Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
19.1.2021 | 00:33
Afglöp ríkisstjórnar eða heilbrigðisráðuneytis?
Það er eiginlega ótrúlegt að lesa að yfirvöld á Íslandi hafi skuldbundið sig til þess að kaupa ekki bóluefni í gegnum neinn annann (eða beint frá framleiðendum) en Evrópusambandið.
Það er þó það sem ég gerði fyrir örfáum mínútum á vísi.is. Fréttin er höfð eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni.
Það eru ótrúleg afglöp.
Það er ekkert að því að eiga í samstarfi, en að vítaverð afglöp að setja allt sitt traust á einn aðila.
Það er skylda stjórnvalda að upplýsa um hvernig sú ákvörðun var tekin. Var hún tekin í ríkisstjórn, eða tekin í heilbrigðisráðuneytinu?
Ef hún var tekin í heilbrigðisráðuneytinu var hún tekin af ráðherra eða embættismönnum? Ef embættismönnum, hvaða embættismönnum eða embættismanni?
Því fyrir slíkar ákvarðanir, hvernig sem þær eru teknar, þarf að vera ljóst hver ber ábyrgðina.
Það er sjálfsögð krafa almennings að slíkt sé upplýst.
Ef við viljum reikna út hvað bóluefni kosta, þá er best að styðjast við þær upplýsingar sem láku út frá Everópusamandinu.
Þá kostar bóluefni Aztra/Zeneka 1.78 euro, bóluefni Johnson og Johnson kostar 8.50 euro, Sanofi/GSK kostr 7.56 euro, Biontech/Pfizer kostar 12 euro, Curevak 10 euro og Moderna 18 euro.
Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki til hlýtar af hvaða bóluefnum þarf 1. sprautu og af hverjum tvær.
Því reikna ég með að Íslenska ríkið hefði keypt 700.000 skammta af hverju bóluefni.
Þá lítur listinn út svona.
Astra/Zeneka 1.78 euro, X 700.000 X 157 kr. = 195,622,000
J & J, 8.60 euro, X 700.000 X 157 kr = 945,140,000
Sanofi/GSK 7.56 X 700.000 X 157 kr = 830,844,000
BionTech/Pfixer 12 euro X 700.000 X 157 kr = 1,318,800,000
Curevak 10 euro X 700.000 X 157 kr = 1,099,000,000
Moderna 18 euro X 700.000 X 157 kr = 1,978,200,000
Samanlagt gerir þetta 14,873,866,000, eða tæpa 15. milljarða Íslenskra króna.
Við skulum ekki gera ráð fyrir því að Ísland hefði fengið jafn gott verð og í "hópkaupum" með Evrópusambandinu.
Gerum ráð fyrir því að Ísland hefði þurft að borga 100% hærra verð.
Þá hefðu kaup Íslands á öllum þessum bóluefnum numið u.þ.b. 30. milljörðum.
Ef miðað er við að talað er um að ríkið tapi u.þ.b. milljarði á dag um þessar mundir, hefði slík fjárfesting ekki verið vel þess virði?
Þá er ekki tekið með í reikninginn hvað einkafyrirtæki (og þar með þjóðarbúið er að tapa stórum fjárhæðum).
Hér er miðað við fjárfestingu fyrir næstum alla Íslendinga í 6. bóluefnum. Það hefði mátt miða við 10, og fjárfestingin hefði verið öllu hærri.
En samt líklega vel þess virði.
Ef farið hefði verið af stað í t.d. júni síðastliðnum og til dæmis gengið frá kaupum á 700.000 skömmtum af 10 vænlegustu bóluefnunum, hvað hefði það kostað?
Hefði það kostað 60. milljarða? Eða minna?
Eru ekki 60. milljarðar u.þ.b. það sem Íslenska ríkið tapar á 2. mánuðum?
Þrjátíu milljarðar það sem "kófið" kostar ríkissjóð í mánuð?
Ef til vill hefði ekki verið síður þörf á hagfræðingum og stærðfræðingum til að ráðleggja ríkisstjórninni, en sóttvarnarlæknum.
17.1.2021 | 00:35
"Animal Farm Revisited"
15.1.2021 | 13:21
Pólítíkin fer oft skrýtnar leiðir
Eins og lesa má í viðtengdri frétt sagði forsætiráðherra Eistlands af sér fyrir skömmu.
Spillingarmál tengd flokki hans Miðflokknum (Keskerakond), en fjármálaspilling hefur reyndar loðað við í áratugi, urðu til þess að ríkisstjórn sú sem flokkurinn og Ratas leiddi er á útleið.
Þegar er unnið að myndun nýrrar ríkistjórnar og er talið ólíklegt að boðað verði til kosninga.
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Umbótaflokkurinn (Reformierakond) leiðir þær viðræður og hver skyldi nú vera flokkurinn sem hann kýs að ræða við?
Jú, enginn annar en Miðflokkurinn, þar sem forvarsmenn eru til rannsóknar hjá lögreglu vegna spillingarmála sem varð til þess að forsætisráðherra sagði af sér.
Talið er afar líklegt að flokkarnir tveir nái saman um að mynda ríkisstjórn.
Óvíst er þó hvort að Ratas verði ráðherra, jafnvel talið ólíklegt en getgátur eru um að hann taki við embætti forseta þingsins í marsmánuði.
Leiðirnar eru oft skrýtnar í pólítíkinni.
P.S. Í örstuttu máli má segja að málið sem til rannsóknar er, snúist um u.þ.b. 40 milljón euroa lán til byggingarfyrirtækis frá sjóði á vegum hins opinbera.
Faðir framkvæmdastjóra fyrirtækisins er svo sagður hafa lofað Miðflokknum 1. milljón euroa framlagi, gengi lánið eftir.
En rétt er að hafa í huga að málið er til rannsóknar og enginn dómur hefur fallið.
Faðir framkvæmdastjóra byggingarfyritækisins, Hillar Tedar, hefur um langt árabil verið umsvifamikill í stuðningi við stjórnmálaflokka í Eistlandi og hefur Umbótaflokkurinn hlotið frá honum hæstu upphæðirnar.
Forsætisráðherra Eistlands segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2021 | 01:09
Höldum RUV á auglýsingamarkaði - Fréttatíminn er aldrei ókeypis
Það hefur vakið mikla athygli að Stöð2 hafi ákveðið að "læsa" fréttatíma sínum.
Að sumu leyti er það þróun sem hefur mátt sjá víða um lönd, þannig að fréttamiðlar, t.d. á netinu, hafa í auknum mæli farið að læsa síðum sínum nema fyrir þeim sem eru reiðubúnir til að greiða áskriftargjald.
Fréttirnar eru auðvitað aldrei ókeypis, það er bara spurning um hvernig borgað er fyrir þær.
En eðlilega hefur umræðan á Íslandi ekki síst snúist um hvernig aðrir miðlar geti keppt við Ríkisútvarpið, hvort að ekki sé rétt að taka það af auglýsingamarkaði og hvernig eigi að bæta Ríkisútvarpinu það upp.
Persónulega tel ég slíka umræðu á algerum villigötum.
Ef Ríkisútvarpið hefur t.d. 20% hlutdeild á Sjón/útvarpsmarkaði, þá hefur það lítið upp á sig að taka það af auglýsingamarkaði, ef aðrar tekjur gera því kleyft að halda markaðshlutdeild sinni.
Það þýðir einfaldlega að 20% af neytendum á sjón/útvarpsmarkaði eru teknir af markaði og auglýsendur þurfa að finna aðrar leiðir til að ná til þeirra. Auglýsingar í öðrum miðlum á Íslenskum sjón/útvarpsmarkaði eru ólíklegar til að þjóna því hlutverki.
Líklega er þá vænlegra að leita til annara miðla, s.s. FaceBook, sem hefur mikla útbreiðslu á Íslandi.
Persónulega finnst mér rökréttara að halda Ríkisúvarpinu á auglýsingamarkaði en fella niður útvarpsgjaldið og allan stuðning hins opinbera.
Ef ríkið vill vera á samkeppnismarkaði þá á ríkið einfaldlega að vera á samkeppnismarkaði - án allrar forgjafar.
Stjórn ríkisútvarpsins getur svo ákveðið hvort að þeir vilji vera áskriftarmiðill eða fara aðrar leiðir.
Ríkisrekstur finnst einnig á öðrum samkeppnismörkuðum, t.d. bankamarkaði.
Myndu Íslendingar vilja að allir Íslendingar yrðu skyldaðar til að leggja 20% af launum sínum inn á reiking í ríkisbanka?
Eða vera skyldaðir til að leggja 40% af öllum sparnaði sínum inn í ríkisbanka? Burtséð frá þeim kjörum sem bjóðast?
Þætti Íslendingum eðlilegt að vera skyldaðir til að að í það minnsta 30% af skuldum þeirra yrði að vera í ríkisbanka, burtséð frá þeim kjörum sem ríkisbankar bjóða?
Líklega ekki.
En Íslendingar treysta einstaklingum og fyrirtækjum til þess að velja sér þær fjármálastofnanir sem henta þeim eða bjóða best.
Ef ríkið vill eiga banka á samkeppnismarkaði er eðlilegt að hann lúti og um hann/þá gildi sömu reglur og viðmið og aðra banka á þeim markaði.
Er ekki rétt að slíkt gildi einnig um fjölmiðla?
Stundum er talað um að "þrígreiningu" valdsins og þar þurfi að vera aðgreining.
Persónulega finnst mér sú aðgreining á Íslandi oft á tíðum vera umdeilanleg.
En það er ekki síður þörf á því að kljúfa "fjórða valdið" frá ríkisvaldinu.
Engin hagræðing í Efstaleiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2021 | 13:33
Breska afbrigðið af Kínversku veirunni
Það er merkilegt að hugsa til þess hve hart var barist fyrir því að ekki mætti kalla "Covid-19 veiruna", "Kínversku veiruna" eða "Wuhan veiruna", í upphafi faraldursins.
Nú, er hins vegar talað án nokkurs hiks víða um veröldina, þar með talið á Íslandi um "Breska afbrigðið".
Þó ég ætli ekki að fullyrða, þá man ég hins vegar ekki eftir að hafa séð fréttir af "Franska afbrigðinu" nema á Íslandi.
En "Suður-Afríska" afbrigðið er til umfjöllunar víða um heim.
En hvað veldur, er ekki "siðferðislega" rangt að nefna "afbrigði" eftir uppruna þeirra?
Eða skiptir meginmáli hvaða land það er sem nefnt er í tengslum við sjúkdóma?
Ekki rekur mig minni til að sjá t.d. stofnanir eins og WHO mæla gegn þessum "uppruna nafngiftum", en það kann að hafa farið fram hjá mér.
Eða er meiri hætta á ruglingi ef við notum "Kína veiruna", því það er jú þaðan sem svo margar sambærilegar veiru hafa herjað á heiminn?
Ef til vill þarf í það minnsta að hafa ártal með "Kína veirunni".
10.1.2021 | 00:17
Ritskoðun nútímans?
Það er býsna mikið rætt um "ritskoðun" þessa dagana. Þó held ég að það sé ekki alveg rétta orðið til að nota.
Ef til væri réttara að tala um "birtingarvald", nú eða eins og í fréttinni sem þessi færsla er hengd við, "dreifingarvald".
Sé slíku valdi beitt, er það líklega í sumum tilfellum allt að ígildi "ritskoðunar", en ég myndi þó telja það annars eðlis.
En auðvitað er fjölmiðlum ritstýrt og margir hafa kvartað undan skorti á "ritstýringu" eða eftirliti á samfélagsmiðlum.
Það er vandratað á slíkum slóðum.
En eiga einhverjir kröfu á því að samfélagsmiðlar (svo ekki sé minnst á aðra miðla) skaffi þeim vettvang?
Er eitthvað óeðlilegt við að samfélagsmiðlarnir setji reglur sem allir þurfa að fara eftir?
En auðvitað vaknar spurningin um hverjir dæma þá "seku" og hvernig er að því staðið.
Hins vegar má að mörgu leyti halda því fram að vald "fjölmiðlarisa" dagsins í dag sé mun minna en var, þegar tími dagblaða og stórra sjónvarpsstöðva ríkti.
Það kostar mun minna að koma á fót samfélagsmiðli en sjónvarpsstöð (þó að sá kostnaður hafi einnig minnkað), það kostar minna að koma á fót vefmiðli en prentblaði og svo má áfram telja.
En auðvitað eru "stóru aðilarnir" ráðandi á markaðnum og ef til vill má kalla þá "hliðverði" samtímans.
Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að slíkar takmarkanir eða lokanir muni ekki hafa þau áhrif sem óskað er eftir, jafnvel þveröfug.
Umræðan, hvort sem við teljum hana til góðs eða ills, mun finna sér farveg og nýjir miðlar munu spretta upp.
Hins vegar getur "sómakært fólk" haldið sig á meginstraumsmiðlunum og verður enn minna vart við "vandræðagemsana" en áður.
"Pólaríseringin", verður þannig enn meiri en áður og undrunin verður enn meiri en áður þegar komist er að því að það eru ekki allir sömu skoðunar og "vinir þínir á netinu".
Sumir einstaklingar verða enn vissari um að "vinstri fasistarnir" séu að reyna að ritskoða þá, en aðrir verða þess fullvissir um að "aðgerðirnar" virki, því þessar "ógeðfelldu skoðanir sjást bara ekki lengur".
Rétt eins og "enginn drakk á bannárunum". Lausnin er að banna hlutina.
En það er hægt að velta þessum hlutum endalaust fyrir sér, og í raun er það öllum hollt.
Svo má velta því hvort að ennþá verði vilji til að brjóta samfélagsmiðla eins og t.d FaceBook upp?
Munu komandi valdhafar í Washington gera það? Elisabeth Warren var áhugasöm um slíkt.
Eða hafa þeir komist hjá slíkum "uppbrotum" með því að taka "rétta" afstöðu?
Google fjarlægir Parler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
9.1.2021 | 00:57
Bóluefnablús og berin súru
Fátt er líklegra meira rætt um heimbyggðina en bóluefni. Aðallega skortur á því.
Á Íslandi, eins og víðar um veröldina, ber mikið á upplýsingaóreiðu. Stjórnvöld virðast þó, öfugt við stundum áður, lítið berjast gegn henni, enda uppruni óreiðunar jafn oft (eða oftar) en ekki hjá þeim sömu stjórnvöldum.
Það er vissulega vandlifað í nútíma fjölmiðlaheimi, þar sem ummæli gleymast ekki.
En hvenæar "stór partur" Íslensku þjóðarinnar verður bólusettur er langt frá því að vera ljóst.
Gæti dregist til loka ársins, en vonandi eitthvað fyrr.
Ég hugsa að þeim sem hafa lesið þetta blog, þó ekki nema stöku sinnum, sé það ljóst að almennt er ég ekki yfir mig hrifinn af Evrópusambandinu.
Þó sé ég ekkert óeðlilegt að Ísland hafi gert samkomulag við "Sambandið" um samflot um mat og kaup á bóluefnum, svo lengi sem það hefur verið á "jafnréttisgrundvelli".
Líklega hefur Ísland ekki bolmagn til þess að standa í slíku alfarið á eigin spýtur og ef til vill hefur fengist eitthvað betra verð, við magninnkaup.
Það ber þó að hafa í huga að slíkt skiptir í raun ekki meginmáli, kostnaður hins opinbera í núverandi ástandi er slíkur að þó að hefði verið keypt fyrirfram af hverjum framleiðanda fyrir t.d. milljarð, hefði það veðmál líklega borgað síg.
En hitt er hins vegar hálfu alvarlegra, ef satt er, að Heilbrigðisráðuneytið hafi afþakkað aðstoð einstaklinga sem töldu sig hugsnlega haft áhrif til góðs varðandi bóluefnakaup, eftir að ljóst var hverjir stóðu fremstir í kapphlaupinu.
Slíkt er illskiljanleg afstaða ráðuneytis og ég get ekki varist þeirri hugsun að ef slíkt sé reyndin, kalli það á uppstokkun í ráðuneytinu.
Það er einnig vert að hafa í huga, að "altalað" er víða um "Sambandið" að innkaupaákvarðanir á bóluefnum hafi m.a. verið teknar með hliðsjón af því að jafnt þyrfti að kaupa á Frönsku fyrirtæki og Þýsku.
Síðan kemur í ljós að Franska fyrirtækið getur líklega ekki afhent bóluefni fyrr en 2022.
Slíkur ferill í segir margt um Evrópusambandið og er vert að minnast.
En annari þjóð hefur gengið mun betur að verða sér út um bóluefni og stefnir að því að hafa lokið við bólusetningu allrar þjóðarinnar í lok msrs.
Vissulega stærri þjóð en Ísland, en hefur ekki verið mér vitanlega í samfloti með öðrum.
Ég er að sjálfsögðu að tala um Ísrael, en þar virðist vera unnið hratt og skipulega, enda hjá þeim eins og öðrum þjóðum mikið undir.
Mér þótti það eftirtektarvert, þegar ég las frétt um sama efni á Vísi, hvað það var áberandi margir sem kusu að hreyta ónotum í Ísrael, fyrir það eitt að hafa staðið sig vel.
Þau eru oft talin súr, berin sem ekki næst í.
Lítur út fyrir að þetta ætli ekki að ganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.1.2021 | 22:08
Hryggilegt að horfa á
Það er hryggilegt að horfa á ofbeldi eins og hefur mátt sjá í beinni útsendingu frá þinghúsinu í Washington.
Sjálfsagt eru þeir sem brutust inn í þinghúsið "aktívistar" í bókum einhverra. En í mínum huga er ofbeldi svo sem hefur mátt sjá, ekki réttlætanlegt.
Vissulega er þetta, eins og svo margt annað, umdeilanlegt. Telji einstaklingar eða hópar, að þeim hafi verið neitað um lýðræðislega leið til að tjá sig, þá kann þeim að finnast ofbeldi eina leiðin.
En ég get ekki séð að "lokað" hafi verið á lýðræðið í þessu tilfelli.
Eins og í öllum kosningum í Bandaríkjunum hafa komið fram vafa atriði, og jafnvel einstakir atburðir sem benda til kosningasvindls. En dómstólar hafa fellt úrskurð í slíkum málum, nú sem áður.
Það eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum hugann þegar horft er á óeirðir sem þessar.
Ein af þeim er: Skyldi mörgum enn þykja það góð hugmynd að skera niður fjármagn til löggæslu í Bandaríkjunum?
Donald Trump: Farið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2021 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.1.2021 | 19:39
"Nýting" atkvæða skiptir sömuleiðis miklu máli. "Nýtingin" skapar núverandi borgarstjórnarmeirilhluta
Það er erfitt að búa til kosningakerfi sem býður ekki stundum upp á skringilegar niðurstöður, það er svo margt sem getur ráðið úrslitum.
Eftir því sem fleiri flokkar bjóða fram, aukast líkur á því að atkvæði falli "dauð". Það þarf ekki einu sinni að koma til "þröskuldur" eða lágmark.
Þannig féllu á milli 5 og 6% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum "dauð", það er að segja að þau féllu á flokka sem náðu ekki borgarfulltrúa.
En það skiptir ekki síður máli að atkvæðin "nýtist" vel. Þannig getur stundum munað 1. atkvæði, hvort að flokkur fær (víðbótar) fulltrúa eða ekki.
Þannig er það "nýtingin" sem raun skapar núverandi borgarstjórnarmeirihluta.
Núverandi meirihluti er með minnihluta greiddra atkvæða, en það þarf ekki að vera óeðlilegt ef nokkur hluti fellur "dauður".
En meirihlutinn hefur færri greidd atkvæði að baki sér, en fulltrúar minnihlutans hafa. Þar kemur "nýtingin" til sögunnar.
Meirihlutaflokkarnir hafa samtals 27.328 atkvæði en minnihlutaflokkarnir 28.028.
Þannig telst mér til að 72% fleiri atkvæði séu að baki þess borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem hlaut 3.578 atkvæði og 1. fulltrúa, og borgarfulltrúum Samfylkingar, þar sem (að meðaltali) hver fulltrúi hefur 2.180 atkvæði að baki sér, en flokkurinn hlaut 15.260 atkvæði og 7.fulltrúa.
En listinn er eftirfarandi, flokkar, fjöldi borgarfulltrúa og svo meðaltal atkvæða að baki hvers þeirra:
Sósíalistaflokkurinn 1. fulltrúi 3.758
Miðflokkurinn 1. fulltrúi 3.615
Vinstri græn 1. fulltrúi 2.700
Flokkur Fólksins 1. fulltrúi 2.509
Viðreisn 2. fulltrúar 2.406
Píratar 2. fulltrúar 2.278
Sjálfstæðisflokkurinn 8. fulltrúar 2.268
Samfylking 7. fulltrúar 2.180
Átta flokkar fengu kjörna borgarfulltrúa en aðrir átta flokkar fengu engan fulltrúa.
Gamla sagan um að hvert atkvæði skipti máli er engin bábylja, því meirihluti getur tapast á örfáum atkvæðum, jafnvel einu, eins og má lesa hér og hér.
Byggt á tölum frá mbl.is
Hvað verður um dauð atkvæði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2021 | 14:33
Af Covid, með Covid, af bóluefni, með bóluefni, eða hrein tilviljun?
Það er býsna merkilegt að fyljgast með þessum fréttum. Þetta rímar reyndar við það sem gerist víða um heim.
Það hefur oft verið rætt um muninn á því að "deyja af völdum Covid", eða að "deyja með Covid", og hefur sitt sýnst hverjum.
Oft hefur mér þó virst að víða sé reynt að telja eins marga einstaklinga sem látast sem fórnarlömb kórónuveirunnar.
Víða um lönd hefur það til dæmis tíðkast að telja alla þá sem deyjar með "Covid einkenni" til þeirra sem hafa látist af Covid, hvort sem tekin hafi verið sýni eður ei.
Þó eru á meðal einkenna Covid, flest þau sömu einkenni sem fylgja "venjulegu kvefi" eða flensu. En "flensan" hefur reyndar svo gott sem horfið þennan veturinn og lítt orðið vart.
Þó er það svo að 95% þeirra sem tekin eru sýni af á Íslandi vegna Covid einkenna, eru ekki sýktir af "veirunni".
En þegar búið er að sprauta ónæmisvaka í nákvæmlega þann hóp sem viðkvæmastur er fyrir "veirunni" og dauðsföll verða, er mun meiri varúð höfð.
Þá er ekkert sem tengir saman "ónæmisvakann" og dauðsfallið.
Þá spretta fram í umræðunni tölur um hve margir deyja vikulega á hjúkruarheimilum. Þessar tölur hafa þó ekki sést í umræðunni áður, þegar fjallað var um hve margir hefðu látist af völdum Covid-19.
Þó eru andlátin því miður að lang mestu leyti í sama aldurshópnum og nú er rætt um í tengslum við andlát eftir bólusetningu.
Það er rétt að taka það fram að ég hallast að því að ólíklegt sé að tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningarinnar, þó að ég sé í engri aðstöðu til að útiloka slíkt, það getur líklega verið snúið að "ræsa" ónæmiskerfi í þeim sem eru orðnir veikburða.
En það er ástæða til þess að hrósa þeim sem hafa haft gegnsæið að leiðarljósi í þessu máli. Ég skil ekki í "hvaða landi", þeir telja sig stadda, sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að óþarfi sé að "útvarpa" slíkum upplýsingum.
Líklega hefðu þeir helst viljað loka heitupottunum, sundlaugunum, samfélagsmiðlum, símkerfum, kaffistofum o.s.frv., því ég tel að "vægari aðgerðir" hefðu ekki dugað til að halda þessum upplýsingum frá Íslansku þjóðinni.
Sú umræða hefði allt eins líklega orðið mun verri, en sú sem fer fram fyrir opnum tjöldum.
En það er einnig þarft að ræða um hvort að munur sé á því að ræða hvort að það sé munur á því að andlát sé af "völdum Covid", eða hvort einhver "deyji með Covid".
Er mikill munur á dánartíðni á hjúkrunarheimilum í ár frá venjulegu árferði? Hefur lyfjagjöf þar aukist, t.d. þunglyndislyfja?
Auðvitað er þetta erfið umræða, en umræðan sem fer fram fyrir opnum tjöldum gefst yfirleitt best.
Andlátin rannsökuð en ólíklegt að bóluefnið valdi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |