. They did recruit the best possible officers to do that but it was a long process”.

It was another three months before the commission finally signed the deal, behind the UK, with some serious ramifications to come.

Authorisation of any vaccines would be done through the European medicines agency, rather than national regulators, to ensure that the rollout was done across the EU in tandem. But that also proved a fateful decision.

The slower authorisation by the EMA ensured that liability for the vaccine – should it prove dangerous – could potentially be pinned on the pharmaceutical companies during contract negotiations.

But if they were maintaining solidarity and perhaps even earning some extra public confidence, they were giving up speed.

The fast-track mechanisms available to national regulators, including the UK’s medicines and healthcare regulatory authority, gave Britain another potential advantage

Nevertheless, with the announcement in early November that the German startup BioNTech had made a breakthrough in the development of a new type of vaccine to combat Covid-19, hopes remained high that the bloc was on the right path.

“It is Europe’s moment”, Von der Leyen tweeted in mid-December as she announced that between 27 and 29 December, people across the EU’s 27 member states would be vaccinated. “We protect our citizens together”, she said. But her confidence was misplaced. There were hidden frailties.

Rasmus Hansen, the chief executive of Airfinity, a data analytics company working in the life sciences sector, said the EU had failed to invest as it should have in scaling-up production plants.

The EU had spent just €1.78bn in “risk money”, cash handed to pharmaceutical companies without any guarantee of a return, compared to €1.9bn by the UK and €9bn by the US, he said. There were consequences.

The first hit to the EU strategy was the announcement by Pfizer/BioNTech, one of only two vaccine producers authorised for use in the EU at this stage – along with Moderna, with whom only a smaller order has been made – that they needed to slow down production in order to upgrade a facility in Belgium and boost output in late February.

This did not unduly upset officials initially. They had AstraZeneca, and its total of 400m doses, coming down the line. “I am not sure why this debate is there because the numbers are there, the production is ramping up,” Sandra Gallina, the commission’s chief negotiator, told MEPs on 12 January

 

“It took a wrecking ball to the national plans,” admitted one diplomat. Just 2% of the EU adult population has so far received a jab, compared with 11% in the UK.

 

Officials angrily pointed to the success of the British end of AstraZeneca’s vaccine production. “If the UK plants are working better, are we expecting the UK plants to deliver doses to us? Yes. Yes. Yes. They are part of our contract,” argued an official.

Gallina, shaken by the move, dived into the customs records to find evidence that AstraZeneca had shipped EU-produced doses to the UK – but without success.

AstraZeneca’s chief executive gave an interview with a group of European newspapers. “The UK agreement was reached in June, three months before the European one,” Soriot said.

“As you could imagine, the UK government said the supply coming out of the UK supply chain would go to the UK first. Basically, that’s how it is.”

The commission has accused AstraZeneca of a breach of contract. It has given its member states the power to block exports of vaccines, raising the spectre of Pfizer doses not being delivered to the UK. But at a meeting of EU ambassadors with commission officials earlier this week, the message was that the capitals were unimpressed.

“The commission was told to change the terms of the debate – we just want vaccines,” said one diplomatic source. “That’s all we want”.

Allar leturbreytingar eru blogghöfundar.

 

 


Borgaði "Sambandið" ekki allan "bóluefnareikninginn" frá Astra/Zeneca?

Það hefur verið dulítið skrýtið að fylgjast með heiftarlegri deilu Evrópusambandsins og lyfjaframleiðands Astra/Zeneca.

Ég ætla mér ekki að skera úr um þá deilu, eða að túlka samninginn öðrum hvorum aðilanum í hag.

Líklega verður her lögfræðinga í því verkefni.

Mér finnst þó athyglisverðar greinar samningsins vera t.d. liðir 1.9, 5. og 7. En býsna mikið af lið 7. í samningum er skyggt, en þar er fjallað um greiðslur.

En umræða um fragöngu "Sambandsins" hvað varðar bóluefni vekur upp margar spurningar, sem margar hverjar setja það ekki í jákvætt ljós.

Víða hefur verið fullyrt að lagt hafi verið meiri áhersla á verð en nokkuð annað, en jafnframt hafi þurft að gæta "jafnvægis" á milli Þýskra og Franskra framleiðenda!!

En frétt á Evrópsku síðu Politico vakti vissulega athygli mína.  Þar segir ma.a.:

"EU officials were angered after AstraZeneca CEO Pascal Soriot disclosed a number of conditional parts of the contract in an interview Tuesday with La Repubblica.

EU officials then confirmed on Wednesday that the Commission agreed to give the company a €336 million down payment to secure manufacturing capacity for the 27 EU member states. But a significant portion of that sum hasn't been paid out."

Líklega verður stál í stál á milli aðila um all nokkra hríð, hvernig allt endar byggist líklega ekki síst á hvaða skilgreining á "best effort" verður ofan á.

En persónulega fæ ég það á tilfinninguna að Evrópusambandið sé að reyna að koma "sökudólgshlutverkinu", sem það situr uppi með, yfir á AstraZeneca.

 


mbl.is Samþykkja bóluefni AstraZeneca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex skotárásir miðsvæðis í Reykjavík?

Það að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar og á bíl borgarstjóra, vekur bæði undrun og ugg.

En þegar kemur fram að þegar hafi verið skotið á skrifstofur, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Pírata vekur það enn meiri undrun.

Bæði að slíkt skuli ekki hafa vakið meiri athygli og verið í fréttum, og hitt að slíkir raðglæpir skuli eiga sér stað.

Ef marka má fréttir hefur ennfremur verið skotið á skrifstofur Samtaka Atvinnulífsins.

En þegar málið er hugsað frekar, og aðrir atburðir rifjast upp, er í raun ljóst að ofbeldi gegn stjórnamálfólki og frammáfólki í atvinnulífinu á sér býsna langa sögu á Íslandi.

Það er ekki langt síðan stjórnmálafólk var ofsótt við heimili sín, frammáfólk í viðskiptum (ekki síst tengt orkufrekum iðnaði virðist vera) þurfti ítrekað að þola skemmdarverk á og við heimili sín og í það minnsta kosti í einu tilfelli olli það líkamlegu tjóni (líklega má telja það heppni að ekki varð alvarlegra líkamstjón).

Síðan er óþarfi að rifja upp þau átök sem urðu í "Búsáhaldabyltingunni", þar sem ýmsir stjórnmálamenn áttu fótum sínum fjör að launa, ef svo má að orði komast.

Það er uggvænlegt að allt að 6. skotárásir (skemmdarverk) skuli hafa átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík.

Það hefur mikið verið rætt um aukna "heift" í stjórnmálaumræðu og hvort að þessir leiðindaatburðir séu "framhald" af slíku er ekki gott að segja.

Hvort að um sé að ræða "pólítískt statement", eða "heimskupör" vil ég ekki fullyrða, en það er fyllsta ástæða til þess að taka þessa atburði alvarlega.

En hvort sem um er að ræða árásir með sýru (lakkþynni) eða skotvopnum, er ljóst að það þarf ekki mikið að bregða út af til að líkamstjón geti orðið.

 


mbl.is Fordæmir ógnanir og ofbeldi gegn stjórnmálafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftaþing þjóðanna?

Það að samningur um "bann" Sameinuðu þjóðanna við kjarnorkuvopnum skuli hafa tekið gildi fyrir helgi, segir margt um þá stofnun og í raun vanmátt hennar og allt að því tilgangsleysi.

Þó hefur hún gildi sem nokkurs konar "málfundafélag", og því verður ekki neitað að það er alltaf jákvætt að hafa vettvang fyrir samræður, jafnvel þó að hann sé takmarkaður.

Fyrsta spurningin sem vaknar, hafa Sameinuðu þjóðirnar einhverja áætlun um hvernig eigi að standa að banninu?

Hyggjast Sameinuðu þjóðirnar "af finna upp kjarnorkusprengjuna"? 

Það er varla hægt.

Eins og er teljum við okkur vita um 9. ríki sem ráða yfir kjarnorkusprengjum.  Þó með þeim fyrirvara að Ísrael hefur hvorki játað, eða neitað að ráða yfir slíkum sprengjum.

En átta aðrar þjóðir hafa viðurkennt að ráða yfir slíkum vopnum.

Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Indland, Pakistan, Norður Kórea og Kína.

Frekar eru líkur á því að slíkum þjóðum fjölgi en fækki.

Allar þær þjóðir sem taldar eru ráða yfir kjarnorkuvopnum, utan Ísrael, hafa sprengt slíka sprengju.

Eftir þvi sem ég kemst næst hafa 4. þjóðir ráðið yfir kjarnorkuvopnum en afsalað sér þeim. 

Það eru Suður Afríka,  (the glorious repblic of) Kasahkstan, Hvíta Rússland og Ukraína.

Það er vert að velta því fyrir sér hvort að innrás Rússlands í Austur Ukraínu og Krímskaga, hefði gengið fyrir sig með sama hætt og raunin varð, hefði Ukraína enn ráðið yfir kjarnorkuvopnum, en við þeirri spurningu eru ekki til nein afgerandi svör.

Það er þó vert að hafa í huga að Rússland gerði samning um að virða sjálfstæði og landamæri Ukraínu, þegar Ukraína féllst á að gefa eftir öll sín kjarnorkuvopn.

Þegar samningurinn var gerður var Ukraína almennt talið þriðja stærsta kjarnorkuveldi heims.

Hafa Sameinuðu þjóðirnar á einhvern hátt staðið að baki Ukraínu, eða reynt að hjálpa þeim að endurheimta landsvæði þau er ríkið hefur misst?

Hefði Ukraína verið betur statt með því að halda í kjarnorkuvopn?

Um það er engin leið að fullyrða að og það má talja vafasamt að ríkið hefði haft efni á því að halda þeim við án utanaðkomandi aðstoðar.

En hvert leiðir bann við kjarnorkuvopnum heimsbyggðina?

Til þess tímapunkts að síðasta ríkið sem neitar að undrrita slíkt samkomulag er eina kjarnorkuveldið í heiminum?

Hafa Sameinuðu þjóðirnar eitthver skipulag til þess að eyða kjarnorkuvopnum í heimimum og koma í veg fyrir að ný komi til sögunnar?

Eða er eingöngu um að ræða "fíl gúdd" tillögu sem hægt er að samþykkja og "berja sér á brjóst" og þykjast "góður"?

Persónulega tel ég þessa tillögu eina af þeim sem eru marklausar og gera ekkert annað en að "gjaldfella" Sameinuðu þjóðirnar, sem eru reyndar ekki hátt skrifaðar hjá mér fyrir.

Það má vel telja kjarnorkuna "bölvaða uppfinningu", en hún er til staðar og mun fylgja mannkyninu um ókomna framtíð.

Sameinuðu þjóðirnar hafa enga leið til stoppa nýtingu hennar í sprengjum.

Raunsæið er alltaf besta leiðin fram á við.

Því er engin ástæða fyrir Íslendinga, eða nokkra aðra þjóð að samþykkja bann við kjarnorkuvopnum.

Við skulum hins vegar vona að þem verði ekki beitt á ný, en bann Sameinuðu þjóðanna gertir nákvæmlega ekkert til að minnka, eða auka líkurnar á því.

 


mbl.is Hættan sjaldan eða aldrei jafn mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægilegar vangaveltur um dauðann?

Stundum (en þó alltof sjaldan) rekst ég á greinar sem mér þykir svo athyglisverðar að það verði að vekja athygli á þeim.

Í morgun rakst ég á grein á vefsíðunni unherd.com.  Þar skrifar Dr. John Lee, fyrrverandi prófessor í meinafræði (pathology) og ráðgjafi NHS (Breska heilbrigðiskerfið)

Greinin heitir "The uncomfortable truth about death", ég hvet alla til þess að lesa greinina í heild sinni (fylgja hlekknum hér á undan), en birti hér nokkra hluta hennar.

Greinin er reyndar það vel skrifuð og hnitmiðuð að það var erfitt að stytta hana.

"...

Almost as soon as the pandemic struck, we developed a morbid fascination with the new coronavirus. Death became a part of daily life: as restrictions were introduced and the rules of society were rewritten, our only constant seemed to be the daily announcements detailing how many more lives had been taken by the new disease.

We have, of course, always been aware that death will come for us all. Yet for most of us, most of the time, we don’t know where, when or how. We don’t know whether it will be sudden or slow, peaceful or painful, surrounded by family or alone while connected to impersonal bleeping machines. The fact that we are aware, from an early age, of being stalked by unknown threats is naturally very frightening. Every fibre of our being drives us to do what we can to avoid it. But it is precisely because of the great influence death has on our lives that is vitally important we think about it more clearly. For as we are now discovering, how we regard our final chapter has important consequences for how we live beforehand.

 

...

But as we are discovering, in unique moments of crisis such as this pandemic, these two principles can come into conflict. The first applies to individuals, while the second often implies society-wide measures that can help some individuals, but at the same time may harm others. Thinking about how to balance these principles is not easy. That became clear last week, when I appeared alongside Jonathan Sumption on the BBC’s Big Questions. During a segment on whether Britain’s lockdown was “punishing too many for the greater good”, his claim that not “all lives are of equal value” caused quite a stir. But it also raised an important question: surely there is more to life than just living and dying?

Death is a brutal endpoint, but no reasonable doctor (or court of law for that matter) makes treatment decisions based simply on whether or not a patient will die. It is also vital to take into account “quality of life”, which is not just some sort of luxury add-on that can be dispensed with in a crisis. It is literally all the things that make life worth living for different people. For an elderly person this may be having a cup of tea with family or friends; for a young sportsperson it may be competitive matches. Take these things away and the old person may die of loneliness, or the young person may tragically end their own life.

But are these life-endings equivalent? Perhaps, on a philosophical level, they are. On a practical level, however, the death of an 85-year-old person from a preventable cause has cost them a few years at the end of life, while a 25-year-old has, on the same calculation, lost over 60 years of life, including their most active and event-filled years. However much people may object philosophically to such discussions, avoiding them in practice can have serious unintended consequences for public policies.

 

It is uncomfortable to think about, but it seems quite clear to me that when you examine the “quality of life years” lost as a direct result of lockdowns, and compare them to those which would have been lost to the virus had we done nothing at all (which, for clarity, I am not advocating), the former is far greater. This is because you don’t have to die to lose quality of life. Being unable to function properly because of depression, for example, or untreated cancer, or a postponed operation, still results in loss of quality of life – as does merely being confined to your house. Surely no reasonable person can disagree that this loss must be considered when evaluating the appropriateness of society-wide measures that affect all individuals?

...

Yes, the average age at death has increased over the last century or so. But that is because more people are living to nearer our maximum age, not because that maximum age has increased. Medical advances mean that fewer of us die as children, in childbirth, of injuries and infections than used to be the case, meaning that most of us live into our 70s and 80s. The average age has increased in tandem with these advances. But the maximum age possible has not changed: the vast majority of us will still die in our 70s and 80s.

...
So the expected age at death in the UK – currently just over 81 (which incidentally is a year younger than the average Covid death) is getting close to as good as it will get.

And that isn’t necessarily a bad thing. After all, death is an essential part of the human condition. It may be a frightening prospect, but it can motivate us to get the most out of every single day. You simply can’t put a value on that, which is why putting everyone’s life on hold in the face of a new pathogenic threat would only make sense if that threat were so overwhelming that the very fabric of society was at risk.

Does Covid meet that criterion? Looking at cold, hard data, I am not convinced. Take just one straightforward statistic as an example: healthy under-50s made up less than 1% of apparent Covid-related deaths in 2020 — fewer than 700 of the 72,178 deaths recorded by Public Health England. For comparison, there are around 1,700 deaths a year from road accidents in Britain. When that context is understood, and when we start to accept death as a natural endpoint and quality of life as a vital consideration, today’s morbid climate of fear seems far from justified.

A far more intuitively wise outlook was offered by Jeanne Calment, the world’s oldest ever person. She lived to the exceptional age of 122 years and 164 days. On her 120th birthday she was asked by an over-enthusiastic young reporter “How do you see your future?” Her response: "Short." If only we could all be so frank. Perhaps then we will be better able to enjoy everything that comes before."

 

 


Símaskrá Biden

Auðvitað þarf Biden að hringja víða.  Fátt er stórveldi eins og Bandaríkjunum mikilvægara en traustir vinir.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Biden hafi fyrst hringt til Kanada.  Mér skilst að næsta símtal hafi verið til Mexíkó. Þetta eru ríkin sem eru með Bandaríkjunum í NAFTA og þau einu sem eiga land landamæri að Bandaríkjunum.

Í Kanada hefur Justin Trudeau verið gagnrýndur fyrir að kvarta ekki meira yfir stöðvuninni á "Keystone XL" leiðslunni, en hún hittir Alberta sérstaklega illa fyrir (en flokkur forsætisráðherra á reyndar engan þingmann í Alberta).

En siðan kom fyrsta símtal Biden var yfir Atlantshafið, til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart, enda löngum verið talað um "sérstakt samband" Bandaríkjanna og Bretlands.

Þó hafa margir velt vöngum yfir hvernig þetta samband stæði nú.  Þá hafa margir litið til þess að Biden og Demókratar voru almennt ekki hlynntir "Brexit".

Þar hefur löngum verið uppi það sjónarmið að Evrópa þyrfti á frekari samstöðu að ræða og ekki síður hitt, að vont væri að missa traustasta samstarfsaðila Bandaríkjanna innan "Sambandsins".

En Biden hefur orð á sér fyrir að vera "pragmagtískur" og mun næsta víst líta til þess að Bandaríkjunum býðst enginn betri kostur Evrópu sem traustur samstarfsaðili, ekki síst þegar litið er til hernaðmátts.

Traustustu bandamann þeirra í "Sambandinu" eru nú eftir útgöngu Breta, Pólverjar og Eystrsaltslöndin, en ekkert þeirra er mikið herveldi.

Helsta herveldi Evrópusambandsins til margra ára (ásamt Bretlandi lengst af) er Frakkland og það þarf ekki að skoða söguna lengi til að sjá að Bandaríkin munu seint setja traust sitt á Frakka.

Þýskaland er annað forysturíki "Sambandsins", hefur vanrækt her sinn til margra ára og jafnframt aukið viðskiptatengsl sín við Rússa, ekki síst hvað varðar gaskaup.  Eins og flestir þekkja, eru Rússar ekki "bestu vinir" Demókrata.

Nýkjörinn formaður CDU þykir reyndar af mörgum of hallur undir Rússa og Pútin, en hvort að hann verði kanslari á eftir að koma í ljós.

Reyndar dreif Evrópusambandið í því að gera stóran gagnkvæman samning um fjárfestingar við Kínverja stuttu áður en Biden tók við embættinu.  Ég hugsa að hann hefði vel getað hugsað sér skemmtilegri "innsetningargjöf" frá "Sambandinu".

Því er Bretland, utan sem innan "Sambandsins", enn mikilvægari bandamaður fyrir Bandaríkin en stundum áður.

Það á eftir að sjást hvernig samtarf Biden og Johnson á eftir að þróast, en ég held að líklega eigi það eftir að dafna.

Næsti G7 fundur, þar sem Bretar eru gestgjafar, á eftir að verða mikilvægur í því tilliti.

Það á svo eftir að koma í ljós hvort tekst að halda fundinn.

En Bandaríkjunum býðst enginn traustari bandamaður í Evrópu en Bretland.

P.S. Kínverjar ákváðu að það væri engin ástæða til þess að bíða með því að minna Biden og stjórn hans á að þeir væru að styrkjast.

 


mbl.is Biden tekur upp tólið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Hver má tjá sig, hvernig má hann tjá sig, hvar má hann tjá sig, hver getur bannað tjáningu og hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Það hefur mátt heyra ýmsar spurningar í þesa átt undanfarna daga.

Ekki síst frá Bandaríkjunum, en þetta er þó spurning sem varðar allan heiminn og spurningar sem þsssar vakna reglulega um heim allan.

Le Monde Cartoon penguin incestSlíkar spurningar hafa nú sem áður vaknað í Frakklandi, og ef til vill kemur það ekki á óvart, að nú sem stundum áður vakna spurningar í tengslum við skopmynd/ir.

Fyrir nokkrum dögum baðst ritstjóri Le Monde afsökunar á því að hafa birt skopmynd, þar sem er gert grín að sifjaspelli.

Þó að Franskan mín sé ekki upp á mörg tonn af  fiski, telst mér til að texti skopmyndarinnar sem ég birti hér til hliðar sé á þessa leið, í minni eigin þýðingu, þar sem mörgæsarungi spyr fullorðna mörgæs, eftirfarandi spurningar:

"Ég var misnot/uð/aður af ættleiddum hálfbróður maka trans föður míns sem nú er mamma mín, er það sifjaspell?".

Ritstjóri Le Monde baðst afsökunar á birtingu skopmyndarinnar, en eftir því sem ég kemst næst má enn finna myndina á vef blaðsins.

Teiknarinn, Xavier Gorce, brást hins vegar illa við afsökunarbeiðninni, sagði upp samningi sínum við blaðið og lét hafa eftir sér "að frelsið væri ekki umsemjanlegt".

Þetta er örlítið skrýtið mál að mínu mati. Birting var ekki dregin til baka.  Beðist var afsökunar á innihaldinu.

En teiknaranum þótti gengið gegn frelsi sínu með afsökunarbeiðninni og sagði upp.

Hann birti síðastu skopmynd sína hjá Le Monde, þar voru tvær fullorðnar mörgæsir og sagði önnur þeirra við hina: "Ertu með heilbrigðisvottorð fyrir húmornum þinum?"

Það er gott að tjáningarfrelsið sé í umræðunni, það er þarft og gott.

Líklega sýnist sitt hverjum, í þessu máli sem mörgum öðrum.

P.S. Byggt að hluta af þessari umfjöllun.


Ágúst Ólafur og fyrirgefningin

Það er rétt að byrja á því að segja að ég hef aldrei kosið Samfylkinguna og líklega mun verða í það minnsta frekar svalt í víti áður en til þess kemur (gæti verið klókt að gera það á mínum síðustu árum, til að gera vistina þar bærilegri).

En ég hef samt sem áður fylgst með þeim skoðanaskiptum sem hafa orðið í kjölfar um hvaða sæti Ágúst Ólafur Ágústsson, ætti að skipa á lista flokksins, af áhuga.

Frá pólítísku sjónarmiði hafa ýmsir áhugaverðir vinklar komið fram eða ekki.

Mjög áberandi sjónarmið er að Ágúst sé látinn gjalda þess að hafa játað sig sekan um kynferðislega áreitni.

Það er skiljanlegt, enda hlýtur slíkt að teljast verulega íþyngjandi fyrir stjórnmálamann. 

Jafnframt má heyra að Ágúst hafi leitað sér aðstoðar við áfengisvanda, og er talað um að verið sé að fremja "ódæðisverk" gegn óvirkum alkólístum.

Ég get ekki að því gert að mér þykir þetta merkilegt sjónarmið.

Ekki síst vegna þess að mér finnst það skrýtið sjónarhorn að skilgreina frambjóðanda eftir því hvort að hann sé óvirkur alkóhólisti eður ei, og einnig þess sem mér finnst örla á, að áfengismeðferð sé nokkurs konar "aflátsbréf" fyrir það sem á undan hefur gengið.

Ekki ætla ég að fullyrða um hvaða sjónarmiðum uppstillingarnefnd Samfylkingar hefur starfað eftir, en er ekki hugsanlegt að hún (og þeir sem greiddu atkvæði) hafi litið til starfa þingmannsins og jafnframt talið sig eiga kost á betri og öflugri frambjóðendum?

Ekki mitt að dæma, en ég get ekki séð hvernig uppstillingarnefnd hefði átt með góðu móti að ganga gegn þeim vilja sem kom fram í skoðanakönnunni, sérstaklega eftir að þeim hafði verið lekið út.

En ekki síður forvitnileg spurning í pólítískum vangaveltum er, hver lak niðurstöðunum?

En eins og oft þegar stjórnmálamenn hljóta "ótímabæran pólítískan dauðdaga", eru margir, jafnvel pólítískir andstæðingar sem bera lof á þann sem er á útleið.

Þar er að verki bæði sá Íslenski siður, að "allir eru góðir þá gengnir eru" og svo hitt, að það er gott að læða því að kjósendum að andstæðingurinn sé svo "vitlaus" að vera að stinga sína bestu menn í bakið.

Að mestu leyti er "fall" Ágústs Ólafs því "hversdagsleg pólítík", því að eins og á Glæsivöllum, þá "í góðsemi (pólítík) þar vega þeir hver annan".

Hvort að þetta eigi eftir að koma Samfylkingunni til góða í næstu kosningum er svo óráðið.

Ég held að uppstillingaraðferðin hafi ekki gert það og hvort listarnir verða sterkari verður ekki skorið úr um fyrr en í haust.

 


Vitleysa leiðir gjarna af sér vitleysu

Það er auðvitað alger vitleysa að vara að gagnrýna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna fyrir að koma fram grímulaus.

Nákvæmlega ekkert út á framgöngu hans að setja.

Það er að virðist einn annar einstaklingur (fyrir utan sjálfsagt þann sem filmar og öryggisverði) viðstaddur í risastóru rými og fjarlægð á milli þeirra þokkaleg.

En vitleysan byrjar með tilskipun um grímuskyldu í byggingum og á landareignum ríkisins.

Ef ég hef skilið rétt er skyldan án undantekninga.  Það er að einstaklingum er ekki treyst til þess að ákveða sjálfir hvort að þörf sé á grímu, eða skyldugir til þess að nota grímu í margmenni, án tilits hvort að hægt sé að virða hæfilega fjarlægð eða ekki.

Því má telja Biden brotlegan við eigin tilskipun.

Vitleysa leiðir oft af sér vitleysu.  Og vissulega ætti "The Chief" að fylgja eigin tilskipunum.

Sjálfsagt velta svo margir fyrir sér hvers vegna grímuskylda sé einungis bundin við byggingar og landsvæði alríkisins (Federal).

Þó að ég sé ekki sérfræðingur í Bandarískum lögum, þá eiginlega blasir það við.  Forseti Bandaríkjanna hefur einfaldlega ekki vald til víðtækari grímuskyldu.

Þar kemur til vald ríkistjóra, ríkisþinga, borgar/bæjarstjóra o.s.frv., allt eftir því hvernig lögum er háttað í hinum ýmsu ríkjum.


mbl.is Biden grímulaus þvert á eigin tilskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að banna "alla vitleysu"

Nú er komið fram á Alþingi frumvarp um að banna að draga Helförina í efa, sð segja hana ekki hafa átt sér stað, eða gera lítið úr henni.

Í sjálfu sér held ég að fáir séu innst inni á móti slíku.

En er hægt að banna vitleysu?

Nú er ég í engum vafa um að Helförin átti sér stað og hef komið á nokkra af þeim stöðum sem hún átti sér stað á.

En eigum við að festa í lög að bannað sé að hafna öllum atburðum í mannkynssögunni sem við teljum hafna yfir allan vafa?

Yrði ekki listinn æði langur?

Ættu þjóðir ef til vill að gefa út "sögubækur" og bannað yrði að víkja frá þeim?

Ég held ekki.

Ættu Íslendingar (eða aðrar þjóðir) að banna að afneita Holodomor, það er þeirri hungursneyð sem Sovétríkin ullu visvitandi í Ukraínu á 3ja áratug síðustu aldar og kostaði milljónir einstaklinga lífið?

Almennt er þessi viðurstyggilegi atburður talinn staðreynd í dag, en þó eru ýmsir sem enn afneita honum.

Hér má lesa um slíka afneitun, frá árinu 2019.

Ætti að banna að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum árið 1915?

Það má lengi halda áfram, enda nægur efniviður um hroðalega atburði og fjöldamorð í mannkynssögunni.

Hvernig eigum við að taka á öllum þeim sem neituðu að fjöldamorðin í Kambódíu (Kampucheu) hefðu átt sér stað?  Ég held þó að slík söguskoðun hafi að mestu látið undan síga.

Ætti hið opinbera að taka afstöðu um  þjóðarmorð Kínverskra stjórnvalda á Uigurum og banna að öðru sé haldið fram?

Ég get alveg viðurkennt að þeir sem afneita Helförinni fara í taugarnar á mér og ég eiginlega afskrifa þá um leið í allri umræðu.

Það þýðir ekki að ég telji þá eiga fangelsisvist skylda.

Það sama gildir um þá sem afneita eða vilja gere lítið úr glæpum kommúnista.

Ég hef hvorki mælst til þess að hakakrossinn eða að hamar og sigð séu bönnuð.

Hakakrossinn á sér merkilega sögu, þó að viðurstyggileg verk nazista kasti dökkum skugga á hann.

Ég get hins vegar í huga mér enga jákvæða tengingu fundið fyrir hamar og sigð, þó hefur á undanförnum árum mátt sjá ýmsa Íslendinga skreyta sig (eða kökur) með því tákni.

En ég er ekki talsmaður þess að það yrði bannað eða varðaði fangelsisvist.

Það er einfaldlsega ekki lausn að banna "alla vitleysu", þar eru rök og fræðsla verkfæri sem duga betur.

Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort að fræðsla um Helförina eða glæpi kommúnismans sé næg á Íslandi.

P.S. Bæti hér við að t.d mætti hugsa sér að Menntamálaráðuneytið kæmi á fót farandsýningum, t.d. um Helförina, glæpi kommúnismans og fleiri stóra atburði sögunnar.

Þessar sýningar yrðu síðan á stöðugt færðar á milli framhaldsskóla Íslands.  Hring eftir hring.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband