Eurovision: The Story Of Fire Saga

Ég hvorki er né hef verið mikill aðdáandi Eurovision söngvakeppninnar. Þaðan hafa þó komið einstaka ágætis lög í gegnum tíðina.

En flestir Íslendingar hafa líklega heyrt um Eurovision myndina sem er í vinnslu og var að hluta til tekin upp á Íslandi, aðallega í kringum Húsavík. Myndin heitir "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Skartar engum öðrum en Will Farell í aðalhlutverki.

Nú er fyrsta tónlistarmyndbandið úr myndinni komið út, lagið "Volcano Man". (Myndbandið hér að neðan). Ég ætla að mestu að sleppa því að segja hvað mér finnst um lagið, en við fyrstu hlustun leitaði hugurinn frekar til Evrópskrar en Íslenskrar tónlistar og svo örlítið í austurátt.

En myndin verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi.  Það er annar föstudagur á eftir fyrirhugaðri opnun landamæra Íslands.

Ég held að það verði að finna einhverja skemmtilega leið til að nota frumsýninguna til kynningar á Íslenskri ferðaþjónustu.

Húsvíkingar ættu alla vegna ekki að láta tækifærið fram hjá sér fara.

Svo er bara að krossleggja fingurna og vona að myndin sé góð og njóti vinsælda.

 

 

 Hér að neðan má svo sjá viðtal sem var tekið við Will Farrell vegna myndarinnar í febrúar síðastliðnum.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband