Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
22.5.2020 | 06:45
Um margt athyglisverð niðurstaða hjá Svíum, en ekki síður hjá Bretum
Mér þykir það býsna merkileg niðurstaða að einungis 7.3% íbúa Stokkhólms hafi myndað mótefni gegn Kórónaveirunni. Þó er settur sá fyrirvari sem eðlilegt er að þeir sem hafi veikst án einkenna, hafi hugsanlega ekki myndað mótefni.
En ef ég man rétt er íbúafjöldi Stokkhólms í kringum milljón. Þessi niðurstaða myndi þá þýða að að ríflega 70.000 einstaklingar hafi örugglega smitast í borginni.
Það er meira en tvöföld heildartala staðfestra smita í Svíþjóð allri. Það er rétt að hafa í huga að ég hef ekki tölur um hvernig smit skiptast á milli borga eða landsvæða í Svíþjóð, en talað hefur verið um að stór hluti þeirra væri í Stokkhólmi, hún enda stærsta borgin.
En ef talað er út frá þessum niðurstöðum (eins og þær væru staðreynd), koma mér nokkur atriði í hug.
Er sjúkdómurinn ekki meira smitandi en þetta? Það er að segja að þrátt fyrir meint "frjálslyndi" Svía og hve kátir þeir hafa verið á veitingahúsum, opnum svæðum o.s.frv., þá hafa ekki fleiri smitast?
Eða ef Kórónan er jafn smitandi og margir vilja vera láta, eru þá svo margir sem "aldrei veikjast" þrátt fyrir smit og þróa því ekki mótefni?
Eða virkuðu tilmæli (en ekki skipanir) Sænskra yfirvalda það vel, að þrátt fyrir allt hafa svo fáir smitast?
En svo vaknar líka spurning ef svo fáir hafa smitast, hvers vegna svo margir hafa dáið í Svíþjóð?
Svíþjóð hefur þegar þetta er skrifað u.þ.b. tvöfallt fleiri staðfest smit miðað við íbúafjölda en Noregur svo dæmi sé tekið. En u.þ.b. 9. sinnum fleiri dauðsföll/íbúafjölda. En þeir hafa sömuleiðis aðeins um helming af skimunum/íbúafjölda.
En á sama tíma birtast fréttir frá Bretlandi þess efnis að áætlað sé að u.þ.b. 17% af íbúum London hafi þróað mótefni og ca. 5% á öðrum svæðum Bretlands.
Gróflega reiknað, er það í kringum 1.5 milljón í London og 2.9 milljónir annars staðar í Bretlandi, eða 4.4 milljónir smitaðra í Bretlandi.
Það er næstum 18 sinnum hærri tala en staðfest smit sem eru þegar þetta er skrifað u.þ.b. 250.000.
Það er þá einhverstaðar í kringum 6.6% af heildaríbúafjölda Bretlands sem hafa smitast (ef við lítum á þessar niðurstöður sem staðreynd). Þannig að Bretland sem heild er ekki langt frá tölunni í Stokkhólmi, en London með næstum 2.5 sinnum hlutfallslega fleiri sem hafa myndað mótefni.
Bretland hefur heldur fleiri skimanir/íbúafjölda en Noregur, en ekki afgerandi.
Ég vil undirstrika að þetta eru aðeins vangaveltur.
En þetta undirstrikar ef til vill einnig hve lítið er vitað um hegðun Kórónuveirunnar og hve mismunandi hún virðist á ýmsum stöðum. Líklega að að hluta vegna mismunandi meðferð talna og upplýsinga og svo eru ótal aðrir þættir sem spila inn í.
Alls kyns upplýsingar hafa komið fram um hópa sem verða misjafnlega fyrir barðinu á sjúkdómnum. Stærri borgir virðast gjarna verða harðar úti, þéttleiki byggðar og samgöngumátar spila þar líklega hlutverk.
En það virðist enn langt í að almennileg yfirsýn náist yfir sjúkdóminn.
Einungis 7,3% Stokkhólms myndað mótefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2020 kl. 04:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.5.2020 | 14:51
Hverjir eiga lífeyrissjóðina?
Atvinnurekendur eiga ekki lífeyrissjóðina, en verkalýðsfélög eiga þá ekki heldur. Sjóðfélagar eiga lífeyrissjóðina.
Þeir ættu auðvitað að kjósa stjórnir þeirra. Þeir eiga afkomu sína á efri árum undir afkomu sjóðanna.
Það er tóm blekking að tala um mótframlag atvinnurekenda, enda slíkt framlag eingöngu hluti af launum viðkomandi launþega. Partur af heildarlaunum hans og heildarlaunakostnaði fyrirtækis þess sem hann vinnur hjá.
Það má hins vegar hugsa sér að það sé ekki skilyrði að eiga fé í sjóði til að bjóða sig fram til að stýra honum.
Svo má líka velta fyrir sér hvort að atkvæðisréttur eigi að fara eftir inneign í sjóðunum, þannig að þeir sem hafa greitt lengi hafi fleiri atkvæði en þeir sem eiga minna undir, eða hvort það reglan sé einn félagi/eitt atkvæði.
En valið og valdið á að vera sjóðsfélagana.
P.S. Það er fyllilega eðlilegt að því sé velt upp hvort að rétt sé að skipta um stjórnendur hjá Iclandair.
Sá bolti hlýtur að liggja hjá eigendum hlutafjár og þeim sem hugsanlega ætla að leggja fram aukið hlutafé.
Meta þurfi stöðu æðstu stjórnenda Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2020 | 14:34
Skotist yfir landamærin
Ég ætti erindi til Pärnu, bæjar á suðurhluta Eistlands í dag. Oft kallaður sumarhöfuðborg Eistlands og jafnframt fæðingarstaður Eistneska lýðveldisins.
Lagði af stað eldsnemma í morgun.
Gekk frá erindinu fljótt og örugglega og svo ákvað ég fyrst að tími væri til að halda yfir til Lettlands.
Athuga hvernig "The Baltic Bubble" virkaði.
Í stuttu máli var ferðin þægileg.
Ég skrapp yfir til Lettlands. Landamærin voru nákvælega eins og venjulega. Þar var engan að sjá.
Keyrt fram hjá landamærapóstum og myndavélum án þess að nokkur hefði af ferðalöngum afskipti.
Skaust í búðir, keypti "öðruvísi" mat og og "öðruvísi" áfengi og hélt svo heim á leið.
Og kom heim frá útlöndum.
19.5.2020 | 11:16
Smá "upplýsingaóreiða" hjá Svandísi? Eða ekki öll sagan sögð?
Ég hlustaði á ræðu Svandísar. Hún var ágætlega flutt en innihaldið lítið. Það er svo sem ekki endilega ástæða til það búast við miklu á vettvangi sem þessum.
Réttilega segir Svandís að Íslendingar hafi komið vel út í baráttu sinni við Kórónuveiruna.
Það er eðlilegt að hún hrósi Íslenska heilbrigðiskerfinu, og segi að baráttuaðferðir s.s. mikil skimun, smitraking og sóttkví hafi skilað árangri.
En er ekki mikil skimun á Íslandi afrakstur mikillar samvinnu hins opinbera kerfis og einkafyrirtækis?
Einkafyrirtækis sem hefur skimað þúsundir einstaklinga á eftir því sem mér skilst eigin kostnað.
Einkafyrirtækis sem hljóp undir bagga með Íslenska heilbrigðiskerfinu þegar tækjakostur bilaði.
Væri búið að skima fast að 35% Íslensku þjóðarinnar ef Íslenskrar erfðagreiningar hefði ekki notið við?
Það er engin leið að fullyrða um hve stóra rullu sú skimun hefur spilað, en hún er vissulega þakkarverð.
Er ekki árangur Íslendinga afrakstur góðrar samvinnu hins opinbera heilbrigðiskerfis og einkageirans?
Eðli málsins samkvæmt er hlutur hins opinbera mikið stærri og á hann sannarlega skilið hrós.
Svandís þakkaði WHO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2020 | 08:05
Kanada: Kæri forsætisráðherra, Kanadabúar þurfa bæði heilsu og efnahagslega velmegun
Kórónuveiran hefur tekið yfir stærstan hluta opinberrar umræðu um allan heim undanfarna mánuði og ekki að undra.
Mér hefur þótt mátt merkja all nokkra breytingu á umræðunni á allra síðustu vikum. Efnahagsmálin hafa smátt og smátt komið inn í umræðuna af miklum þunga og mér þykir líklegta að sá þungi aukist enn frekar á komandi vikum.
Aðgerðir stjórnvalda mismunandi ríkja, bæði í heilbrigðis- og efnahagsmálum verða vegin og metin og næsta víst að sitt mun sýnast hverjum.
Valdsvið og ábyrgð sérfræðinga og stjórnmálamanna munu án efa einnig verða skeggrædd.
Á vef Kanadísku Macdonald-Laurier stofnunarinnar má nú lesa nýlegt opið bréf til forsætisráðherrans, Justin Trudeau.
Bréfið er vel skrifað og vel þess virði að lesa það. Það má lesa hér að neðan.
En það er rétt að hafa í huga við lesturinn að Kanadísku fylkin hafa mikið sjálfstæði, þó að Kanadabúum sé gjarnt að líta til alríkisstjórnarinnar um leiðsögn og forystu
Dear Prime Minister,
Since the beginning of the COVID-19 outbreak, Canadians have been presented with a stark choice either selflessly shut down the economy to save lives or selfishly worry about the economy and condemn thousands to a vicious illness.
This view has formed the basis of the federal governments response to the crisis to this point, usually bolstered by the claim that the approach is based on science and evidence, even as the evidence changes daily and the proclamations of health officials have proven wrong countless times. If it hasnt already, the governments refrain will soon wear thin with Canadians suffering the devastating economic, social and health effects of the lockdown.
As numerous experts, including those at MLI, have been arguing from the outset, the alleged choice we face is not just a stark one, but a deeply misleading and false one. The lockdown was likely necessary, given the position Canada was in, and was justified because it served two purposes. First, to flatten the curve, thus spreading over time the number of cases of inevitable illness so they would not overwhelm the health care system. Second, the lockdown was to buy us time to build sufficient testing and protective capacity to allow us to return to something like normal at the earliest possible moment.
What seems clear by now is that the lockdown did contribute to flattening the curve, but the measures employed were disproportionate to the objective. Moreover, flattening the curve was not without significant cost to our well-being, whether from the health or the economic point of view.
As for the economic cost, it has been nothing less than the deepest and most rapid loss of jobs, savings and income in the history of Canada. As MLIs Philip Cross has pointed out, the topline job loss numbers weve seen so far only scratch the surface. If one includes those unable to work due to lockdown measures and those who have given up looking for work due to the crisis, the unemployment rate would have been 23 percent in March alone. Over March and April, three million Canadians officially lost their jobs, while another 2.5 million were not able to work at all or had much reduced hours. Overall, employment fell by 15.7 percent and hours worked by 27.7 percent. By early May, 7.8 million Canadians had turned to emergency income support from the federal government.
Estimates of the federal deficit resulting from COVID-19 range up to $400-billion. Crosss Leading Economic Indicator, which had previously predicted sluggish growth over the early part of 2020, shows the economy is now in freefall.
Equally importantly, the lockdown has in fact been very damaging to Canadians health: illnesses and conditions not related to COVID-19 have gone untreated or undiagnosed, including leading killers such as cancer and heart disease; mental illness issues have become exacerbated on a major scale; Canadians have died of heart attacks and other conditions for fear of visiting emergency wards despite the fact that most have capacity. Other social issues with a clear connection to health have also been made worse, including increases in domestic abuse and crime, and troubling worries about a potential suicide epidemic. The poor health outcomes from growing impoverishment of Canadians due to the lockdown will likely continue for years.
So these, too, are consequences of lockdown measures done in the name of health. The US Centers for Disease Control and Prevention (CDC) has begun releasing figures showing that a substantial portion of the spike in mortality accompanying the pandemic was not due to confirmed or probable COVID-19 infections. In New York City, for example, as of May 2, such cases accounted for more than 5,000 deaths, or 22 percent of the excess deaths since the pandemic hit. Its certainly plausible that many died due to the effects of the lockdown and the impact of COVID-19 on the health system. According to the CDC, Tracking excess mortality is important to understanding the contribution to the death rate from both COVID-19 disease and the lack of availability of care for non-COVID conditions. Unfortunately, Canada has so far failed to release comparable data.
Despite all this, judging by the lack of preparedness for the necessary phase two of our recovery efforts, the lockdown has also been largely squandered. Personal protective equipment remains in short supply, vulnerable populations like seniors remain inadequately protected in many cases and we are struggling to get needed testing capacity up to the levels required to begin a phased return to work. We have failed even to perform a national random sample test to establish a COVID-19 baseline across the entire population. Yet we seem to have no difficulties spending hundreds of billions of dollars of borrowed money to compensate people for not being able to work when proper measures would make work possible for many now idled.
Now Ottawa seems to be shifting the goalposts. The rationale for the lockdown seems to have morphed subtly from managing the outbreak by flattening the curve to preventing the illness from infecting Canadians at all, pushing the timeline for a return to some economic activity into the summer and a return to normal a year or more into the distance when a vaccine is available. Its an impossible goal that is being pursued at an almost incalculably large cost to the well-being of Canadians in exchange for a largely illusory benefit. Some health experts would go even further, advocating that the goal should be eliminating the virus from Canada, somehow avoiding any mention of the economic hardship that would entail.
Even as provinces such as Quebec, Alberta and BC push to reopen, you are hesitating. Ottawa needs to do more to support the provinces in their efforts, not get in their way.
More does not mean more vast government programmes such as those that have been created on the fly to tide people over as a consequence of the government-imposed lockdown. While these have their merits in the very short term, the result is that we are imposing huge costs on ourselves and future generations with spending that is a very poor substitute for Canadians being able to work and provide for themselves and their families through their own efforts and energy. We dont work only to earn money but because of the dignity of work and its affirmation of our worth and our contribution to society.
Moreover we are loading a disproportionate share of the cost of combating COVID-19 onto the young (in order to protect the old) and blue-collar and service sector workers (who cannot work from home) as opposed to white-collar workers (who often can). These too are policy trade-offs we cannot blame on experts. They are choices made by politicians who must be accountable.
We can and must do better. It is the responsibility of our leaders to defend both the health and prosperity of Canadians. These goals are not in conflict but reinforce one another. The path forward does not lie in politicians deferring to experts. As two experts from the London School of Economics observed recently, It is dangerous when politicians ignore expert advice. But it is just as dangerous when politicians outsource their judgment to experts, especially if the margin of error is huge and the advice is contested. Ultimately, it is the job of politicians to make the tough decisions about trade-offs.
Understanding this should give our leaders, including you Prime Minister, the courage to lead us in a better direction. What is needed from you now is a clear indication of how we can move to normality and what we can expect to see as a result. Any easing of the lockdown is going to increase the infection rate the crucial question is how we can do it without increasing the death rate. This is what we are looking for from you, not endless announcements of programmes to pay us while we wait. We need as much information as possible about the risks of returning to work and how to mitigate them while leaving final decisions in the hands of local workers and employers who know their own circumstances best.
The government must trust and empower Canadians to move prudently back to something approaching normal by giving us clear, non-technical statements of the best available information on which to base our decisions and then allowing and indeed encouraging us to take responsibility for ourselves and get back to work.
Confirmed signatories to date:
John Adams, Board Chair, Best Medicines Coalition
Uswah Ahsan, political science student and non-profit founder
Michael Binnion, CEO, Questerre Energy
Brendan Calder, Professor of Management, Rotman School of Management, U of T
Ken Coates, Canada Research Chair, Johnson-Shoyama School of Public Policy
Philip Cross, former Chief Economic Analyst at Statistics Canada
Brian Lee Crowley, Managing Director, Macdonald-Laurier Institute
Patrice Dutil, Professor, Department of Politics and Public Administration, Ryerson University
Brian Ferguson, Professor of Economics, University of Guelph
Wayne Gudbranson, CEO, Branham Group Inc.
Robert Krembil, Chairman, Krembil Foundation
Ian Lee, Associate Professor, Sprott School of Business, Carleton University
Micheline Brunet McDougall, Founding President, BMA Strategic Research
Vaughn MacLellan, Partner, DLA Piper (Canada) LLP, Toronto
Joe Martin, Founding President, Canadian Business History Association
Soroush Nazarpour, CEO, NanoXplore Inc
Nigel Rawson, President, Eastlake Research Group
Raheel Raza, President, Muslims Facing Tomorrow
Vijay Sappani , CEO , Ela Capital Inc.
Anil Shah, President, Ni-Met Metals Inc.
Shawn Whatley, MD, former President, Ontario Medical Association
Andrew Wildeboer, President. Royal Lepage RCR Realty and Team Realty
Rob Wildeboer, Executive Chairman, Martinrea International
David Zitner, retired physician and founding director of Medical Informatics, Dalhousie University
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
17.5.2020 | 07:45
Eurovision: The Story Of Fire Saga
Ég hvorki er né hef verið mikill aðdáandi Eurovision söngvakeppninnar. Þaðan hafa þó komið einstaka ágætis lög í gegnum tíðina.
En flestir Íslendingar hafa líklega heyrt um Eurovision myndina sem er í vinnslu og var að hluta til tekin upp á Íslandi, aðallega í kringum Húsavík. Myndin heitir "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Skartar engum öðrum en Will Farell í aðalhlutverki.
Nú er fyrsta tónlistarmyndbandið úr myndinni komið út, lagið "Volcano Man". (Myndbandið hér að neðan). Ég ætla að mestu að sleppa því að segja hvað mér finnst um lagið, en við fyrstu hlustun leitaði hugurinn frekar til Evrópskrar en Íslenskrar tónlistar og svo örlítið í austurátt.
En myndin verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Það er annar föstudagur á eftir fyrirhugaðri opnun landamæra Íslands.
Ég held að það verði að finna einhverja skemmtilega leið til að nota frumsýninguna til kynningar á Íslenskri ferðaþjónustu.
Húsvíkingar ættu alla vegna ekki að láta tækifærið fram hjá sér fara.
Svo er bara að krossleggja fingurna og vona að myndin sé góð og njóti vinsælda.
Hér að neðan má svo sjá viðtal sem var tekið við Will Farrell vegna myndarinnar í febrúar síðastliðnum.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2020 | 13:33
Hver er sviðsmynd Vinstri grænna?
"Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað", segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Það má vissulega taka undir það. Ekki einungis hefðu umrædd störf skapað umsvif, eins og öll störf gera, heldur hefðu þau að stórum hluta verið unnin fyrir "erlendan gjaldeyri", og þannig verið margfallt verðmætari þjóðarbúinu en allra handa átaksverkefni unnin fyrir skattfé.
En lítum fram hjá efnahagsáhrifunum.
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig sviðsmynd Vinstri grænna í varnarmálum Íslendinga lítur út.
Telur flokkurinn að það sé bábilja að Ísland sé staðsett á hernaðarmikilvægum bletti ef til hernaðarátaka kemur eða stjórnar eitthvað annað ákvörðunum þeirra?
Í síðasta "alheimsófriði" vonuðust Íslendingar og Íslensk stjórnvöld eftir því að þau gætu staðið utan þeirra og lýstu yfir hlutleysi.
Það kom að þó littlu gagni, enda vita líklega flestir að Ísland var hernumið fyrir 80. árum.
Það sama gerðist í Færeyjum.
Það sama gerðist í Noregi.
Það sama gerðist í Danmörku.
Það sama gerðist í Belgíu og Hollandi.
Telja Vinstri græn að meiri líkur séu nú á því að hlutleysi myndi virka ef til umfsvifamikilla hernaðarátaka kæmi?
Kæmi sér best fyrir Íslendinga að "standa við höfnina" og velta því fyrir sér hver ætti skipin sem stefndu að landi?
Eða vill flokkurinn einfaldlega ekki "skipa sér í sveit"?
Eins og staðan er í dag er Ísland "í sveit" með vinaþjóðum, s.s. Noregi, Danmörku, Eystrasaltslöndunum, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi svo að nokkur NATO ríki séu talin upp.
Er það tilviljun að að löndin sem nefnd eru hér að ofan og voru hernumin eru aðilar að NATO?
Hafa Vinstri græn ekkert frekar fram að færa um hvernig flokkurinn vill tryggja öryggi Íslendinga á hugsanlegum ófriðartímum, en það sem kemur fram í "Alþjóðastefnu" flokksins?
Á Íslandi er í dag enginn her, en hersveitir vinaþjóða hafa skipst á að dvelja á landinu í nokkrar vikur í senn við eftirlit og æfingar.
En til að slíkt fyrirkomulag virki til lengri tíma, þarf viðhald og uppbyggingu á mannvirkjum sem tengjast vörnum landsins.
Hjá slíku verður líklega ekki komist á næstu árum, það er að segja ef vilji er til að "Þjóðaröryggistefna" Íslands haldi áfram á þeirri braut sem henni hefur verið mörkuð.
En auðvitað má hugsa sér að stjórnarandstaðan leggi fram tillögu á Alþingi um framkvæmdir til að treysta varnarviðbúnað landsins.
Hún gæti í það minnsta skemmt sér og landsmönnum öllum við að fylgjast með viðbrögðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Þungt högg að verða af hundruðum starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2020 | 08:40
Flestum stjórnmálamönnum hættir til bjartsýni um lausn mála
Það er ótrúlega algengt í stjórnmálastéttinni að vera bjartsýnn. Ég hugsa að það sé eðlilegt, enda vilja færri fara í ferðalag með "bölsýnisfólki", það gefur littla von um skemmtilega för eða bjartari tíma.
Það má að ég tel merkja nokkurn mun á því hvað stjórnmálamenn eru bjartsýnir á að bóluefni komi fram, og hversu vísindamenn eru það.
Það er eðlilegt, enda stjórnmálamenn að telja kjark í umbjóðendur sína, en vísindamenn þeir sem er ætlað að afhenda vöruna.
Donald Trump hefur áður verið með ótímabærar yfirlýsingar um að hann vonaðist eftir bóluefni, það hefur Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins einnig gert.
Bæði hafa líklega viljað horfa bjartsýn fram á veginn og í sjálfu sér takmarkað hægt að setja út á slíkt.
Líklega hafa fleiri stjórnmálamenn talað á svipuðum nótum, en það er misjafnt hve orð vekja mikla athygli.
Einhvern tíma var sagt að Winston Churchill hefði svarað eitthvað á þess leið er hann var spurður hvaða hæfileikum stjórnmálamaður þyrfti að vera gæddur. Churchill sagði stjórnmálamaður þyrfti að hafa hæfileika til þess að segja kjósendum hvað myndi gerast eftir sex mánuði, og að sex mánuðum liðnum þyrfti hafa að hafa hæfileikann til þess að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna það hefði ekki gerst.
Vonast eftir bóluefni fyrir árslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2020 | 09:11
Merkileg saga Winnipeg Falcons
Saga The Winnipeg Falcons er margslungin og ótrúlega heillandi. Það eru á henni ótal fletir og ég hugsa að hægt væri að gera margar kvikmyndir eða langa sjónvarpsseríu um sögu þeirra.
Margir Kanadabúar (flestir af Íslenskum ættum) hafa lagt á sig mikla vinnu til að tryggja að saga "Fálkanna" gleymist ekki.
Hér má finna vefsíðu tileinkaða þeim, og má finna stutt æviágrip leikmanna tekin úr Minningabók Íslenskra hermanna.
Flestir leikmanna (að ég held að einum undanskildum) voru af Íslenskum ættum, en fæddir í Kanada. Þjálfari liðsins var þó fæddur á Íslandi og sneri þangað aftur síðar, en hafði dvalið í Svíþjóð í millitíðinni.
Hann hét Guðmundur Sigurjónsson, og má lesa um glæsilega en jafnframt sorglega sögu hana á vefnum samkynhneigð.is Sannarlega stórmerkileg saga.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið um gerð "Sögumínútu" um "Fálkana" sem Kanadíska ríkissjónvarpið gerði. Sjálf sögumínútan er svo í endann.
Hér er svo þáttur úr sjónvarpsseríu með heitinu "Legends Of Hockey". Í fyrsta þætti er m.a. fjallað um Frank Fredrickson, og hefst sú umfjöllun á u.þ.b. 41:18 mínútu. Virkilega fróðleg frásögn.
Óska að lokum Snorra og Pegasus velfernaðar við að koma þessari merkilegu sögu á hvíta tjaldið, en þangað á hún sannarlega erindi.
P.S. Ég veit um tvær bækur sem hafa verið skrifaðar um "Fálkana", "When Falcons Fly" og "Long Shot: How the Winnipeg Falcons wone the first Olympic hockey gold."
Kvikmynd um Fálkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2020 | 07:52
Velkomin á Evrópska efnahagssvæðið
Það hefur borið nokkuð á því að Íslensk fyrirtæki beri sig illa yfir samkeppni frá Evrópskum/erlendum fyrirtækjum.
Þannig virðast Íslenskar auglýsingastofur telja það skrýtið að erlend auglýsingastofa (reyndar með Íslenskar samstarfsaðila, eða er það öfugt?) hafi "skorað hæst" í útboði fyrir auglýsingaherferð Íslenskra stjórnvalda.
Þó er alveg ljóst að Íslenskum stjórnvöldum er skylt að bjóða slík verkefni út og tilboðsgjafar geta komið frá hvaða landi sem er aðili að EEA/EES samningnum.
Eins virðast Íslenskir fjölmiðlar ekki vera hrifnir af samkeppni frá fjölmiðlum/samfélagsmiðlum sem eru reknir á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þeir tala um að þeir greiði ekki skatta og skyldur á Íslandi. Reyndar greiða fjölmiðlar eins og Netflix virðisaukasktt af seldum áskriftum eins og aðrir miðlar.
En þeir greiða ekki tekjuskatt, tryggingargjald o.s.frv. á Íslandi.
Það gerir kjötvinnsla í Danmörku, eða Þýskalandi sem selur til Íslands ekki heldur.
Það gera ekki heldur erlend flugfélög sem fljúga til Íslands.
Þau greiða fyrir afnot af flugstöð og tækjum á Íslandi, en Íslenskir Netflix notendur greiða nota auðvitað þjónustu Íslenskra internet þjónustu aðila til að geta horft á stöðina.
Flestir eru sammála um að aðild Íslands að EEA/EES hafi reynst landinu vel. Það hefur opnað stóran markað fyrir littlu landi, en við megum heldur ekki gleyma því að sama skapi var lítill markaður opnaður fyrir fjölda stórra aðila.
Þannig einfaldleg virkar sú viðleitni að skapa "einn markað".
Annað mál, en þó skylt, er réttindi fjölmiðla til efnis sem þeir framleiða, s.s. frétta.
Þar er ábyggilega þörf á bragarbót, en það þarf heldur ekki að dvelja lengi á Íslenskum miðlum til að sjá að þeir fara afar frjálslega með efni frá hvor öðrum.
Hvort það er með einhverju samkomulagi veit ég ekki.