Hver er sviðsmynd Vinstri grænna?

"Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað", segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ.  Það má vissulega taka undir það.  Ekki einungis hefðu umrædd störf skapað umsvif, eins og öll störf gera, heldur hefðu þau að stórum hluta verið unnin fyrir "erlendan gjaldeyri", og þannig verið margfallt verðmætari þjóðarbúinu en allra handa átaksverkefni unnin fyrir skattfé.

En lítum fram hjá efnahagsáhrifunum. 

Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig sviðsmynd Vinstri grænna í varnarmálum Íslendinga lítur út.

Telur flokkurinn að það sé bábilja að Ísland sé staðsett á hernaðarmikilvægum bletti ef til hernaðarátaka kemur eða stjórnar eitthvað annað ákvörðunum þeirra?

Í síðasta "alheimsófriði" vonuðust Íslendingar og Íslensk stjórnvöld eftir því að þau gætu staðið utan þeirra og lýstu yfir hlutleysi.

Það kom að þó littlu gagni, enda vita líklega flestir að Ísland var hernumið fyrir 80. árum.

Það sama gerðist í Færeyjum.

Það sama gerðist í Noregi.

Það sama gerðist í Danmörku.

Það sama gerðist í Belgíu og Hollandi.

Telja Vinstri græn að meiri líkur séu nú á því að hlutleysi myndi virka ef til umfsvifamikilla hernaðarátaka kæmi?

Kæmi sér best fyrir Íslendinga að "standa við höfnina" og velta því fyrir sér hver ætti skipin sem stefndu að landi?

Eða vill flokkurinn einfaldlega ekki "skipa sér í sveit"?

Eins og staðan er í dag er Ísland "í sveit" með vinaþjóðum, s.s. Noregi, Danmörku, Eystrasaltslöndunum, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi svo að nokkur NATO ríki séu talin upp.

Er það tilviljun að að löndin sem nefnd eru hér að ofan og voru hernumin eru aðilar að NATO?

Hafa Vinstri græn ekkert frekar fram að færa um hvernig flokkurinn vill tryggja öryggi Íslendinga á hugsanlegum ófriðartímum, en það sem kemur fram í "Alþjóðastefnu" flokksins?

Á Íslandi er í dag enginn her, en hersveitir vinaþjóða hafa skipst á að dvelja á landinu í nokkrar vikur í senn við eftirlit og æfingar. 

En til að slíkt fyrirkomulag virki til lengri tíma, þarf viðhald og uppbyggingu á mannvirkjum sem tengjast vörnum landsins. 

Hjá slíku verður líklega ekki komist á næstu árum, það er að segja ef vilji er til að "Þjóðaröryggistefna" Íslands haldi áfram á þeirri braut sem henni hefur verið mörkuð.

En auðvitað má hugsa sér að stjórnarandstaðan leggi fram tillögu á Alþingi um framkvæmdir til að treysta varnarviðbúnað landsins.

Hún gæti í það minnsta skemmt sér og landsmönnum öllum við að fylgjast með viðbrögðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

 

 


mbl.is Þungt högg að verða af hundruðum starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er Kristján nokkuð lasinn? Alveg hættur að skrifa sínar skynsamlegu athugasemdir við galgopalegar færslur þínar Tómas.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 21:20

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Hef ekki hugmynd.  En hér ríkir engin skrifskylda.

Menn koma og fara eftir eigin höfði. 

Þegar sólin vaknar og samkomubannið slaknar, þá er margt sem kallar. 

Ég held meira að segja að ég sé allur léttari.

G. Tómas Gunnarsson, 17.5.2020 kl. 07:58

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Takk fyrir að sakna skrifa minna, Þorsteinn! Mér hefur bara ekki dottið neitt gáfulegt í hug lengi. Og ef maður hefur ekkert að segja á maður ekki að fara mörgum orðum um það, eins og Tommi sagði einu sinni fyrir löngu.

Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2020 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband