Hverjir eiga lífeyrissjóðina?

Atvinnurekendur eiga ekki lífeyrissjóðina, en verkalýðsfélög eiga þá ekki heldur.  Sjóðfélagar eiga lífeyrissjóðina.

Þeir ættu auðvitað að kjósa stjórnir þeirra.  Þeir eiga afkomu sína á efri árum undir afkomu sjóðanna.

Það er tóm blekking að tala um mótframlag atvinnurekenda, enda slíkt framlag eingöngu hluti af launum viðkomandi launþega.  Partur af heildarlaunum hans og heildarlaunakostnaði fyrirtækis þess sem hann vinnur hjá.

Það má hins vegar hugsa sér að það sé ekki skilyrði að eiga fé í sjóði til að bjóða sig fram til að stýra honum.

Svo má líka velta fyrir sér hvort að atkvæðisréttur eigi að fara eftir inneign í sjóðunum, þannig að þeir sem hafa greitt lengi hafi fleiri atkvæði en þeir sem eiga minna undir, eða hvort það reglan sé einn félagi/eitt atkvæði.

En valið og valdið á að vera sjóðsfélagana.

P.S.  Það er fyllilega eðlilegt að því sé velt upp hvort að rétt sé að skipta um stjórnendur hjá Iclandair.

Sá bolti hlýtur að liggja hjá eigendum hlutafjár og þeim sem hugsanlega ætla að leggja fram aukið hlutafé.

 


mbl.is Meta þurfi stöðu æðstu stjórnenda Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er endalausa spurningin í mörg ár Tómas.

Hvað gefur atvinnurekendum rétt á því að sitja i stjórnum

lífeyrissjóða...þegar eignin sem þar myndast er á hendi

launamanna.??

Hvaða rétt hafa verkalýðsfélög með það að sitja þar

einnig..??

Þetta er búið að vera eitt mesta og stærsta þjófnaðarmál

á launum almennings í áraraðir og þeir sem þangað borga

fá svo engvu ráðið með sinn lífeyri vegna þessara "ólaga" um

lífeyrissjóði, sem gagnvart var gert fyrir alla aðra

en þá sem eiga lífeyrinn.

Að tala um eign í lífeyrissjóð, eftir alla þína starfsævi,

er ekki meiri eign en það, að lottó myndi gefa þér

meiri möguleika á betri peningum heldur en þessi

lögvarða svika myllu maskína.

Sorglegt en satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.5.2020 kl. 21:34

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Sigurður, þakka þér fyrir þetta.  Samkomulag samtaka launþega og atvinnurekenda og svo skyld löggjöf er það sem gefur fulltrúum atvinnurekenda jafnt sem verkalýðshreyfingar rétt til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða.

En slíkt er mannanna verk og má breyta ef vilji er fyrir hendi.

Auðvitað ættu fjármagnseigendur að ákveða hverjir stjórna þeirra sjóðum.

Fjármagnseigendur í lífeyrissjóðum eru þeir sem greiða þangað fé.

Rétt eins og þeir sem setja fé sitt í hlutafé fyrirtækja ættu óhindrað að geta kosið þá sem þeir treysta best til að stjórna fyrirtækinu.

En einnig þar seilist hið opinbera æ lengra með lagasetningum til að hafa áhrif á hvernig velst í stjórn.

G. Tómas Gunnarsson, 21.5.2020 kl. 08:17

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Tómas

Ég er þér algjörlega sammála um að sjóðsfélagar eigi að eiga lokaorðið, þegar að stórkostlegum áhættufjárfestingum kemur.

Ég hef lengi álitið að þessi rúmlega fimm þúsund milljarða eign sjóðanna sé stórlega ofmetin vegna krosseignatengsla og annars brasks eða hreinlega þjófstolin líkt og því miður tíðkast að því virðist með flestar eða allar seldar ríkiseignir.

Mælirinn er löngu fullur og kolsprunginn bæði hvað orðinn og áætlaðan þjófnað auðlinda okkar snertir, en þessir aurar okkar sem við ofan á ofurskatta og gjöld erum þvingaðir til að leggja til hliðar fyrir elli og örbirgð ættum við a.m.k. að krefjast að eiga í friði fyrir varginum.

Jónatan Karlsson, 21.5.2020 kl. 14:53

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jónatan, þakka þér fyrir þetta.  Það er alltaf erfitt að meta eignir.  Margar eru ekki mikils virði nú um stundir.

En til lengri tíma litið, er t.d. gott að eiga fasteignalán, eins og margir lífeyrissjóðir eiga.  Hlutabréf eru ekki slæmur kostur til lengri tíma, en þar er alltaf til staðar áhætta.  Hún eykst ef innflæði minnkar og þarf að selja með stuttum fyrirvara til að standa undir skuldbindingum.

En ég þekki ekki til rekstur einstakra sjóða, en sem betur fer hefur eftir því sem ér skilst eignadreifing aukist og er líklega í fleiri gjaldmiðlum en áður.

Það getur auðvitað farið í báðar áttir, hvort að rekstur sjóða yrði betri eða verri ef sjóðfélagar kysu stjórnir.

En það væri þá þeirra ábyrgði og þeirra ákvörðun.

Fjármagnseigendurnir eiga að ákveða sjtórnina.

G. Tómas Gunnarsson, 22.5.2020 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband