Kjaftaþing þjóðanna?

Það að samningur um "bann" Sameinuðu þjóðanna við kjarnorkuvopnum skuli hafa tekið gildi fyrir helgi, segir margt um þá stofnun og í raun vanmátt hennar og allt að því tilgangsleysi.

Þó hefur hún gildi sem nokkurs konar "málfundafélag", og því verður ekki neitað að það er alltaf jákvætt að hafa vettvang fyrir samræður, jafnvel þó að hann sé takmarkaður.

Fyrsta spurningin sem vaknar, hafa Sameinuðu þjóðirnar einhverja áætlun um hvernig eigi að standa að banninu?

Hyggjast Sameinuðu þjóðirnar "af finna upp kjarnorkusprengjuna"? 

Það er varla hægt.

Eins og er teljum við okkur vita um 9. ríki sem ráða yfir kjarnorkusprengjum.  Þó með þeim fyrirvara að Ísrael hefur hvorki játað, eða neitað að ráða yfir slíkum sprengjum.

En átta aðrar þjóðir hafa viðurkennt að ráða yfir slíkum vopnum.

Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Indland, Pakistan, Norður Kórea og Kína.

Frekar eru líkur á því að slíkum þjóðum fjölgi en fækki.

Allar þær þjóðir sem taldar eru ráða yfir kjarnorkuvopnum, utan Ísrael, hafa sprengt slíka sprengju.

Eftir þvi sem ég kemst næst hafa 4. þjóðir ráðið yfir kjarnorkuvopnum en afsalað sér þeim. 

Það eru Suður Afríka,  (the glorious repblic of) Kasahkstan, Hvíta Rússland og Ukraína.

Það er vert að velta því fyrir sér hvort að innrás Rússlands í Austur Ukraínu og Krímskaga, hefði gengið fyrir sig með sama hætt og raunin varð, hefði Ukraína enn ráðið yfir kjarnorkuvopnum, en við þeirri spurningu eru ekki til nein afgerandi svör.

Það er þó vert að hafa í huga að Rússland gerði samning um að virða sjálfstæði og landamæri Ukraínu, þegar Ukraína féllst á að gefa eftir öll sín kjarnorkuvopn.

Þegar samningurinn var gerður var Ukraína almennt talið þriðja stærsta kjarnorkuveldi heims.

Hafa Sameinuðu þjóðirnar á einhvern hátt staðið að baki Ukraínu, eða reynt að hjálpa þeim að endurheimta landsvæði þau er ríkið hefur misst?

Hefði Ukraína verið betur statt með því að halda í kjarnorkuvopn?

Um það er engin leið að fullyrða að og það má talja vafasamt að ríkið hefði haft efni á því að halda þeim við án utanaðkomandi aðstoðar.

En hvert leiðir bann við kjarnorkuvopnum heimsbyggðina?

Til þess tímapunkts að síðasta ríkið sem neitar að undrrita slíkt samkomulag er eina kjarnorkuveldið í heiminum?

Hafa Sameinuðu þjóðirnar eitthver skipulag til þess að eyða kjarnorkuvopnum í heimimum og koma í veg fyrir að ný komi til sögunnar?

Eða er eingöngu um að ræða "fíl gúdd" tillögu sem hægt er að samþykkja og "berja sér á brjóst" og þykjast "góður"?

Persónulega tel ég þessa tillögu eina af þeim sem eru marklausar og gera ekkert annað en að "gjaldfella" Sameinuðu þjóðirnar, sem eru reyndar ekki hátt skrifaðar hjá mér fyrir.

Það má vel telja kjarnorkuna "bölvaða uppfinningu", en hún er til staðar og mun fylgja mannkyninu um ókomna framtíð.

Sameinuðu þjóðirnar hafa enga leið til stoppa nýtingu hennar í sprengjum.

Raunsæið er alltaf besta leiðin fram á við.

Því er engin ástæða fyrir Íslendinga, eða nokkra aðra þjóð að samþykkja bann við kjarnorkuvopnum.

Við skulum hins vegar vona að þem verði ekki beitt á ný, en bann Sameinuðu þjóðanna gertir nákvæmlega ekkert til að minnka, eða auka líkurnar á því.

 


mbl.is Hættan sjaldan eða aldrei jafn mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband